Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 16
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tillögur að nýju aðalskipulagi Grindavíkur til næstu tuttugu ára eru
þessa dagana á borði Einars Njálssonar bæjarstjóra.
NÝ íbúðahverfi verða byggð norðan
núverandi byggðar í Grindavík,
austan Grindavíkurvegar. Kemur
það fram í drögum að nýju aðal-
skipulagi til næstu 20 ára sem verið
er að vinna að. Í því er einnig gert
ráð fyrir nýjum 400 metra viðlegu-
kanti fyrir stór fiskiskip í Grindavík-
urhöfn og nýju athafnasvæði við
höfnina.
Unnið hefur verið að nýju aðal-
skipulagi fyrir Grindavík. Valdís
Bjarnadóttir og Gunnar Ingi Ragn-
arsson á Vinnustofunni Þverá hafa
unnið að verkinu. Drög að tillögum
þeirra hafa verið kynntar bæjarbú-
um, til að gefa þeim kost á að koma
að skipulaginu á vinnslustigi. Áform-
að er að tillaga að nýju aðalskipulagi
verði afgreidd í skipulagsnefnd í
byrjun desember og staðfest í bæj-
arstjórn síðar í þeim mánuði.
Núgildandi aðalskipulag Grinda-
víkur gildir frá 1983 til 2003 og renn-
ur það því út eftir tiltölulega stuttan
tíma. Segir Einar Njálsson bæjar-
stjóri að auk þess hafi það rekið á
eftir vinnu við gerð skipulagsins að
bærinn væri að verða uppiskroppa
með skipulagt byggingarland.
3.000 íbúar eftir 20 ár
Í tillögunni er reynt að meta það
hversu mikið land þurfi fyrir þróun
byggðarinnar næstu tvo áratugina.
Nú eru íbúar Grindavíkur liðlega
2.300. Gert er ráð fyrir hóflegri
fólksfjölgun á skipulagstímabilinu,
þannig að íbúar verði 2.700–3.000
eftir tuttugu ár. Er það mun minni
fjölgun en verið hefur í plássinu síð-
ustu árin.
Auk þess að skipuleggja bygging-
arland til að taka við þessari fjölgun
þarf að gera ráð fyrir að núverandi
íbúðir verði minna nýttar en nú er.
Einar vekur athygli á því að nú eru
um það bil 3,5 manneskjur um
hverja íbúð í Grindavík. Það sé heil-
um manni meira en að meðaltali í
öðrum sveitarfélögum. Stafi það
meðal annars af lágum meðalaldri
íbúa í Grindavík og mörgum barna-
fjölskyldum. Segir hann að reikna
þurfi með því að þróunin í Grindavík
verði svipuð og annars staðar, þann-
ig að það verði um það bil 2,5 mann-
eskjur um hverja íbúð að jafnaði, og
það hefði í för með sér að byggja
þyrfti 200 íbúðir þótt íbúunum fjölg-
aði ekki neitt.
Á næstu árum er ætlunin að full-
byggja Vallahverfið sem liggur upp
með Grindavíkurvegi að vestan-
verðu. Einnig er gert ráð fyrir að
hægt verði að úthluta nokkrum lóð-
um á svæði við Dalbraut. Þá er í að-
alskipulagstillögunum gert ráð fyrir
að í nýju deiliskipulagi gamla bæj-
arins verði opnað fyrir þéttingu
byggðar. Segir Einar stefnt að því
að fólk geti byggt þar ný hús í göml-
um stíl, auk þeirra húsa sem verða
endurnýjuð.
Nýtt byggingarsvæði verður hins
vegar norðan við núverandi byggð,
austan Grindavíkurvegar. Fyrst
verður byggt hverfið sem er næst
veginum, norðan við nýja leikskól-
ann og íþróttasvæðið. Byggingar-
svæðið þróast síðan austur fyrir nú-
verandi byggð og verður svæðið í
nágrenni dvalarheimilisins Víðihlíð-
ar síðast byggt, samkvæmt aðal-
skipulagstillögunum.
Gert er ráð fyrir að nýr grunn-
skóli verði á reit norðan íþrótta-
svæðisins. Þá verði þriðji leikskóli
bæjarins reistur í nágrenni Víðihlíð-
ar.
Nýr 400 metra hafnargarður
Gert er ráð fyrir því að nýr Suður-
strandarvegur tengist Grindavíkur-
vegi norðan við fyrirhugaða íbúða-
byggð, en verði ekki lagður í gegn
um bæinn eins og núverandi vegur
úr Krísuvík. Segir Einar bæjarstjóri
að umferðin verði væntanlega þung
á nýjum Suðurstrandarvegi og þurfi
hann því að vera utan byggðarinnar
í framtíðinni. Einnig er miðað við að
aðkoma að höfninni færist út úr nú-
verandi byggð.
Í aðalskipulagstillögunum koma
fram hugmyndir að breytingum á
Grindavíkurhöfn. Gert er ráð fyrir
að nýr viðlegukantur fyrir stór fiski-
skip, allt að 400 metra langur, geti
risið í sunnanverðri höfninni. Í stað-
inn færist smábátahöfnin frá Eyja-
bakka og verði í framtíðinni út af
Hópi.
Upp af nýja viðlegukantinum á að
rísa nýtt og rúmgott athafnasvæði.
Jafnframt verður hafnarsvæðið skil-
greint upp á nýtt og greint á milli
hafnarsvæðis og almenns iðnaðar-
svæðis.
Búgarðahverfi
í Þórkötlustaðahverfi
Auk þeirra atvinnulóða sem verða
til sunnan við höfnina er enn eftir að
úthluta nokkrum lóðum upp af Eyja-
bakka. Þá er í aðalskipulaginu gert
ráð fyrir lóðum fyrir orkufrekan iðn-
að töluvert norðan við byggðina, á
svæði sunnan Hagafells. Þangað á
að vera hægt að flytja orku frá
Svartsengi á hagkvæman hátt, með-
al annars gufu.
Einar vekur athygli á þeirri hug-
mynd í aðalskipulagstillögunum að
skipuleggja stórar byggingarlóðir í
Þórkötlustaðahverfi, austan Grinda-
víkur. Notar hann orðið búgarða-
hverfi um það. Hugmyndin er að
gefa hestamönnum og jafnvel einnig
fjáreigendum kost á að byggja hest-
hús og önnur útihús á lóðum sínum
og halda þar húsdýr. Í Þórkötlu-
staðahverfinu er gömul og dreifð
byggð, þar eru meðal annars nokkr-
ir fjáreigendur. Nú eru fjárhús í og
við þorpið og er hugmyndin að þau
muni í framtíðinni flytjast út fyrir
meginbyggðina.
Einar Njálsson segist vera
ánægður með skipulagstillögurnar.
Hann telur að þær styðji mjög vel þá
framtíðarsýn bæjarstjórnarinnar að
Grindavík verði fjölskylduvænn
bær, sem byggi á sjávarútvegi, þjón-
ustu við ferðamenn og möguleikum
sem jarðhitinn skapar. „Markmiðið
er að Grindavík verði eftirsóknar-
verður bær til búsetu, bæði hvað
snertir atvinnumöguleika, menntun
og þjónustu,“ segir bæjarstjórinn.
Kynntar hafa verið tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Grindavíkurbæ
Íbúðabyggðin þró-
ist norður og aust-
ur með þorpinu
Grindavík
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTSVAR Grindvíkinga verður
óbreytt á næsta ári, þrátt fyrir
heimild til hækkunar. Fasteigna-
gjöld verða hins vegar lækkuð
vegna hækkunar fasteignamats.
Bæjarstjórn Grindavíkur sam-
þykkti á fundi sínum í fyrrakvöld
álagningarreglur fasteignagjalda
og útsvars fyrir næsta ár, vegna
vinnu við fjárhagsáætlun sem nú
stendur yfir. Reglurnar voru
samþykktar samhljóða.
Samþykkt var samhljóða að
hafa útsvarið áfram 12,7%.
Grindavíkurbær nýtti á þessu ári
að fullu heimild til álagningar út-
svars. Nú hefur sveitarfélögun-
um verið heimilað að hækka út-
svarið um 0,33%, upp í 13,03%,
en Grindavíkurbær mun ekki
nýta sér þá heimild að þessu
sinni.
Ómar Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar, segir að staða bæjar-
sjóðs sé sterk þrátt fyrir veru-
legar framkvæmdir. Nýtt hafi
verið heimild til hækkunr útsvars
á síðasta ári og hann segist meta
stöðuna svo að fólki þyki nóg um
allar þær hækkanir sem séu að
ganga yfir. Mikilvægt sé að ein-
hver reyni að spyrna við fótum.
Einar Njálsson bæjarstjóri
segir að þótt staða bæjarsjóðs sé
rúm um þessar mundir, meðal
annars vegna óvæntra tekna frá
Hitaveitu Suðurnesja, þurfi
Grindavíkurbær væntanlega að
nýta heimild til hækkunar út-
svars síðar.
Lækka fasteignagjöld
Fasteignamat húseigna í
Grindavík hækkar á þessu ári um
5% vegna breyttrar uppbygging-
ar matsins og fasteignamat lóða
hækkar um nálægt 50%. Einar
segir að ákveðið hafi verið að
lækka álagningarprósentur fast-
eignagjalds til að koma til móts
við fólk vegna þessarar hækk-
unar en tekur fram að hún sé
ekki að fullu bætt.
Skattur á íbúðarhúsnæði verð-
ur 0,376% af fasteignamati, í stað
0,4%. Skattur á atvinnuhúsnæði
og annað húsnæði fer í 1,49% í
stað 1,57%. Álagningarprósenta
holræsagjalds og vatnsgjalds
verður óbreytt. Lóðarleiga
Grindavíkurbæjar verður hins
vegar lækkuð úr 1,8% í 1,4%.
Útsvarið verð-
ur ekki hækkað
Grindavík
LEIKSKÓLAR Reykjanesbæjar,
sjö talsins, héldu Dag íslenskrar
tungu hátíðlegan í gær með
skemmtun í Frumleikhúsinu. Þar
komu saman elstu börnin af
hverjum leikskóla og tróðu upp,
hver skóli með sitt atriði, og í
lokin fóru öll leikskólabörnin upp
á svið og tóku lagið saman.
Ingibjörg Hilmarsdóttir, leik-
skólastjóri á Heiðarseli, sagði
þetta hafa verið gert í fyrsta sinn
á síðasta ári og gengið svo vel að
ákveðið var að hafa sams konar
hátíð í ár. „Öllum foreldrum er
velkomið að koma og fylgjast
með ásamt öðrum sem vilja
koma, en börnin hafa verið að
undirbúa sig síðustu 10-14 daga,“
sagði Ingibjörg og bætti við: „Það
eru einungis börn fædd 1996 sem
taka þátt í skemmtuninni, en
yngri börnin halda daginn hátíð-
legan í hverjum leikskóla fyrir
sig með söng og ýmsum uppá-
komum.“
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Elstu börnin í leikskólunum komu fram á skemmtun í Frumleikhúsinu.
Sungið og leikið á
Degi íslenskrar tungu
Reykjanesbær
HALLGRÍMUR Bogason, formaður
bæjarráðs Grindavíkur, hefur verið
kosinn formaður Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum.
Nýkjörin stjórn SSS skipti með
sér verkum á fundi í fyrradag.
Stjórnin er óbreytt frá síðasta ári.
Samkvæmt hefð gengur formanns-
embættið á milli stjórnarmanna, nú
var röðin komin að Grindvíkingum.
Fráfarandi formaður, Skúli Þ.
Skúlason, forseti bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar, var kjörinn vara-
formaður og Óskar Gunnarsson, for-
seti bæjarstjórnar Sandgerðis, rit-
ari. Með þeim í stjórn eru Sigurður
Jónsson sveitarstjóri í Garði og Þóra
Bragadóttir oddviti í Vogum.
Nýr for-
maður SSS
Suðurnes
ATVINNULEYSI jókst mjög á Suð-
urnesjum í október, miðað við sept-
ember. Atvinnuleysi meðal kvenna
er 1,7% og 0,5% meðal karla. Með-
altalið er 1% sem er undir landsmeð-
altali en það er 1,2%.
Í yfirliti sem Vinnumálastofnun
sendi frá sér í gær kom fram að með-
alfjöldi atvinnulausra á Suðurnesj-
um var í október 77 eða um 1% af
áætluðum mannafla á Suðurnesjum
en var 0,6% í september sl. Atvinnu-
leysi á Suðurnesjum hefur aukist um
71,1% milli mánaða en atvinnulaus-
um á svæðinu hefur fjölgað um 32 frá
því í september sl. Atvinnuleysi er
hins vegar 126% meira miðað við
sama tíma í fyrra en atvinnuleysi þá
var aðeins 0,4%.
Atvinnuleysi kvenna mælist nú
1,7% en var 1,0% í september sl. At-
vinnuleysi karla mælist nú 0,5% en
var 0,3% í september sl. Atvinnu-
lausum konum hefur fjölgað um 22
frá síðasta mánuði og atvinnulausum
körlum um 10.
Í mánuðinum fjölgaði um 38 á at-
vinnuleysisskrá á Suðurnesjum.
Voru þá 76 skráðir án atvinnu í
Reykjanesbæ, þar sem flestir eru.
Atvinnu-
leysi
komið í 1%
Reykjanes
ÞAKJÁRN fauk af húsi við Uppsala-
veg í Sandgerði í gærmorgun. Björg-
unarsveitin Sigurvon var kölluð út til
að hemja plöturnar.
Verið var að skipta um þakjárn á
húsinu. Ekki var unnið við það í gær
en nýja járnið fór að fjúka af í rokinu.
Fólki var talin stafa hætta af fljúg-
andi þakjárni og voru félagar í björg-
unarsveitinni Sigurvon því kallaðir
út klukkan rúmlega tíu í gærmorg-
un.
Negldu þeir niður lausar járnplöt-
ur og höfðu upp á þeim lausu.
Þakjárn á
flugi um
bæinn
Sandgerði
♦ ♦ ♦