Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 11 afar mikilvægt. „Þá höldum við þekk- ingunni. Þessir menn stofnuðu fyrir- tækið og þekkja alla hluti út og inn. Þeir verða með okkur í áframhald- andi uppbyggingu og það léttir auð- vitað af okkur ákveðinni pressu. Gerir okkur kleift að vera rólegri og minnk- ar líkurnar á því að við gerum mis- tök.“ Lýður bætir við að miklu máli skipti að þarna sé um að ræða eina fjölskyldu. „Stundum koma fjárfestar inn í svona fyrirtæki í dag, reyna að græða strax á morgun og vilja svo selja sinn hlut hinn daginn. Hér er ekki um slíkt að ræða. Fjölskyldan fjárfestir í Bakkavör fyrir tvo millj- arða og menn hafa nú lyft brúnum yf- ir minni erlendri fjárfestingu á Ís- landi en það! Jafnvel beygt sig í duftið og gefið mönnum afslátt af hinu og þessu.“ Bræðurnir segja breytinguna sem orðið hefur á viðskiptaumhverfinu hérlendis undanfarin ár mjög þýðing- armikla. „Ríkisstjórnin hefur gert umhverfið miklu betra og meira að- laðandi. Tillögur að breytingum á lög- um um gerð ársreikninga sem liggja fyrir, að við megum gefa upp í er- lendri mynt og fáum líka vonandi að færa hlutafé okkar í erlendri mynt, eru til dæmis mjög mikilvægar.“ Þeir nefna einnig verðbólgureikn- ingsskil „sem er nánast ómögulegt að útskýra fyrir Íslendingum hvað þá út- lendingum“. Og svo fjármagnstekju- skatt. „Hér borga menn hvorki of lág- an né háan fjármagnstekjuskatt. Hann er sanngjarn. Þess vegna er undarlegt að sumir vaði fram á sviðið og heimti að skattleggja eigi fjár- magnstekjur um 40%, hvort sem menn búa hér á landi eða ekki. Það er- lenda fólk sem á í Bakkavör borgar skatta af arði sínum á Íslandi því hann er greiddur út hér. En ef menn eiga að fara að borga 40% skatt, eins og þeir búi í landinu og njóti allrar þjón- ustu, mun aldrei neinum detta í hug að fjárfesta hérlendis,“ segir Lýður. Hvaða kreppa? Þeir bræður undrast krepputalið á Íslandi um þessar mundir. „Menn geta talað sig inn og út úr kreppu,“ segir Ágúst og bætir við: „Í dag eru verðmæti í sjávarafla meiri en nokkru sinni; þetta er aðalatvinnugrein þjóð- arinnar. Hér er metár í ferðaþjónustu – að vísu bara til 11. september, og ál- ver hafa aldrei skilað meiri hagnaði.“ Lýður botnar: „Norðurálsmenn bíða eftir að fá að fjárfesta meira,“ og þeir spyrja nánast einum rómi: „Af hverju erum við að fara inn í kreppu? Þetta er bara spurning um tilfinn- ingu! Það er búið að segja mönnum að það eigi að vera kreppa.“ Þeir nefna að þó ýmsir hafi tapað á hlutabréfamörkuðunum sé efnahagur á Íslandi alveg glimrandi góður í grundvallaratriðum. „Hér var ofsaleg bjartsýni, menn græddu ekki eins og þeir ætluðu og hafa tapað á hlutabréf- um. En menn verða bara að læra af þessu. Vissulega hefur hér verið við- skiptahalli, háir vextir, krónan veik og of mikil verðbólga, en samt sem áður eru undirstöðuatriðin góð. Þetta er ekki eins og 1967 þegar síldarstofninn hrundi. Þá hvarf grunnurinn; fiskur- inn fór,“ segir Ágúst. Samningurinn sem þeir voru að gera um kaup á KFF byggist á göml- um, góðum gildum eins og þeir orða það: „Að framleiða vöru og selja hana á hærra verði en það kostar að fram- leiða hana.“ Þær raddir hafa heyrst í þjóðfélag- inu síðustu daga að fall krónunnar tengist samningi bræðranna um kaup á KFF en þeir vísa því á bug. „Við sverjum allt slíkt gjörsamlega af okk- ur. Við vorum búnir að verja okkur og selja krónur fyrir pund áður en við sögðum frá þessum samningi,“ segir Lýður og Ágúst ítrekar að þetta sé á misskilningi byggt: „Á föstudeginum vorum við búnir að ganga frá öllum gjaldeyrisviðskiptum út af þessum kaupum og það var áður en nokkur hafði spurnir af þessu. Það var ein- mitt gert til þess að þetta myndi síður koma krónunni við. Við viljum ekki verða til þess að fella hana.“ 50% fjölgun í höfuðstöðvunum! Höfuðstöðvar Bakkavör Group eru í Kaupmannahöfn og búa þeir bræður þar og í Reykjavík en kusu að hafa að- setur í Kaupmannahöfn því það er landfræðilega hentugt. „Það að fara að morgni frá Íslandi og koma aftur að kvöldi er frekar erfitt en þarna náum við að keyra til Svíþjóðar og Hamborgar eða fljúga til Parísar og koma heim aftur sama dag,“ segir Lýður og þeir eru sammála um að þetta fyrirkomulag sé gott fyrir fjöl- skyldulífið. Fjórir starfsmenn hafa til þessa verið í höfuðstöðvum Bakkavör Group í Kaupmannahöfn, að bræðr- unum meðtöldum. Því er vart hægt að segja að yfirbyggingin hafi verið mik- il, en Lýður upplýsir að nú hyggist þeir fjölga um heil 50% á skrifstof- unni. Starfsmönnum muni fjölga úr fjórum í sex! „Það er aðallega vegna þess hve erlendu bankarnir, sem við sömdum við vegna kaupanna á KFF, gera miklar kröfur til upplýsingagjaf- ar.“ Bankarnir sem hér um ræðir eru tveir þeir stærstu í Evrópu, HSBC og Royal Bank of Scotland, auk Bank of Scotland, sem ku vera sá sjöundi stærsti í álfunni. Þeir lána Bakkavör Group alls 12,3 milljarða króna og endurfjármagna jafnframt allar skuldir fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum. „Við segjum þar með upp viðskiptum við alla banka á Íslandi, nema hvað Bakkavör Ísland verður vitaskuld áfram í viðskiptum hér. Dótturfélögin eru í viðskiptum við banka hvert í sínu heimalandi.“ Þeir bræður segjast mjög stoltir af því að hafa náð samningum við um- rædda banka. „Það eru að sjálfsögðu engin veð eða fasteignir til fyrir þess- um lánum en bankarnir sjá bara að reksturinn gefur vel af sér; þess vegna treysta þeir sér til að lána okk- ur þessa 12,3 milljarða til sjö ára,“ segir Ágúst. Þeir telja það merkilegan áfanga að íslenskt fyrirtæki hafi náð að semja við þessa banka. „Þegar við viljum gera eitthvað meira ættum við að njóta trausts bankanna. Núna löbb- uðum við inn – einhverjir tveir guttar – og enginn þekkti okkur neitt! Enda var nánast farið í persónunjósnir um okkar hagi til að kanna hverjir við værum!“ Skömmu fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september voru þeir nálægt því að ganga frá samningi við Commerzbank í Þýskalandi um fjármögnun kaupanna á KFF. Það var í gegnum útibú bankans í London, en Þjóðverjarnir drógu sig algjörlega út úr verkefninu eftir tíðindin hörmu- legu vestan hafs. „Þeir voru með 300 starfsmenn í turnunum og lokuðu Lundúnaútibúinu sínu í kjölfarið. Við vorum þar með aftur á byrjunarreit.“ Samrýndir Þeim finnst starfið mjög skemmti- legt og segja raunar að annars gengi dæmið ekki upp hjá þeim. „Þetta er þess eðlis að menn verða að gefa sig alla í verkefnið til að reksturinn gangi. Annaðhvort eru menn á fullu í þessu eða alls ekki,“ segir Ágúst og segir viðskiptin ekki frábrugðin öðru þar sem menn vilja ná árangri. „Ann- aðhvort setja menn sér markmið til langs tíma eða verða aldrei í fyrsta sæti. Þetta er alveg eins og í íþrótt- unum. Menn verða aldrei í toppformi ef þeir leggja ekki hart að sér.“ Blaðamaður lýsir þeirri skoðun sinni að bræðurnir virðist í toppformi! „Já, við eigum svo góðar fjölskyld- ur, sem leyfa okkur að standa í öllu þessu brölti,“ segir Lýður. Eiginkona hans er Guðrún Eyjólfsdóttir og eiga þau soninn Alexander, sem varð tveggja ára í fyrradag. Eiginkona Ágústar er Þuríður Reynisdóttir og eru þau barnlaus. Hvað með frístundir; þekkja þeir bræður það orð? Ágúst segist hafa verið mikið til fjalla, var leiðsögumaður „í gamla daga“ og fer reyndar ennþá eina bak- pokaferð á ári sem slíkur fyrir vini sína sem reka fyrirtæki, „til þess að fá loft í lungun.“ Þau Þurí, eins og hann kallar kon- una sína, hafa auk þess talsvert verið á gönguskíðum og stundað fjalla- mennsku. Lýður nefnir einnig ferðalög þegar frístundir ber á góma, „en við konan mín höfum frekar lagt land undir fót og ferðast um framandi álfur; Suður- Ameríku og Asíu. Enda segjum við það stundum bræður að þegar við eigum frí er gott að vera langt hvor frá öðrum! Við bjuggum í sömu blokkinni í Grafar- vogi í sex ár, alveg þar til við fluttum til Danmerkur fyrr á þessu ári.“ Bræðurnir hafa forðast sviðsljósið til þessa. Segjast hafa lítinn áhuga á að vera áberandi – kjósi þess í stað að láta verkin tala. „Eftir samninginn í vikunni verður fyrirtækið okkar með- al fimm stærstu á landinu, hvort sem litið er á hagnað, veltu eða starfs- mannafjölda, og því fylgir að vera í umræðunni núna en það sem skiptir mestu máli er að ég tel samninginn koma sér mjög vel fyrir Ísland,“ segir Lýður. Íslenska starfsmenn Bakkavör Group erlendis má telja á fingrum annarrar handar; það eru bræðurnir, skrifstofustúlka í Danmörku og tveir starfsmenn í Svíþjóð. Stefna þeirra er nefnilega að reka staðbundin fyrir- tæki á hverjum stað, lókal-fyrirtæki eins og það er kallað á útlensku. „Bakkavör France er ofboðslega franskt fyrirtæki, og Bakkavör Swed- en svakalega sænskt.“ Mikilvægt sé að fyrirtækin séu staðbundin, því við- skiptamenningin sé svo misjöfn milli landa. Í lagi fyrst Íslendingar stjórna Bræðurnir funda með stjórnendum allra dótturfyrirtækja Bakkavör Group fjórum sinnum á ári. „Kann- astu við brandarana um Bandaríkja- manninn, Rússann og svo framvegis? Fundirnir eru nokkurn veginn svo- leiðis! Rígurinn á milli landanna er mikill og við segjum stundum að eina ástæðan fyrir því að dæmið gangi sé að Íslendingar stjórni. Það væri von- laust ef Frakki ætti að stjórna Þjóð- verja og Breta,“ segir Ágúst en Lýður segir að þrátt fyrir þetta fljúgi brand- arar á fundunum og stemmningin sé góð. Þannig að íbúum stórra þjóða á borð við Þýskaland, Frakkland, Pól- land og Bretland finnst ekkert at- hugavert við að tveir ungir menn frá Íslandi skuli vera að stjórna þeim? „Maður þarf að sanna sig í þessu eins og öllu öðru,“ segir Ágúst. „Þeg- ar við keyptum fyrirtækið í Svíþjóð, sem var miklu stærra en okkar, mættum við heilmikilli tortryggni; fólk skildi ekki hvernig einhverjir jólasveinar ofan af Íslandi ætluðu að fara að stjórna þarna. Svo ávinnur maður sér bara traust.“ Bræðurnir sem slógust sem hund- ur og köttur í æsku standa nú eins og klettar saman í fyrirtækinu. „Við kláruðum slagsmálin vel fyrir tvítugt og samstarfið hefur verið einstaklega gott síðan. Við lærðum að tala út um hlutina á sínum tíma og gerum það enn,“ segir annar bróðirinn. Þeir leggja áherslu á að stundum greini þá á um leiðir en aldrei um markmið. „Velgengni okkar byggist ekki á göldrum, ekki á tilviljunum og ekki á heppni. Hún byggist á seiglu, góðu starfsfólki, því að hafa markmiðin í lagi og á mikilli vinnu,“ segir Ágúst. og starfi Morgunblaðið/Þorkell              skapti@mbl.is ’ „Velgengni okkarbyggist ekki á göldr- um, ekki á tilvilj- unum og ekki á heppni. Hún byggist á seiglu, góðu starfs- fólki, því að hafa markmiðin í lagi og á mikilli vinnu.“ ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.