Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 10

Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ þegar hálft þriðja ár er frá kosn- ingum til Alþingis og aðeins sextán mánuðir þar til kosið verður sam- kvæmt nýrri og gjörbreyttri kjör- dæmaskipan, er ef til vill ekki að undra þótt línur séu teknar að skýr- ast á vettvangi stjórnmálanna. Fyrst og fremst beinist athygli og orka flokkanna vitaskuld næstu mánuðina að aðsteðjandi bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, en þó þykjast ýmsir vera farnir að merkja skýrari áherslumun milli einstakra flokka á landsvísu. Á það ekki síst við um stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Fjarri öllum sanni væri að halda því fram að vík sé að verða milli vina í þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en hinu er ekki að leyna að upp á síðkastið hefur sýnst verða nokkur áherslubreyting í mál- flutningi þingflokks framsókn- armanna og virðast þingmenn flokks- ins leyfa sér í meiri mæli en áður að halda uppi gagnrýni á stefnumál samstarfsflokksins eða hafa frítt spil gagnvart einstökum aðgerðum rík- isstjórnarinnar. Í Alþingishúsinu er því hvíslað að um ákveðna flokkslínu sé að ræða, en það kann að vera orðum aukið. Hitt er ljóst að ýmsir í hópi framsókn- armanna telja að með samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins í þá veru að stefna að því að fá ráðuneyti heilbrigðismála af hendi Fram- sóknar, hafi ákveðinn tónn verið gef- inn og þess muni sjást aukin merki á næstu misserum innan og utan lög- gjafarsamkundunnar. Skoðum nokkur dæmi: Ekki telst til sérstakra tíðinda að Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi haldið uppi gagnrýni á núverandi fyr- irkomulag stjórnar fiskveiða og kvótasetningu sjávarútvegsráðherra á meðafla smábátaflotans. Það sem hins vegar hefur kannski breyst á síð- ustu dögum er að hvern þingdaginn af öðrum gerist það nú að framsókn- armenn fari upp í ræðustól Alþingis og tjái sig frjálslega um þennan mála- flokkinn og hinn. Alþekktur er áherslumunur samstarfsflokkanna í Evrópumálum, en Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, hefur sagst vilja ræða þau mál með opnum huga, þar með talið kosti og galla aðildar að ESB. Í menntamálum og sjáv- arútvegsmálum hefur Hjálmar Árna- son, þingmaður Reyknesinga, mark- að sér sérstaka stöðu. Hann hefur líka haldið uppi gagnrýni á fyr- irkomulag löggæslunnar, t.d. í Reykjavík og á Suðurnesjum. Frá því var líka skýrt um sl. helgi að þing- flokkur Framsóknarflokksins hefði hafnað fyrir sitt leyti áformum um 40% hækkun innritunargjalda í Há- skólann. Áður höfðu sjálfstæðismenn lýst sig fylgjandi slíkum áformum, enda væru þau að mestu í takt við verðlagsþróun. Ákvörðun framsókn- armanna verður þó væntanlega síst til þess fallin að greiða fyrir gerð fjár- laga næsta árs, en mjög er litið til þeirrar vinnu þessi dægrin í ljósi ástandsins í efnahagsmálunum og mun verkið sækjast nokkuð hægt. Fleira mætti nefna. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur þannig oft- sinnis tekið til máls í umræðum utan dagskrár að undanförnu án þess að málum hafi verið beint til hans sér- staklega eða hans ráðuneytis. Páll tók þannig þátt í umræðunni um flug- vél Flugmálastjórnar þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var til andsvara. Hann var aftur mættur þegar Geir H. Haarde fjár- málaráðherra var inntur eftir mál- efnum Orkubús Vestfjarða. Fleiri slík dæmi mætti nefna, en almennt er ekki algengt að aðrir ráðherrar en þeir sem til andsvara eru, taki þátt í utandagskrárumræðum. Hér skal því alls ekki haldið fram að félagsmála- ráðherra hafi ekki átt fullt erindi í umræðuna, aðeins að þetta stingur nokkuð í stúf við það sem almennt gerist. Í umræðum um einkarekstur í heil- brigðiskerfinu á fimmtudag kom þetta svo enn í ljós, þegar Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum af því að heimilislæknir hæfi nú einkaþjónustu og heimavitjanir fram hjá almannatryggingakerfinu á sama tíma og biðlistar lengist eftir slíkri þjónustu í borginni. Af því til- efni kom Ásta Möller, einn helsti hug- myndafræðingur Sjálfstæðisflokks- ins í heilbrigðismálum, fram með gagnrýni á stjórnarandstöðuna fyrir að tala ávallt um einkarekstur með neikvæðum formerkjum, en hann væri nú þegar stór hluti kerfisins og færi sífellt stækkandi. Samflokks- maður hennar, Tómas Ingi Olrich, bætti um betur og sagðist fylgjandi aukinni einkavæðingu. Allt saman gott og blessað, nema fyrir þær sakir að stjórnarandstaðan var ekkert ein um það að tala með „neikvæðum for- merkjum“ um einkarekstur og einka- væðingu. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra upplýsti þannig að sér hugnaðist ekki slík einkaþjónusta fram hjá þjónustu heilsugæslunnar og sagðist myndu láta kanna hvort viðkomandi hefði sótt um tilskilin leyfi fyrir starfsemi sinni. Aðspurður sagði hann þó að gera þyrfti nokkurn greinarmun á hugtökum í þessu sam- hengi; einkarekstur væri eitt en hrein og klár einkavæðing annað. Samflokksmaður hans, Ísólfur Gylfi Pálmason, tók jafnvel enn dýpra í árinni og hafnaði alfarið frjálsri samkeppni í heilbrigðisþjón- ustunni og benti á að í Bandaríkj- unum þar sem mest hefði verið einka- vætt, væri þjónustan einnig dýrust. „Fólk velur sér ekki sjúkdóma,“ sagði Ísólfur. Með því að hér er bent á skarpari skil en áður stjórnarflokkanna í mill- um, er ekki þar með sagt að annar flokkanna hafi nálgast einhvern ann- an stjórmálaflokk frekar eða að hilli undir breytt stjórnarmynstur í fram- tíðinni. Þvert á móti felst skýringin líklega í þeirri staðreynd að Fram- sóknarflokkurinn hefur átt erfitt upp- dráttar í skoðanakönnunum und- anfarið og að þar á bæ vilji menn skerpa skilin og undirstrika sérstöð- una. Það hlýtur að teljast bæði eðli- legt og sjálfsagt, enda ekki eitt og hið sama samruni og samstarf í stjórn- málunum.      Skarpari skil milli stjórnarflokkanna? EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins bjuggu a.m.k. fimm Litháanna í hrörlegu atvinnu- húsnæði í Gufunesi þar til fyrir skömmu. Húsnæðið er í eigu Reykja- víkurborgar. Jónas Vigfússon þjónustufulltrúi hjá borgarverkfræðingi sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið gerður leigusamningur við Eystrasaltsviðskipti ehf., sem þó hefur haft afnot af húsinu. Reykja- víkurborg hefði því aldrei fengið leigugreiðslur frá fyrirtækinu. Jón- as tekur skýrt fram að aldrei hafi komið til greina að leigja húsið út sem íbúðarhúsnæði. Hafi einhver búið þar sé það í algerri óþökk Reykjavíkurborgar. Hann hafi í raun ekki talið að þarna færi nokkur starfsemi fram. Aðspurður hvers vegna borgin hafi látið það viðgangast að Eystra- saltsviðskipti hefðu afnot af húsinu án þess að greiða leigu, segir Jónas að á sínum tíma hafi verið gert upp- kast að samningi við annað fyr- irtæki sem tengt var forsvars- mönnum Eystrasaltsviðskipta. Samningurinn var ekki undirritaður af óviðráðanlegum orsökum en eftir það hófst starfsemi Eystrasalts- viðskipta í húsinu án þess að gengið hefði verið frá leigusamningi. Eftir að það fréttist að húsið hefði verið notað til að hýsa ólöglega erlenda verkamenn hefði verið reynt að ná sambandi við forsvarsmenn Eystra- saltsviðskipta en það hefði ekki tek- ist. Jónas segir að á næstunni verði gengið eftir því að rýma húsið. Húsasorp og bílhræ Umrætt hús mun á sínum tíma hafa verið reist fyrir laxeldisfyr- irtæki en komst síðar í eigu Reykja- víkurborgar. Húsið er býsna afskekkt og sést ekki fyrr en komið er að því. Að- koman er heldur nöturleg en aka þarf holóttan malarveg til að komast að því og er allskyns drasl, bílhræ og brotajárn á víð og dreif í nágrenn- inu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði síðast afskipti af húsinu í sept- ember þar sem talsvert magn af húsasorpi var á lóð þess og höfðu kvartanir um fjúkandi sorp borist frá íbúum í grennd við húsið. At- hugasemdir voru einnig gerðar vegna sóðaskapar en mörg bílhræ eru við húsið og í nágrenni þess. Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að húsið geti alls ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis. Ekki hafi einu sinni komið til greina að skoða húsið með tilliti til þess. STAÐFEST hefur verið að Lithá- arnir níu sem lögreglan í Kópavogi færði til yfirheyrslu í síðustu viku hafi allir verið hér á landi án at- vinnu- og dvalarleyfis um lengri eða skemmri tíma. Þeim verður því væntanlega gert að yfirgefa landið hið snarasta. Rannsókn lögreglunnar í Kópa- vogi á málinu er ekki lokið en Út- lendingaeftirlitið fékk málsgögn varðandi mennina í hendur í gær. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að tveimur mann- anna hefði verið gert að yfirgefa landið í vor. Þeir störfuðu þá á veg- um sama fyrirtækis og nú, Eystra- saltsviðskipta ehf. Eins og fram kom í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á Alþingi í vikunni varð fyrirtækið uppvíst að því að hafa ólöglega er- lenda starfsmenn í Gufunesi sl. vor. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst voru a.m.k. fimm Lithá- anna sem handteknir voru í síðustu viku búsettir í sama húsi í Gufunesi. Það hús uppfyllir hvergi skilyrði sem gerð eru til íbúðarhúsnæðis en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru ummerki eftir enn fleiri íbúa í húsinu. Páll lýsti því einnig á Alþingi að Litháarnir hefðu komið hingað á vegum fyrirtækisins en það síðan leigt þá út til byggingafyrirtækis sem er að reisa fjölbýlishús í Sala- hverfi í Kópavogi. Vann 300 klukkustundir á mánuði Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að laun Litháanna hafi verið mun lægri en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Einn þeirra hefur borið að laun hans hafi verið tæplega 700 krónur á klukkustund. Hann kveðst hafa unnið um 80 klukkustundir á viku, 9–12 tíma á dag og yfirleitt bæði á laugardögum og sunnudögum. Í hverjum mánuði hafi hann ekki unnið minna en 300 klukkustundir. Tímakaupið var alltaf hið sama, tæplega 700 krónur á klukkustund. Af laununum þurfti hann að greiða hátt í tuttugu þúsund á mán- uði vegna húsnæðis auk gjalds fyrir bíl sem forráðamaður Eystrasalts- viðskipta lét mönnunum í té. Tveir Litháanna sögðust reyndar alls ekkert hafa verið að vinna hér á landi heldur hefðu þeir verið að kynna sér byggingastarfsemi. Þeir hafi því ekki þegið laun fyrir vinnu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að starfsemi Eystrasaltsviðskipta. Á ferð inn og út af Schengen-svæðinu Georg Lárusson segir að sam- kvæmt gögnum málsins hafi menn- irnir verið talsvert á ferðinni inn og út af Schengen-svæðinu á undan- förnum mánuðum. Borgarar landa utan Schengen geta dvalið á Schengen-svæðinu í allt að þrjá mánuði án atvinnu- og dvalarleyfis. Á þessum þremur mánuðum mega þeir ekki stunda at- vinnu, nema þeir hafi atvinnu- og dvalarleyfi. Þeir verða síðan að dvelja utan Schengen-svæðisins í a.m.k. sex mánuði áður en þeir geta snúið aftur. Sótt var um atvinnu- og dval- arleyfi fyrir fimm þeirra hinn 1. nóvember sl. Engin umsóknanna hefur verið afgreidd en Georg segir að slík leyfi séu aldrei veitt ef við- komandi er þegar kominn til lands- ins. Þessar reglur séu vel þekktar. Þá sé afgreiðslutími umsókna um átta vikur. Greiddi eðlilegt verð fyrir vinnu mannanna Byggingastjóri fjölbýlishússins sem verið er að reisa í Kórsölum í Kópavogi sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að mennirnir hefðu unnið við byggingu hússins á vegum Eystrasaltsviðskipta ehf. Hann hefði ekki vitað annað en að um lög- lega starfsemi væri að ræða. Spurð- ur um aðkomu Eystrasaltsviðskipta að byggingu hússins segir hann að fyrirtækið fengið greitt eftir reikn- ingum og hafi verið undirverktaki. „Þetta voru bara menn sem voru að vinna fyrir okkur og við tókum það bara gott og gilt.“ Auk Litháanna níu voru 2–3 Íslendingar að vinna á vegum Eystrasaltsviðskipta við byggingu hússins. Aðspurður hvort byggingafyrirtækið hafi hagnast á óeðlilegan hátt á viðskiptunum seg- ir hann að svo sé alls ekki. Fyr- irtækið hafi greitt eðlilegt verð fyrir vinnu mannanna, um 1.400 krónur á tímann, fyrir utan virðisaukaskatt, sem sé vel í lagt fyrir iðnverka- menn. Ekki náðist í forsvarsmanna Eystrasaltsviðskipta í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Litháarnir níu voru allir án atvinnu- og dvalarleyfis Tveimur þeirra var gert að yfirgefa landið í vor Morgunblaðið/RAX Húsið er hrörlegt að sjá og umhverfis það eru bílhræ, afskráðir sendibílar og fleira. Dvalarstaðurinn í eigu borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.