Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 55 skemmtilegum frásögnum af kynleg- um kvistum úr litskrúðugu mannlífi Vestmannaeyja. Þá var lengi vakað og mikið hlegið. Það er ekki fjarri lagi að líkja Gogga við náttúruna í Eyjum í litauðgi sinni og margbreyti- leik. Saga hans var samslungin sögu og menningu byggðarlagsins og sér- hver hugsun hans var tengd Vest- mannaeyjum. Fljótlega spurðist það „suður“ að pilturinn væri kominn með unnustu, en hann kvæntist Hörpu Rútsdóttur árið 1976. Georg var mikill auðnu- maður í einkalífi en hann eignaðist fjögur mannvænleg börn, barnabarn, sem hann sá ekki sólina fyrir og eig- inkonu sem stóð sem klettur við hlið hans á hverju sem gekk en hún var jafnframt besti vinurinn. Georg sendi frænku sinni jafnan fréttapistla meðan hún var við nám í Ameríku. Hann vissi sem var að hún hafði minni áhuga á Sjálfstæðis- flokknum en Samfylkingunni og kom þá reglulega úttekt á pólitískri stöðu hennar svo sem skýringar á fylgis- aukningu eða tapi þar sem pólitísk reynsla hans og þekking naut sín til fulls. Í þessum bréfum var ekki hall- að á nokkurn mann enda var það ekki í hans anda að tala illa um fólk. Mannfagnaður í Stakkagerði í Grímsnesi síðla sumars 1999, sem börn þeirra Ted og Kidda efndu til, var sem bergmál gamla tímans í Klöpp. Þarna voru fjölskyldurnar komnar saman að nýju, það var talað hátt og mikið, gripið fram í hvert fyr- ir öðru, dansað og hlegið fram eftir bjartri sumarnóttinni. En forsjónar- innar huldu vegir ákváðu að hætt skyldi gleði er hæst hún stæði. Frændi greindist með illvígt krabba- mein rúmlega ári síðar sem bar hann ofurliði. Síðast þegar fundum okkar bar saman sátum við með þeim hjónum aðeins fáum vikum fyrir andlátið. Þarna bar fyrir sterkan mann sem vissi hvert stefndi. Í einlægni rifjaði hann upp löngu liðna atburði úr Eyj- um. Hann kom inn á pólitíkina og sagði skemmtilega frá því hvernig sérframboð hans bar að. Hann minntist með þakklæti hversu þétt Vestmannaeyingar stóðu við hlið hans í þeim slag. Það var undravert hversu vel honum lét að sjá skoplegu hliðar tilverunnar allt til hins síðasta þegar hann fárveikur greip á lofti at- vik líðandi stundar og kom með drep- fyndnar athugasemdir. Það var reisn yfir honum til síðasta dags. Við vottum eiginkonu, börnum, barnabarni og systkinum hans inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja þau öll í sorginni. Katrín, Guðfinna, Georg og Þórður. Nú ertu horfinn á braut, kæri fé- lagi, þjáningar þínar horfnar og þú kominn á stað þar sem allt er svo fal- legt og gott. Á stað þar sem Guð hef- ur valið þér hlutverk sem er mikil- vægara en við getum gert okkur grein fyrir. Þegar ég lít til baka minnist ég Edduferðarinnar sem farin var í ágúst 1983. Ég var þá sextán ára gamall og ekki leist henni ömmu minni vel á hugmynd mína að vera flækjast til Englands. En þegar amma sá nöfn Gogga í Klöpp og Hörpu á ferðalistanum sá hún að ég yrði í góðum höndum. Ég gleymi aldrei atviki sem gerðist í upphafi dvalarinnar í Englandi. Við vorum í tímaþröng á leið frá Newcastle til Manchester á leik. Stoppað var í litlum bæ á leiðinni; „10 mínútur og svo brunum við af stað“ var sagt. Ég sagði við Gogga að ég ætlaði að reyna að finna Nottingham Forest-búning. „Það finnur þú aldrei hér, þeir selja bara búninga með alvöruliðum á svona stöðum,“ sagði Goggi. Dreng- urinn hljóp nú sem fætur toguðu um bæinn og svo fór að búninginn var að finna í hinum enda bæjarins, en þá var líka tíminn liðinn og langt hlaup til baka. Þegar ég kom til baka var allt brjálað í rútunni, enda flest allir United-aðdáendur. „Hvað ætlarðu að láta okkur missa af leiknum?“ sögðu menn. En þegar Goggi í Klöpp sá hvað ég var með í höndunum glotti karlinn við tönn og sagði: „Þetta reddast allt saman.“ Með þessum orðum var haldið af stað og auðvitað reddaðist allt saman. Ferð þessi var stórkostleg og oft verið um hana rætt, en það var í þessari ferð sem Goggi í Klöpp og Harpa voru mér sem foreldrar og hafa verið alla tíð síðan. Þá minnist ég þeirra ára þegar þú ræstir mann í útskipanir og stemmn- inguna sem í kringum þær voru, þú þeysandi fram og til baka á litla gula trog-bílnum – V-27. Þegar ég opnaði Mánabar studduð þið hjónin dyggilega við bakið á mér og áttum við á þessum tíma margar gleðistundir saman, þá sérstaklega þegar Mánabar varð fjögurra ára og við fórum saman út að borða. Það kvöld fórstu gjörsamlega á kostum með gömlum sögum sem þú sagðir okkur Heimi. Ég gæti rifjað upp ótal mörg atvik, svo margar voru samverustundir okkar, en allt verður þetta vel varð- veitt í minningunni um góðan og hlýj- an mann, hann Gogga í Klöpp. Elsku Goggi minn, við söknum þín öll svo mikið, en um leið óskum við þér alls hins besta í hinu nýja hlut- verki. Við Dóra biðjum fyrir þér svo og Daníel Freyr, Tanja Rut og litla skvísa. Þau biðja fyrir Gogga afa. Kær kveðja. Jón Óli. Vinur minn, Georg Þór Kristjáns- son, er látinn langt fyrir aldur fram, aðeins 51 árs. Vináttubönd fjöl- skyldna okkar eiga sér djúpar rætur. Því er mikill harmur að okkur kveð- inn. Harmurinn er þó mestur hjá Hörpu og börnum þeirra og systk- inum Georgs Þórs, en í þeim hópi var hann ávallt leiðtoginn. Leiðir okkar Georgs Þórs lágu fyrst saman fyrir alvöru í Eyverjum, félagi ungra sjálfstæðismanna hér í Eyjum. Við vorum þar saman í stjórn og tókum svo að okkur félagið, ég sem formaður og hann sem varafor- maður, á árunum 1980 til 1985. Georg Þór var þá þegar orðinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Georg var kosinn fyrst í bæjarstjórn árið 1978. Eyverjaárin verða okkur og fé- lögum okkar ógleymanleg, fé- lagsskapurinn var svo fínn og „mór- allinn“ ótrúlegur og árangurinn í pólitíkinni magnaður. Eyverjasalur- inn var okkar staður, þar sem við lögðum á ráðin og margar góðar hug- myndir voru framkvæmdar sem and- stæðingunum í pólitíkinni voru ekki alltaf að skapi. Þegar við sendum öll- um nýjum kjósendum sápustykki með pólitískum skilaboðum er trú- legast eftirminnilegasta kosninga- bragðið sem kom frá Eyjverjum á þessum tíma. Landsfundirnir og SUS-þingin hafa skilið eftir sig hafsjó af minningum, en á þessum árum voru Eyverjar hvað öflugastir innan SUS. Þá var heimsókn NUU (ungir hægrimenn á Norðurlöndum) til Eyja mjög eftirminnileg, en þar átti Georg Þór hvað stærstan þáttnn í hvað sú heimsókn tókst vel bæði í starfi og leik. Það eru þessi minningabrot ásamt hundruðum annarra sem varpa ljósi í því svartnætti sem dundi yfir okkur félaga og vini Georgs Þórs við fráfall hans. Georg Þór var alla tíð mjög staðfastur í pólitíkinni og honum varð ekki hnikað í þeim málum sem hann hafði tekið ákvörðun um. Í brjósti hans bjó rík réttlætiskennd og sann- girni og lét hann skoðanir annarra og þrýsting ekki raska ró sinni. Georg Þór sat samtals í 16 ár í bæjarstjórn Vestmannaeyja, en á vettvangi bæj- armála sat hann í fjölda nefnda og ráða og var m.a. um hríð forseti bæj- arstjórnar. Þrjú kjörtímabil sat hann fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eitt kjör- tímabil fyrir H-listann, sem hann stofnaði með stuðningsmönnum sín- um þegar honum fannst vegið að sér við val á lista Sjálfstæðisflokksins. Í þeim kosningum var Georg Þór sig- urvegarinn og munaði minnstu að hann næði inn tveimur mönnum. Þetta framboð breytti Georgi Þór ekki neitt. Hann var alla tíð sjálf- stæður sjálfstæðismaður og þar sýndi hann hvað í honum bjó. Georg var hamhleypa í félagsmál- um. Hann starfaði innan íþrótta- hreyfingarinnar og Kiwanishreyfing- arinnar í rúm 20 ár. Innan Kiwanisklúbbsins Helgafells gegndi hann öllum helstu embættum auk þess að vera svæðisstjóri Sögusvæðis og á árunum 1997 til 1998 var hann yfirmaður Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og í Færeyjum. Georg Þór var listamaður í sér á margan hátt, hann hefur ófáar bæk- urnar og skinnin skrautritað. Þá vann hann oft með okkur við að skreyta Dalinn fyrir þjóðhátíð. Söfn- unarárátta hans var einskonar list- grein fyrir mér, natni hans og smekk- vísi við að halda hlutum til haga var hans fag og ekki síst voru myndaal- búmin snilld. Þá átti Georg gott safn listaverka, flest eftir listamenn frá Eyjum. Georg stundaði knattspyrnu á sín- um yngri árum og var m.a. í fyrsta liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu, en það var 4. fl. árið 1964. Ég vil þakka vini mínum fyrir sam- fylgdina. Ég vil þakka honum hrein- skilnina og vináttuna sem var svo dýrmæt. Nú þegar hann er farinn á æðra tilverustig eigum við allar minningarnar sem eru ómetanlegar. Ég vil votta Hörpu og börnum þeirra, og litla Georgi Þór, samúð okkar Siggu. Megi góður Guð styrkja þau í baráttu lífsins. Ásmundur Friðriksson. Við viljum með þessum orðum minnast æskuvinar okkar Georgs Þórs Kristjánssonar eða Gogga í Klöpp sem hann oftast var kallaður. Þessi vinátta nær til frumbernsku þar sem fjölskyldur Einars og Gogga voru vinafólk og skyldmenni. Mæð- urnar systkinabörn austan af fjörð- um og feðurnir þremenningar frá Eyjum. Mjög snemma bættist jafn- aldri okkar í hópinn Geir á Reynistað. Þannig var þessi þrenning Einar í Valhöll, Goggi í Klöpp og Geir á Reynistað nánast órjúfanleg í hálfa öld þótt leiðir okkar lægju í ýmsar áttir vegna ytri aðstæðna er aldurinn færðist yfir, pólitík, skólaganga, fjöl- skyldur og mismunandi áhugamál. En alltaf er við hittumst var mikið spjallað og gömlu dagarnir rifjaðir upp og þá oft á þannig tungumáli að konurnar okkar skildu ekki hvernig þetta væri hægt. Leikvöllur okkar var Lautin og nánasta umhverfi eins og svo margra peyja í miðbænum. Ýmislegt var brallað eins og gefur að skilja og væri það að æra óstöðugan að fara að telja það upp. En það er tvennt sem stendur upp úr er við rifj- um upp lífshlaupið og alltaf samein- aði okkur og við vitum að var Gogga mjög hugleikið. Það var knattspyrn- an og „Redshirts“. Við þrír vorum saman í fyrsta Ís- landsmeistaraliði ÍBV í knattspyrnu árið 1964 í 4. flokki og það væri nú synd að segja að við hefðum ekki ver- ið svolítið grobbnir af því. Síðast en ekki síst var það hljómsveitin Reds- hirts sem Goggi átti hugmyndina að því að stofna um fimmtán ára aldur. Bítlaæðið í algleymingi og útstilling- arglugginn hjá Bebba bank með sín- um plötum. Redshirts er sennilega lífseigasta hljómsveit sem stofnuð hefur verið í Eyjum þrátt fyrir að hafa aldrei spilað opinberlega en það var eingöngu fyrir frábæra auglýs- ingaherferð sem Goggi var höfuð- paurinn í. Hún fólst í myndatöku hjá Óskari ljós í hinum ýmsu pósum í svörtum peysum og rauðum skyrtum með sólgleraugu. Hver man svo sem ekki eftir því? Við síðan dreifðum þeim eins og hverjum öðrum leikara- myndum. Leikaramyndirnar eru týndar, meira að segja Franke Ava- lon en margir eiga enn mynd af Redshirts og svo voru nú meðlimirnir ekki mjög til baka er Redshirts bar á góma. Goggi var mikill fagurkeri og vildi gjarnan vera öðruvísi og eitt sinn stakk hann upp á því að láta sauma á okkur sérsniðin jakkaföt í Últíma í Reykjavík eins og voru í tísku hjá kúrekunum í Texas þar eð jakkinn átti að ná nánast niður að hnjám. Við héldum að hann væri að grínast en svo var ekki og þegar pilt- ur var búinn að fá einhverja hugdettu átti hún hug hans allan og varð nú ekki svo auðveldlega aftur snúið. Jakkafötin voru sniðin og verður að segjast eins og er að þau voru mjög flott og vorum við einkar stoltir af þeim. En nú er allt svona lagað búið. Sú hryggilega staðreynd liggur fyrir að Goggi er horfinn á braut og sé til líf eftir dauðann erum við vissir um að hann muni lifa því á jafn glaðlegan hátt og hann gerði í hinu jarðneska lífi. Við munum sakna hans og varð- veita minningu um yndislegar og ógleymanlegar stundir er við áttum saman. Elsku Harpa, þú og börnin hafið staðið ykkur frábærlega á þessum erfiðu tímum og einnig veitt okkur styrk til að takast á við brotthvarf hans. Vertu sæll, Goggi. Einar Friðþjófsson, Geir Sigurlásson. Ég á svo ótal margar góðar minn- ingar um æsku okkar, vináttu og samstarf í seinni tíð. Georg var ein- stakur vinur og hjálpsamur í meira lagi. Á unglingsárum okkar í Eyjum var hljómsveitin The Hollies í algjöru uppáhaldi. Eitt lag er með þeirri góðu sveit sem mér hefur alla tíð þótt lýsa persónueiginleikum Georgs. Það er lagið He Ain’t Heavy, He’s My Brother. Þannig var Georg í lífi sínu og störfum. Bóngóður, hugaður og honum þótti svo sjálfsagt að bera byrðar með öðrum. Lagið góða sem ég nefndi áðan (lag Bobby Scott, texti Bob Russel) á sína sögu. Ungur drengur bar fatlaðan bróður sinn oft langar leiðir. Þegar nágrannarnir fóru að spyrja hvers vegna hann gerði þetta og hvort hann þreyttist aldrei var svarið: Hann er ekki byrði, hann er bróðir minn. Þannig var Georg fjölskyldu sinni, félögum og vinum. Erfið leið og löng liggur um dimmar gjár. Enn sé ekkert ljós, er ösla gegnum ár. Ég hann brotinn ber, beygður er og sár. Ekkert þungur er ástkær bróðir mér. Áfram örkum við og eitt ég markið set. Fljótt ég finna verð, og fá hjálp sem get, heill (svo) verði hann eftir hættuferð. Ekkert þungur er ástkær bróðir mér. Angrar mig eitt illa svo kenni til, hjartans þrá hatri fái breytt. Fyllast fegurð á finna kærleiksyl, og ást hvers annars til. Erfið leið og löng löngu farin var. Kross ég fann og Krist og kærleikslogann þar. Líkn mér gaf og ljós, létti ok sem bar, bróðurbyrði af, barmi á hans svaf. Ekkert þungur er ástkær bróðir mér. (Þýð. Gunnþór Ingason.) Georg var elstur í stórum systk- inahópi er kenndur er við húsið Klöpp í Vestmannaeyjum. Myndar- legt og duglegt fólk sem hefur sett svip sinn og mark á bæjarfélagið og auðgað það á margan hátt. Ég veit að eiginmanns, föður, afa og bróður, foringjans verður sárt saknað. Við biðjum algóðan guð um að styrkja Hörpu, börnin og fjölskyld- una alla á þessum erfiðu tímum. Minningin lifir um góðhjartaðan, fórnfúsan og frábæran dreng. Andrés Sigmundsson og Þuríður (Rúrý). Í dag er borinn til grafar Georg Þór Kristjánsson. Goggi eins og hann var kallaður, ólst upp í miðbænum. Hann lék knattspyrnu í lautinni með sínum félögum, en við kynntumst í fótboltanum fyrir 40 árum. Seinna meir, 14 ára gamlir, urðum við Ís- landsmeistarar með ÍBV. Það höfum við haldið upp á reglulega á tíu ára fresti en þar naut Goggi sín með myndum og skreytingum enda mjög listrænn. Árin liðu og Goggi kynntist Hörpu sinni og eignaðist fjölskyldu sem var honum mikilvægust. Börnin fæddust hvert af öðru og alvaran tók við af fjöri og glensi unglingsáranna en allt- af var stutt í glensið. Það væri of langt mál að fara að rekja allt það sem Goggi hefur verið að sýsla við gegnum árin. En hvort sem það var að fara á sjóinn, standa í pólitík eða annað, var það hans hjart- ans mál sem hann var að gera hverju sinni. Ég má til með að segja frá þeg- ar ég gekk í Kiwanisklúbbinn Helga- fell á sínum tíma og var gerður að rit- ara klúbbsins. Þá fannst mér ég vera óreyndur. En það var ekkert mál. Goggi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til með skýrslur og annað. Hann hafði bara gaman af því. Mér er til efs að til hafi verið meiri Kiw- anismaður en Goggi. Hvort sem hann var ritari, forseti, svæðisstjóri og seinna umdæmisstjóri hreyfingar- innar voru öll störf rækt af áhuga og fórnfýsi. Þetta var vinna sem þurfti að inna af hendi, alveg sama hvort það væri tími eða ekki. Það er mikil eftirsjá í Gogga innan Kiwanis, en vonandi hvatning fyrir aðra félaga að líta yfir störf hans. Á seinni árum höfum við farið sam- an í skemmtiferðir með eiginkonum okkar. Þar hefur hann verið hrókur alls fagnaðar með ýmsum uppákom- um, bæði í sumarhúsi Gumma og Þuru og í samkvæmum. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að nefna hvað þau Goggi og Harpa voru góðir félagar og vinir. Það er ekki sjálfgefið í hjóna- bandi. Þeirra áhugamál voru þau sömu; börnin, Kiwanis og Man. Utd. Þetta held ég að þau hafi ræktað með sér gegnum árin og maður dáðist að úr fjarlægð. Þetta kom berlega fram í veikindum Gogga þar sem málin voru rædd af alvöru vitandi hvað var í vændum. Veikindunum var tekið af skynsemi og frábær styrkur sem Harpa sýndi eiginmanni sínum. Að lokum viljum við Inga þakka góðum félaga góða vináttu og tryggð gegnum árin og sendum Hörpu og börnunum innilegustu samúðar- kveðjur. Friðfinnur Finnbogason og fjölskylda. Í dag kveðjum við góðan vin okkar, Georg Þór Kristjánsson. Goggi í Klöpp, eins hann var oftast kallaður, lést aðfaranótt seinasta sunnudags, eftir hetjulega baráttu við þann erfiða sjúkdóm sem krabba- meinið er. Barátta Gogga og æðru- leysi í þessari seinustu lotu, var alveg í samræmi við það sem við höfðum kynnst frá honum á þeim mörgu ár- um sem við höfum þekkst. Í starfinu í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, í bæj- arstjórn á 20 ára tímabili, í nefndum bæjarins, í lífinu sjálfu, hvar sem var. Goggi gaf mikið af sér og var ósér- hlífinn, alltaf tilbúinn, varla að maður muni eftir að hann segði nei ef til hans var leitað. Hann tók virkan þátt í félagsmálum bæjarins, í mörgum fé- lögum, þar á meðal innan íþrótta- hreyfingarinnar sem og í Kiwanis- hreyfingunni þar sem hann gaf kost á sér til æðstu embætta. Árið 1998–1999 gegndi Goggi æðsta embætti Kiwanishreyfingar- innar á Íslandi og í Færeyjum, þá sem umdæmisstjóri. Það er margs að minnast og þá ekki síst frá því sem við brölluðum, nokkrir vinirnir. Á seinni árum gerðum við, meðal ann- ars, okkur það til dundurs að hittast eina og eina kvöldstund á ári og rifja upp fyrri tíma tónlist og tíðaranda. Sérstaklega var farið í gegnum besta tímabilið að okkar mati, sem spann- aði Bítlatímabilið og flest það sem á eftir kom. Það duldist engum hvaða hljómsveit var meðal þeirra sem mest var í uppáhaldi hjá Gogga, það var hljómsveitin Hollies. Hann hafði mikið dálæti á þeirri hljómsveit og lögin Bus stop, Sorry Suzanne, He aińt heavy, hés my brother, svo ein- hver séu nefnd, fengu reglulega spil- un þessi kvöld, svo ekki sé meira sagt. Þessu uppátæki okkar var fylgt eftir með ferð vinanna og eigin- kvenna í bústað okkar hjóna, „ritara- þing“ eins og við kölluðum ferðina, þar sem eiginkonurnar störfuðu sam- an, þá flestar sem læknaritarar. Ekki skemmdi fyrir ef á sama tíma væri SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.