Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 19
Síðumúla 35, s. 553 3770.
Opið mán.-fös. 10-18
laugard. 11-13
FULLT
AF
NÝJUM
BÚTASAUMSEFNUM
EINNIG
NÝ
FLÓNELEFNI
NÝJAR
BÆKUR
SKRÁNINGARGJALD og trygging
verður innheimt af birgjum áfengis í
viðskiptum við Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins, samkvæmt stjórn-
arfrumvarpi sem lagt hefur verið
fram á Alþingi. Frumvarpið er til
breytinga á lögum um verslun með
áfengi og tóbak.
Í frumvarpinu er lagt til að Áfeng-
is- og tóbaksverslun ríkisins inn-
heimti skráningargjald vegna kostn-
aðar stofnunarinnar við reynslusölu
á vörum frá áfengisbirgjum. Jafn-
framt er lagt til í frumvarpinu að
áfengisbirgjar leggi fram 40.000 kr.
tryggingu sem þeir fá endurgreidda
komist varan í kjarna. Þær söluteg-
undir áfengis sem skráðar eru til al-
mennrar ótímabundinnar sölu í flest-
um vínbúðum Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins hverju sinni eru í
sérstökum kjarna. Stofnunin hefur
þó tímabundið í reynslusölu söluteg-
undir sem ekki hafa áunnið sér rétt
til sölu í kjarna. Slíkar vörur sem
flokkast í reynsluflokk færast í
kjarna nái þær ákveðnu hlutfalli á
þeim tíma sem reynslusala stendur.
„Um 300 sölutegundir eru teknar
til reynslusölu á ári og er langur bið-
listi yfir skráðar vörur til reynslu-
sölu eða um 2.500 sölutegundir. Bor-
ið hefur á því að birgjar skrái fjölda
tegunda eða jafnvel allar söluteg-
undir frá tilteknum framleiðanda án
þess að ætlunin sé að koma öllum
tegundum í sölu. Þetta fyrirkomulag
kostar mikla vinnu hjá Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins auk þess sem
slíkt fyrirkomulag tefur fyrir öðrum
sölutegundum á skrá. Með því að
mæla fyrir um 5.000 kr. skráning-
argjald og 40.000 kr. tryggingu til
þess að vara komist úr reynslusölu
og í kjarna verður vöruval Áfengis-
og tóbaksverslunar ríkisins mark-
vissara jafnframt því að standa undir
kostnaði stofnunarinnar við ofan-
greinda reynslusölu. Er þetta fyrir-
komulag því bæði stofnuninni sjálfri
og birgjum til hagsbóta,“ segir í at-
hugasemdum með frumvarpinu.
Reynslusala áfengis hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
Innheimt verði trygging og
skráningargjald af birgjum
HÆSTIRÉTTUR fellst ekki á að ís-
lenskur skíðamaður beri einn ábyrgð
á árekstri við íslenska skíðakonu í
brekku við skíðabæinn Kitzbühel í
Austurríki. Rétturinn skipti sök til
helminga og dæmdi manninn til að
greiða konunni um 1,3 millj. króna.
Maðurinn og konan voru saman í
skíðaferð í Austurríki ásamt fleira
fólki í febrúar 1996. Þau rákust sam-
an í skíðabrekku með þeim afleiðing-
um að hún hlaut slæmt brot á hægri
sköflungi og meiðsli á öxl. Varanleg
örorka hennar er metin 25%.
Konan sagði manninn hafa skíðað
á eftir sér niður brekkuna og ekki
sýnt næga aðgæslu.
Hæstiréttur vísaði til þess að eng-
in vitni voru að slysinu og konunni
hafði ekki tekist að sanna að mað-
urinn bæri einn alla sök á því.
Hæstiréttur taldi þau bera jafna
sök og var maðurinn dæmdur til að
greiða henni 1,3 milljónir króna í
bætur.
Bætur vegna
áreksturs
á skíðum