Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 13 BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir að ekkert sé við það að at- huga að mögulegar fjárveitingar til menningarhúsa á landsbyggðinni gangi til endurbóta á þeim þremur húsum á Ísafirði sem framkvæmdir hafa staðið yfir við. Hins vegar sé æskilegt að Vestfirðingar nái sam- stöðu um hvernig framkvæmdum að þessu leyti í fjórðungnum verði hátt- að með sama hætti og Austfirðingar hafi gert, en sérstök viljayfirlýsing milli þeirra og ríkisvaldsins hafi verið undirrituð í þessum efnum. Í Morgunblaðinu á sunnudaginn var er fjallað um menningarhúsin á Ísafirði og þar kemur fram í samtali við Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, að horft sé til menningarhúsaverk- efnisins. Björn sagði í samtali við Morgun- blaðið að á árinu 1999 hefði komið fram hugmynd um að reist yrðu menningarhús á landsbyggðinni og þar á meðal á Ísafirði. Eftir umræðu í þessum efnum hafi Ísfirðingar sett fram þau sjónarmið að þeir hafi ekki áhuga á að reisa sérstakt menningar- hús heldur að ef um sérstakar fjár- veitingar úr ríkissjóði yrði að ræða í þessum efnum yrði litið til þriggja húsa á Ísafirði, Edinborgarhússins, tónlistarsalarins og Gamla sjúkra- hússins. Björn sagði að ekkert væri við þessar hugmyndir að athuga og að þessi hús væru notuð til að skapa menningaraðstöðu fremur en byggja nýtt hús. Hins vegar væri til þess að líta að ríkisvaldið hefði samið við Austfirðinga um menningarlegt sam- starf. Þar lægi fyrir sérstök viljayfir- lýsing þar sem tekin væri afstaða í svipuðu máli, en í þeim efnum væri rætt um fjóra staði á Austfjörðum, auk þess sem kostnaðarþættir væru skilgreindir og annað slíkt. „Það hefur ekki verið gert neitt sambærilegt formlegt samkomulag við Ísfirðinga og ég hef litið þannig á að það væri skynsamleg leið til þess að komast að endanlegri formlegri niðurstöðu í þessum efnum að við sæjum svipuð áform uppi um sam- starf sveitarfélaga á Vestfjörðum og við höfum á Austfjörðum um menn- ingarmál og innan þess ramma væri síðan gengið frá þessu með menning- arhúsin,“ sagði Björn. Hann bætti því við að fjárveitingar hefðu ekki enn fengist til Austfirðinga eða annarra í þau verkefni sem búið væri að skilgreina, þannig að segja mætti að almennt stæði á fjárveiting- um hvað þetta snerti, en unnið væri að því að komast að niðurstöðu um það hvaða úrræði og leiðir væru skyn- samlegastar í þeim efnum. Mjög mikilvægt að styðja við þessa viðleitni Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mjög miklvægt að styðja við þessa viðleitni heimamanna. Komið hefði fram al- mennt að uppbygging í menningar- málum á landsbyggðinni væri mjög mikilvæg fyrir þessi svæði. Sem betur fer hefði tekist á sínum tíma að fá talsvert fjármagn úr endurbótasjóði menningarbygginga til að styðja við bakið á uppbyggingunni í Edinborg- arhúsinu. „Þetta er augljóslega frá sjónarhóli íbúanna mjög mikilvægt mál, en ef maður skoðar þetta líka frá sjónarhóli ríkisins og ríkissjóðs er það engin spurning að viðleitni og stuðningur ríkisins skilar sér margfalt þegar hann kemur fram með þeim hætti sem þarna hefur verið vegna þess að á móti kemur síðan framlag heima- manna, bæði einstaklinga og sveitar- félagsins,“ sagði Einar. Hann bætti því við að sérstaðan á Ísafirði væri í því fólgin að þar væru þrjú hús af mjög sérstökum toga. Í fyrsta lagi væri hægt að nefna Gamla sjúkrahúsið sem hefði mjög mikla menningarsögulega sérstöðu og því hefði verið fundið nýtt hlutverk sem honum fyndist mjög verðugt og sæm- andi þessu gamla húsi með þessa miklu sögu. Í öðru lagi væri um að ræða uppbygginguna í Edinborgar- húsinu sem væri að hans mati líka stórmerkilegt frumkvæðisverk nokk- urra einstaklinga fyrst og fremst, sem hefðu borið af því hitann og þungann, og módel sem menntamála- ráðherra hefði greint frá á sínum tíma varðandi hugmyndir að menningar- húsum á landsbyggðinni féllu mjög vel að þessari hugsun, þar sem að stuðningi við endurgerð þess húss kæmu einstaklingar, sveitarfélagið og að lokum ríkið. Því væri líka fundið mjög merkilegt viðfangsefni. Loks væri það húsmæðraskólinn, sem hefði lokið sínu hlutverki, en biði nýtt hlut- verk sem væri að verða umgjörð um það merka tónlistarskólastarf sem hefði verið unnið þarna áratugum saman. Þar fyndist honum ríkið geta komið að í fleiri en einum skilningi. Annars vegar væri verið að endur- bæta þetta gamla, merka hús sem ella hefði grotnað niður og um leið væri verið að koma upp tónlistarsal sem væri nauðsynlegur fyrir tónlistarbæ- inn Ísafjörð. „Um þetta mál er fullkominn ein- hugur vestfirsku þingmannanna og ég held að við gerum okkur allir mæta vel grein fyrir byggðalegri þýðingu málsins,“ sagði Einar að lokum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra um menningarhúsin á Ísafirði Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum æskilegt Morgunblaðið/RAX Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði er ætlað nýtt hlutverk í framtíðinni. ALÞJÓÐLEG baráttuvika gegn herpes-sjúkdómnum, eða kynfæra- áblæstri, stendur yfir til 18. nóvem- ber. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim standa fyrir kynningu á sjúk- dómnum, helstu einkennum og með- ferð við honum. Hér á landi er ekk- ert sérstak átak í gangi þessa viku en fyrir skömmu var ítarlegur bækl- ingur unninn af sérfræðingum á húð- og kynsjúkdómadeild Land- spítalans fyrir þá sem greinast með sjúkdóminn. Upplýsingar um herp- es má einnig nálgast í samantekt á vefsíðu landlæknisembættisins auk þess sem bæklingar liggja frammi í lyfjaverslunum og heilsugæslu- stöðvum. Jón Hjaltalín Ólafsson, yfirlæknir á Landspítalanum, sem ásamt Stein- grími Davíðssyni vann fyrrnefndan bækling, segir sjúkdóminn van- skráðan hér á landi og erfitt sé að gera sér grein fyrir umfangi hans. Um 140 manns á ári leita til húð- og kynsjúkdómadeildar vegna þessa sjúkdóms og hefur sá fjöldi haldist stöðugur undanfarin ár, að sögn Jóns. Hann telur langtum fleiri Ís- lendinga ganga með sjúkdóminn en þessar tölur gefa til kynna. Almennt er talið á heimsvísu að um 20% fólks á fullorðinsaldri gangi með þá veiru í sér sem veldur kynfæraáblæstri og enn hærra hlut- fall er hjá þeim sem hafa annað af- brigði herpessjúkdómsins, þ.e. veiru sem veldur varaáblæstri eða fruns- um. Miðað við að Íslendingar eldri en 16 ára eru í dag um 214 þúsund eru um 43 þúsund manns hér á landi með veiruna sem veldur sjúkdómn- um. Kynfæraáblástur smitast við slím- húðarsnertingu kynfæra, venjulega við samfarir. Munnmök geta einnig valdið því að áblástursveiran smitist frá vörum til kynfæra. Meirihluti þeirra sem sýkjast fær aldrei ein- kenni sjúkdómsins. Veiran tekur sér bólfestu í rótum tauga við fyrsta smit en getur eftir það valdið útbrot- um eða sárum á eða við kynfæri. Jón Hjaltalín segir að þegar blóð- próf voru tekin af barnshafandi kon- um fyrir nokkrum árum til að kanna hve margar hefðu mótefni í sér gegn kynfæraáblæstri hafi hlutfall þeirra verið um 25% sem einhvern tímann á ævinni höfðu komist í snertingu við sjúkdóminn. Ísland tók þátt í þessari rannsókn, sem var alþjóðleg, en að öðru leyti hefur útbreiðsla sjúkdómsins ekki verið könnuð hér á landi. Ekki skylt að skrá sjúkdóminn Að sögn Jóns eru hvorki lyf né bóluefni til staðar sem lækna kyn- færa- eða varaáblástur en inn- tökulyf flýta fyrir því að útbrotin grói og draga verulega úr einkenn- unum. „Það versta við þennan sjúkdóm er hve fólk getur verið lengi með hann án þess að vita af því og hve fyrstu einkennin geta verið slæm. Sálræni þátturinn getur einnig verið erfiður og heft samlíf fólks,“ segir Jón Hjaltalín. Kynfæraáblástur er ekki skrán- ingarskyldur sjúkdómur og segir Guðrún Sigmundsdóttir, settur sótt- varnarlæknir hjá embætti land- læknis, erfitt að halda utan um þennan sjúkdóm þegar einkenni geta leynst hjá fólki svo árum skipt- ir. Hún telur ekki ástæðu til að gera herpes skráningarskyldan, það sé óvíða gert annars staðar í heiminum. Alþjóðleg baráttuvika gegn herpes eða kynfæraáblæstri Fimmtungur fullorðinna með herpesveiruna Sjúkdómurinn vanskráður hér á landi HELGI Páll Helgason heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði mánudaginn 19. nóvember kl. 9 í stofu 156 í VR2 við Hjarðar- haga 2-6. Verkefnið heitir Leit að tölvuveirum með tauganets- reiknum (Neural Network ba- sed Virus Detection). Verkefn- ið var unnið í samvinnu við Friðrik Skúlason ehf. (FRISK Software International) og var miðað við veiruvarnarhugbún- að þess. Verkefnið leiddi í ljós að hægt var að nota tauganets- reikna sem finna verulega hærra hlutfall óþekktra veira en þær leitarreglur sem fyrir voru í veiruvarnarhugbúnaðin- um og hefur tæknin úr verkefn- inu þegar verið útfærð í veiru- varnarhugbúnaði FRISK. Leiðbeinendur Helga Páls eru: Jón Atli Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem jafnframt er aðalleiðbein- andi, Oddur Benediktsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, sem jafnframt er umsjónarkennari, Vesselin Bontchev og Friðrik Skúlason hjá Frisk Software International. Allir eru vel- komnir. Meistara- verkefni í tölvunar- fræði við HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.