Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 23 Sími: 591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Knarravogur 2 - www.avis.is Bíll í A-flokki kr. 2.999,- á dag Opnunartilboð Verið velkomin Avis mæli r með Opel Við erum flutt að Knarravogi 2 Ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar Alltaf á þriðjudögum Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is SEÐLABANKI Íslands lækkaði stýrivexti sína í lok viðskiptadags áttunda þessa mánaðar um 0,8% í 10,1%. Í framhaldi af því lækkuðu viðskiptabankarnir vexti sína til samræmis. Ávöxtunarkrafa skulda- bréfa er hins vegar svipuð og fyrir vaxtalækkunina eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti því þótt hún hafi lækkað nokkuð fyrst á eftir hækkaði hún fljótt á ný. Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir því að ávöxtunarkrafa hefur ekki lækkað í framhaldi af vaxtalækkun- inni, svo sem lausafjárskortur, sem stafi meðal annars af því að enn séu vextir háir þótt þeir hafi lækkað nokkuð. Í því sambandi er jafnframt bent á að millibankavextir, svokall- aðir Reibor-vextir, hafi ekki lækkað til jafns við vexti seðlabanka. Þá hefur útgáfa húsbréfa verið töluverð og hefur aukin útgáfa á seinni hluta ársins vegið upp sam- drátt á fyrri hluta þess, en verð hús- bréfa, og þar með ávöxtunarkrafan, ræðst af framboði og eftirspurn. Ef framboð húsbréfa er meira en eft- irspurn þýðir það að öðru óbreyttu að ávöxtunarkrafan hækkar. Fram- boð bréfanna ræðst að verulegu leyti af útgáfu þeirra en eftirspurn af kaupáhuga fjárfesta. Þó eykst fram- boð einnig ef fjárfestar vilja losa sig við húsbréf, en eitt af því sem nefnt er sem hugsanleg skýring nú er að einhverjir fjárfestar hafi átt húsbréf sem þeir biðu með að selja þar til að vaxtalækkun kæmi þar sem markað- urinn yrði þá hagstæðari seljendum. Áhrif vaxtalækkunarinnar voru þegar komin fram Í ritinu Icebonds, sem fjallar um skuldabréfamarkaðinn á Íslandi og Kaupþing gefur út í hverjum mánuði fyrir erlenda fjárfesta, segir að svo virðist sem markaðurinn hafi þegar verið búinn að gera ráð fyrir vaxta- lækkuninni og því hafi viðbrögðin verið furðu lítil. Þar kemur einnig fram að verðbólga í október hafi ver- ið nokkru hærri en markaðurinn hafi gert ráð fyrir. Þó þarna hafi ekki munað miklu á væntingum markað- arins og raunverulegri verðbólgu virðist það hafa nægt um sinn til að eyða áhrifunum af vaxtalækkuninni á ávöxtunarkröfuna. Ávöxtunarkrafa óbreytt þrátt fyrir vaxtalækkun . /  !  01 2$33( (2 &2 (32 (&2 4($3 ((3 (33 53 '3 63 )3 &3 73 83 $3 (3 33               ! "#  $%& EINS OG greint var frá fyrir nokkru stóð til að Joseph E. Stiglitz, sem ný- verið tók við Nóbelsverðlaunum í hagfræði, kæmi til landsins í lok mán- aðarins til að tala á 60 ára afmælisráð- stefnu viðskiptadeildar Háskóla Ís- lands. Nú hefur komið upp að Stiglitz mun ekki geta flutt erindi á ráðstefn- unni og samkvæmt heimildum frá Hagfræðistofnun hefur komu hans til landsins verið frestað um sinn. Á afmælisráðstefnunni, sem haldin verður 30. þessa mánaðar, verður fjallað um stöðugleika fjármálakerf- isins, fjármálaeftirlit og áhættu- stjórnun fyrirtækja. Afmælisráðstefna viðskiptadeildar Heimsókn Stiglitz frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.