Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bein útsending frá ensku knattspyrn- unni, þá helst Liverpool og Man- chester United. Goggi var harðasti United aðdáandi sem við hittum og er þá mikið sagt. Já, minningarnar eru margar, góð- ar og ógleymanlegar, sem ekki er ætlunin að rekja hér. Hetjulegri bar- áttu við erfiðan sjúkdóm er lokið, baráttu sem fjölskyldan tók svo mik- inn þátt í, þar sem húsmóðirin fór fyrir hópnum sínum, með sínu æðru- leysi. Það er komið að því að kveðja góðan vin, vin sem við erum þakklát fyrir að hafa verið samferða. Kæri vinur, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Harpa, börn og aðrir ástvinir, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Minningin um góðan dreng mun lifa. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Þuríður Kristín Kristleifsdóttir og fjölskylda. Það er sárt að kveðja góðan vin og samstarfsmann til margra ára. Ég man fyrst eftir Georg Þór sem litlum dreng. Þannig hagaði til að foreldrar mínir og afi hans og amma, þau Georg Gíslason kaupmaður og Guð- finna Kristjánsdóttir, áttu sinn helm- inginn hvor í húsinu að Vestmanna- braut 25 í Vestmannaeyjum. Verslun Georgs Gíslasonar var við hliðina og eftir fráfall hans tók Kristján, faðir Georgs Þórs, við versluninni og rak hana í nokkur ár. Uppvaxtarárin liðu og þrátt fyrir nokkurn aldursmun áttu leiðir okkar Georgs Þórs eftir að liggja víða sam- an síðar á lífsleiðinni. Mikill áhugi á félagslífi einkenndi lífshlaup hans allt frá skólaárum í gagnfræðaskóla. Virk þátttaka í íþróttum og fé- lagsstörfum, sem því fylgdi, ásamt skátastarfi, voru fyrstu skrefin á þeirri leið. Þá gerðist hann snemma virkur í starfi Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum. Það urðu miklar breytingar í Vest- mannaeyjum af völdum eldgossins á Heimaey 1973. Uppbyggingin eftir gosið var mikið og erfitt verkefni. Þegar styttast tók í kosningar til bæjarstjórnar vorið 1978 var ákveðið hjá Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör til þess að velja á framboðs- listann. Niðurstöður prófkjörsins leiddu til kynslóðaskipta í efstu sæt- um listans. Þar lágu leiðir okkar Georgs saman á ný. Flokkurinn hafði þá haft fjóra fulltrúa af níu í bæj- arstjórn um nokkurt árabil. Margir hrukku við þegarí ljós kom að í efstu sætin völdust fjórir ungir menn, sá elsti 37 ára. Georg var yngstur af okkur, þá nýorðinn 28 ára. Í kosning- unum 1978 átti Sjálfstæðisflokkurinn alls staðar erfitt uppdráttar og okkur tókst ekki að endurheimta fyrri stöðu flokksins í Vestmannaeyjum að því sinni. Við Georg sátum saman í minnihluta í bæjarstjórn þetta kjör- tímabili, 1978–1982, en síðan í meiri- hluta 1982–1986. Margs er að minnast frá þessum tíma. Það fylgir því mikil vinna að sitja í bæjarstjórn. Fyrir nýtt fólk kallar þetta starf á mun meiri vinnu. Í bæjarstjórn þarf að taka ákvarð- anir sem orkað geta tvímælis. Fólk tekur á sig mikla ábyrgð með því að stjórna bæjarfélaginu. Samstarf okk- ar Georgs í bæjarstjórn byggðist á trausti og kom þar aldrei brestur í. Sérstaklega minnist ég tímans á verðbólguárunum, þegar erfitt var að gera áætlanir og rekstur sveitarfé- laga varð mjög þungur. Þá þurfti oft sterk bein og góða samstöðu. Skömmu eftir að Georg tók sæti í bæjarstjórn gerðist hann félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Eyj- um og var þar fljótlega valinn til for- ystu. Árið 1990 tók Georg sæti á ný í bæjarstjórn og sat þar tvö kjörtíma- bil til viðbótar. Við áttum langt og ánægjulegt samstarf í stjórn Bæjar- veitna, vorum síðast endurkosnir í stjórnina fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins fyrr á þessu ári. Í apríl sl. tókum við báðir sæti í stjórn Sjálf- stæðisfélags Vestmannaeyja og framundan var undirbúningur bæj- arstjórnakosninga næsta vor. En stuttu síðar bárust okkur, félögum Georgs, þær hörmulegu fréttir að hann hefði greinst með mjög erfiðan sjúkdóm og framundan væri þung krabbameinsmeðferð. Eyjamönnum var öllum mjög brugðið, að maður á besta aldri, heilsuhraustur alla tíð, glaður og reifur, sætti slíkum örlög- um. Allt frá upphafi var ljóst að barátta Georgs við sjúkdóminn yrði mjög erf- ið. Viðbrögð hans sjálfs við þessum tíðindum voru hins vegar einstök. Hann hélt sínum sálarstyrk og jafn- aðargeði allt þar til yfir lauk. Þegar ljóst var að frekari sjúkdómsmeðferð var vonlaus óskaði hann eftir því að dveljast á heimili sínu í Eyjum. Í þessu veikindastríði reyndi mikið á fjölskylduna sem stóð vaktina allt þar til yfir lauk. Ég heimsótti Georg síð- ast tíu dögum fyrir andlátið. Þó að mjög væri þá af honum dregið var hugsunin skýr og málefni líðandi stundar voru til umræðu. Með fráfalli Georgs Þórs Krist- jánssonar er genginn góður og traustur drengur. Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja og fulltrúaráð flokksins í Eyjum þakkar fyrir mikil og fórnfús störf á undanförnum ár- um. Fylkir, blað flokksins í Eyjum, sér á eftir góðum liðsmanni, en Georg sat um tíma í ritnefnd og skrifaði mikið í blaðið. Samfélagið í Eyjum hefur misst mikið. En sárastur er missir fjölskyld- unnar. Við Guðrún sendum Hörpu, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Guð blessi minningu Georgs Þórs Kristjánssonar. Arnar Sigurmundsson. Frábær drengur og félagi er geng- inn langt fyrir aldur fram. Sólsetur þessa árs nálgast óðfluga og Goggi í Klöpp kveður á þeim tíma sem sólin sjálf sest nær suðrinu en vestri. Sjálf- ur var Goggi einn af sólstöfum mann- lífsins, alltaf glaðlyndur, alltaf góð- viljaður, alltaf vinur vina sinna og reiðubúinn að eignast nýja í hverju fótmáli. Goggi var eins og sunnan- blærinn í sólskini. Georg Þór Krist- jánsson átti þann persónuleika að fólk laðaðist að honum, átti sam- kennd með hans hlýja hjarta. Þeir sem búa yfir stíl eiga hann ýmist af sjálfu sér eða hafa ræktað hann. Stíll Gogga var honum eiginlegur frá nátt- úrunnar hendi. Hann var Guðs gjöf og það nutu margir góðs af, því það var Gogga eiginlegra að gefa en þiggja. Hans auður var þó fyrst og fremst lífsgleðin, viljinn til þess að gera gott úr jóraspjalli mannlífsins, en samtvinnað þessari lífsgleði var hún Harpa hans, börnin þeirra sem spegla svo tært orðið sem Óli Tótu sagði að væri ekki hægt að þýða á er- lend mál, vinarþel. Það er vissulega magnað að kynnast árfarvegi stór- fljóta jarðarinnar, sjá hvernig þau teikna sögu sína í jörðina sjálfa, en það er þó miklu magnaðra að kynnast því hvernig persónuleiki einstaklings býr í raun yfir margföldum krafti stórfljótanna, ætt af ætt, maður af manni. Þegar rifjað er upp fas Georgs afa, Gogga, sprangandi um verslunina og miðbæinn, snerpu Kristjáns, föður Gogga, á fótbolta- vellinum og léttleika Gogga sjálfs í lífsleiknum sjálfum sér maður svart á hvítu að þetta er engin tilviljun, efnið er gott og andinn eftir því og ekki dró Helga móðir hans úr. Það fór Gogga vel að vera hrókur alls fagnaðar, bregða á leik, fylgja góðum málum eftir, drífa hugmynd- irnar áfram og taka þátt í félagsstarf- inu, leggja hönd að hönd. Þar kom hann víða við, á vettvangi stjórnmál- anna, íþróttanna, Kiwanis og fleira og fleira og ekkert var með hangandi hendi. Það er til að mynda ótrúlegur tími sem hann og Harpa létu af hendi rakna í starfi Kiwanishreyfingarinn- ar, en einmitt vegna slíks fólks verða góðar hreyfingar til, mannræktar- hreyfingar sem gæta þess að hið já- kvæða ráði ferðinni. Goggi var skemmtilegur keppnis- maður og lifði sig inn í það sport sem hendi var næst, hvort sem það var fótboltinn, billjard eða hvaðeina þar á milli og ein höfuðíþrótt hans var að taka þátt í spjallinu, rökræða og skiptast á skoðunum. Þá gat stund- um hvesst skemmtilega hjá strák og tálgað háðið var eins og undan vel stáluðum flökunarhníf. Þá var Goggi í essinu sínu í þeim leik. Þann eig- inleika hafði hann verulega frá móð- ur sinni. Goggi gerði allt óhikað og það fór ekkert á milli mála. Jafnvel með tak- markaðri tungumálakunnáttu gat hann átt tjáskipti við fólk hvaðan sem var af jörðinni og allir viðmælendur hans voru fljótlega á hans bandi. Meira að segja þegar hann var einu sinni sem oftar í Bretlandsferð með vinum sínum úr Eyjum og var ekki alveg klár á stundinni hvernig ætti að biðja um ís í kókglasið, en sagði hisp- urslaust við þjóninn: „Klake in the coke“ og var afgreiddur á stundinni. Goggi sómdi sér líka vel í hópi Hrekkjalómanna í Eyjum, alltaf til í tuskið til þess að rífa upp fjörið og hafa gaman af lífinu. Það er mikill söknuður að þessum sérstæða samferðamanni sem batt ekki alltaf bát sinn hinum hefð- bundnu festum og stundum kostaði það sem menn kalla í daglegu máli mistök, en hvaða frumkvöðull hefur staðið undir nafni án þess að gera mistök. Það er væntanlega innifalið í þeirri fórnfýsi að ríða á vaðið, brjóta nýjar leiðir, reyna óhefðbundnar lausnir. Hetjudáð Georgs Þórs á enda- spretti æviskeiðsins þegar sjúkdóm- urinn grimmi var búinn að krækja í hann var með ólíkindum. Hann var sú hetja að kunna að bera sig þeim mun betur sem verr gekk, því að tala við hann undanfarna mánuði var í senn hvetjandi, þroskandi og skemmtilegt. Það var enginn barlómur og maður skammaðist sín fyrir að vera að hafa áhyggjur út af einhverjum smámun- um, slúðri, ósanngirni, hlutum sem skipta í raun engu máli miðað við heilsuna og lífsandann góða. Við Goggi lékum okkur að því við hvert tækifæri með gesti í Eyjum að spranga inni í Spröngu, báðir góðir í ballest, en nú er vinurinn kominn í spröngu eilífðarinnar og megi hann hlúa að sem flestum á leið sinni. Í þeim heimi mun hann einnig bæta og græða, gefa gott af sér. Megi góður Guð liðka spröngurnar svo riðin verði góð. Megi góður Guð gæta ástvina hans og eftirlifandi sem sækja styrk í bæn og minningu um frábæran dreng og félaga. Árni Johnsen.  Fleiri minningargreinar um Georg Þór Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Smiðir og verkamenn óskast í byggingavinnu, innanhússvinna. Upplýsingar í símum 892 8413 og 892 8416. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi verður haldinn laugardaginn 24. nóvember kl. 11.00 í félagsheimili sjálfstæðismanna, Álfabakka 14A, 3. hæð. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hluthafafundur Íslenska járnblendifélagið hf. Hluthafafundur verður haldinn í Íslenska járn- blendifélaginu hf. á skrifstofu félagsins á Grundartanga, Skilmannahreppi, 27. nóvember 2001 kl. 10:00. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár félags- ins úr kr. 1.762.900.000 í kr. 440.720.000. Lækkunin verður framkvæmd með færslu á kr. 1.322.180.000 á yfirverðsreikning hluta- fjár. Hefur lækkunin þannig engin áhrif á eigið fé félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að skrá hlutabréf í félaginu með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í samræmi við lög nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa. 3. Önnur mál. Tilgangur tillögu um lækkun hlutafjár er að undirbúa hlutafjárhækkun, sem taka á fyrir á stjórnarfundi í félaginu er haldinn verður í beinu framhaldi af hluthafafundinum. Gert er ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir kr. 650.000.000 að nafnverði. Hugmyndir að sölugengi hlutabréfanna verða kynntar fyrir hluthafafundinn, en bréfin verða eingöngu boðin hluthöfum í félaginu. Frá og með 20. nóvember 2001 mun dagskrá og endanlegar tillögur fyrir fundinn liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfjörður Jólafundur Hinn árlegi jólafundur Vorboða verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu Strandgötu sunnudaginn 25. nóvember nk. kl. 18.00. Dagskrá: Hátíðarkvöldverður. Upplestur: Súsanna Svavarsdóttir les úr bók sinni um ævi Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddúar). Jólahugvekja flutt af Árna Grétari Finnssyni. Jólahappdrætti Konur, fjölmennum og tökum með okkur gesti. Jólanefndin. ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.