Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 19 Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. 10-18 laugard. 11-13 FULLT AF NÝJUM BÚTASAUMSEFNUM EINNIG NÝ FLÓNELEFNI NÝJAR BÆKUR SKRÁNINGARGJALD og trygging verður innheimt af birgjum áfengis í viðskiptum við Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, samkvæmt stjórn- arfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Frumvarpið er til breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í frumvarpinu er lagt til að Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins inn- heimti skráningargjald vegna kostn- aðar stofnunarinnar við reynslusölu á vörum frá áfengisbirgjum. Jafn- framt er lagt til í frumvarpinu að áfengisbirgjar leggi fram 40.000 kr. tryggingu sem þeir fá endurgreidda komist varan í kjarna. Þær söluteg- undir áfengis sem skráðar eru til al- mennrar ótímabundinnar sölu í flest- um vínbúðum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins hverju sinni eru í sérstökum kjarna. Stofnunin hefur þó tímabundið í reynslusölu söluteg- undir sem ekki hafa áunnið sér rétt til sölu í kjarna. Slíkar vörur sem flokkast í reynsluflokk færast í kjarna nái þær ákveðnu hlutfalli á þeim tíma sem reynslusala stendur. „Um 300 sölutegundir eru teknar til reynslusölu á ári og er langur bið- listi yfir skráðar vörur til reynslu- sölu eða um 2.500 sölutegundir. Bor- ið hefur á því að birgjar skrái fjölda tegunda eða jafnvel allar söluteg- undir frá tilteknum framleiðanda án þess að ætlunin sé að koma öllum tegundum í sölu. Þetta fyrirkomulag kostar mikla vinnu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auk þess sem slíkt fyrirkomulag tefur fyrir öðrum sölutegundum á skrá. Með því að mæla fyrir um 5.000 kr. skráning- argjald og 40.000 kr. tryggingu til þess að vara komist úr reynslusölu og í kjarna verður vöruval Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins mark- vissara jafnframt því að standa undir kostnaði stofnunarinnar við ofan- greinda reynslusölu. Er þetta fyrir- komulag því bæði stofnuninni sjálfri og birgjum til hagsbóta,“ segir í at- hugasemdum með frumvarpinu. Reynslusala áfengis hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Innheimt verði trygging og skráningargjald af birgjum HÆSTIRÉTTUR fellst ekki á að ís- lenskur skíðamaður beri einn ábyrgð á árekstri við íslenska skíðakonu í brekku við skíðabæinn Kitzbühel í Austurríki. Rétturinn skipti sök til helminga og dæmdi manninn til að greiða konunni um 1,3 millj. króna. Maðurinn og konan voru saman í skíðaferð í Austurríki ásamt fleira fólki í febrúar 1996. Þau rákust sam- an í skíðabrekku með þeim afleiðing- um að hún hlaut slæmt brot á hægri sköflungi og meiðsli á öxl. Varanleg örorka hennar er metin 25%. Konan sagði manninn hafa skíðað á eftir sér niður brekkuna og ekki sýnt næga aðgæslu. Hæstiréttur vísaði til þess að eng- in vitni voru að slysinu og konunni hafði ekki tekist að sanna að mað- urinn bæri einn alla sök á því. Hæstiréttur taldi þau bera jafna sök og var maðurinn dæmdur til að greiða henni 1,3 milljónir króna í bætur. Bætur vegna áreksturs á skíðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.