Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg systir mín,
Svava Sigríður Krist-
jánsdóttir, er látin.
Hún lést 1. september
síðastliðinn á hjarta-
deild Landspítalans.
Svava fæddist á Ísa-
firði 13. júlí 1929. Lífsreynsla henn-
ar var erfið. Hún giftist Hallgrími
Jónssyni frá Laxamýri, og þar
bjuggu þau um tíma. Það var hringt
til mín og ég beðin um að koma til
Svövu systur minnar. Hún var að
fæða fyrsta barn þeirra hjóna og var
það stúlkubarn, barnið lést í fæð-
ingu. Þetta var mikil sorg og lífs-
reynsla.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur.
Seinna fæddust þeim tvær stúlkur,
sem veittu þeim gleði. Þá byrja þau
SVAVA SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Svava SigríðurKristjánsdóttir
fæddist á Ísafirði 13.
júlí 1929. Hún lést 1.
september síðastlið-
inn á hjartadeild
Landspítalans og fór
útför hennar fram í
kyrrþey.
að byggja sér nýtt hús.
En þau Svava og Hall-
grímur skildu. Aldrei
varð af því að systir
mín Svava, ætti heimili
í því húsi, það var ætlað
annarri konu.
Allt þetta hafði mikil
áhrif á heilsu Svövu
systur minnar. En hún
dreif sig í Húsmæðra-
skólann á Ísafirði, því
þaðan var hún ættuð.
Henni gekk mjög vel í
Húsmæðraskólanum,
öll hennar handavinna
hreint listaverk, svo
falleg og henni til sóma. Veisluhald
og allt sem snerti heimilið var til fyr-
irmyndar. Myndarskapurinn alveg í
fyrirrúmi.
Seinna giftist Svava Þorvaldi Stef-
ánssyni. Þau eignuðust fimm efni-
lega syni. Þorvaldur var stýrimaður
og því mikið að heiman, hann er nú
látinn.
Í Guðs friði, elsku systir mín.
Þakka þér fyrir allt og allt.
Ólöf E. Wheeler,
Nesa, Az. USA.
✝ Sigurgeir Gunn-arsson fæddist á
Vegamótum á
Stokkseyri 22. júlí
1911. Hann lést í
Landspítalanum í
Fossvogi 9. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, f. í Grímsfjós-
um á Stokkseyri 12.
nóvember 1883, og
Gunnar Gunnarsson,
f. í Byggðarhorni í
Sandvíkurhreppi 22.
júní 1877. Þau
bjuggu á Vegamótum á Stokks-
eyri. Sigurgeir var þriðji í röð sjö
systkina. Þrjú eru látin: Sigríður,
f. 1906, Gunnar, f. 1908, og Ing-
ólfur, f. 1913, og þrjú eru á lífi:
Hrefna, f. 1917, Þórir, f. 1920, og
Þorvarður f. 1923.
Sigurgeir kvæntist 24. júní 1944
ur hennar er Adam, f. 2000. 2)
Hrafnhildur, f. 10. september
1951, gift Guðmundi Lýðssyni.
Börn þeirra eru: Lýður Geir, f.
1971, sambýliskona hans er Hjör-
dís Auðunsdóttir, sonur hennar er
Viktor Snær, f. 1995; og Brynja
Kristín, f. 1975. 3) Gunnar, f. 1.
desember 1953, kvæntur Gerði
Óskarsdóttur. Börn þeirra eru:
Karítas, f. 1993, og Trostan, f.
1995. Fyrir átti Gunnar Daníel, f.
1982, og Gerður Ými Sigurðarson,
f. 1982. 4) Hörður Ingi, f. 3. janúar
1960.
Á yngri árum vann Sigurgeir
ýmis störf til sjávar og sveita, m.a.
að vegagerð víða á Suðurlandi,
lagningu Flóaáveitunnar og á ver-
tíðum á Stokkseyri, í Vestmanna-
eyjum og suður með sjó. Þrítugur
að aldri réðst hann til starfa hjá
Kaupfélagi Árnesinga og vann þar
nærfellt þrjá áratugi, mest við tin-
kveikingar. Frá 1970 og meðan
starfsþrek leyfði vann Sigurgeir á
eigin vegum í aðstöðu sem hann
kom sér upp heima.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Kristínu Guðmunds-
dóttur, f. í Kolsholts-
helli í Villingaholts-
hreppi 20. september
1922, d. 18. febrúar
1987. Foreldrar henn-
ar voru Marta Brynj-
ólfsdóttir, f. 27. júlí
1889, og Guðmundur
Kristinn Sigurjóns-
son, f. 23. maí 1896.
Þau bjuggu í Kols-
holtshelli í Villinga-
holtshreppi. Sigurgeir
og Kristín bjuggu all-
an búskap sinn á Sel-
fossi, lengst í húsi sem
þau reistu 1957 á Lyngheiði 13.
Börn Sigurgeirs og Kristínar eru:
1) Marteinn Guðmundur, f. 30.
mars 1945, kvæntur Öldu Guð-
mundsdóttur. Börn þeirra eru:
Þór, f. 1976, Sara Mjöll, f. 1980, og
Marta Björk, f. 1982. Fyrir átti
Marteinn Hrafnhildi, f. 1972. Son-
Elsku afi, nú ertu farinn frá okk-
ur. Við systkinin viljum í nokkrum
orðum segja hversu lærdómsríkt
var að kynnast þér, hve margt þú
kenndir okkur og umfram allt settir
bros á okkar vör. Þú varst umfram
allt glettinn og þær eru margar sög-
urnar sem koma í huga okkar þar
sem þú skildir okkur eftir þar sem
við sátum og íhuguðum gátuna sem
oft var ekki leyst fyrr en nokkrum
dögum seinna. Í þessum gátum fólst
oft á tíðum mikil lífsspeki sem er
gott veganesti út í lífið.
Þú hafðir mikinn áhuga á veiði og
það eru ófáar veiðiferðirnar sem við
systkinin fórum með þér í veiðikof-
ann eða við Þjórsárósa þar sem lagt
var net eða beitt ánamaðki eða
hrogn á öngul. Svo var beðið, og kát-
ínan mikil þegar loksins var bitið á.
Það er einnig margs að minnast úr
bílskúrnum þínum sem var ein stór
draumaveröld með öllum sínum
tækjum og tólum. Ekki má gleyma
maðkabeðinu í garðinum þar sem þú
ræktaðir heimsins stærstu maðka
fyrir veiðiferðirnar þínar.
Það var gaman að segja þér sögur
enda hafðirðu alltaf áhuga á að vita
hvað við værum að gera. „Þú segir
mér fréttir“ var setning sem við
systkinin heyrðum oft frá þér enda
var ekkert eins skemmtilegt og að
deila með þér einni góðri sögu sem
þú hlustaðir áhugasamur og spennt-
ur á.
Afi var ofboðslega barngóður og
hvíslaði hann yfirleitt „krakkar,
krakkar“ á börnin sem höfðu gaman
af því að tala við hann. Gott dæmi
um hve barngóður hann var er þeg-
ar hann hélt upp 85 ára afmælið sitt
og bauð einungis krökkunum í
Lyngheiðinni upp á ís og súkkulaði.
Það er margs að minnast og
minningar um afa munu hlýja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð. Við
vitum að honum líður vel þar sem
hann er núna með ömmu og öllum
vinum þínum.
Láttu guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu:
Blessuð hans orð sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.
(Hallgrímur Pétursson.)
Blessuð sé minning þín.
Lýður Geir og Brynja Kristín.
Þrjátíu og fimm ára kynni af Sig-
urgeir Gunnarssyni láta mann ekki
ósnortinn, og alls ekki vandalaust að
lýsa þeim kynnum né sérkennum
hans og manngöfgi. Hann kom inn í
líf mitt er Guðmundur bróðir minn
varð tengdasonur hans. Varð hann
þá tíður gestur á heimili mínu ásamt
konu sinni, Kristínu Guðmundsdótt-
ur.
Kristín lést fyrir aldur fram fyrir
tæpum 15 árum. Ung bundust þau
hjón ástarböndum og taldi Sigurgeir
það lífslán sitt að ná í Kristínu, þá
kornunga þjónustustúlku hjá Stef-
aníu frænku hans og séra Sigurði
Pálssyni í Hraungerði. Þau Kristín
hófu búskap á Selfossi í lýðveldis-
byrjun og bjuggu þá um skeið í
verkamannabústöðunum við Sel-
fossveg. Ekki veit ég hversu mikill
áttabarningur það var fyrir þau að
koma undir sig fótunum, en von
bráðar tókst þeim að byggja sér
gott hús við Lyngheiði l3 á Selfossi.
Mátti segja að Sigurgeir byggi þar
til hinstu stundar.
Kristín er mér minnisstæð í sinni
hóglátu framkomu: brosmild og
svipfríð, stöðugt vinnandi og lét ekk-
ert hagga sér. Á síðari árum sínum
var hún bréfberi á Selfossi og hafði
kynni af mörgum. Hún gaf hnyttnar
athugasemdir sem stundum voru í
blóra við skoðanir eiginmannsins, en
það fór ekki milli mála að einstak-
lega hlýtt var með þeim hjónum.
Harmaði Sigurgeir Kristínu mikið
og hlakkaði til endurfundanna. Þeir
eru nú orðnir ef mín trú er rétt.
Sigurgeir Gunnarsson lifði tvenna
tíma. Hann fæddist Stokkseyringur
en varð Selfyssingur. Hann hóf
starfsferilinn sem sjómaður en lauk
honum sem starfsmaður í kveiking-
um á brúsum og viðgerðum á bíla-
vatnskössum, bæði hjá Kaupfélagi
Árnesinga og síðast heima hjá sér.
Orðhagur maður gaf honum starfs-
heitið „tinkveikjari“; mér er til efs
að það orð hafi komist í orðabækur.
Þótt Sigurgeir væri alla tíð
Stokkseyringur í andanum, hélst
hann þar ekki við. Varð illa sjóveik-
ur og önnur störf en sjómennska
fundust þá vart á Stokkseyri. Því
komst Sigurgeir í þá vinnu sem var
ættlæg: að kveikja, brasa og sjóða.
Gunnar faðir hans var bráðfær járn-
smiður og bróðir hans, Þórir, einn
færasti rafsuðumaður hér sunnan-
lands.
En andinn eða arfleifðin frá
Stokkseyri fólst í öðru. Þar voru í
ungdæmi Sigurgeirs ákaflega merk-
ir alþýðumenn, hnyttnir og hagorðir
snillingar. Ég nefni fyrst alþýðu-
skáldið Magnús Teitsson sem Sig-
urgeir kunni margt eftir. Þá var
ekki síðri gáfumaðurinn Guðmundur
Helgason í Hól, sem Sigurgeir sagði
mér margt af. Mér fannst hann vera
lærisveinn þeirra beggja, eða hinn
þriðji í röðinni þessara alþýðumeist-
ara. Að Guðmundi safnaðist fólk
þegar hann fór að segja sögur. Það
var eitt sinn að hann var miðpunkt-
urinn í húsgaflaspjalli er drengurinn
Sigurgeir kom þar að. Fór hann
brátt að leggja sitthvað til málanna.
Þá sneri Guðmundur sér að honum
og mælti: „Þú talar í líkingum, ung-
lingur!“
Það gerðu þeir reyndar báðir. En
Sigurgeir átti sér hófstilltari og
ýkjulausari frásagnarsnilld. Mér er
margt minnisstætt. Við hittumst á
opinberum vinnustað á Selfossi. Þar
höfðu orðið valdsmannaskipti og
hinir nýju valdhafar hófu að flikka
upp á staðinn m.a. með „gullbet-
rekki“. „Þetta er nú fermingarbet-
rekkið þeirra,“ sagði Sigurgeir.
Hann útskýrði fyrir mér að þegar
fátækt barnafólk á Stokkseyri fór að
undirbúa fyrstu ferminguna, var
nærtækast að betrekkja íbúðina upp
á nýtt. Aðrir dýrari kostir gáfust
ekki. Enn var langt í land með harð-
viðarklæðninguna. Í annan tíma
ræddum við um dugnaðarfork í fé-
lagsmálum sem hélt ýmsum störfum
samtímis. „Hann er í tveimur reif-
unum, ef ekki þremur,“ sagði þá
Sigurgeir.
Honum lét alls ekki að skíta út
náungann. Margar sögur hans
gengu á sjálfan hann. Lýsingar hans
á aðstæðum gátu verið með ein-
dæmum. Hann kom í hús hjá fólki í
afskekktri byggð. Aðalíverustofan
var í „náttúrulegu umhverfi enda sá
í heiðan himininn upp í gegnum loft-
ið.“ Þeim var boðin mjólk að drekka
sem félagar hans afþökkuðu snar-
lega er hún var borin fram. Sögðust
aldrei drekka mjólk, „en ég drakk
hana og er lifandi enn“.
Svona voru sögurnar hans Geira
og hér fátt sagt af þeim. Sögur af al-
þýðunni til sjávar og sveita enda
fannst mér hann sagnaþulur alþýð-
unnar númer eitt. Margt var honum
betur gefið en öðrum. Hann var
aflakló við alla fiskveiði uppi á landi.
Sjö ára gamall veiddi hann Maríu-
fiskinn sinn út frá Ásgautsstaðaeyju
á Stokkseyri. Þann fisk gaf Geiri
móður sinni, sem færði hann vin-
konu sinni á sæng. „Og ég sem var
farinn að hlakka til að éta bleikj-
una,“ sagði hann.
Ógleymanlegar voru mér einnig
lýsingar hans á verkstæðisárunum á
Selfossi, enda átti hann þar marga
litríka samstarfsmenn. Hann sagði
mér nýlega frá verkstæðisflautunni
háværu sem ómaði um hálfan Fló-
ann. Ekki gast Geira að hávaðanum,
sá stundvísi maður þurfti ekki flautu
til að minna sig á mætingu. En þeg-
ar hann eitt sinn hélt í sumarfrí og
var kominn langt niður í Flóa er
flautið brast á – þá fannst honum
ekkert sumarfrí vera lengur!
Sigurgeir var mikill fjölskyldu-
maður, en þar voru börnin fremst í
flokki. Barnabörnin – reyndar öll
börn – löðuðust að honum og flest-
um fremur kunni hann að tala á
þeirra máli. Mér er sagt að eitt sinn
hafi hann haldið upp á merkisafmæli
sitt með því að bjóða öllum börnum í
götunni í ísveislu. Sjálfum sér hélt
hann ekki veislur en þó auðnaðist
vandamönnum hans og vinum að
gera honum níræðisafmælið í sumar
eftirminnilegt. Hann hélt í ferðalag
austur í Rangárþing. Við heimsótt-
um með honum fjórar kirkjur er
komu við ættarsögu hans. Loka-
punkturinn var heimsókn í Byggða-
safnið hans Þórðar í Skógum. Þórð-
ur lék við hann sem fáséðan grip
sem varðveita ætti undir drep og af-
mælisbarnið lék við hvern sinn fing-
ur.
Nú er Sigurgeir Gunnarsson far-
inn frá okkur þótt minningin um
þennan hugljúfa og sérgáfaða al-
þýðumann verði ekki frá okkur tek-
in. Við varðveitum þá minningu bet-
ur en flesta aðra safngripi í
hugarfylgsnum okkar.
Páll Lýðsson.
Hann Geiri frændi var heimspek-
ingur, a.m.k. var hann spekingur.
Ég minnist hans sem hins rólega
og yfirvegaða manns með pípu, sem
talaði í gátum.
Hann hafði einkar næmt auga
fyrir hinu smáa í umhverfinu og
skynjaði hlutina oft á annan hátt en
aðrir.
Mörg tilsvör hans eru löngu fleyg
og hafa sum þeirra ratað í bækur.
Hann hafði ákaflega þægilega
nærveru og kom manni til að líta
hlutina öðrum augum en maður
hafði vanist.
Ekki var undirritaður duglegur
að heimsækja þennan frænda sinn
hin síðari ár og frekar að Geiri legði
land undir fót og minnist ég sér-
staklega þriggja til fjögurra daga
dvalar hans hjá okkur í Eyjum fyrir
tæpum 20 árum.
Geiri hafði á árunum fyrir stríð
verið á vertíðum í Eyjum og langaði
nú að sjá staðinn á ný. Hann fór
einn síns liðs í langar gönguferðir á
degi hverjum og er hann kom til
baka að áliðnum degi sagði hann frá
því sem fyrir augu hafði borið.
Þá skynjaði ég réttmæti máls-
háttarins að „glöggt er gests augað“
og þá ekki síst þegar Geiri átti í hlut
og gaman að upplifa hvernig Geira
tókst að glæða hið daglega umhverfi
okkar og bæjarlífið nýrri vídd með
frásögnum sínum.
Börnunum okkar sagði hann svo
aðrar sögur fyrir háttinn og átti
hann einkar létt með að ná til
þeirra, jafnvel þó ein og ein stremb-
in gáta flyti með.
Lítil saga úr þessari ferð Sigur-
geirs til Eyja skal hér sögð: Einn
daginn er Geira gengið fram hjá
Verslun Gunnars Ólafssonar við
Strandveg. Tröppur nokkrar lágu
upp að búðardyrunum en múrað
hafði verið upp í innganginn og nýr
inngangur gerður á gafli hússins en
tröppurnar stóðu á sínum gamla
stað. Geiri gengur nú upp tröppur
þessar og aftur niður. Þetta end-
urtekur hann í þrígang og þegar
manni í nærstöddum bíl sýnist hann
ætla að hefja fjórðu tilraun við inn-
ganginn kallar hann til Geira og
segir að nú sé gengið inn á öðrum
stað. „Veit ég það,“ mælti þá Geiri,
en tröppur þessar gekk ég oft léttur
í spori fyrir nær hálfri öld og þær
eiga það skilið að ég heilsi þeim á
ný.“ Þetta mætti kalla að feta sig
inn í fortíðina í bókstaflegri merk-
ingu.
Þótt Geiri væri maður orðsins var
hann ekki síður hagur til handa og
fékk Kaupfélagið á Selfossi að njóta
þeirrar leikni hans í áratugi og sagt
hefur mér verið, að hlutir sem
dæmdir höfðu verið úr leik hefðu
fengið líf á ný þegar Geiri hafði farið
um þá höndum.
Sigurgeir hélt upp á 90 ára af-
mæli sitt á miðju sl. sumri þá er sól
skein skærast á Suðurlandi. Fyrst
var safnast við heimili afmælis-
barnsins á Lyngheiði á Selfossi en
síðan farið að Skógum undir Eyja-
fjöllum og er það mál þeirra sem
voru í fögnuði þessum að sjaldan
hafi þeir verið í jafn ánægjulegri
veislu þar sem hvorki skorti veislu-
föng né gleði.
Geiri var höfðingi til hinstu stund-
ar.
Ég þakka Sigurgeiri ánægjuleg
kynni og votta börnum hans og að-
standendum samúð mína.
Gísli Þorsteinsson.
Hann kom reglulega í heimsókn
til okkar í Eskihlíðina. Sat þar ró-
legur yfir kaffibolla og með því í eld-
húsinu hjá henni ömmu minni. Lág-
vaxinn, grannur í
kaupstaðarfötunum sínum með
grátt hár og sterkan svip. Djúpt
augnaráðið hvíldi oft lengi á ein-
hverjum óræðum stað úti í busk-
anum. Mál hans var hægt og ábúð-
arfullt, hann kvað fast að og var
ekkert að flýta sér. Hlustaði af at-
hygli á aðra og þætti honum mikið
til koma, hreyfði hann höfuðið hægt
til hliðar og svo ögn niður á við um
leið og hann sló sér létt á lær með
krepptum hnefa: ,,Jaaáá, þannig var
það.“
Sjálfur hafði þessi merkilegi mað-
ur allt annað og mun ríkulegra
tungutak en flestir aðrir. Og oftar
en ekki talaði hann líka í gátum:
,,Hvaðan kemur vindurinn og hvert
fer hann?“
Þetta var hann Geiri frændi minn
kominn að austan í heimsókn til
Hrefnu systur sinnar í Eskihlíðinni.
Svona man ég fyrst minn góða
frænda Sigurgeir Gunnarsson ætt-
aðan frá Vegamótum á Stokkseyri,
þá orðinn sextugan að aldri. Á þess-
um rúmu þrjátíu árum af lífi frænda
míns sem ég þekkti hann, lærði ég
enn betur að virða og meta mann-
kosti þessa merkilega manns. Það
var afar kært milli þeirra systkina
Hrefnu ömmu minnar og Geira og
oft hafa þau líklega mátt styðja
hvort annað í uppvextinum þar sem
ekki var alltaf úr miklu að moða.
Enda var hann alltaf jafn tryggur
og elskulegur við litlu systur sína og
síðar við okkur afkomendur hennar.
Og ekki var hann síður skemmti-
legur. Mikið ef hann þótti ekki bara
með skemmtilegri mönnum í Flóan-
um!
Samferðamenn hans í lífinu munu
víst geta sagt margar sögur um Sig-
urgeir frænda enda annálaður og
vel máli farinn spekingur.
Gott ef ekki heimspekingur.
Það sem einkennir Sigurgeir
Gunnarsson í mínum huga er þó um-
fram allt hans mikla hlýja og sanna
umhyggja í minn garð þó ekki væru
samskiptin alltaf mikil enda tilheyri
ég þessari sjálfhverfu kynslóð sem
alltaf er á þönum en þjáist þó stöð-
SIGURGEIR
GUNNARSSON