Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 63

Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 63 Tilboðsdagar Ferbox Zenith hurðir og hliðar Handklæðaofnar Hvítir og krómaðir Handlaugar IFÖ-IDO-Sphinx Einnar handar tæki Neve - Feliu - Kludi Mora-Grohe Hitastillitæki Huber - Mora - Grohe WC Ifö - Ido Macro Heilir klefar Macro Rúnnaðar hurðir Ferbox - Adria Sturtuhorn Hert gler - segullokun Hurðir, stærðir 70-112 cm Tilboð frá kr. 17.666 Hliðar, stærðir 68-90 cm Tilboð frá kr. 9.692 Hæð 76.5-120-181 Breidd 50 og 60 cm Tilboð frá kr. 10.896 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 12.557 Handl.tæki frá kr. 5.270 Eldhústæki frá kr. 6.036 Rúnnaðir eða hornopnun 72x92, 82x82, 82x92, 92x92 Rúnnaðir Tilboð frá kr. 56.482 Hornopnun Tilboð frá kr. 45.893 M. hurð að framan 82x82, 92x92 Tilboð frá kr. 49.031 Hert gler - segullokun Stillanleg stærð 70-80 cm Tilboð frá kr. 18.774 80-90 cm Tilboð frá kr. 19.596 Á vegg - tilboð frá kr. 4.446 Í borði - tilboð frá kr. 8.359 Hert gler - segullokun 70x90, 80x80, 80x90, 90x90 Tilboð frá kr. 36.755 Rúnnaðir botnar m. svuntu Tilboð frá 15.127 • WC IFÖ án setu frá kr. 19.752 • WC setur frá kr.1.527 til 7.563 • WC IDO gólfstútur með setu kr. 24.929 Ármúla 21 - sími 533 2020 Einnig tilboð á öðrum klefum og hreinlætis- tækjum. • Baðkör frá kr. 10.973 • Sturtubotnar frá kr. 4.385 • Stálvaskar frá kr. 4.777 Opið laugardag frá kl. 10 - 16 VIÐ gaflarar gefumst ekki svo auðveldlega upp þó á móti blási, heldur göngum aftur undir gafl og hugsum málin í nýju ljósi. Fyrir nokkrum mánuðum birti Morgunblaðið bréf frá mér, þar sem ég reifaði hina stórbrotnu og frumlegu hugmynd mína í bundnu og óbundnu máli, um nýjan flug- völl í Reykjavík. Ég get ekki neit- að því að það olli mér sárum von- brigðum að fá engin viðbrögð við þessari snjöllu hugmynd. En ég hef lúmskan grun um að öll kurl séu ekki enn komin til grafar í þessu máli. Við þekkjum það öll að það tekur dauðlega menn langan tíma að brjóta til mergjar og átta sig á svo bylting- arkenndri hugmynd sem þessari. Þó tel ég að hún hafi orðið til þess að kveða niður þær hörðu deilur sem geisuðu um flugvöllinn. Ei skal láta deigan síga, heldur undir gafl ganga og kryfja önnur vandamál til mergjar sem brenna á þjóðinni. Einn kyrrlátan septemberdag gekk ég undir minn eigin gafl og fór að hugleiða hvílíka fórnfýsi og óeigingirni, ásamt stjórnkænsku, ráðamenn þjóðarinnar sýndu með því að bjóðast til að taka að sér mengunarhlutverkið á stórum hluta álframleiðslu heimsins og flytja mengun hennar frá löndum hinna glæstu iðnríkja og til okkar fámenna og strjálbýla lands. Með því að slá þeir tvær flugur í einu höggi: bjarga heilum lands- fjórðungum frá héraðsflótta og vol- æði og öðlast um leið þakklæti og blessun hinna ríku þjóða. Ég varð svo hrærður að þessar ljóðlínur komu fyrirhafnarlaust í hugann: Landsfeðurnir út í geiminn gáðu, glöggir litu fúlan dauða eiminn. Viskufullir veröldinni tjáðu: vorar orkulindir frelsa heiminn. Blessun er að bjarga öðrum þjóðum, bæta heimsins gróðurhúsa vanda, flytja lífsins ógn af eiturmóðum yfir landsins fjöll og beru sanda. Píslarvættis prís og lof við hljótum og prestar allra þjóða munu blessa leiðtoga sem stóð svo föstum fótum að fjöldinn þráði að styðja björgun þessa. Þar sem raforkuframleiðsla okk- ar er takmörkunum háð, verður fljótlega að finna önnur bjargráð en álið, til að koma á móts við hin- ar óseðjandi kröfur landsbyggðar- innar. Þess vegna fannst mér tímabært að hlaupa undir bagga hjá okkar langþreyttu ráðamönnum og koma með ferskar hugmyndir, sem gætu létt þeim róðurinn. Ég braut heilann góða stund áð- ur en kviknaði á perunni: Kjarn- orkan! Auðvitað kjarnorkuúrgang- urinn! Það er óþrjótandi tekju- brunnur og blessunarlind sem seint mun tæmast, fjársjóður sem mun endast á meðan land er bú- setuhæft. Auðvitað taka kjarnorkuveldi heimsins okkur fagnandi, þar sem þau eiga í hinu mesta basli með að losna við þennan úrgang og standa í endalausu þjarki við illvíg nátt- úruverndarsamtök sem láta þessar þjóðir aldrei í friði. Við erum örsmátt eyríki út í reg- in hafi, langt frá ströndum annarra þjóða, sem einhvert mark er á tak- andi og eigum nóg af grjótdyngj- um sem við köllum fjöll, til að hola innan og geyma í þessa gullmola kjarnorkuveldanna og forða þeim frá þeirri mengun sem þeim getur stafað hætta af. Þá sé ég ekki bet- ur en það opnist stórkostlegt tæki- færi fyrir okkur Íslendinga, þar sem Sellafield-kjarnorkuendur- vinnslustöðin í Bretlandi er. Írar eru að heimta að henni verði lokað og Siv hefur tekið und- ir það sjónarmið. Kæru landsfeður! Bjóðið Bret- um að flytja stöðina til Íslands og setja hana niður á Vestfjörðum. Með því sláið þið enn og aftur tvær flugur í einu höggi og sameinið flestalla Vestfirðinga um eitt bar- áttumál og losnið við smábáta- þvargið í þeim. Og blessun hinna voldugu ríkja mun fylgja hverjum úrgangsfarmi. ÁSGEIR J. JÓHANNSSON, Lyngbarði 5, Hafnarfirði. Óþrjótandi tekjubrunnur? Frá Ásgeiri J. Jóhannssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.