Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gær nýtt frumvarp til laga um útflutning hrossa. Felur frum- varpið m.a. í sér þá meginbreyt- ingu frá gildandi lögum að lagt er til að hætt verði innheimtu gjalds af hverju útfluttu hrossi. „Gjaldið er nú 6.800 kr. af hverju hrossi og er fé það sem innheimtist notað til þess að greiða kostnað við heil- brigðisskoðun útflutningshrossa og útgáfu upprunavottorða. Því fé sem afgangs kann að verða er var- ið til útflutnings- og markaðsmála. Þá renna 5% af innheimtu gjaldi í stofnverndarsjóð skv. 15. gr. bún- aðarlaga,“ segir í greinargerð ráð- herra með frumvarpinu. Kostnaður við skoðun hækkað Í greinargerðinni segir m.a. að frá því að útflutningsgjaldið hafi síðast verið ákveðið sbr. lög nr. 15/ 1999 hafi kostnaður við skoðun á útflutningshrossum og útgáfu upp- runavottorða hækkað stórlega. „Er nú svo komið að lítið sem ekk- ert fé er eftir til ráðstöfunar vegna útflutnings- og markaðsmála. Rætt hefur verið um hækkun út- flutningsgjaldsins í því skyni að fá aukið fé til sameiginlegra mark- aðsaðgerða en eindregin andstaða hefur komið fram við þá hugmynd, bæði meðal hrossaútflytjenda og hrossabænda. Þegar svo er komið að útflutningsgjaldið hrekkur vart fyrir kostnaði við skoðun á útflutn- ingshrossum og útgáfu uppruna- vottorða og ekki er samstaða um það meðal hagsmunaaðila að afla með þessum hætti fjár til sameig- inlegra markaðsstarfa er vandséð hvaða tilgangi það þjónar að inn- heimta fé í sjóð til þess að greiða kostnað við skoðun á útflutnings- hrossum og útgáfu upprunavott- orða. Eðlilegt virðist að hrossaút- flytjendur greiði þennan kostnað milliliðalaust samkvæmt gjald- skrá.“ Upprunavottorð ítarlegra Önnur breyting sem frumvarpið kveður á um varðar heilbrigðis- skoðun útflutningshrossa. Er m.ö.o. lagt til að heilbrigðisskoðun útflutningshrossa, umfram ákveðna grunnskoðun á vegum hins opinbera, skuli vera sam- komulagsatriði milli kaupanda og seljanda. Þá er í frumvarpinu kveðið á um að öll útflutningshross skuli örmerkt eða frostmerkt. Þá er í frumvarpinu lagt til að upprunavottorð hesta verði mun ítarlegra en verið hefur og að „um verði að ræða eins konar vegabréf sem fylgi hrossinu ævilangt“. Er það í samræmi við þær skuldbind- ingar sem Ísland hefur tekið á sig sem upprunaland íslenska hestsins og kröfur sem gerðar eru til hrossa í helstu viðskiptalöndum. Að síðustu er í frumvarpinu gert ráð fyrir að áfram verði innheimt gjald í stofnverndarsjóð. Sam- kvæmt núgildandi lögum renna 5% af útflutningsgjaldi í stofnvernd- arsjóð en með frumvarpinu er lagt til að gjaldið nemi 500 kr. af hverju útfluttu hrossi. Frumvarp um útflutning hrossa Hætt verði við innheimtu 6.800 króna gjalds ERLENDUR ferðakostnaður aðal- skrifstofa ráðuneytanna jókst um 38,9 milljónir kr. eða um rúm 15% á seinasta ári, og nam samtals um 296 millj. kr., samkvæmt endurskoðun Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi ársins 2000. Mest aukning var hjá umhverfis- ráðuneytinu eða 6,3 millj. kr. hækk- un frá árinu á undan vegna aukins al- þjóðlegs samstarfs og alþjóða- samninga á sviði umhverfismála. Ferðakostnaður félagsmálaráðu- neytisins erlendis nam 10,5 millj. kr. og jókst um 46% milli ára, einkum vegna kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Fjármálaráðuneytið var eina ráðuneytið þar sem ferðakostnaður minnkaði á milli ára, skv. úttekt Rík- isendurskoðunar. Aðalskrifstofur ráðuneytanna fylgdu í meginatriðum settum reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferða erlendis, að því er segir í skýrslunni. Heildarrisnukostnaður ráðuneyt- anna lækkaði um 5,9 milljónir á síð- asta ári miðað við árið á undan og nam samtals 98,6 milljónum kr. Risnukostnaður fjögurra ráðu- neyta jókst þó milli ára, mest í utan- ríkisráðuneytinu eða um 9,8 millj. kr. einkum vegna 60 ára afmælis utan- ríkisþjónustunnar, að því er fram kemur í skýrslunni. Kostnaður vegna ferðalaga erlendis jókst um 39 millj. Fjármálaráðuneytið eina ráðuneytið þar sem ferðakostnaður minnkaði á milli ára VONIR standa til að hægt verði að finna 60 gráða heitt vatn á um þúsund metra dýpi í gömlu bor- holunni við Skiphella í Eyjum, en hópur frá Jarðborunum vinnur nú að hreinsun holunnar. Holan var boruð árið 1964 og er 1.564 metra löng og var á sínum tíma ein lengsta hola sem boruð hafði verið hér á landi. Þá var holan boruð til að finna kalt neysluvatn en aðeins náðist volgt saltvatn og því var hún aflögð. Nú standa vonir til þess að á 1.000 metra dýpi verði hægt að komast niður á vatnslag sem ligg- ur á milli jarðalaga á Suðurlandi og hefur fundist þar á um 600 metra dýpi. Reynist magnið vera nægjanlegt má nýta það til upp- hitunar með því að koma fyrir varmaskiptum eða varmadælum, þar sem 60 gráða vatn er ekki nægjanlega heitt. Morgunblaðið/Sigurgeir Leita að heitu vatni í gamalli borholu VEÐURSTOFAN varar við stormi eða meira en 20 m/s. norðaustan til á landinu og á miðhálendinu í nótt. Þá er spáð norðan og norð- vestan 13–18 m/s. í kvöld og nótt en 18–23 m/s. norðaustan til. Snjókoma eða él, einkum um norðaustanvert landið. Hiti kringum frostmark í dag en kólnandi veður í nótt. Á mánudag verða SA og A 8- 13 m/s. og él, einkum sunnan- og vestantil og hiti 0 til 3 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru allir helstu þjóðvegir landsins færir. Mjög víða eru þó hálkublettir á Suð- vestur-, Vestur- og Norðurlandi. Ekkert hefur verið hægt að fljúga til Ísafjarðar frá því á fimmtudag vegna veðurs. Ófært var í gærmorgun og átti að at- huga með flug þangað frá Reykjavík síðdegis í gær en ákvörðun hafði ekki verið tekin þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Að sögn starfsmanns Flug- félags Íslands á Ísafirði tók vind að lægja síðdegis á laugardag en enn var nokkur éljagangur sem gæti hamlað flugi áfram. Fært var á alla aðra áfangastaði innan- lands. Varað við stormi VALGARÐUR Valgarðsson, lögregluvarðstjóri í Hafnar- firði, sagði að skemmdarverk í Garðabæ hefðu verið með mesta móti í haust. Hann sagði að svo virtist sem þessi skemmdarfýsn kæmi í bylgj- um, en ástandið á Garðatorgi hefði t.d. verið slæmt fyrir 2–3 árum. Í haust hefði ástandið hins vegar versnað aftur. Valgarður sagði að almennt mætti segja að um væri að ræða virðingarleysi fyrir eign- um samborgaranna. Rúður hefðu verið brotnar, bílar risp- aðir o.s.frv. „Það voru t.d. brotnar tæp- lega tuttugu rúður í Flataskóla í síðustu viku og í október var gengið á marga bíla sem voru á bílastæði fyrir utan íþróttahús- ið Ásgarð og þeir rispaðir. Þetta er umtalsvert fjárhags- tjón sem af þessu hlýst,“ sagði Valgarður. Oft 2–3 sem draga vagninn Valgarður sagði að þessi mál væru til rannsóknar en grunur beindist að unglingum sem væru á mörkum þess að teljast lögráða. Oft væru 2–3 aðilar sem drægju vagninn en aðrir í hópnum fylgdu á eftir. Lög- reglan hefði rætt við bæjaryf- irvöld í Garðabæ, félagsmálayf- irvöld og skólastjórnendur um að reyna að taka á málinu og koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Það væri hins vegar nauðsynlegt að þeir sem bæru ábyrgð á skemmdunum fengju þau skilaboð að svona framkoma yrði ekki liðin og þeir yrðu með einhverjum hætti látnir bera ábyrgð á verknaðinum. Gunnlaugur Sig- urðsson, skólastjóri í Garða- skóla, sagði að skólayfirvöld í Garðabæ eins og öðrum bæjar- félögum reyndu að taka á ósæmilegri hegðun nemenda í samvinnu við lögreglu. Ef grunur vaknaði um að nemend- ur hefðu framið skemmdarverk væri þegar í stað haft samband við foreldra og ef um endurtek- in tilvik væri að ræða væri haft samband við félagsmála- og barnaverndaryfirvöld. Gunnlaugur sagði að það væri ekki stór hópur sem stæði fyrir skemmdarverkum og það mætti ekki gleyma því að lang- stærstur hluti unglinga ynni gott starf innan og utan veggja skólans. Grunur um skemmdarverk unglinga í Garðabæ Bílar rispaðir og rúður brotnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.