Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 65
DAGBÓK
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
af ódýrum pelsum - stuttir og síðir
Hattar og húfur
Opið laugardaga frá kl. 10-15
LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7
HELDUR ÁFRAM
Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17.
Tökum bæði debet- og kreditkort.
Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus.
Sími okkar er 567 1210
HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert góðgjarn, glettinn
og starfssamur og átt
auðvelt með að leiða ólíka
saman til samstarfs.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að setjast niður og
fara yfir sviðið og athuga
hvort þú getur ekki fært eitt-
hvað til betri vegar. Margar
hendur vinna létt verk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það eru ýmis tækifæri sem
bíða þín. Vandinn er að vera
ekki of fljótur á sér heldur
kanna hvert og eitt vandlega
og velja svo það sem best er.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hugsaðu þig tvisvar um áður
en þú grípur tækifæri sem
virðist of gott til að vera
raunhæft. Það er einmitt oft
svo, en stundum er um gull
að ræða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að leggja lykkju á
leið þína og gera eitthvað
sem þú hefur aldrei gert áð-
ur. Slík tilbreyting þarf ekki
að vera stór en er holl.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinir og vandamenn munu
stinga að þér óvæntum hlut-
um. Það liggur í eðli þínu að
hika við svoleiðis lagað og er
í góðu lagi að hugsa sig um.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er ekkert vit í að láta
reka á reiðanum lengur.
Settu þér einhver takmörk í
lífinu og settu niður fyrir þér
hvernig þú ætlar að ná þeim.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft ekki að svara á
stundinni því tilboði sem þér
berst. Þótt eftir því sé geng-
ið skaltu taka þér tíma til
þess að skoða allar hliðar
málsins.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er bara hollt að velta
öðru hverju fyrir sér æðri til-
gangi lífsins. Án slíkra
vangaveltna verður lífið svo
hversdagslegt og tilgangslít-
ið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reiddu þig ekki um of á að-
stoð annarra. Hún er ekki
fyrir hendi fyrr en hún er
komin á hendi og þú átt auð-
vitað að leggja sjálfur þitt af
mörkum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Svo virðist sem allir séu
mjög hrifnir af áætlunum
þínum. Hlustaðu samt vand-
lega á það sem sagt er þann-
ig að þú misskiljir ekki neitt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Taktu allar uppástungur til
greina en mundu að það ert
þú sem ræður ferðinni og
þarft því ekki að undirgang-
ast hluti sem eru þér á móti
skapi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Geturðu ekki fundið þér ein-
hverja örlitla tilbreytingu,
þó ekki væri nema ný leið til
og frá vinnu. Slíkt skerpir
daginn og léttir lund.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
50 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 19. nóvem-
ber, er fimmtug Jóhanna
Gunnþórsdóttir. Eiginmað-
ur hennar er Brynjólfur
Lárentssíusson. Af því til-
efni fagna þau með ættingj-
um og vinum í kvöld, 17.
nóvember, kl. 17-20 í Vals-
heimilinu að Hlíðarenda.
MAKKER opnar á 15-17
punkta grandi í suður og þitt
er að velja leið með þessi
stórglæsilegu spil á móti:
Norður
♠ --
♥ D732
♦ ÁKG109653
♣Á
Keppendur á Íslandsmótinu
í tvímenningi fengu margir
þetta viðfangsefni og leystu
það misjafnlega vel.
Sumir byrjuðu á Stayman
og fengu draumasvarið „tvö
hjörtu“. Góð byjun, en
hvernig á að halda áfram?
Norður
♠ --
♥ D732
♦ ÁKG109653
♣Á
Vestur Austur
♠ 762 ♠ D109543
♥ 10854 ♥ G
♦ 8 ♦ D7
♣D10654 ♣K872
Suður
♠ ÁKG8
♥ ÁK96
♦ 42
♣G93
Vissulega veltur það mikið á
þeim kerfistólum sem menn
búa yfir, en margir fylltust
bráðlæti og stukku rakleiðis
í fimm grönd til að spyrja
um háspil í hjarta. Svarhönd
ber að stökkva í sjö með tvo
af þremur efstu og sú varð
niðurstaðan á fimm borðum.
En það var engin leið að
komast framhjá hjartatí-
unni fjórðu í vestur og al-
slemman fór einn niður.
Það er lítil tvímennings-
reisn yfir sjö tíglum, en sjö
grönd er glæsilegur samn-
ingur og náðist á sjö borð-
um, en auðvitað eftir ólíkar
sagnir.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
STÖKUR
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa.
Hannes Hafstein.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3
Bb4 4. e5 Dd7 5. a3 Bxc3+
6. bxc3 b6 7. Dg4 f5 8. Dg3
Ba6 9. Bxa6 Rxa6 10. Re2
Rb8 11. O-O Rc6 12. a4
Ra5 13. Rf4 O–O–O 14.
Rh5 g6 15. Rf6 Df7 16.
Dd3 Rxf6 17. Da6+ Kd7
18. exf6 Dxf6 19.
Bf4 Rc4 20. a5
g5
Staðan kom
upp í minningar-
móti Jóhanns
Þóris Jónssonar.
Magnús Örn Úlf-
arsson (2.298)
hafði hvítt gegn
Páli Agnari Þór-
arinssyni (2.202).
21. Bxc7! Kxc7
22. Dxa7+ Kd6
23. axb6 De7 24.
Da4 e5 25.
dxe5+ Ke6 26.
Dc6+ Rd6 27.
Hfe1 Kf7 28. Ha7 Hhe8
29. Hxe7+ Hxe7 30.
Dxd5+ og svartur gafst
upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
FRÉTTIR
Veistu ekki að reyk-
ingar skaða heilsuna
og menga umhverfið!
Það er mömmu sjálfri
að kenna að það leið
yfir hana. Hún gat lát-
ið vera að lesa dag-
bókina mína.
Smælki
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Ljósmynd/Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. júní sl. í Hafnar-
kirkju af sr. Sigurði Kr. Sig-
urðssyni Ragna Björk Sig-
urðardóttir og Kristján
Heiðar Sigurðsson. Heimili
þeirra er að Fákaleiru 8c.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 17. nóvember, eiga
50 ára hjúskaparafmæli hjónin Karólína Kristinsdóttir og
Sigvaldi Sigurðsson. Þau munu eyða deginum með dætrum
sínum.
Ef ég fer til
nágrannans til að
fá lánaðan flugna-
spaða, ætlar þú
þá að leggjast
niður?
Með morgunkaffinu
AÐALFUNDUR Hjálparstarfs
kirkjunnar var haldinn 3. nóvember
í Reykjavík með fulltrúum prófasts-
dæma. Kom þar fram að undanfar-
in ár hefur ekki verið varið meira fé
til verkefna en nú, eða 38,8 millj-
ónum króna, sem var 30% meira en
í fyrra. Stærstu upphæðinni var
varið til menntunar- og mannrétt-
indamála á Indlandi eða 14, 4 millj-
ónum og 9,3 milljónum til innan-
landsaðstoðar auk matar að
verðmæti 5-6 millj. kr., segir í
fréttatilkynningu.
Tókust samningar milli HK og
Þróunarsamvinnustofnunar um
vatnsöflun í Mósambík þar sem
hvor stofnun leggur til 10 milljónir
á þremur árum. Skýrt var frá
áformum um að efla innanlands-
aðstoð stofnunarinnar með fé-
lagsráðgjafa í fullt starf sem ásamt
umsóknum sinni talsmannshlut-
verki fyrir bættum kjörum hinna
verst settu og annist tengsl og ráð-
gjöf við presta.
Í nýrri innanlandsaðstoð er gert
ráð fyrir því að hver umsækjandi
geti fengið aðstoð að hámarki þrisv-
ar á ári með umsókn frá presti.
Boðið verður upp á langtímaaðstoð
fyrir þá sem vilja vinna sig út úr
fjárhagsvanda og verður þá leitað
samstarfs við aðrar stofnanir og fé-
lög sem að þessum málum koma.
Hjálparstarfið vill með þessu móti
vera betur í stakk búið til að veita
haldgóða aðstoð árið um kring enda
er stærsti hópur umsækjenda ör-
yrkjar sem búa við kröpp kjör að
staðaldri.
Neyðaraðstoð í desember
Þannig verður tekið við umsókn-
um í hverri viku í desember, sem
annan tíma ársins, í stað ákveðins
umsóknartíma áður. Fólk getur sótt
um beint til stofnunarinnar án milli-
göngu prests eins og krafist er alla
jafna og fær afgreiðslu á grundvelli
umsókna 2-3 dögum síðar. Aðstoðin
verður í formi almennra matargjafa
í stað jólamáltíðar. Er ætlunin að
létta undir með fólki á þennan hátt
og losa um aðra peninga sem fólk
getur þá varið að vild.
Aðstoð í desember er veitt í sam-
vinnu við Reykjavíkurdeild Rauða
krossins sem leggur til fjárframlag
og aðstoð sjálfboðaliða.
Hjálparstarf kirkjunnar
eflir innanlandsaðstoð
FRÆÐSLU- og kynningarfundur
verður laugardaginn 17. nóvember
kl. 15, í safnaðarheimili Fríkirkjunn-
ar, Laufásvegi 13, á vegum foreldra
og annarra aðstandenda samkyn-
hneigðra sem starfa á vettvangi
Samtakanna 7́8.
Yfirskrift fundarins er: Samkyn-
hneigð og fjölskyldan: Enginn er ey-
land. Frummælendur eru: Harpa
Njáls, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir,
Felix Bergsson og Þorvaldur Krist-
insson. Gospelsystur Reykjavíkur
syngja undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur.
Að lokum er efnt til pallborðsum-
ræðna. Fundurinn er öllum opinn
sem hafa áhuga á lífi og reynslu sam-
kynhneigðra og aðstandenda þeirra,
segir í fréttatilkynningu.
Fræðslufundur
Samtakanna ’78
UMHVERFIS- og útivistarfélag
Hafnarfjarðar í samvinnu við Upp-
lýsingamiðstöð Hafnarfjarðar efnir
til fræðsluferðar að Kleifarvatni og í
Krýsuvík sunnudaginn 18. nóvember
kl. 10.
Brottför er frá BSÍ, Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík, með rútu
Vestfjarðaleiðar kl.10 og áætluð
heimkoma um kl. 15. Fyrir Hafnfirð-
inga er brottför kl. 10.15 frá Upplýs-
ingamiðstöð Hafnarfjarðar á Vestur-
götu 8. Leiðsögn verður í höndum
Kristjönu Eyjólfsdóttur og Jónatans
Garðarssonar.
Allir velkomnir. Verð 1.500 kr.
fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn
7-15 ára. Þátttakendur er hvattir til
að mæta vel búnir til útiveru og með
nesti.
Fræðsluferð
í Krýsuvík
OPIÐ hús hjá verður vinstri græn-
um í Reykjavík í dag, laugardaginn
17. nóvember, kl. 11-13 í aðsetri
flokksins á Lækjartorgi.
Fulltrúar vinstri grænna munu
gera grein fyrir stöðunni í yfirstand-
andi könnunarviðræðum við Fram-
sókn og Samfylkingu vegna borgar-
stjórnarkosninganna á næsta ári.
Birna Þórðardóttir blaðamaður
mun stýra umræðum.
Opið hús hjá VG
í Reykjavík
♦ ♦ ♦