Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opin kerfi úr hagnaði í tap TAP samstæðu Opinna kerfa hf. nam 204 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður samstæð- unnar 186 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 4.205 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma- bili í fyrra voru þær 3.770 milljónir króna. Rekstrargjöldin námu nú 3.974 milljónum en í fyrra 3.372 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var í sept- emberlok 186 milljónir króna en var á sama tíma í fyrra 270 millj- ónir. Eiginfjárhlutfallið er 26% en var 31% á sama tíma í fyrra. Áhrif dótturfélaga eftir skatta voru neikvæð um tæpar 130 millj- ónir króna fyrstu níu mánuði árs- ins en jákvæð um rúmar 70 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Megnið af þessari sveiflu skýrist af niðurfærslu skráðra hlutabréfa í eign Skýrr. Af hlutdeildarfélögum hefur rekstur AcoTæknival verið mjög erfiður á árinu. Áhrif hlut- deildarfélaga eftir skatta eru nei- kvæð um tæpar 290 milljónir nú samanborið við 30 milljóna tap í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Opnum kerfum kemur fram að birgðastýr- ing hafi verið mjög virk og magn sölubirgða dregist verulega saman frá áramótum. Forsvarsmenn fyr- irtækisins segjast vera ánægðir með aldurssamsetningu birgða og viðskiptakrafna og vel hafi tekist til í umsjón með þeim. „Aðhaldssemin sem einkennt hefur rekstur móðurfélags Opinna kerfa virðist skila góðum árangri þó tímabundnir erfiðleikar séu í rekstrarumhverfinu á Íslandi. Sér- staklega er ánægjulegt að vel gekk á þriðja ársfjórðungi en hann er tölvufyrirtækjum hér á landi sjald- an hagstæður,“ að því er segir í til- kynningu. Fyrir nokkrum vikum tilkynntu Opin kerfi að þau ættu í viðræðum um kaup á norrænu tölvufyrirtæki sem starfar á svipuðum grunni og Opin kerfi sjálf en er heldur stærra en móðurfélagið Opin kerfi. Búist er við að samningum ljúki í næstu viku. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136 EIMSKIP hefur gert kaupréttar- áætlun fyrir alla starfsmenn fyrir- tækisins. Gengið hefur verið frá kaupréttarsamningum við starfs- menn á Íslandi og verið er að und- irbúa frágang samninga við starfs- menn erlendis. Sigríður Hrólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim- skips, segir að heimild hafi verið gef- in á hluthafafundi félagsins sl. vor til allt að 5% hlutafjáraukningar sem nýta ætti til kaupréttarsamninga við starfsmenn. Hún segir þessa heimild nú vera að fullu nýtta með kauprétt- arsamningum við alla starfsmenn fyrirtækisins en þeir eru alls um 1.150 talsins. Hlutafjáraukningin svarar til um 150 milljóna króna að nafnvirði og fær hver og einn starfsmaður heimild til að kaupa hlutabréf í Eimskip að nafnverði 130 þúsund krónur á geng- inu 5,0. Kaupverðið á hvern starfs- mann nemur því allt að 650 þúsund krónum. Selt í tveimur áföngum „Heimildin skiptist í tvennt, þann- ig að hver starfsmaður hefur heimild til að kaupa helminginn 15. mars 2003 og svo hinn helminginn 15. mars 2004. Þetta eru því rúmar 300 þúsund krónur í hvort skipti,“ segir Sigríður. „Starfsmennirnir öðlast með þessu rétt til að kaupa hlutabréf í Eimskip á genginu 5 á ákveðnum dagsetning- um. Þegar að því kemur geta þeir svo ákveðið hvort þeir vilja nýta sér þennan rétt eða ekki. Ef þeir nýta sér hann ekki þá fellur hann niður,“ segir Sigríður. Hún bendir jafnframt á að starfsmaður geti ákveðið að nýta að- eins hluta kaupréttarheimildar sinn- ar og geti jafnvel frestað kaupum á fyrri dagsetningu yfir á þá seinni. Viðbrögð starfsmanna á Íslandi við þessum samningum segir Sigríð- ur hafa verið mjög góð og að rúmlega 90% þeirra hafi gengið að þeim. „Frágangur samninga við starfs- menn erlendis er ekki lokið enda er ansi flókið að ganga frá slíkum samn- ingum í þetta mörgum löndum. Við erum með skrifstofur í 11 löndum og mismunandi reglur gilda um kaup- réttarsamninga í hverju landi fyrir sig. Ástæðan fyrir að við erum að gera þetta bæði innanlands og erlendis er sú að við höfum rekið eigin starfs- stöðvar erlendis síðan 1985 og þar eru starfsmenn sem hafa verið fyr- irtækinu mjög dyggir og hollir starfsmenn í langan tíma. Því er sjálfsagt að þeir fái að vera með alveg eins og starfsmenn okkar hér heima.“ Vegið meðalgengi tíu daga Gengi hlutabréfanna í kaupréttar- samningunum segir Sigríður að byggi á reglum ríkisskattstjóra um almenna kaupréttarsamninga fyrir starfsfólk fyrirtækja enda hljóti þeir þar með hagstæðari skattalegri með- ferð, þ.e. ávinningur af samningnum er einungis skattlagður með 10% fjármagnstekjuskatti en ekki með fullum tekjuskatti. „Eitt þeirra skilyrða sem ríkis- skattstjóri setur er að gengi í samn- ingunum skuli vera vegið meðaltal af viðskiptagengi síðustu tíu daga áður en samningarnir eru gerðir. Verð- bréfaþing reiknaði út meðaltal við- skipta með Eimskip síðustu tíu daga fyrir 12. nóvember. Það reyndist vera 5,0,“ segir Sigríður Hrólfsdóttir. Eimskip gerir kaup- réttarsamninga Gengið hefur verið frá kaupréttarsamningum við rúmlega 90% starfs- manna Eimskips á Íslandi. Starfsmenn fá hlutabréfin á genginu 5. Hver starfsmaður fær heimild til að kaupa 130 þúsund að nafnvirði Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþing Íslands Útgefandi: SP-Fjármögnun hf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, kt. 620295-2219. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 2. flokkur 2001. Bréfin eru til 5 ára, bundin vísitölu neysluverðs og bera 7,5% ársvexti. Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð útgáfunnar er allt að 1.000.000.000 kr. að nafnverði og eru 700.000.000 kr. að nafnverði þegar seldar. Gjalddagar: Útgefandi greiðir verðbættan höfuðstól skuldarinnar í einu lagi þann 7. maí 2006. Skuldabréfin hafa vaxtagjalddaga 7. maí ár hvert. Fyrsti gjalddagi vaxta er 7. maí 2002, og sá síðasti þann 7. maí 2006. Skráningardagur á VÞÍ: Þegar útgefin og seld bréf að upphæð 700.000.000 kr. að nafnverði verða skráð á VÞÍ þann 22. nóvember 2001. Milliganga vegna skráningar: Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og aðrar upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. F í t o n / S Í A F I 0 0 3 6 7 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.