Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 33
Í JÓNSHÚSI í Kaupmanna- höfn verða haldnir tónleikar í kvöld kl. 20. Kristjana Arn- grímsdóttir, Kristján Hjartar- son og Þorkell Atlason flytja ís- lenska og skandinvíska vísnatónlist og ballöður. Þau tóku þátt í stofnun og starfrækslu Tjarnar-kvart- ettsins, sem starfaði í rúman áratug við miklar vinsældir, og hélt fjölda tónleika bæði á Ís- landi og einnig víða í Evrópu. Tjarnarkvartettinn gaf út fjóra geisladiska. Tónleikar í Jónshúsi LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 33 SÍÐASTI DAGUR Lagersalan á Laugavegi 67 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Toppar SkórO PI Ð K L. 1 0- 17 Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Námskeið í Reykjavík 24. - 25. nóv. I. stig • Helgarnámskeið. 26. - 28. nóv. I. stig • Kvöldnámskeið. 4. - 6. des. II. stig • Kvöldnámskeið. Sáttmálinn Hugrækt og sjálfstyrking 1-2 des. • helgarnámskeið, fyrri hluti. 12.-13. jan. • helgarnámskeið, seinni hluti. BRESKI leikstjórinn Sally Potter hefur farið sínar eigin leiðir í kvik- myndagerð sinni. Sögurnar sem hún segir eru margar hverjar drama- tískar og magnþrungnar og fram- settar af sterkri sjónrænni meðvit- und. Kvikmyndin Orlando sem byggð er á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf er líklega þekktasta verk Potter af þessu tagi. Nýjasta kvikmynd Potter, The Man Who Cried, býður áhorfandan- um hreinlega að baða sig upp úr sjónrænni upplifuninni, en hluti af þeirri skynjun er jafnframt fögur og andstæðukennd tónlistin sem er veigamikill þáttur í kvikmyndinni. Umfjöllunarefni myndarinnar er í grunnatriðum hin stormasama Evr- ópusaga nýliðinnar aldar, en þá sögu segir Potter með sínum sérstaka hætti, og fylgir þar eftir stúlkunni Suzie, sem fædd er í Rússlandi og er af gyðinga- og sígaunaættum. Suzie er hörð af sér og því tekst henni að lifa af hina umbyltingarsömu tíma síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún kemst undan sígaunaofsóknum til Bretlands þar sem hún er alin upp af góðborgaralegum breskum foreldr- um, heldur þaðan til Parísar, og kemst loks við illan leik til Banda- ríkjanna, eftir að Þjóðverjar hertaka Frakkland. Lífshlaup Suzie er sagt í fáum og sterkum dráttum, þar sem leikstjór- inn hægir stundum skyndilega ferð- ina og dvelur við heillandi sjónræn atriði, eins og til dæmis undarlega hesta- og hjólreið um torg Parísar- borgar. Fleiri sterkar persónur koma við sögu, s.s. rússneska stúlk- an Lola (Kate Blanchett) sem reynir að bjarga sér í lífinu með því að ná sér í fjáðan karlmann, Dante Dom- ino (John Turturro) söngvari af fá- tækum ítölskum uppruna, sem kom- inn er á framabraut í söngheiminum. Loks er það hinn blóðheiti sígauni á hvíta hestinum Cesar (Johnny Depp), elskhugi Suzie, sem birtist í kvikmyndinni í upphafinni – allt að því yfirnáttúrulegri mynd. Í gegnum söguna er sjónum beint að þeim ólíku kynþáttum og uppruna fólks, sem mótun og átök sögunnar í hinum vestræna heimi hverfist um. Ólík menning og hugarfar Evrópu- búa og vesturheimsbúa, allt frá sí- gaunum, Bretum, Bandaríkjamönn- um og gyðingum. Það er einkar næm sýn sem Potter færir okkur í þessari kvikmynd, sem leikstýrt er af list- rænu sjálfstæði með liðsinni frá- bærra leikara. Sjónarspil Evrópusögunnar H á s k ó l a b í ó Leikstjórn og handrit: Sally Potter. Kvikmyndataka: Sacha Vierny. Tónlistarstjóri: Osvaldo Gilojov. Aðalhlutverk: Christina Ricci, Cate Blanchett, Johnny Depp og John Turturro. Sýningartími: 100 mín. Bretland/Bandaríkin, 2000. Uni- versal Pictures. MAÐURINN SEM GRÉT (THE MAN WHO CRIED)  KVIKMYNDA- HÁTÍÐ Heiða Jóhannsdótt ir HARRY er ríkur og lifir þægilegu lífi. Hann á í einhverjum vandræðum með sjálfan sig, en hvað það er er ekki alveg á hreinu. Þegar hann hittir af tilviljun Michel, sem var með honum í skóla fyrir 20 árum, treður hann sér heim til hans, konu hans og dætra, með frekar heimskulega heitmey sína. Hann virðist hafa dýrkað Michel í öll þessi ár og þá ekki síst skrif hans í skólablaðið sem hann kann utan að. Brátt verður Harry sífellt meira uppáþrengjandi og óþolandi hjálp- samur. Þessi mynd hefur fengið mjög góða dóma bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi, en því miður varð ég ekki mjög ánægð. Fyrst og fremst er hún bara of langdregin. Ekkert í raun ger- ist fyrr en eftir hlé. Ef sá tími hefði verið notaður til að byggja upp magn- aða sálfræðispennu hefði honum verið vel varið, en það er tekst ekki. Auk þess fær maður aldrei skýrt svar við því hvað Harry er að pæla né neina bakgrunnsþekkingu á hans karakter sem skýrir gjörðir hans og tilfinning- ar. Leikararnir eru fínir. Bæði Laur- ent Lucas sem leikur Michel og Mat- hilde Seigner sem leikur konu hans eru mjög sannfærandi í hlutverkum sínum. Sergi Lopez er þó bestur, en honum tekst að gera alveg sérlega óviðfelldna, óþolandi og uggvekjandi mannveru úr Harry og er hann það besta við myndina og hann fékk ein- mitt Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir þetta hlutverk. Sagan er vissulega áhugaverð og hrollvekjandi, en hefði mátt vera aðeins skýrari og spennuþrungnari á stundum. S a m b í ó i n v i ð S n o r r a b r a u t Leikstj: Dominik Moll. 117 mín. Frönsk 2000. 1⁄2 HARRY KEMUR TIL HJÁLPAR / (HARRY UN AMI QUI VOUS VEUT DU BIEN) Hildur Loftsdótt ir MYNDIN dregur nafn sitt af æskuvinunum Buck (Mike White) og Chuck (Chris Weitz), sem ým- islegt brölluðu saman framundir fermingu í smábæ í Kaliforníu. Sumt hlýtur að teljast á útnára kynferðislegrar hegðunar. Veröld Bucks hrynur er Chuck flytur til Los Angeles. Þeir hittast aftur er móðir Bucks deyr og Chuck kemur til að fylgja henni til grafar. Chuck er farinn að njóta velgengni sem framleiðandi í stórborginni, Buck lifir enn í ljóma gullinna æskuminn- inganna þegar Chuck og Buck voru kóngar í ríki sínu. Kærasta Chucks sér aumur á þessum æskuvini hans og býður honum í heimsókn. Harla óvenjuleg mynd um eft- irsjá æskuáranna, falskar vonir, brostnar ástir, gengna vináttu, af- brigðilega kynhneigð, einmanaleika, þráhyggju og upprisu. White kemst dæmalaust trúverðuglega frá marg- flóknu efni í þessari óháðu kvik- myndagerð, sem iðnaðarmaskínan hefði vafalítið klúðrað. Hún hefur sjaldan sloppið vel frá jaðarefni og -persónum. White er ekki aðeins maðurinn á bak við handritið, sem er, þrátt fyrir allt, trúverðugt og tilfinningaþrungið, heldur leikur hann Buck af fumlausum sannfær- ingarkrafti og skapar óskoraða samúð með brjóstumkennanlegu ungmenni, rifnu upp með rótum í flestum skilningi. Hinn samkyn- hneigði Chuck, sem velur áhættu- minni braut gagnkynhneigðar, er í nokkuð góðum höndum Chris Weitz. Bróðir hans, Paul, á betri dag sem B-leikari, en bræðurnir eru höfundar handrits myndanna um American Pie. Þá er vert að geta eftirminnilegrar frammistöðu Lupe Ontiveros í hlutverki rekstr- arstjóra áhugamannaleikhúss, sem kemur mikið við sögu, og stólpa í endurhæfingu hins vonsvikna Bucks. White botnar söguna á rök- réttum nótum, þannig að Chuck & Buck ætti að nýtast sem bærileg pilla við hómófóbíu, auk þess sem hún er allrar athygli verð fyrir óvenjulegt efni og efnistök. Myndin hefur vakið það mikla eftirtekt og jákvætt umtal að þeir félagar, White og leikstjórinn Michael Art- eta, eru að vinna saman að A-mynd með Jennifer Aniston, John C. Reilly og fleira góðu fólki í kvik- myndaborginni. B í ó b o r g i n Leikstjóri: Michael Arteta. Hand- ritshöfundur: Mike White. Aðalleik- endur: Mike White, Chris Weitz, Paul Weitz, Lupe Ontiveros, Beth Colt. Bandarísk. 2000. CHUCK & BUCK  Sæbjörn Valdimarsson CARITAS á Íslandi, hjálp- arstofnun kaþólsku kirkjunnar í samstarfi við Hjálparstarf þjóð- kirkjunnar, efnir til tónleika í Kristskirkju, Landakoti, á sunnu- dag kl. 16. Tónleikarnir eru til styrktar neyðaraðstoð í Afganist- an. Flytjendur eru Gunnar Kvaran, sellóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Sigurður Skagfjörð, barítonsöngvari, Sigurður I. Snorrason, klarinettleikari, Úlrik Ólason, organleikari, og Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Á efnisskránni eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinson, J.S Bach, G. Bizet, L. Boccherini, Z. Kodály, W. A Moz- art. Aðgöngumiðar verða seldir hjá skrifstofu kaþólsku kirkjunnar, Hávallagötu 14, Kirkjuhúsinu við Laugaveg eða við innganginn. Miðaverð kr. 2000. Morgunblaðið/Þorkell Hluti tónlistarfólksins sem kemur fram á styrktartónleikum Caritas ásamt Sigríði Ingvarsdóttur, umsjónarmanni tónleikanna. Tónleikar til styrktar Afgönum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.