Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 25                !" #$%!& ' &   ()*!$++ %,!$')!    ! *$'$$-)! $! $ $'.   % !   !) & ! (! %  !  $#,          $&/  ' !'% ! * !0                                     !        "   # $!%    # &' !    #!! ( )   * +,      )# *          !" #"$ %& ' -.  /."0  / 0   1   23# * &3 !  !43 5#3*!#! &3!* (6 7 !!!  8 !9  : # &3 !* #3 ;;  4 : # #! LIÐSMENN al-Qaeda, samtaka Osama bin Ladens, fóru augsýnilega í miklum flýti þegar þeir yfirgáfu stöðvar sínar í Kabúl. Þar er að finna rannsóknastofu, sem er yfirfull af illa lyktandi efnum í krukkum og krúsum og skjöl á víð og dreif með alls kyns formúlum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja, að bin Laden hafi verið að reyna að komast yfir gjöreyðingar- vopn og skjölin í rannsóknastofunni sýna, að unnið var að smíði efna- vopna. Enginn veit hve langt þær til- raunir voru komnar en skjölin sýna, að ekki vantaði áhugann. Innan um þau var líka bæklingur um það hvern- ig best er að lifa af kjarnorkuárás. Tom Ridge, öryggisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest, að í sumum skjalanna séu upplýsingar um smíði kjarnasprengju en hann segir, að þær hafi verið teknar af Netinu fyrir nokkrum árum og hafi því staðið fleiri til boða en hryðjuverkamönnum. Þær séu hins vegar til vitnis um þá drauma, sem bin Laden lét sig dreyma. Efast um yfirlýs- ingar bin Ladens Lundúnablaðið The Times sagði frá því á fimmtudag, að fundist hefðu upplýsingar um smíði kjarnavopna og eldflauga og um síðustu helgi hafði dagblað í Pakistan það eftir bin Lad- en, að hann réði yfir efna- og kjarna- vopnum. Bandarískir embættismenn telja það þó ekki sennilegt. The Times skýrði frá því í gær, að í skjölunum hefði fundist uppskrift að ricin, einu öflugasta eitri, sem til er. Unnt er að gera það þannig úr garði, að menn andi því að sér eða lauma því í mat. Er það unnið úr plöntufræjum og veldur aðeins niðurgangi ef skammturinn er mjög lítill. Ef skammturinn er stærri verður niður- gangurinn svo ákafur, að menn bíða bana af vegna vökvamissis. Í skjöl- unum er lýst kvölunum, sem menn líða vegna eitursins, og sagt, að yf- irleitt dragi eitrið menn til dauða á þremur til 14 dögum. Ekkert móteit- ur er til við ricin. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komust að því á síðasta áratug, að Saddam Hussein Íraksforseti átti meðal annars ricin í vopnabúrum sínum. „Verðið að fórna lífinu“ Mikið af alls konar vopnum fannst í húsunum og í neðanjarðarbyrgi undir þeim og í annarri húsaþyrpingu í vesturhluta Kabúl var æfingastöð fyrir nýliða í al-Qaeda. Nær hún yfir tveggja km langt svæði og var áður sovésk herstöð. Skjölin eru ekki aðeins formúlur og uppskriftir að sprengjum, heldur má líka finna í þeim persónuleg bréf, sem ekki vannst tími til að senda, og ráð- leggingar fyrir hryðjuverkamenn. Í lítilli bók um það segir til dæmis: „Viljið þið ná árangri, verðið þið að fórna lífinu. Annars er hætta á, að ykkur mistakist. Þið verðið að drepa eða vera drepnir.“ Rannsóknastofa al-Qaeda í Kabúl AP Mohammed Nasir, einn hermanna Norðurbandalagsins, blaðar í skjöl- um, sem fundust í einum stöðvum al-Qaeda í Kabúl. Unnu að smíði efnavopna Með uppskrift að ricin, einu sterkasta eitri sem fyrirfinnst Kabúl. AP. FYRRVERANDI her- bergisfélagi meints for- sprakka hryðjuverka- mannanna 11. september, Mohameds Attas, er tal- inn hafa verið 20. flugræn- inginn í hópnum sem framdi hermdarverkin í Bandaríkjunum. En hann náði ekki að vera með fé- lögum sínum vegna þess að honum tókst aldrei að fá leyfi til að koma til Bandaríkjanna, að því er haft var eftir Robert Mu- eller, yfirmanni banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, sl. miðvikudags- kvöld. Umfangsmikil leit fer nú fram um allan heim að þessum meinta 20. ræn- ingja, Ramsi Binalshibh. Segja bandarískir rannsóknarfulltrúar að Atta, sem talið er að hafi stjórnað hópnum er framdi flugránin 11. sept- ember, hafi reynt að hjálpa Binals- hibh að komast til Bandaríkjanna til að taka þátt í ránunum. Binalshibh, sem einnig gengur undir nafninu Ramzi Omar, var námsmaður í Hamborg þar sem hann deildi íbúð með Atta og öðrum sem talið er að hafi tekið þátt í ránunum. Þessar upplýsingar þýða að Binals- hibh er eini lifandi maðurinn sem grunaður er um að hafa átt að taka þátt í framkvæmd hryðjuverkanna 11. september, sem urðu um 5.000 manns að bana. Fregnir herma að bandarísk yfir- völd leiti Binalshibhs víða um heim. „Hann er ekki í Bandaríkjunum,“ sagði bandarískur fulltrúi sem stað- festi upplýsingar Muellers. „Að minnsta kosti teljum við að hann sé ekki í Bandaríkjunum.“ Frá því í byrjun rannsóknarinnar á hryðjuverkunum hefur FBI talið að 20 manns hafi verið ætlað að taka þátt í flugránunum, ekki síst vegna þess að fimm voru í hvorri þotunni sem flogið var á World Trade Center, og í þotunni sem flogið var á Pentagon. Í fjórðu vélinni, flugi 93 frá United Airlines, voru aðeins fjórir ræningjar. Hún fór í loftið frá flugvellinum í Newark og hrapaði á akri í Pennsylv- aníu. Bandarískir rannsóknarfulltrú- ar telja að ræningjarnir hafi ætlað að fljúga vélinni á þinghúsið í Wash- ington, eða annað áberandi mann- virki í borginni, en hafi mistekist eftir að farþegarnir í vélinni hafi ráðist til atlögu gegn ræningjunum. Sérfræðingar segja að hermdar- verkin hafi verið þrautskipulagt sam- særi og upplýsingar frá leyniþjónust- um bendi til að í hverjum þessara fjögurra hópa hafi verið þjálfaðir flugmenn, skipuleggjendur og að minnsta kosti tveir sterkir menn sem áttu að halda aftur af farþegum. Moussaoui enn í haldi Ekki er ljóst hvaða hlutverki Bin- alshibh átti að gegna, eða hvers vegna FBI hefur komist að þeirri niður- stöðu að hann sé 20. ræninginn. Mueller sagði ennfremur að maður, sem handtekinn var í Minne- sota fyrir 11. september, hefði tekið lítinn eða engan þátt í flugránunum, en fjöl- miðlar og sumir opinberir rannsóknarfulltrúar hafa lýst yfir að hann sé 20. ræn- inginn. Þessi maður, Zacarias Moussaoui, situr enn í varð- haldi í New York á þeim for- sendum að hann sé mikil- vægt vitni. Hann var handtekinn 17. ágúst fyrir brot á innflytjendalögum eft- ir að starfsmenn flugskóla fylltust grunsemdum og höfðu samband við yfirvöld og sögðu að hann hefði áhuga á að læra að fljúga flugvélum, en vildi ekki læra flugtök og lendingar. Mueller sagði að Moussaoui, sem er franskur ríkisborgari af marokk- óskum uppruna, hefði sagt yfirvöld- um hið gagnstæða, að hann vildi bara taka á loft og lenda, ekki fljúga flug- vélum. Mueller sagði ennfremur að tölva í íbúð Moussaouis hefði ekki reynst innihalda neitt er benti til tengsla hans við samsærið 11. sept- ember. Í tölvunni fundust þó vísbend- ingar um að hann hefði verið að skoða vefsíður með upplýsingum um áburð- ar- og efnadreifingu. Yfirmaður FBI, Robert Mueller (t.h.), svarar spurn- ingum fréttamanna ásamt John Ashcroft, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. Tuttugasti ræninginn Washington. Los Angeles Times. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.