Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 25. NÓVEMBER 2001
271. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Lífskraftur og léttleiki
20
Einstakt bræðralag
22
Sunnudagur
25. nóvember 2001
„Hann verður frægur – lifandi
goðsögn. Það verða skrifaðar bækur
um Harry, hvert einasta barn í
okkar heimi mun þekkja nafnið
hans,“ sagði McGonagall prófessor
í fyrstu bókinni um galdrastrákinn. Ragnhildur
Sverrisdóttir segir að spádómar prófessorsins hafi
svo sannarlega ræst, enda Harry frægur um allan
heim galdramanna jafnt sem Mugga. 2
Kvikmyndin um Harry og vini
hans frumsýnd hér á landi á föstudag
ferðalögNautaat á Spáni bílarCherokee skipt út börnAðventan bíóHúmor og hasarþörf
Śælkerar á sunnudegi
Einsetumenn og afgangar
Í ísskápnum
hrúgast upp
dollur með
afgöngum.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
B
Bakkavör í
leik og starfi
10
ÍSLAMSKA Hamas-hreyfingin hót-
aði í gær að hefna grimmilega fyrir
dráp Ísraela á helsta leiðtoga hern-
aðararms samtakanna. Töldu frétta-
skýrendur hættu á að í vændum væri
ný holskefla ofbeldis- og óhæfuverka í
Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum
Palestínumanna.
Hamas-leiðtoginn, Mahmoud Abu
Hanoud, féll á föstudagskvöld ásamt
nánasta undirsáta sínum og bróður
hans þegar ísraelsk þyrla gerði eld-
flaugaárás á bifreið þeirra þar sem
þeir voru á ferð skammt frá bænum
Nablus. Var árásin í samræmi við þá
stefnu ísraelskra stjórnvalda að rétt-
lætanlegt sé að drepa þá menn, sem
bera ábyrgð á hryðjuverkum gegn
hermönnum og óbreyttum borgurum.
Ísraelar lýstu því yfir í gær að
Hamas-foringinn hefði verið drepinn
sökum þess að hann hefði staðið fyrir
hryðjuverkum í Ísrael og hefði haft
nýjar sjálfsmorðsárásir í undirbún-
ingi.
Lifði af tvö tilræði
Dauði Abu Hanoud er talinn mikið
áfall fyrir Hamas-hreyfinguna. Þótti
sýnt strax á föstudagskvöld að hans
yrði hefnt. Yfirlýsing í þá veru barst
síðan frá Hamas-samtökunum í gær-
morgun og var látið að því liggja að
hefndarinnar yrði ekki lengi að bíða:
„Hefnd fyrir píslarvotta okkar er
nokkuð, sem heyrir undir hernaðar-
arm okkar, en við vonum að svarið og
hin hörðu viðbrögð við þessum við-
urstyggilega glæp berist fljótt,“ sagði
í yfirlýsingu Hamas. Lýst var yfir
þriggja daga sorg og Palestínumenn
voru hvattir til að mæta ekki til vinnu.
Ísraelar höfðu áður reynt að ráða
Mahmoud Abu Hanoud af dögum. Í
fyrra voru þrír ísraelskir sérsveitar-
menn drepnir þegar þeir hugðust
handtaka hann á heimili hans skammt
frá Nablus. Abu Hanoud komst und-
an á flótta en var handtekinn af pal-
estínskum yfirvöldum. Í maí í ár
særðist hann þegar Ísraelar hefndu
sjálfsmorðsárásar með því að gera
loftárás á fangelsið þar sem hann var
geymdur. Ísraelar sögðu að eftir
árásina hefði honum verið sleppt.
Spenna fer ört vaxandi í Ísrael og á
svæðum Palestínumanna. Á föstudag
féllu sjö Palestínumenn í árásum
Ísraela og sama dag voru fimm ungir
palestínskir drengir bornir til grafar.
Sögðu fréttaskýrendur í gær að
spennan nú boðaði ekki gott fyrir við-
leitni Bandaríkjamanna til að hleypa
nýju lífi í friðarviðræður, en von er á
tveimur sérlegum fulltrúum banda-
rískra stjórnvalda á næstu dögum.
Hamas
boðar
hefndir
Jerúsalem. AP.
AP
Palestínumenn skoða í gærmorgun flak bifreiðar sem ísraelsk herþyrla gerði eldflaugaárás á skammt frá borginni Nablus á Vesturbakkanum á föstu-
dagskvöld. Í bílnum var Mahmoud Abu Hanoud, leiðtogi hernaðararms Hamas-samtakanna, ásamt næstráðanda sínum og bróður, og féllu þeir allir.
EITT til tvö þúsund hermenn úr
liði talibana í borginni Kunduz í
norðurhluta Afganistans létu vopn
sín af hendi til hersveita Norður-
bandalagsins í gærmorgun. For-
ingi í liði bandalagsins kvaðst bú-
ast við að allir hermenn talibana
hefðu gefist upp fyrir dagsetur.
Kunduz var síðasta vígi talibana
í norðurhluta landsins og hafði
Norðurbandalagið setið um borg-
ina í um tvær vikur. Fregnum bar
ekki saman um hvort erlendir
múslimar, hliðhollir hryðjuverka-
foringjanum Osama bin Laden,
hefðu verið meðal þeirra sem gáf-
ust upp í gærmorgun. AP-frétta-
stofan sagði að um sex hundruð
erlendir hermenn hefðu gefist upp
en fréttaritarar AFP og BBC
sögðu að svo virtist sem aðeins
væri um að ræða afganska talib-
ana.
Abdul Rashid Dostum, hershöfð-
ingi í her Norðurbandalagsins,
sagði á föstudagskvöld að samn-
ingar hefðu tekist við leiðtoga tal-
ibana í borginni um að þeir myndu
gefast upp og láta hina erlendu
hermenn af hendi. Tugir pallbíla,
herflutningabifreiða og skriðdreka
streymdu í gærmorgun út úr borg-
inni með hundruð talibana sem
samþykkt höfðu að láta vopn sín af
hendi. Haft var eftir nokkrum
þeirra að hundruð eða þúsundir
erlendra hermanna væru enn í
Kunduz og að þeir hygðust berjast
til síðasta manns. Samkvæmt AP
gekk nokkur fjöldi talibana til liðs
við heri Norðurbandalagsins og
hugðist taka þátt í árás á erlendu
hermennina sem eftir eru í borg-
inni.
Erlendu hermennirnir, sem
aðallega eru Pakistanar, arabar og
Tsjetsjenar, eru flestir taldir liðs-
menn al-Qaeda, hryðjuverkasam-
taka Osama bin Ladens. Leiðtogar
Norðurbandalagsins hafa oftsinnis
lýst því yfir að þeim verði ekki
gefin grið ef þeir nást á lífi og hafa
ýmsar mannúðarstofnanir látið í
ljósi áhyggjur af að fjöldamorð á
þeim séu yfirvofandi.
Talið er að um 100.000 óbreyttir
borgarar séu enn í Kunduz en þús-
undir hafa flúið borgina á síðustu
dögum.
Bangi, Kabúl. AFP, AP.
Mörg hundruð talibanar
gefast upp í Kunduz
HÆSTIRÉTTUR Wisconsin-ríkis
hefur staðfest úrskurð þess efnis að
níu barna faðir fari í fangelsi geti
hann fleiri börn.
Dómurinn í máli mannsins, David
Oakley, er endanlegur en það hefur
farið í gegnum öll stig dómskerf-
isins í þessu ríki Bandaríkjanna.
Oakley var dæmdur vegna van-
goldinna barnsmeðlaga, sem svara
til rúmlega 2,5 milljóna króna. Átta
ára fangelsisdómur var mildaður
og honum breytt í fimm ára skilorð.
Dómarinn tjáði Oakley að gæti
hann fleiri börn meðan á skilorðinu
stæði færi hann beina leið í „stein-
inn“. Sagði dómarinn að brotavilji
mannsins væri mjög einbeittur.
Oakley á níu börn á aldrinum
þriggja til sextán ára. Þau hefur
hann eignast með fjórum konum.
Fleiri börn þýðir fangelsisvist
Madison. AP.