Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 58
KIRKJUSTARF 58 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEGUR Kirkjudagur Önfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 í Neskirkju, Reykjavík. Prestur að þessu sinni verður prestur Önfirð- inga heima í héraði, séra Stína Gísladóttir í Holti, Önundarfirði. Organisti verður Reynir Jónasson og kirkjukór Neskirkju mun leiða söng. Á eftir guðsþjónustu kl. 15– 17 verður síðan kirkjukaffi Ön- firðingafélagsins í safnaðarheim- ili Neskirkju. Allir velkomnir. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni verður sunnudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Einhver mun segja af reynslu sinni úr bar- áttunni. Miriam Óskarsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja, Birgir og Hörður Bragasynir sjá að öðru leyti um tónlist. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir og sr. Jakob Hjálmarsson leiðir fyr- irbæn. Æðruleysismessurnar eru jafn- aðarlega haldnar þriðja hvern sunnudag. Þær eru einkum sóttar af þeim sem hafa átt við fíkn að berjast hjá sjálfum sér eða sínum nánustu og hafa eða vilja nota trúna í baráttu sinni. Allir þeir sem vilja eiga einlæga tilbeiðslu- stund við létta tóna eru velkomn- ir. Lifandi tónlist í Grensáskirkju KIRKJUKÓR Grensáskirkju flyt- ur létta, trúarlega tónlist í kvöld- messu annað kvöld, sunnudags- kvöldið 18. nóv., kl. 20. Efnisskráin er fjölbreytt; allt frá sænskum þjóðlögum til negra- sálma og léttleikinn í fyrirrúmi enda boðskapur kristinnar trúar fagnaðarerindi, gleðiboðskapur. Einsöngvarar með kórnum eru Ingibjörg Ólafsdóttir og Geir Jón Þórisson en stjórnandi og píanó- leikari Árni Arinbjarnarson. Kvöldmessur eru í Grens- áskirkju þriðja sunnudag í mán- uði yfir vetrartímann. Að þessu sinni var ákveðið að kirkjukórinn bæri hana uppi með tónlist- arflutningi sínum enda fátt eins uppbyggilegt og tónlist sem kem- ur frá hjartanu og nær til hjart- ans. Þótt hin sungna lofgjörð ein- kenni stundina verður líka bæna- gjörð og ritningarlestur. Eftir á verður á boðstólum kaffi, djús og kex. Við væntum þín. Tengsl ríkis og kirkju rædd Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju verða tengsl ríkis og kirkju rædd. Tengsl ríkis og kirkju hafa verið nokkuð í um- ræðunni undanfarin ár og sýnist þar sitt hverjum. Ný lög um tengsl ríkis og kirkju voru sett ár- ið 1997 og marka á margan hátt tímamót í aldalangri samfylgd þessara stofnana, þar sem sjálf- stæði kirkjunnar gagnvart rík- isvaldinu var aukið til muna. Þá hefur verið gerður samningur milli ríkis og kirkju um afgjald af kirkjueignum sem ríkisvaldið yf- irtók á sínum tíma. Á fræðslu- morgni í Hallgrímskirkju nk. sunnudag kl. 10 mun dr. Páll Sig- urðsson prófessor gera grein fyr- ir hvernig tengslum ríkis og kirkju er háttað nú og svara fyr- irspurnum um efnið. Hjónamessa í Hafnarfjarðarkirkju NK. sunnudag, 18. nóvember, verður haldin tónlistarmessa í Hafnarfjarðarkirkju, helguð hjónabandi og sambúð. Hefst messan kl. 17. Sérstök áhersla verður lögð á fyrirbænir og íhugun og tónlist- arflutningur verður einnig með vandaðasta móti í tilefni dagsins. Kór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Natalíu Chow en Kristján Helgason syng- ur einsöng. Hugleiðing messunnar fjallar um kærleikann. Eftir alt- arisgöngu gefst kirkjugestum kostur á að tendra bænakerti fyr- ir sér og fjölskyldu sinni. Prestur hjónamessunnar er sr. Þórhallur Heimisson. Kópamessa BOÐIÐ er upp á þá nýbreytni í starfi Kópavogskirkju í vetur að svokallaðar Kópamessur eru einu sinni í mánuði. Í þeim er tónlistin léttari en í hefðbundnum messum og yfirbragð þeirra nokkuð ann- að. Lögð er áhersla á þátttöku kirkjugesta bæði í söng og öðrum þáttum helgihaldsins. Með Kópamessunum, sem eru viðbót við hinar hefðbundnu guðsþjónustur, vill sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar auka fjölbreytni í helgihaldinu. Næsta Kópamessa verður sunnudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Sóknarnefnd – sóknarprestur. Suðrænir tónar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÞAÐ verður suðræn stemning í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, sunnudaginn 18. nóv- ember. Við guðsþjónustu sem hefst kl. 13 (ath. breyttan messu- tíma) verða fluttir og kynntir sálmar frá fjarlægum löndum, m.a. Brasilíu og El Salvador. Þau sem leiða tónlist og söng eru Örn Arnarson tónlistarmaður og hljómsveit hans ásamt Þóru V. Guðmundsdóttur organista og kór Fríkirkjunnar. Það fer vel á því í mesta skammdeginu hér á norðurhjara að laða fram sumar og sól með suðrænum sambatakti enda kom- um við til kirkjunnar til þess að taka á móti boðskap birtu og gleði. Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að því í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði að skapa meiri fegurð og léttleika í helgihaldi kirkjunnar sem hefur verið afar vel tekið og kemur best fram í vaxandi kirkjusókn. Þessi stund í kirkjunni á morgun er þáttur í þessari viðleitni. Verið öll vel- komin. Starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Barnakór í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN syngur Barnakór Dómkirkjunnar við guðsþjónusturnar. Við morg- unguðsþjónustuna kl. 11 syngur yngri kórinn tvö lög en við fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 13 ber eldri kórinn sönginn uppi. Kristín Valsdóttir er kórstjóri og sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson leiðir guðs- þjónusturnar og prédikar. Org- anisti er Marteinn H. Friðriksson. Barnakórnum er sem óðast að vaxa fiskur um hrygg og prýðir guðsþjónustur og safnaðarlíf í Dómkirkjunni. Það er vel til fund- ið að koma til guðsþjónustu, eink- um að koma með börnin. Fjöl- skylduguðsþjónustur eru líflegar samkomur og frjálslegar og þar er vettvangur alls barna- og ung- lingastarfsins í söfnuðinum sem nýtur nú leiðsagnar Þorvaldar Víðissonar, æskulýðsfulltrúa. Eftir guðsþjónusturnar er boð- ið upp á hressingu á kirkjuloftinu. Gerum okkur glaðan dag á sunnu- daginn í Dómkirkjunni. Að njóta foreldra- hlutverksins BOÐIÐ verður upp á fræðslu- kvöld fyrir foreldra ungra barna þriðjudaginn 20. nóvember á veg- um Kópavogskirkju. Fræðsluna annast Hertha W. Jónsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur og hjúkrunarkennari, og Kristín Guðmundsdóttir, barnahjúkr- unarfræðingur og nuddari, en báðar hafa þær mikla reynslu og þekkingu á umönnun barna sem þær geta miðlað til foreldra. Fræðslunámskeiðið er hugsað fyrir foreldra sem eru með sitt fyrsta barn á aldrinum 0–12 mán- aða. Markmið þess er að veita for- eldrum fræðslu og leiðsögn svo að þeir geti notið foreldrahlutverks- ins sem best. Upplýsingar um námskeiðið og innritun á það fást hjá kirkjuverði í síma 554 1898. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kirkjudagur Önfirðinga Sr. Stína Gísladóttir fyrir altari í Flateyrarkirkju. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugard. 17. nóv. kl. 14. Farið verður í kynnisferð í heilsuræktarstöðina Planet Pulse í Austurstræti. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf MESSUR ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól: Guðsþjón- usta kl. 15.30. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börn- um sínum. Organisti Pálmi Sigurhjart- arson. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Laugvetningar sérstaklega boðnir velkomnir. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson prédikar. Dóm- kórinn syngur, en auk þess syngur yngri deild barnakórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barna- og fjöl- skyldumessa kl. 13 í umsjá sr. Jakobs Ág. Hjálmarssonar og Þorvaldar Víð- issonar. Barnakórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Æðruleys- ismessa kl. 20. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leið- ir messuna, en sr. Jakob Ág. Hjálm- arsson leiðir fyrirbæn. Bræðrabandið og Anna Sigríður Helgadóttir sjá um tónlist- ina, einnig syngur Miriam Óskarsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Gídeon- félagar kynna starfsemi félagsins. Tekið við fjárframlögum til starfs Gídeon- félagsins. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kvöld- messa kl. 20. Kirkjukór Grensáskirkju syngur létt, trúarleg lög. Stjórnandi Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs- son. Prestur sr. Sváfnir Sveinbjarn- arson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. „Samband ríkis og kirkju – Hver er staðan? Dr. Páll Sigurðsson, prófess- or. Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Org- anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI, Hringbraut: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Krúttakórinn syngur. Börn og fullorðnir eiga saman stund í kirkjunni. Kaffisopi eftir stundina. Sýning á myndum eftir Leif Breiðfjörð stendur yfir í kirkjunni. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju leiðir messusönginn undir stjórn Gunn- ars Gunnarssonar. Sunnudagaskólinn heldur sínu striki undir handleiðslu sr. Jónu Hrannar Bolladóttur miðborg- arprests og hennar vaska liðs. Sr. Bjarni Karlsson þjónar að orðinu og borðinu. Fulltrúar lesarahóps Laug- arneskirkju flytja ritningarlestra, Eygló Bjarnadóttir er meðhjálpari og Sigríður Finnbogadóttir annast messukaffið á eftir. Messa kl. 13 í Dagvistarsalnum í Hátúni 12. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó. Sr. Bjarni Karlsson og Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjóna ásamt hópi sjálf- boðaliða. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Kirkjukór Neskirkju syngur. Molasopi eftir messu. Sunnudagaskól- inn kl. 11. 8–9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. Org- anisti: Pavel Manásek. Kirkjukórinn syngur. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Kaffi og djús eftir messu. Prest- arnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Hjóna- kvöld kl. 20.30. Fyrirlestur: Hafliði Krist- insson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Hann fjallar um starfsval barna, „vand- ann að velja“, og hvaða áhrif við höfum sem foreldrar. Allir velkomnir. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Smári Ólason. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Fermingarbörn sér- staklega velkomin. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í um- sjón Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Und- irleikari: Guðlaugur Viktorsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í Engjaskóla. Prest- ur: Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Sr. Vigfús Þór Árnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Barnakór Snælandsskóla kemur í heim- sókn, syngur og leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Undir- leikari Lóa Björk Jóelsdóttir. Barnaguðs- þjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í Hjalla- kirkju kl. 13. Yngri kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur í kirkjunni. Barn borið til skírnar. Orgelandakt kl. 17. Haukur Guðlaugsson leikur á orgelið verk eftir J.S. Bach, M. Reger. L. Bollmann o.fl. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Kór Kópavogskirkju syngur og góðir gestir koma í heimsókn frá félagsstarfinu í Gerðubergi og taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Kór það- an syngur undir stjórn Kára Friðriks- sonar. Gestirnir frá Gerðubergi annast einnig ritningarlestra og flytja upphafs og lokabæn. Organisti. Julian Hewlett. Kópamessa kl. 20.30. Létt tónlist og fermingarbörn taka virkan þátt í mess- unni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sögur, límmiði og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Ein- arsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.00 með nýrri tónlist. Ath. Nýjung í safnaðarstarfinu sem boðið verður upp á einu sinni í mánuði. Þorvaldur Hall- dórsson söngvari leiðir almennan söng og syngur. Sr. Ágúst Einarsson flytur hugvekju. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Dagskrá fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir um efnið: Hvernig eigum við að skilja Gamla testamentið? Samkoma kl. 20 í umsjá ungs fólks í kirkjunni. Einsöngur. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Bænastund kl. 19. Samkoma kl. 20, Högni Valsson prédik- ar. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjart- anlega velkomnir. KLETTURINN: Sunnudagur: Kl. 11 al- menn samkoma fyrir alla fjölskylduna. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Fimmtudag- ur: Kl. 19 Alfa-námskeið. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Al- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðu- maður G. Theodór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bæn, kl. 20 hjálpræðissamkoma Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. Sam- komurnar verða í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2. KFUM&K, Holtavegi 28: Samkoma kl. 17 sunnudag. Yfirskrift: Baráttan og persónulegar árásir. Upphafsorð: Sigrún Gísladóttir. Ræðumaður sr. Sigurður Pálsson. Barnastarf. Matsala eftir sam- komuna. Vaka kl. 20.30. Hjarta sem gleðst. Ástríður Haraldsdóttir talar. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir innilega vel- komnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Laugardaga: Barna- messa kl. 14. Alla virka daga: Messa kl. 18. Einnig messa kl. 8 suma virka daga (sjá nánar á tilkynningablaði á sunnudögum). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Sunnudaginn 18. nóv. Messa kl. 15 á pólsku. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17. Miðvikudaga: Messa kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudag- inn 18. nóv. Messa kl. 14, basar kl. 15. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnu- daga: Messa kl. 10. Skriftir eftir sam- komulagi. Laugard. 17. nóv. Messa kl. 18.30 á pólsku. Grundarfjörður: Sunnudaginn 18. nóv. kl. 19. Ólafsvík: Messa sunnud. 18. nóv. kl. 16. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.