Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM
66 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
THALÍA, LEIKFÉLAG Mennta-
skólans við Sund, frumsýndi á dög-
unum hrollvekjuna Drakúla.
Leikritið var skrifað af Bram
Stoker snemma á 19. öld og segir
frá greifynjunni Drakúla, knyttum
hennar og kænskubrögðum til að
verða sér út um það sem hún þráir
mest, mannsblóð.
Leikstjóri verksins er Agnar Jón
Egilsson, en þetta er í annað sinn
sem hann setur upp leikrit í sam-
vinnu við Thalíu.
Drakúla er sýnt í Tjarnarbíói og
eru sýningar í kvöld sem og annað
kvöld. Miðaverð er 1.000 krónur og
hefjast sýningarnar klukkan 20.
Leikfélag Menntaskólans við Sund sýnir Drakúla
Dreypt á
blóði í
Tjarnarbíói
Í höll Drakúla greifynju. Gunnar Örn Heimisson og
Guðrún Ösp Sigmundardóttir í hlutverkum sínum.
Brynja Björnsdóttir fer með hlutverk Renfield, sem
þykir gott að gæða sér á pöddum og fuglum.
Morgunblaðið/Ásdís
Leikarar í hrollvekjunni Drakúla bregða sér í teboð.
FYRSTA hljómsveit á sviðið í Nasa
síðastliðið fimmtudagskvöld var Lúna
sem leikur naumhyggjulegt sveim-
kennt popp og þegar best tekst upp
eru lögin verulega skemmtileg, til að
mynda fyrsta lagið sem byggðist á
lágstemmdri klifun. Önnur lög sveit-
arinnar voru ekki eins vel heppnuð,
þ.e. í þeim sumum voru mjög góðir
kaflar, til að mynda stuðkaflinn í
þriðja laginu, en uppbygging virtist of
oft tilviljunarkennd og sum lögin
hljómuðu fyrir vikið tilfinninga- og til-
gangslaus. Dæmi um það er lokalag
sveitarinnar, endurtekið stef með lít-
illi framvindu og síðan hraðaaukning
uppúr þurru og hápunktur sem skildi
eftir sig fleiri spurningar en svör.
Náttfari, sem var næst á svið, er
spennandi sveit og skemmtileg þegar
henni tekst vel upp. Sveitin hóf leik-
inn þó ekki vel, því heldur hallæris-
legt var að heyra framsækna íslenska
rokksveit syngja á ensku. Það lag
stakk reyndar verulega í stúf við það
sem á eftir kom svo vonandi voru
menn bara að sprella.
Í öðru lagi Náttfara var hljómborð í
aðalhlutverki og hljómaði vel þó lagið
hafi verið snubbótt. Bestu lög sveit-
arinnar voru þau tvö síðustu, sérstak-
lega lokalagið sem byrjaði með látum
og endaði með látum með ýmsum út-
úrdúrum á leiðinni. Skemmtileg upp-
bygging með traustri laglínu sem bar
vel uppi hamaganginn í lokin. Ein for-
vitnilegasta hljómsveit landsins nú
um stundir.
Tónleikar Low í Haskólabíói fyrir
tveimur árum eru með eftirminnileg-
ustu uppákomum, ekki síst fyrir þá
sem voru að sjá sveitina í fyrsta sinn á
tónleikum. Það var því mikil eftir-
vænting fyrir tónleikunum og góð
mæting í Nasa sem er frábær tón-
leikastaður. Í Háskólabíói nutu menn
þess aftur á móti að ekki var glasa-
glaumur og skvaldur sem spillir
óneitanlega nokkuð tónlist eins og
þeirri sem Low (og Sigur Rós reynd-
ar) leika. Þetta var sérstaklega áber-
andi þegar liðið var á tónleikana og
þeir sem komnir voru til að hlusta á
tónlistina orðnir heillaðir, því sá hluti
gesta sem kominn var til að drekka og
ræða um hestarækt og bílaviðgerðir
dró nokkuð úr ánægju hinna.
Lög af síðustu skífu Low, Things
We Lost in the Fire, voru að vonum
áberandi í dagskránni og eftir lag sem
ég ekki þekkti, hugsanlega nýtt,
komu þrjú af skífunni í röð, „Sunflo-
wer“, sem er frábært lag, „Embrace“
og stuðlagið „Dinosaur Act“. Næst
þar á eftir kom gamalt óútgefið lag en
engu að síður skemmtilegt, „John
Prine“, með mögnuðum texta, og svo
ein af perlunum af Secret Name,
„Two Step“.
Fyrir stuttu sendi Low frá sér smá-
skífu með Smiths-laginu gamla „Last
Night I Dreamt That Somebody Lov-
ed Me“ og flutti það af því tilefni í
framúrskarandi skemmtilegri útsetn-
ingu. Enn komu afbragðslög af Secret
Name, „Starfire“ og „I Remember“,
en síðan enn lag sem hljómaði fram-
andlega þó það væri gott, „Counting
the Stars“.
Þá var komið að Things We Lost in
the Fire og flutt lögin „Like a For-
est“, „Closer“ og lagið sem þau Mimi
og Alan sömdu um dóttur sína ef
marka má textann, „In Metal“. Sér-
lega fallegt lag með áhrifamiklum
texta sem fæstir skilja þó líklega
nema foreldrar.
Áheyrendur vildu meira og fengu,
því eftir uppklapp flutti sveitin fjögur
lög til, „Immune“ af Secret Name,
„One Special Gift“ af jólaplötunni frá-
bæru, „Over the Ocean“ af When the
Curtain Hits the Cast og svo sama
lokalag og í Háskólabíói á sínum tíma,
„Soon“ af Secret Name.
Aðal Low er það sem ekki er sagt,
enda hermir sagan að þau Mimi Park-
er, Alan Sparhawk og Zak Sally hafi
verið í hávaðarokksveit áður en þau
áttuðu sig á því að minna er meira;
það er áhrifameira að leyfa áheyrend-
um að ljúka við lögin, að geta í eyð-
urnar og lita myndina. Algengt er að
sveimhuga Low-áheyrendur kveinki
sér yfir því hvað hljómsveitin sé leið-
inleg og víst er hún það fyrir þeim
sem aldir eru upp á skyndibitum og
skammtímafróun. Þegar menn aftur
á móti gefa sér tíma til að hlusta opn-
ast fyrir þeim einkar fallegt og
heillandi tónmál þar sem áheyrand-
inn á í innilegum samræðum við flytj-
endur. Þegar við bætast viðkvæmn-
islegir heittrúarlegir textarnir verður
úr ógleymanleg stund með listamönn-
um.
Eins og getið er í upphafi er Nasa
framúrskarandi tónleikastaður, einn
sá besti hér í bæ, og í raun óskilj-
anlegt að í öllum hremmingum sem
íslenskir tónlistarvinir hafa gengið í
gegnum hafi annar eins salur verið
notaður sem mötuneyti í áratugi. Ja
svei!
Tónlist
Minna
er meira
TÓNLIST
Nasa
LOW
Tónleikar bandarísku rokksveitarinnar
Low í Nasa við Austurvöll 15. nóvember
sl. Einnig komu fram íslensku hljómsveit-
irnar Lúna og Náttfari.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Ásdís
Ef menn leggja sig eftir tónlist Low, að mati Árna Matthíassonar „opn-
ast fyrir þeim einkar fallegt og heillandi tónmál þar sem áheyrandinn á
í innilegum samræðum við flytjendur.“
!"#$%#&'""()&'!"(*
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fi 22. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Áskriftargestir munið valmöguleikann !!!
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
í leikgerð Hörpu Arnardóttur
Í dag kl. 14 - NOKKUR SÆTI
Su 18. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI
Su 25. nóv kl. 14 - LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
Su 18. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 24. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Su 2. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fö 23. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 8. des. kl. 20 - LAUS SÆTI
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK
"Da", eftir Láru Stefánsdóttur
Milli heima, eftir Katrínu Hall
Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur
Í kvöld kl 20 - LAUS SÆTI
síðasta sinn
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Su 18. nóv. kl. 20 - UPPSELT
Lau 24. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
RÚSSIBANAR Gullregnið
Su. 18. nóv kl. 16 Útgáfutónleikar
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Fö 23. nóv kl. 20 - UPPSELT
Lau 24. nóv leikferð Kirkjubæjarklaustur
og Vík
Sun 25. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Þri 27. nóv leikferð á Akranes
Fi 29. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI
DAUÐADANSINN eftir August Strindberg
í samvinnu við Strindberghópinn
Lau 24. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 1. des. kl. 20 - LAUS SÆTI
síðustu sýningar.
Stóra svið
3. hæðin
Nýja sviðið
Litla sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
( 01( ( ( 2(3/
( 0/( ( ( +3
( 0,( ( ( +4
( 05( ( ( +4
( 06( ( ( +3 +6(14
( 02( ( ( +4
( 14( ( ( +4 +3
( +(
( ( +3
( 0(
( ( +3
( 0(
( ( +,
( 1(
( ( +4 +3
( /(
( ( +1(14 +5(+/
( ,(
( ( +4
( 5(
( ( +4(14 +3
( 2(
( ( +3
( +6( ( ( +3
( 04( ( ( ++ +0(14
( /(
( ( +4(14
!
( 05( ( ( +4
"
# $
%%%
&
7 +5( ( ( 04
( 01( ( ( 04
( 03( ( ( 04
( 0/( ( ( 04
'
!(
'
)
*+,*-
./01*/22
%%%
Í HLAÐVARPANUM
Veröldin er vasaklútur
ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE
Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búningahönnun
Katrín Þorvaldsdóttir.
10. sýn. lau. 24.11 kl. 21 - síðasta sýning
EVA bersögull sjálfsvarnareinleikur
þri. 20. nóv. kl. 21
fim. 22. nóv. kl. 21
UPPISTAND
Tveir Bretar frá Edinborgarhátíðinni
fim. 29. nóv. kl. 21
fös. 30. nóv. kl. 21 — lau. 1. des. kl. 21
'3445466'477*82+2
!#%%%
'9 +6(
( +5( ( ( +2 :;<=
+2(
(
01( ( ( 04 54><=
5
03( ( ( +2 54><=
455;463>=>?""4;
4= @A
.
8% &
( +/+2
( &
( +4+2 .7**/122