Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 17
Ágæti Íslendingur!
VEIST ÞÚ:
-Að SÁÁ hefur byggt upp árangursríkt meðferðarprógramm
fyrir alkóhólista og fíkniefnaneytendur sem vakið hefur
athygli víða í Evrópu.
- Að fyrirtæki og stofnanir hafa endurheimt starfsmenn sína
tvíeflda til baka úr meðferð, sem þeir hafa þurft að fara í.
- Að það er mikill fjárhagslegur hagnaður fyrir fyrirtæki,
stofnanir og bæjarfélög að fá góða einstaklinga edrú til baka
úr meðferð hjá SÁÁ.
- Að það léttir mjög á heilbrigðiskerfinu ef einstaklingar eru
allsgáðir.
- Að það léttir á lögreglunni, fangelsunum og dómskerfinu
almennt, ef einstaklingar hafa farið í meðferð, meðferð sem
gefur góða raun og skilar árangri.
- Að ein mesta hamingja sem fjölskyldunni hlotnast er þeg-
ar sá sem fer út af sporinu vegna ofnotkunar á áfengi eða
vímuefnum, kemst á rétta sporið að nýju.
Nú um þessar mundir er vegið alvarlega að starfsemi samtakanna vegna fjársveltis.
Þetta er málaflokkur sem snertir næstum hvern einasta Íslending beint eða óbeint.
Nú dugar ekkert tómlæti eða sú hugsun að „mér komi þetta ekki við“, því sjúkdómur
þessi fer ekki í manngreinarálit, spyr ekki að stétt, efnum o.s.frv. Hann er alltaf fyrir
hendi „alls staðar“, ef ekki er unnið markvisst í að halda honum niðri. Til þess þarf
mjög öflugt tæki, tæki eins og SÁÁ.
„Ef þú ert sama sinnis og við, þá skorum við á þig, þinn vinnustað og/eða fyrirtæki,
sveitarfélag þitt og síðast en ekki síst ríkisvaldið að STYÐJA FJÁRHAGSLEGA við bak-
ið á SÁÁ, (Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann), annað hvort
með beinum framlögum á reikning Samtakanna í Búnaðarbanka - austurbæ
(0303-26-58002), eða gerast félagi í SÁÁ, (sími 530 7600 á skrifstofutíma).
Oft var þörf - nú er nauðsyn!“