Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 31 Vekjum athygli á sýningu Elínar G. Jóhannsdóttur sem lýkur á morgun, sunnudag Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 KIRKJUKÓR Grensáskirkju heldur tónleika með léttum trúarlegum lögum í Grensás- kirkju annað kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 18. Efnisskráin sam- anstendur af söngvum eftir ýmsa höfunda og eru textarnir þýddir úr sænsku og ensku, auk negrasálma, sem eru sungnir á ensku. Einsöng og tvísöng syngja þau Geir Jón Þórisson og Ingi- björg Ólafsdóttir, en stjórnandi og píanóleikari er Árni Arin- bjarnarson. Sóknarpresturinn Ólafur Jó- hannsson flytur upphafsorð og bæn í lokin og Hans Guðberg Alfreðsson guðfræðingur les ritningartexta. Trúarleg lög í Grens- áskirkju Slunkaríki, Ísafirði Sýningu Kristins E. Hrafnssonar á skúlptúrum og teikningum lýkur á sunnudag. Sýningu lýkur RAY Johnson, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi, fjallar um framtíðarsýn Þjóðræknisfélagsins og deilda þess vestanhafs á aðalfundi Þjóðræknis- félags Íslendinga, sem verður hald- inn í Reykjavík nk. fimmtudag. Stefnt er að því að öll Íslendinga- félög í Kanada og Bandaríkjunum gangi í Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi og vinnur Ray Johnson að því verki ásamt öðrum, en hann verður sérstakur gestur á aðalfund- inum í næstu viku. Auk venjulegra aðalfundarstarfa greina Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Snorraverkefnisins, og Almar Grímsson, varaformaður Þjóðrækn- isfélagsins, frá nemendaskiptum Snorraverkefnisins og greint verður frá undirbúningi þjóðræknisþings í Minneapolis í apríl 2002, en þetta verður í fyrsta skipti sem ársþingið fer fram í Bandaríkjunum. Fyrir aðalfundi liggur tillaga til lagabreytinga sem miðar að því að skilgreina betur en í gildandi lögum meginstefnu félagsins og ætlunar- verk. Í nýjasta fréttabréfi Þjóð- ræknisfélagsins kemur m.a. fram að í október sl. hefðu Sigrid Johnson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, Jón Sig. Guðmunds- son, fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins í Bandaríkjunum, og Markús Örn Antonsson, formaður Þjóðræknis- félagsins á Íslandi, undirritað vilja- yfirlýsingu um nánari samvinnu allra Íslendingafélaga í Norður-Am- eríku með aðild Þjóðræknisfélagsins á Íslandi. Málinu hafi verið fylgt eftir í samtölum við forystumenn félag- anna og gert sé ráð fyrir að Þjóð- ræknisfélagið á Íslandi gegni þýð- ingarmiklu samræmingarhlutverki og þjónustu við heildarsamtökin í framtíðinni. Á stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins á Íslandi er að stuðla að reglubundn- um menningarsamskiptum milli Ís- lands og Íslendingabyggða í Vestur- heimi, en rúmlega 2.000 manns eru starfandi í félögum og deildum innan Þjóðræknisfélaga Íslendinga í Vest- urheimi. Á þjóðræknisþingi í Van- couver í apríl sem leið kom fram ein- dreginn vilji til að virkja hinn mikla áhuga, sem skapaðist í tengslum við hátíðarhöld sem íslensk stjórnvöld stóðu að í samvinnu við félögin víða í Vesturheimi í fyrra í tilefni af árþús- undaskiptunum og landafundahátíð, til að styrkja félagsstarf Vestur-Ís- lendinga og samstarf við Ísland. Á árinu hefur Þjóðræknisfélag Ís- lendinga lagt sérstaka áherslu á ungmennaskipti Snorraverkefnisins, menningarsamskipti og framtíðar- stefnumótun og samstarf þjóðrækn- isfélaganna í Bandaríkjunum, Kan- ada og á Íslandi. Í því sambandi má nefna að um liðin áramót hófst form- legt samstarf milli Þjóðræknis- félagsins og verkefnisnefndar á veg- um Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi sem vinna í sameiningu að því með dyggum stuðningi Flug- leiða að stuðla að heimsóknum lista- fólks og fyrirlesara milli Íslands og Íslendingabyggða í Vesturheimi, annað árið til Íslands en hitt árið vestur um haf. Aðalfundurinn verður haldinn í ráðstefnusal á 5. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst kl. 20.30 fimmtu- daginn 22. nóvember. Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga í Reykjavík í næstu viku Framtíðarsýn félaganna í brennidepli Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, og Ray Johnson afhenda Fred Bjarnason, formanni Íslendingafélagsins í Victoria í Bresku Kólumbíu, þjóðargjöfina, pakka með Íslendingasögunum, en Ray Johnson, sem stendur á milli þeirra, verður sérstakur gestur á aðal- fundi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Reykjavík í næstu viku.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.