Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ástund á aldarfjórðungsafmæli Við erum við hestaheilsu VERSLUNIN ogfyrirtækið Ástundheldur upp á 25 ára afmæli sitt mánudag- inn 19. nóvember. Hér er um afar sérhæft fyrirtæki að ræða þar sem hesta- mennska og knattspyrna eru í öndvegi. Arnar Guð- mundsson, einn stofnenda fyrirtækisins, er fram- kvæmdastjóri, en vísaði á son sinn Guðmund sem forsvarsmann, enda „væri hann óðum að taka við stjórn fyrirtækisins,“ eins og hann komst að orði. Guðmundur er markaðs- stjóri fyrirtækisins og Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni. – Segðu okkur frá tilurð fyrirtækisins og hverjir stóðu þar á bak við? „Ástund var stofnuð 19. nóvem- ber árið 1976 í eigin húsnæði að Háaleitisbraut 68. Stofnendur voru Arnar Guðmundsson, Sigríð- ur Guðmundsdóttir og Guðmund- ur Ágúst Ingvarsson. Aðdragand- inn að stofnun fyrirtækisins var fyrst og fremst áhugi stofnenda á hestamennsku og fótbolta. Nú, eins og þá, er því áherslan lögð á hestavörur og vörur til knatt- spyrnuiðkunar. M.a. rekur Ástund sérverslun með vörur sem tengj- ast knattspyrnu, en Ástund er einkaumboðsaðili á Íslandi fyrir Manchester United-vörurnar. Nú nýlega var stofnuð ný deild innan fyrirtækisins með dans- og ballett- vörur þannig að segja má að hér sé um ósvikna sérverslun að ræða.“ – Hvað á að gera í tilefni dags- ins? „Í tilefni af 25 ára afmælinu bjóðum við til afmælisveislu þar sem við bjóðum 25% afslátt af öll- um vörum verslana okkar dagana 22.–24. nóvember. Þá kynnum við nýjan hnakk, „Ástund Winner“, með 25% afmælisafslætti, en þetta er sjötta hnakkgerðin sem Ástund framleiðir. En ef til vill er stærsti viðburðurinn sá að við bjóðum 25 Ástundarhnakka í sérstakri af- mælisútgáfu með þriggja ára ábyrgð. Hnakkarnir eru númerað- ir og smíðaðir úr sérvöldu leðri af „Water Buffalo“ en leðrið er inn- flutt frá Asíu, nokkuð sem ekki hefur sést hér á landi áður. Hér er um að ræða dýrasta hnakk á Ís- landi og sennilega dýrasta hnakk sem smíðaður hefur verið fyrir ís- lenska hestinn í heiminum. Þeir eru smíðaðir á sérhannað fjaður- virki og þeir dýrustu eru með loft- púða í dýnum. En það var einmitt Ástund sem innleiddi loftpúða í hnakka fyrir íslenska hestinn árið 1999. Loftpúðahnakkarnir þykja með eindæmum hestvænir og nú er hægt að fá alla Ástundarhnakka með loftpúðum sé þess óskað.“ – Þið smíðið sem sagt hnakkana hér heima? „Árið 1985 stofnaði Ástund söðlaverkstæði í húsnæði sínu við Háaleitisbraut og hóf framleiðslu á hnökkum, svokölluð- um Ástundarhnökkum og reiðtygjum fyrir ís- lenska hestinn. Við er- um kannski þekktust í dag einmitt fyrir Ástundarhnakkana sem njóta mikilla vinsælda, en stefna fyrir- tækisins hefur alltaf verið að framleiða hestvæna hnakka, þ.e.a.s. hnakka sem vernda og fara vel með bak hestsins. Innan fyr- irtækisins er hannaður reiðfatnað- ur sem er framleiddur undir eigin nafni og hefur hann náð miklum vinsældum. Í nóvember á síðasta ári opnaði Ástund auk þess sérdeild með hinn heimsþekkta fatnað frá AIGLE International og var hún sú fyrsta sinnar tegundar sem opnuð var á Norðurlöndum. Áhersla er lögð á sama stíl í öllum AIGLE-verslunum og eru allar innréttingar og teikningar frá höf- uðstöðvum fyrirtækisins í París. Fatnaðurinn er sérhæfður til úti- vistar og tómstundaiðkunar og hentar því vel fyrir hestamenn, veiðimenn, kylfinga og göngufólk, auk þess sem hann telst ekki síst vera sportlegur tískufatnaður.“ – Eruð þið eitthvað í útflutn- ingi? „Já, útflutningur á eigin fram- leiðslu hófst í kring um 1990 og hefur verið vaxandi þáttur í starf- semi fyrirtækisins til þessa dags. Ástundarhnakkar og reiðtygi, svo og reiðfatnaður, eru nú seld í 15 þjóðlöndum.“ – En seljið þið hross? „Ég gerði það sjálfur á eigin vegum hér áður fyrr, en fyrirtæk- ið er ekki í þeim viðskiptum. Hitt er svo annað mál að óbein ráðgjöf fer oft fram innan veggja okkar, hestamenn spyrja okkur hvort við vitum um góð kaup og við leysum úr því eftir bestu getu.“ – Er vitað hvað hestamenn í landinu eru margir? „Ég bara þekki það ekki og veit ekki hvort það hefur verið kannað, en hestamennska á ævinlega vax- andi vinsældum að fagna hér á landi.“ – Er algengt að fólk komi til ykkar alls ófrótt um hesta- mennsku? „Við fáum mikið af fólki sem er að byrja í hestamennsku og leitar ráða hjá okkur, vænt- anlega vegna þess trausts sem fyrirtækið nýtur, enda byggir Ástund starfsemi sína fyrst og fremst á fag- mennsku og gæðum ásamt þekk- ingu og persónulegri þjónustu.“ – En hvað með rekstrarum- hverfið? Nú er niðursveifla. Finnið þið fyrir henni? „Verslun sem þessi verður vör við þær miklu sveiflur sem ein- kenna þetta þjóðfélag rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. En framtíðin er björt og við erum við hestaheilsu.“ Guðmundur Arnarsson  Guðmundur Arnarsson fædd- ist í Reykjavík 11. febrúar 1966. Hann er með verslunarpróf og er markaðsstjóri Ástundar frá árinu 1990. Guðmundur hefur stundað tamningar samhliða starfinu hér heima og áður í Sviss og Þýskalandi. Guðmundur er kvæntur Þórdísi Ingjalds- dóttur og eiga þau tvö börn, Sól- rúnu Sif og Arnar Orra. Á vaxandi vinsældum að fagna Það ætlar aldeilis að koma sér vel fyrir ykkur í þessu vinstra-sukki að ég lét reisa Perluna. HÁTT í tvær milljónir hafa safnast til styrktar bræðrunum Friðriki og Sigurði Guðmundssyni en bræð- urnir fæddust báðir með ólækn- andi og sjaldgæfan vöðvarýrn- unarsjúkdóm. Þá hafði lengi dreymt um að ferðast til Flórida að skoða Disney World sem er nokk- urt fyrirtæki þar sem báðir eru þeir bundnir við hjólastól. Móðir bræðranna, Gunnfríður Friðriksdóttir, segir að það sé frá- bært hversu mikið fé hafi safnast og mun meira en vænst hafði verið. Hún segir að þeir bræður hafi fylgst mjög vel með söfnuninni og Sigurður fylgist raunar með henni á Netinu dag frá degi. „Friðrik og Sigurður sjá nú fram á að geta lát- ið drauminn rætast og við munum fara að huga að ferðinni eftir ára- mótin, væntanlega verður farið í febrúar eða mars. Þetta er hreinlega alveg ótrúlegt.“ Í tengslum við opnun nýrrar heimasíðu í októ- ber ákváðu Sjóvá- Almennar að styrkja þá bræður með því að bjóða upp eina bifreið í almennu útboði og láta söluverð hennar, 400 þús- und krónur, renna í ferðasjóð handa bræðrunum. Nú hafa fleiri lagt þeim bræðrum lið, s.s. starfsmenn Íslenskra Aðal- averktaka-Ísafls í Vatnsfells- virkjun. Lionsklúbbarnir á Suð- urnesjum hafa skrifað sig fyrir stuðningi auk þess sem framlög hafa borist frá ónefndum aðilum. Hátt í tvær milljónir hafa safnast Bræðurnir tveir ætla að heimsækja Disney World í febrúar eða mars. Bræðurnir Friðrik og Sigurður á leið í DisneyWorld HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karl og konu af ákærum fyrir ölvunar- akstur. Í máli karlmannsins staðhæfðu hann og sambýliskona hans að hún hefði ekið bifreiðinni og hann setið í farþegasæti við hlið hennar. Eftir að hún hefði numið staðar hefði hann snarast út úr bifreiðinni og gengið aftur fyrir hana, til viðræðna við lög- reglumennina tvo sem stöðvuðu för þeirra, og skilið farþegadyrnar eftir opnar. Sambýliskonan hefði því stokkið út um dyrnar ökumannsmeg- in og lokað þeim á eftir sér, hlaupið fram fyrir bifreiðina, að farþegadyr- unum og sest þar inn til að koma í veg fyrir að hundur þeirra slyppi út úr bifreiðinni. Hæstiréttur sagði frásögn þeirra lítt trúverðuga þegar litið væri til vættis lögreglumannanna tveggja, en á það bæri að líta að annar þeirra hefði hvorki séð karlinn aka bifreið- inni né stíga út úr henni um öku- mannsdyr að akstri loknum. Um þessi atriði væri aðeins annar þeirra til frásagnar. Í hinu málinu var kona ákærð fyrir að hafa ekið bifreið sinni frá golf- skála til heimilis síns. Hún neitaði að hafa ekið drukkin, en kvaðst hafa drukkið af stút óblandað sterkt áfengi eftir að hún kom heim til sín. Skömmu síðar hefði hún farið út í bif- reið sína og sest upp í hana í því skyni að ná í veski sitt. Lögreglumaðurinn sem handtók hana kvaðst hafa séð bifreið hennar við golfskálann rúm- um hálftíma áður en hann sá konuna aka henni áleiðis heim til sín, en ann- ar lögreglumaður kom á vettvang nokkrum mínútum eftir handtöku hennar. Ekkert þvagsýni Hæstiréttur segir að þrátt fyrir þessar aðstæður hafi þess ekki verið gætt að taka þvagsýni af konunni til alkóhólrannsóknar, heldur látið við það sitja að taka úr henni blóð, en samanburður á þessum sýnum hefði getað veitt upplýsingar um hvort hún hefði verið undir áhrifum áfengis þegar hún ók bifreiðinni. Þá hafi lög- reglumennirnir ekki kannað hvort vél bifreiðarinnar væri heit viðkomu eða hvort einhver vitni hefðu verið að hugsanlegri drykkju hennar í golf- skálanum eða akstri hennar þaðan. Sýknað í Hæstarétti vegna skorts á þvagsýni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.