Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 31
Vekjum athygli á sýningu
Elínar G. Jóhannsdóttur
sem lýkur á morgun,
sunnudag
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
KIRKJUKÓR Grensáskirkju
heldur tónleika með léttum
trúarlegum lögum í Grensás-
kirkju annað kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 18. Efnisskráin sam-
anstendur af söngvum eftir
ýmsa höfunda og eru textarnir
þýddir úr sænsku og ensku,
auk negrasálma, sem eru
sungnir á ensku.
Einsöng og tvísöng syngja
þau Geir Jón Þórisson og Ingi-
björg Ólafsdóttir, en stjórnandi
og píanóleikari er Árni Arin-
bjarnarson.
Sóknarpresturinn Ólafur Jó-
hannsson flytur upphafsorð og
bæn í lokin og Hans Guðberg
Alfreðsson guðfræðingur les
ritningartexta.
Trúarleg
lög í Grens-
áskirkju
Slunkaríki, Ísafirði
Sýningu Kristins E. Hrafnssonar
á skúlptúrum og teikningum lýkur á
sunnudag.
Sýningu lýkur
RAY Johnson, fyrrverandi forseti
Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi, fjallar um framtíðarsýn
Þjóðræknisfélagsins og deilda þess
vestanhafs á aðalfundi Þjóðræknis-
félags Íslendinga, sem verður hald-
inn í Reykjavík nk. fimmtudag.
Stefnt er að því að öll Íslendinga-
félög í Kanada og Bandaríkjunum
gangi í Þjóðræknisfélag Íslendinga í
Vesturheimi og vinnur Ray Johnson
að því verki ásamt öðrum, en hann
verður sérstakur gestur á aðalfund-
inum í næstu viku. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa greina Ásta Sól
Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Snorraverkefnisins, og Almar
Grímsson, varaformaður Þjóðrækn-
isfélagsins, frá nemendaskiptum
Snorraverkefnisins og greint verður
frá undirbúningi þjóðræknisþings í
Minneapolis í apríl 2002, en þetta
verður í fyrsta skipti sem ársþingið
fer fram í Bandaríkjunum.
Fyrir aðalfundi liggur tillaga til
lagabreytinga sem miðar að því að
skilgreina betur en í gildandi lögum
meginstefnu félagsins og ætlunar-
verk. Í nýjasta fréttabréfi Þjóð-
ræknisfélagsins kemur m.a. fram að
í október sl. hefðu Sigrid Johnson,
forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga
í Vesturheimi, Jón Sig. Guðmunds-
son, fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins í
Bandaríkjunum, og Markús Örn
Antonsson, formaður Þjóðræknis-
félagsins á Íslandi, undirritað vilja-
yfirlýsingu um nánari samvinnu
allra Íslendingafélaga í Norður-Am-
eríku með aðild Þjóðræknisfélagsins
á Íslandi. Málinu hafi verið fylgt eftir
í samtölum við forystumenn félag-
anna og gert sé ráð fyrir að Þjóð-
ræknisfélagið á Íslandi gegni þýð-
ingarmiklu samræmingarhlutverki
og þjónustu við heildarsamtökin í
framtíðinni.
Á stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins
á Íslandi er að stuðla að reglubundn-
um menningarsamskiptum milli Ís-
lands og Íslendingabyggða í Vestur-
heimi, en rúmlega 2.000 manns eru
starfandi í félögum og deildum innan
Þjóðræknisfélaga Íslendinga í Vest-
urheimi. Á þjóðræknisþingi í Van-
couver í apríl sem leið kom fram ein-
dreginn vilji til að virkja hinn mikla
áhuga, sem skapaðist í tengslum við
hátíðarhöld sem íslensk stjórnvöld
stóðu að í samvinnu við félögin víða í
Vesturheimi í fyrra í tilefni af árþús-
undaskiptunum og landafundahátíð,
til að styrkja félagsstarf Vestur-Ís-
lendinga og samstarf við Ísland.
Á árinu hefur Þjóðræknisfélag Ís-
lendinga lagt sérstaka áherslu á
ungmennaskipti Snorraverkefnisins,
menningarsamskipti og framtíðar-
stefnumótun og samstarf þjóðrækn-
isfélaganna í Bandaríkjunum, Kan-
ada og á Íslandi. Í því sambandi má
nefna að um liðin áramót hófst form-
legt samstarf milli Þjóðræknis-
félagsins og verkefnisnefndar á veg-
um Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi sem vinna í sameiningu
að því með dyggum stuðningi Flug-
leiða að stuðla að heimsóknum lista-
fólks og fyrirlesara milli Íslands og
Íslendingabyggða í Vesturheimi,
annað árið til Íslands en hitt árið
vestur um haf.
Aðalfundurinn verður haldinn í
ráðstefnusal á 5. hæð í Borgartúni 6,
Reykjavík, og hefst kl. 20.30 fimmtu-
daginn 22. nóvember.
Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga í Reykjavík í næstu viku
Framtíðarsýn
félaganna í
brennidepli
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, og Ray Johnson
afhenda Fred Bjarnason, formanni Íslendingafélagsins í Victoria í
Bresku Kólumbíu, þjóðargjöfina, pakka með Íslendingasögunum, en
Ray Johnson, sem stendur á milli þeirra, verður sérstakur gestur á aðal-
fundi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Reykjavík í næstu viku.