Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í VIÐTALI í Morgunblaðinu á mið-
vikudag við sænska prófessorinn
Dan Olweus, sem var aðalfyrirlesari
á málþingi menntamálaráðuneytis-
ins um einelti, kom fram að í sænsk-
um grunnskólalögum og aðalnám-
skrá er sérstaklega tekið fram að
einelti sé bannað. Að sögn Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra
kveða íslensk lög um grunnskóla á
um aga í skólum en þar segir m.a. að
samskipti starfsfólks, nemenda og
foreldra skuli grundvallast á gagn-
kvæmri virðingu, kurteislegri fram-
komu og tillitssemi. „Mikið hefur
verið unnið í þessum málum hér á
landi,“ segir Björn. „Aðgerðir gegn
einelti eru þróunarverkefni hjá ráðu-
neytinu og heimsókn Dans Olweus
hingað til lands var hluti af því. Hitt
er alltaf álitamál hvort orða eigi sér-
stakt bann í lagatexta eða opinber-
um reglum. Að sjálfsögðu ber að
túlka okkar reglur á þann veg að
þær banni einelti, um það er engin
spurning, hvernig sem Svíar taka á
málinu hjá sér. Í aðalnámskránni
okkar er gert ráð fyrir að grunnskól-
ar setji í skólanámskrá reglur um
viðbrögð gegn einelti.“
Í aðalnámskrá grunnskóla segir
m.a.: „Æskilegt er að allir grunn-
skólar komi sér upp forvarnaráætl-
un sem m.a. felur í sér aðgerðir til að
koma í veg fyrir agabrot ásamt
vinnureglum um hvernig staðið skuli
að málum ef skólareglur eru brotn-
ar. Slíkar reglur geta falið í sér að
skólar skilgreini í skólanámskrá
hvernig skuli unnið gegn ofbeldi, þar
með talið einelti. Áætlun um hvernig
skuli brugðist við ef upp kemst um
einelti í skólanum verður að vera til
og öllum aðilum þarf að vera ljóst
hver vinnur með slík mál innan skóla
og hvernig. [...] Því er mikilvægt að
settar séu ákveðnar reglur um sam-
skipti og hegðun jafnt í skólanum
sem utan hans.“
Björn segir að orðalag sé e.t.v.
misjafnt í námskrá ólíkra landa en
markmiðið sé hins vegar það sama;
að nemendum líði vel í skólanum.
„Það er mismunandi hvernig tekið er
á þessu innan einstakra skóla, en
þetta er þáttur sem þarf ekki síður
að huga að í framhaldsskólum heldur
en í grunnskólunum.“
Netþingi, unglingaþingi umboðs-
manns barna, lauk á dögunum og í
ályktunum þess er meðal annars
hvatt til þess, að nemendur í fram-
haldsskólum geti leitað til sérstaks
ráðgjafa innan framhaldsskóla, t.d.
þegar upp kemur ósætti milli kenn-
ara og nemenda. Í setningarræðu
málþings um einelti sagði Björn um
ályktun Netþingsins: „Í rökstuðn-
ingi hennar segir að leggi kennari
nemanda í einelti vísvitandi eða
ómeðvitað eða mismuni honum á ein-
hvern hátt, þá geti nemandi leitað
aðstoðar hjá þessum ráðgjafa. Geti
ráðgjafinn unnið að lausn í málinu í
samráði við nemanda og kennara.
Ályktunin er í samræmi við það að
innan skóla sé ljóst, hver taki á
vanda vegna eineltis.“
Starfshópur sem skipaður var af
samráðsnefnd grunnskóla vinnur nú
að gerð tillagna um samræmda að-
gerðaáætlun um hvernig bregðast
skuli við ef og þegar einelti kemur
upp í grunnskólum.
Eineltisáætlanir í alla
skóla samkvæmt námskrá
HALDIÐ var upp á fjörutíu ára
afmæli Sparisjóðs vélstjóra í lið-
inni viku í Borgarleikhúsinu að
viðstöddu fjölmenni. Afmælishá-
tíðin var með nýju sniði, engar
ræður voru haldnar en Örn Arn-
arson rakti sögu Sparisjóðsins á
milli skemmtiatriða.
„Við ákváðum að hafa þetta
með öðru og kannski dálítið
óvenjulegu sniði í þetta sinn, það
má eiginlega segja að þetta hafi
verið eins konar kabarett. Og ég
held afmælishátíðin hafi bara
tekist mjög vel,“ segir Hall-
grímur Jónsson sparisjóðsstjóri
en hann kom fyrst til starfa hjá
Sparisjóðnum árið 1962. Á hátíð-
inni voru heiðraðir tveir starfs-
menn, þær Oddný Óskarsdóttir,
sem hóf störf 1969, og Valgerður
Marínósdóttir sem hóf störf árið
1967. Þá voru stjórnarmennirnir
Jón Júlíusson, sem hóf stjórn-
arstörf árið 1963 og var formað-
ur stjórnar frá 1964 og Jón
Hjaltested, sem hóf störf sem
stjórnarmaður árið 1965, heiðr-
aðir. Þeir luku stjórnastörfum á
aðalfundi sparisjóðsins á þessu
ári.
Hallgrímur segir að vélstjórar
hafi verið fjölmennastir í stofn-
fjárhópnum á sínum tíma en
reyndar hafi menn úr öðrum sjó-
mannastéttum komið að stofn-
uninni. Eftir að hafa starfað frá
upphafi í leiguhúsnæði, fyrst á
Bárugötu 11 og síðan í Nóatúni
17 var starfsemin flutt árið 1977 í
eigið húsnæði í Borgartúni 18
þar sem höfuðstöðvar hans eru
nú en auk þess eru rekin útibú í
Rofabæ 39 og Síðumúla 1.
Nýtt hús við Hraunbæ
Að sögn Hallgríms er nú unnið
að byggingu nýs húsnæðis við
Hraunbæ og er reiknað með að
útibúið í Rofabæ flytji þangað
næsta vor en við það batni öll að-
staða til mikilla muna. Umsvif
Sparisjóðs vélstjóra hafa aukist
mikið og hann er nú þriðji stærsti
sparisjóður landsins og starfs-
menn 77 talsins. Hallgrímur segir
að eiginfjárstaða sparisjóðsins sé
nú mjög sterk og mikill vöxtur
hafi verið í allri starfsemi hans
síðustu ár. „Við höfum auðvitað
lagt sérstaka áherslu á þjónustu
við einstaklinga og fjölskyldurnar
auk þjónustu við meðalstór og
minni fyrirtæki. Það hefur verið
gríðarleg aukning í viðskipta-
mannahópnum hjá okkur og ég
get nefnt að frá áramótum og
fram í október hafa bæst við
2.200 nýir innlánsreikningar um-
fram þá sem eyðilagðir hafa ver-
ið. Það hefur verið góð stígandi
hjá okkur og við erum bjartsýn á
framtíðina.“
Sparisjóður vélstjóra fjörutíu ára
Oddný Óskarsdóttir, Jón Júlíusson, Jón Hjaltested og Valgerður Marínósdóttir hafa samtals starfað fyrir Spari-
sjóð vélstjóra í 144 ár. Á myndinni er einnig Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar sparisjóðsins.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing. Fyrirsögnin
er höfundar:
„Fátt er víst jafnhollt fyrir sálina
og að gera játningu, helst fyrir
presti, áður en það er orðið um sein-
an. Ég játa hér með fyrir Sr. Val-
geiri Ástráðssyni sem sæti á í fram-
kvæmdastjórn Sólheima að það er
rétt sem hann hélt fram í Morg-
unblaðinu í gær (föstudag), ég var
aldrei rétti maðurinn til að gegna
stöðu framkvæmdastjóra á Sólheim-
um. Sem framkvæmdastjóri þurfti
ég að taka hollustu við yfirboðara
mína fram yfir eigin réttlætiskennd.
Ég játa að þegar réttlætiskennd
mín er annars vegar get ég verið
þversum og ósamvinnufús. Þannig
lét ég það trufla rósemd sálarinnar
þegar ekki átti að standa við samn-
inga sem gerðir höfðu verið við
starfsfólk. Ég gat alls ekki stillt mig
um að benda yfirboðurum mínum á
að ég efaðist um að fjárreiður og
stjórnsýsla Sólheima væri með lög-
mætum hætti. Ég játa að hafa farið
gjörsamlega yfir strikið þegar ég lét
í ljósi áhyggjur af fátækt hinna fötl-
uðu íbúa. Og auðvitað kom það mér
ekkert við þó að húsaleiga þeirra
hækkaði um 6.000 kr. Það breytti
hvort sem er engu fyrir íbúana því
að húsaleigubætur til íbúa sambýla
höfðu hækkað um sömu upphæð um
sama leyti.
Svona gæti ég haldið eitthvað
áfram, en ég veit að mér verður fyr-
irgefið þótt ég haldi því fyrir mig.
Það er jú hugarfarið sem skiptir
mestu máli. Eitt er það þó sem ég
get huggað mig við og það er það að
stjórn Sólheima varð lítið fyrir
barðinu á mér þar sem hún fundar
aðeins fjórum sinnum á ári. Það var
því mest stjórnarformaðurinn, sem
mér var tjáð að færi með umboð
stjórnar á milli funda, sem þurfti að
þola mig.
Með von um fyrirgefningu,
Björn Hermannsson, fyrrum
framkvæmdastjóri Sólheima.“
Játning
Seltjarnarnes
Prófkjör Nes-
listans í dag
PRÓFKJÖR Neslistans í Seltjarn-
arnesbæ fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar fer fram í dag og
fer kjörið fram í Valhúsaskóla frá
klukkan 11 til 18. Atkvæðagreiðsla
utankjörstaða var í Valhúsaskóla sl.
mánudag. Bæjarmálafélagið á Sel-
tjarnarnesi býður Neslistann fram
og rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa
allir sem orðnir verða 18 ára 25. maí
2002, eiga lögheimili á Seltjarnarnesi
og fylgja stefnu Bæjarmálafélagsins.
Þeir sem bjóða sig fram eru Sunn-
eva Hafsteinsdóttir, sem gefur kost á
sér í 1. sæti listans, Guðrún Helga
Brynleifsdóttir og Þorvaldur Kol-
beinn Árnason, gefa kost á sér í 1.
eða 2. sæti á listanum, Nökkvi Gunn-
arsson, gefur kost á sér í 3. sæti, Árni
Einarsson og Stefán Bergmann,
gefa kost á sér í 3. til 4. sæti, og Edda
Kjartansdóttir og Kristján Einar
Einarsson, sem gefa kost á sér í 3. til
5. sæti á listanum.
Tímabundin
bensín-
lækkun ÓB
ÓB BENSÍNSTÖÐVARNAR lækk-
uðu verð á bensíni og díselolíu í gær
og er eldsneytisverð á stöðvunum þá
5 krónum lægra en venjulegt verð á
bensínstöðvum olíufélaganna. Kost-
ar bensínlítrinn samkvæmt því 90,3
krónur og lítri af díselolíu 47,5 krón-
ur. Er þetta gert tímabundið í tilefni
af því að fimm ár eru liðin frá því
fyrsta ÓB stöðin var opnuð við
Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Alls eru nú 10 ÓB-stöðvar á svæð-
inu frá Borgarnesi til Njarðvíkur og
er gert ráð fyrir fjölgun slíkra stöðva
á næstunni.
FORELDRAFÉLAG var stofnað
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ á
þriðjudagskvöld að viðstöddum
fjölda foreldra, annarra forráða-
manna og nemenda. Mun þetta vera
í fyrsta sinn sem foreldrafélag er
stofnað við framhaldsskóla hér á
landi. Kristín S. Kvaran var kjörin
formaður og segir hún aðdraganda
stofnunar félagsins vera þann að
frá því sjálfræðisaldurinn breyttist
úr 16 í 18 ár, beri framhaldsskól-
unum að hafa samstarf við foreldra.
„Eftir að lögin voru sett kallaði
Heimili og skóli til foreldra og for-
ráðamenn alls staðar að af landinu,“
segir Kristín. „Frá því í vor hefur
verið unnið að stofnun þessa for-
eldrafélags og í haust setti ég mig í
samband við nemendafélag skólans.
Síðan þá var unnið að stofnuninni í
samstarfi við það.“
Foreldrafélagið var stofnað í
samstarfi skólastjórnenda, kenn-
ara, foreldra og forráðamanna og
nemendafélagsins sem tilnefndi
tvo nemendur í stjórn þess. Auk
þeirra sitja sjö úr hópi foreldra í
stjórn. „Upphaflegu tillögurnar
hljóðuðu ekki í þá átt að nemendur
tækju þátt í foreldrafélaginu en
þeir sýndu samstarfi strax mikinn
áhuga og þess vegna kom ekkert
annað til greina, enda einstakt að
fá þá með.“
Í fréttatilkynningu segir að til-
gangur félagsins sé að stuðla að
auknum gæðum Fjölbrautaskólans í
Garðabæ og bæta jafnframt almenn
skilyrði og aðstæður einstakra nem-
enda til menntunar og almenns
þroska. „Okkar hlutverk er fyrst og
fremst að styðja við skólastarfið,“
segir Kristín. „Það er gífurlega
margt sem félag sem þetta getur
gert til að stuðla að bættu starfi
með því að vinna með nemendun-
um. Með þeirri vinnu erum við jafn-
framt að sinna forvarnastarfi.“
Bakhjarl skólans
Markmiðum sínum hyggst félagið
meðal annars ná með því að vera
samráðs- og samstarfsvettvangur
foreldra og nemenda, stuðla að auk-
inni vitund foreldra um forsjár-
skyldur sínar og ekki síst að vera
bakhjarl skólans og efla og tryggja
gott samstarf foreldra og starfs-
fólks skólans og vera hagsmuna-
hópur um bættan hag og stöðu
skólans. Félagsmenn eru sjálfkrafa
allir foreldrar og aðrir forráðamenn
nemenda skólans og félagið er jafn-
framt opið öðrum velunnurum skól-
ans.
Stofna foreldrafélag
við framhaldsskóla
STÉTTARFÉLÖGIN á Húsavík
hafa opnað töluver fyrir félagsmenn
í fundarsal félaganna á Garðars-
braut 26.
Markmiðið er að auka enn frekar
þjónustu við félagsmenn. Þeim gefst
kostur á að koma á skrifstofu stétt-
arfélaganna og fá aðgang að tölvu,
prentara og internetinu. Þessi nýja
þjónusta kemur sér vel fyrir þá sem
ekki hafa aðgang að tölvum og er fé-
lagsmönnum að kostnaðarlausu,
segir í frétt frá félaginu.
Skrifstofa stéttarfélaganna er op-
in alla virka daga frá kl. 8 – 17. Einn-
ig er hægt að komast í tölvuverið á
kvöldin og um helgar, allt eftir sam-
komulagi.
Með þessu framtaki vilja stéttar-
félögin á Húsavík leggja sitt af
mörkum til að efla tölvulæsi fé-
lagsmanna. Félögin munu standa
fyrir tölvunámskeiði í vetur.
Stéttar-
félögin á
Húsavík opna
tölvuver
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦