Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSSÍMI tapaði 777 milljón-
um króna á fyrstu níu mánuðum árs-
ins. Tapið allt síðasta ár nam 492,5
milljónum króna. Í fréttatilkynningu
frá Íslandssíma kemur fram að tapið
er í takt við endurskoðaðar áætlanir
félagsins en í þeim er gert ráð fyrir
rekstrarbata á síðasta ársfjórðungi.
Rekstrartekjur Íslandssímasam-
stæðunnar námu 1.019 milljónum
króna fyrstu níu mánuði ársins en
rekstrargjöld námu 1.389 milljónum.
Tap fyrir afskriftir nam 370 milljón-
um og afskriftir námu 333 milljónum.
Tap fyrir fjármagnsliði var 703 millj-
ónir og fjármagnsgjöld 193 milljónir.
Tap af reglulegri starfsemi fyrir
skatta nam því 937 milljónum og
skattar að upphæð tæpar 160 millj-
ónir voru tekjufærðir.
Eignir Íslandssíma 30. september
sl. voru 5.243,4 milljónir en voru í lok
síðasta árs 3.917,8 milljónir. Eigið fé í
lok september sl. nam tveimur millj-
örðum og var eiginfjárhlutfall 38,7%
miðað við 26,8% í lok síðasta árs.
Framundan er forgangsréttarút-
boð hjá Íslandssíma. Aukið hlutafé
verður m.a. notað til að greiða niður
skammtímaskuldir, að því er fram
kemur í tilkynningunni. „Að undan-
förnu hefur einnig verið unnið að
langtímafjármögnun vegna stækkun-
ar á símstöð, sem fjármögnuð var til
bráðabirgða með skammtímaláni. Þá
stendur yfir endurfjármögnun
skammtímalána að upphæð 250 millj-
ónir króna. Samanlagt munu þessar
aðgerðir bæta veltufjárhlutfall félags-
ins til muna þannig að það nái fyrri
stöðu,“ segir í tilkynningunni.
Áhrif ráðstafana sem gripið var til
eftir birtingu hálfsársuppgjörs til að
lækka viðskiptakröfur félagsins eru
enn ekki komin fram en viðskipta-
kröfur samstæðunnar námu 463 millj-
ónum króna í lok september sl.
Íslandssími býst við að samlegðar-
áhrif vegna sameiningar við fjar-
skiptafélagið Títan muni skila sér að
fullu síðustu þrjá mánuði ársins.
Tap vegna dótturfélaga vegur
þungt í niðurstöðu rekstrarreiknings
móðurfélagsins fyrstu níu mánuði
ársins eða sem nemur 381 milljón
króna, eins og segir í tilkynningunni.
„Stór hluti þessa taps er tilkominn
vegna reksturs Íslandssíma GSM
sem á sér stutta rekstrarsögu.“
Rekstur Íslandssíma GSM hefur nú
verið sameinaður rekstri móður-
félagsins.
Íslandssími tapar
777 milljónum
Í takt við endurskoðaðar áætlanir
Morgunblaðið/Jim Smart
SAMKVÆMT
óendurskoðuðu
uppgjöri er Aco-
Tæknival hf. gert
upp með 861 millj-
ónar króna tapi á
fyrstu níu mánuðum
ársins 2001. Að því
er fram kemur í til-
kynningu frá félag-
inu nemur rekstrar-
tap félagsins fyrir afskriftir og
fjármagnsgjöld 675 milljónum króna.
Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 315
milljónir króna.
Á fyrri árshelmingi ársins 2001 var
fyrirtækið gert upp með 664 milljóna
króna tapi sem þýðir að þriðji árs-
fjórðungur skilaði 197 milljóna króna
tapi. Það er hlutfallslega minna tap en
fyrsti og annar ársfjórðungar skiluðu
þrátt fyrir að þessi ársfjórðungur sé
yfirleitt sá lakasti, að því er fram
kemur í tilkynningu félagsins.
Framlegð undir væntingum
Rekstrartekjur AcoTæknivals á
fyrstu níu mánuðum ársins nema
3.715 milljónum króna og samanlögð
velta fyrirtækjanna í lok síðasta árs
var 5.863 milljónir króna. Á þriðja
ársfjórðungi voru rekstrartekjur fé-
lagsins 4% undir áætlun, en framlegð
reyndist 24% undir áætlun, sem skýr-
ist að mestum hluta af lagerútsölum
þar sem vörur voru seldar undir
kostnaðarverði.
Samkomulag um
endurfjármögnun
félagsins í samráði
við viðskiptabanka
þess var undirritað í
september og er
þegar tryggt viðbót-
arhlutafé að mark-
aðsvirði 550 milljón-
ir króna. Samkomu-
lag þetta var samþykkt á
hluthafafundi 10. október sl. og mun
allt hlutafé vera greitt til félagsins í
lok nóvember, og verður þá eigið fé
jákvætt um 248 milljónir króna. Að
auki var samið um skuldbreytingu
skammtímaskulda í langtímaskuldir
og lækka skammtímaskuldir um 860
milljónir króna.
Í tilkynningu félagsins segir að
áfram sé unnið að endurskipulagn-
ingu efnahags AcoTæknivals. Mikil
áhersla hafi verið lögð á að ná niður
birgðum og skammtímakröfum fé-
lagsins en þær hafa lækkað um 1.031
milljón króna frá áramótum, og nem-
ur birgðastaða AcoTæknivals nú 465
milljónum króna. Töluverður sam-
dráttur hafi orðið í tölvu- og raftækja-
sölu, en framlegðarstig vörusölu hafi
aukist og sé komið í viðunandi horf.
Gert er ráð fyrir jákvæðum rekstri á
síðasta ársfjórðungi en ekki er búist
við fullum árangri af hagræðingu fyrr
en á næsta ári.
Verulegt tap hjá
Aco-Tæknivali hf.
Morgunblaðið/Kristinn
ATVINNULAUSUM á Íslandi hefur
fjölgað í heild að meðaltali um 16,1% á
milli september og október og um
37,1% miðað við október í fyrra. Árs-
tíðasveiflan milli september og októ-
ber nú er því mun meiri en meðaltals-
sveiflan undanfarin tíu ár sem hefur
verið 6,3%. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í yfirliti Vinnumálastofn-
unar yfir atvinnuástand í október sl.
Vinnumálastofnun segir um vís-
bendingar um atvinnuástandið í nóv-
ember: „Atvinnuástandið versnar
iðulega í nóvember miðað við októ-
ber, þó árstíðasveiflan hafi minnkað
síðustu ár.“ Og síðar: „Í samræmi við
þróun undanfarinna ára má gera ráð
fyrir að eftirspurn eftir vinnuafli
minnki í nóvember og að atvinnuleysi
aukist að sama skapi. Þá má gera ráð
fyrir að atvinnuleysi aukist hlutfalls-
lega meira en undanfarin ár í ljósi
þess samdráttar sem er að verða í ís-
lensku efnahagslífi. Því má gera ráð
fyrir að atvinnuleysi í nóvember auk-
ist miðað við októbermánuð og verði á
bilinu 1,3% til 1,7%.“
Atvinnuleysisdagar í október jafn-
gilda því að 1.765 manns hafi að með-
altali verið á atvinnuleysisskrá í mán-
uðinum. Þar af eru 738 karlar og
1.027 konur. Þessar tölur jafngilda
1,2% af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar eða 0,9% hjá körlum og
1,7% hjá konum. Það eru að meðaltali
245 fleiri atvinnulausir en í síðasta
mánuði, þegar atvinnuleysi mældist
1,1%, en um 478 fleiri en í október í
fyrra þegar atvinnuleysi var 0,9% af
mannafla.
Atvinnuleysi karla eykst
meira en kvenna
Atvinnuástandið versnar alls stað-
ar nema á Norðurlandi vestra og
Austurlandi þar sem það er svipað.
Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest
á Norðurlandi eystra og á höfuðborg-
arsvæðinu. Atvinnuleysið er nú meira
en í október í fyrra á öllum svæðum
nema á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra.
Atvinnuleysi kvenna eykst um
10,7% milli mánaða en atvinnuleysi
karla eykst um 24,7% milli mánaða.
Þannig fjölgar atvinnulausum konum
að meðaltali um 99 á landinu öllu en
atvinnulausum körlum fjölgar um
146.
Atvinnuleysi mun
áfram aukast
Veruleg
umskipti
hjá SÍF
SÍF-samstæðan skilaði 286 milljóna
króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu
mánuðum ársins en tap á sama tíma í
fyrra var 886 milljónir króna sem er
breyting upp á 1.172 milljónir króna.
Hagnaður SÍF fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBIDTA) nam 1.181 millj-
ón króna sem er hækkun um 1.042
milljónir króna frá sama tímabili árið
2000. Þá skilaði rekstur samstæðunn-
ar jákvæðu veltufé frá rekstri að upp-
hæð 557 milljónir króna en það var
neikvætt um 283 milljónir fyrir sama
tímabil árið á undan. Þannig hefur
veltufé frá rekstri aukist um 840 millj-
ónir króna frá sama tímabili árið 2000.
Í tilkynningu frá SÍF kemur fram
að eins og greint var frá í tengslum
við sex mánaða árshlutauppgjör SÍF
hf. hefur breyting verið gerð á reikn-
ingsskilum þannig að gengismunur á
erlendum lánum sem tekin voru til
fjármögnunar á kaupum á dóttur-
félögum erlendis, er færður yfir eigið
fé til mótvægis við gengisumreikning
af rekstri og eignum dótturfélaganna.
Áhrif þessara breytinga á afkomu fé-
lagsins eru jákvæð um 174 milljónir
króna. Þá hefur áður gjaldfærð tekju-
skattsskuldbinding nú verið leyst upp
að hluta vegna fyrirhugaðra skatta-
lagabreytinga, en áhrif hennar á
rekstrarniðurstöðu fyrstu níu mán-
aða ársins er jákvæð um 85 milljónir.
Rekstur SÍF er almennt í góðu
samræmi við áætlanir félagsins á
þriðja ársfjórðungi en umfang og
hagnaður samstæðunnar er þó mest-
ur á fjórða ársfjórðungi, sem skýrist
af mikilli sölu og neyslu laxa-, síldar-
og saltfiskafurða á þessum tíma. Því
gera áætlanir félagsins ráð fyrir
auknum hagnaði á komandi mánuð-
um.
EFTIRLITSMENN á vegum Fiski-
stofu hafa verið um borð í Bjarma
BA og Báru ÍS frá því síðastliðinn
miðvikudag, að sögn Árna Múla Jón-
assonar, aðstoðarfiskistofustjóra.
Skipstjórar þessara skipa hafa geng-
ist við brottkasti á fiski sem sýnt var
í mynd með umtalaðri sjónvarpsfrétt
í síðustu viku.
Árni Múli segir að eftirlitsmenn-
irnir verði áfram um borð í þessum
skipum meðan þau stundi veiðar.
Kostnaður 20 þúsund á dag
Samkvæmt breytingum á lögum
um umgengni um nytjastofna sjávar,
frá því í desember á síðasta ári, skal
Fiskistofa setja veiðeftirlitsmann
um borð í skip til að fylgjast sér-
staklega með veiðum þess, ef stofan
telur að afli viðkomandi skips sé að
stærðarsamsetningu, aflasamsetn-
ingu eða gæðum frábrugðinn afla
annarra skipa sem stunda sambæri-
legar veiðar. Í lögunum segir einnig
að hafi veiðieftirlitsmaður í þessu
skyni verið um borð í veiðiskipi sjö
daga eða sjö veiðiferðir samtals á
sama fiskveiðiári skuli Fiskistofa
ákveða hvort ástæða sé til að fylgjast
með veiðum skipsins áfram. Útgerð
skipsins skal greiða allan kostnað,
þar með talinn launakostnað, af veru
eftirlitsmannsins um borð frá og
með áttunda degi.
Árni Múli segir að kostnaður við-
komandi útgerða sé um 20 þúsund
krónur á dag. Viðkomandi útgerðir
byrji þó ekki að greiða kostnaðinn
fyrr en frá og með áttunda degi.
Bjarmi BA og Bára ÍS
Eftirlit um borð