Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 28
HEILSA
28 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Spurning: Ég var að lesa ágæta
grein á heimasíðu þinni um skottu-
lækningar, en áhugi minn á þeirri
síðu vaknaði eftir að ég var tengdur
inná hana í gegnum smáskoðun á
jóhannesarjurtinni, sem þú minnist
á í greininni. Ég vildi m.a. forvitn-
ast um hvaða skoðun þú hefðir á jó-
hannesarjurtinni, og hvort þú gæt-
ir svarað þessum staðhæfingum?
1. Jóhannesarjurt veldur því að
sjúklingur verður ofur-næmur fyr-
ir sólarljósi, og brennur mun auð-
veldar.
2. Jóhannesarjurt dregur úr
virkni ákveðinna lyfja. Alnæm-
islyfja, sumra getnaðarvarnalyfja
o.fl.
3. Jurtin hefur jákvæð áhrif á
fólk sem þjáist af „nigth-terror“
draumum.
4. Jurtin hefur líka sýnt jákvæð
áhrif á þunglyndissjúklinga, en er
þó ekki ráðlagt að mæla með henni
ef sjúklingurinn er bi-polar (maníu-
depressífur).
Svar: 1. Til er fjöldinn allur af efn-
um í jurtaríkinu sem gera húðina
næmari fyrir sólarljósi og jafnvel
venjulegum ljósaperum; má þar
nefna sellerí og hvönn sem dæmi.
Ég hef ekki fundið heimildir um að
Jóhannesarjurt innihaldi slík efni
en vel gæti verið að svo væri.
2. Helstu vandræðin með þessa
jurt er að hún örvar vissa efna-
hvata (ensím) í líkamanum og við
það minnka áhrif margra lyfja.
Helstu lyfin sem um ræðir eru
warfarín og önnur skyld sega-
varnalyf (blóðþynningarlyf), cikló-
spórín sem er notað til að bæla
ónæmiskerfið eftir líffæraflutn-
inga, teófýllín sem er notað við
astma, sterar, þunglyndislyf,
hjartalyfið digoxín og lyf við al-
næmi af flokki sem nefnist pró-
teasahemlar. Þekkt eru nokkur
dæmi um að neysla jurtarinnar hafi
orðið til þess að líkami sjúklings
hafnaði ígræddu líffæri hjá sjúk-
lingum sem notuðu ciklóspórín og
að alnæmi blossaði upp aftur hjá
sjúklingum á meðferð með pró-
teasahemlum.
3. Draumar sem vekja ótta og
martraðir geta fylgt þunglyndi og
kvíða og vitað er að efni í jurtinni
geta haft bætandi áhrif á slíkt.
4. Hér á landi er Jóhannesarjurt
á markaði sem náttúrulyf frá
tveimur framleiðendum undir
nöfnunum Esbericum og Modigen.
Viðurkennd notkun þessara nátt-
úrulyfja er við vægu þunglyndi,
framtaksleysi og depurð. Þetta
notagildi hefur sannast í nokkrum
vönduðum rannsóknum á sjúkling-
um með þunglyndi og vitað er að
Jóhannesarjurt inniheldur efni
sem hafa svipaða verkun og algeng
þunglyndislyf. Ekki er vitað hvort
einhver ávinningur er í að nota Jó-
hannesarjurt frekar en venjuleg
þunglyndislyf. Það er rétt að öll
þunglyndislyf, þ.m.t. Jóhann-
esarjurt, geta verið varasöm í geð-
hvarfasýki (bi-polar sjúkdómi)
vegna þess að þau
geta magnað sveiflurnar milli geð-
hæðar og geðlægðar (þunglyndis).
Jóhannesarjurt (stundum kölluð
Jónsmessurunni) dregur nafn sitt
af Jóhannesi skírara og segir sagan
að þegar Jóhannes var hálshöggv-
inn hafi blóð hans farið í jurtina og
gefið henni lækningamátt. Á mið-
öldum var seyði af jurtinni notað til
lækninga og gekk á Norðurlöndum
undir nafninu Hirkumpirk sem er
afbökun á latnesku nafni jurtarinn-
ar, Hypericum perforatum.
Um Jóhannesarjurt
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Notagildi
sannað
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
ÓLAFUR G. Sæmundsson næring-
arfræðingur gerir á netdoktor.is
nokkra grein fyrir fitu-/próteinkúr-
unum margumtöluðu og leggur út frá
nýlegum fréttum um að félag Hjarta-
verndar í Bandaríkjunum (American
Heart Association) hafi lýst yfir stríði
gegn skyndimegrunarkúrum og ekki
síst kúrum sem byggjast á þeirri
kenningu að til að megrast ætti fólk
fyrst og fremst að borða feitmeti og
prótein en neyta mjög lítilla kolvetna.
Ólafur segir að í reynd hafi fagfélög
innan heilbrigðisgeirans (s.s. mat-
væla- og næringarfræðafélög, hjarta-
verndarfélög, krabbameinsfélög) var-
að við slíkum kúrum um
áratugaskeið. En vinsældir slíkra
kúra hafi ávallt verið miklar og sá
megrunarkúr, sem hefur verið hvað
vinsælastur í Bandaríkjunum síðast-
liðin ár og nefnist Atkins-kúrinn, hafi
hvert líkamskíló.
Ólafur gerir síðan
grein fyrir því hvernig
kúrar þessara tegundar virka en þar
kemur fram að framleiðsla á svoköll-
uðum ketónsýrum leiðir til þess „að
löngun í mat verður lítil sem engin og
er hér komin skýringin á því af hverju
svo margir sem fara í sveltimegrun-
arkúra eða kúra sem innihalda fyrst
og fremst fitu og prótein hætta að
finna til löngunar í mat innan nokk-
urra daga. Og síminnkandi neysla ýt-
ir að sjálfsögðu enn frekar á þyngd-
artapið.“
Ólafur segir að vinsældir svelti- og
fitu-próteinkúra megi fyrst og fremst
rekja til mikils þyngdartaps sem fólk
verður fyrir á skömmum tíma. „En
staðreyndin er sú að „megrunin“ felst
að stórum hluta í vatnstapi, ekki síst í
upphafi. En auðvitað missir fólk um-
talsvert af fitu og vöðvatap er meira
en eðlilegt getur talist.“
Ólafur rekur síðan
mikilvægi kolvetnis sem
orkugjafa vegna þess að
frumur líkamans, eins og
heila- og taugafrumur, nær-
ist fyrst og fremst á kolvetna-
tegundinni glúkósa. „Lítil sem
engin neysla kolvetna leiðir yfirleitt
til þess að glýkógenbirgðir líkamans
eyðast á tveimur til þremur dögum.
Þegar tekið er tillit til þess að hvert
gramm af þessum þrem til fjórum
hundruðum bindur í sér 3 til 4 g af
vatni verður vökvatapið 900 g til 1,6
kg. Á tveimur til þremur dögum get-
ur því einstaklingurinn lést um allt að
2 kg vegna taps á vatni og glýkógeni.
Ef hætt er á kúrnum um leið og
glýkógenbirðirnar eru tæmdar og
farið að borða kolvetnaríkan mat
bætast þessi tvö kíló á aftur þar sem
glýkógenbirgðirnar endurnýjast.“
Einstaklingurinn hríðhorast hins
vegar ef þessum öfgakenndu neyslu-
háttum linnir ekki, segir Ólafur, og
ástæðuna má að miklu leyti rekja til
vöntunar á glúkósa sem margar
frumur líkamans þrá að fá.
Uppskeran heilsuvandamál
„Reyndar ná sumir að halda auka-
kílóunum frá til „lengri tíma með því
að leita í þessar hættulegu neyslu-
venjur með reglubundnu millibili. En
þeim hinum sömu má vera ljóst að
eftir því sem lengur og oftar er farið á
slíkt mataræði þeim mun meiri líkur
eru á að þeir uppskeri heilsuvanda-
mál. Og að sjálfsögðu er meginástæða
þess að virt félagasamband eins og
Hjartavernd Bandaríkjanna gengur
fram fyrir skjöldu og lýsir stríði á
hendur þessum öfgakenndu kúrum
sú að mikil fitu- og próteinneysla í
langan tíma eykur hættur á að við-
komandi geti fengið hjartabilanir,
sykursýki, slag og allnokkrar tegund-
ir af krabbameini. Þá getur hættan á
nýrna- og lifrarsjúkdómum aukist í
vissum tilvikum. “
Ólafur segir að megrunarkúrar
sem byggjast á téðri kenningu skipti
tugum ef ekki hundruðum en oftast
sé þó einhver blæbrigðamunur milli
þeirra varðandi orkusamsetningu.
„Svo ég nafngreini örfáa þeirra:
Scarsdale-kúrinn, Matur án kolvetna-
kúrinn, Ég borða – en grennist samt-
kúrinn, Ríkisspítala-kúrinn (sem auð-
vitað var ekki gefinn út af neinum
spítala), Að borða í anda síns blóð-
flokks (svo framarlega sem viðkom-
andi er í O-blóðflokki)“. Að lokum vill
Ólafur hvetja alla sem vliji losna við
aukafitu að hafa í huga að heildarhita-
einingafjöldinn sem neytt er skipti
mestu. „Og það er vitað að matur sem
er kolvetnaríkur er gjarnan mjög sað-
samur án þess að gefa margar hita-
einingar. Hér má nefna hollustufæði
eins og grófkornmeti, baunir, ávexti
og grænmeti. Því er ljóst að margir
sem vilja léttast mættu gjarnan auka
neyslu slíkrar fæðu enda erfitt að
fitna af slíkum mat.“
Vörumst fitu- og prót-
einkúrana sívinsælu
TENGLAR
.....................................................
http://netdoktor.is/grein/efni/
grein.asp?id_grein=1870&flokkur=6
einnig verið gríðarvinsæll þar í landi
fyrir 25 árum. „En Atkins-kúrinn hef-
ur því miður einnig náð að festa sig í
sessi hér á landi,“ segir Ólafur.
Dæmi um einn dag
Ólafur gefur dæmi um hvernig
einn dagur á Atkins-kúrnum geti litið
út:
Morgunverður: Beikon: 50 g; egg,
steikt = 2 stk.
Hádegi: Kjöt: 150 g; salat: 200 g
Miðdegisverður: Enginn
Kvöldverður: Kjöt: 150 g;
salat; 150 g; olía ½ msk.
Orkuleg samsetning kúrsins er eft-
irfarandi: Kolvetni tæp 10%; fita rúm
60%; prótein rúm 30%. Næringar-
fræðin telur orkusamsetningu sem
þessa stórvarhugaverða. Og hér á eft-
ir verða færð rök fyrir því. En áður er
rétt að taka fram að samkvæmt nær-
ingarfræðinni lítur eðlileg orkusam-
setning, í megrun, svona út: Kolvetni
50–65%; fita 15–30% og prótein 15–
25%, eða 0,8 g af próteinum fyrir