Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
UGMYNDIR vinnuhóps á
vegum menntamálaráðu-
neytisins um hagræðingu og
niðurskurð hjá Ríkisútvarp-
inu hafa sannarlega orðið til-
efni umhugsunar og um-
ræðna.
Lagt er til að framleiðsla á innlendu dag-
skrárefni verði minnkuð stórlega eða henni
hætt algjörlega og í stað þess rétti RÚV úr
kútnum með því að auka hlutfall erlends efnis
í dagskránni og fjölga endursýningum. Inn-
lend dagskrárgerð er greinilega stærstur
þyrnir í augum þeirra sem skoða bara kostn-
aðartölur, þar sem vissulega kostar meira að
framleiða eigið efni en endurvarpa efni sem
framleitt er fyrir alþjóðlegan markað. Ennþá
ódýrara er svo að endursýna erlenda efnið
eins oft og þurfa þyk-
ir. Endursýningar á
innlendu efni kosta
nefnilega sitt, því þá
þarf að greiða eig-
endum höfund-
arréttar ákveðið hlut-
fall af upphaflegri
höfundargreiðslu samkvæmt samningum sem
gerðir hafa verið þar um.
A
f innlendu sjónvarps- og útvarpsefni
er leikið efni dýrast í framleiðslu þótt
ekki sé alltaf mikið í lagt enda hefur
Sjónvarpið aldrei náð þeim áfanga í 35
ára sögu sinni að halda úti samfelldri fram-
leiðslu yfir lengra tímabil og geta skipulagt
hagkvæmt framleiðsluferli á leiknu efni. Slík
framleiðsluhagræðing hefur hins vegar mótast
og þróast afburðavel hjá Útvarpsleikhúsinu.
Í tillögum vinnuhópsins er lagt til að hætt
verði framleiðslu á leiknu efni fyrir hljóð-
varpið. Með því er vegið að einum þeirra horn-
steina sem Ríkisútvarpið hefur hvílt á um ára-
tugaskeið og jafnframt kippt fótum undan
þeim þroska sem útvarpsleikritun og útvarps-
leiklist hefur náð undir stjórn þeirra Maríu
Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnanda Út-
varpsleikhússins (1991–1999), og nú Hallmars
Sigurðssonar sem tók við af henni í ársbyrjun
1999. Útvarpsleikhúsið hefur um nær 10 ára
skeið verið vettvangur ungra og upprennandi
höfunda í bland við eldri og reyndari þar sem
frumraunir hafa verið reglulegur viðburður á
dagskránni; höfundar hafa slitið barnsskónum
á „fjölum“ Útvarpsleikhússins og komið vel
skæddir til leiks í leikhúsum borgarinnar.
E
nnfremur hefur Útvarpsleikhúsið verið
mikilvægur starfsvettvangur fyrir
hverja kynslóð leikara og leikstjóra af
annarri. Sem skapandi starfsvett-
vangur fyrir fjölda listamanna hefur Útvarps-
leikhúsið í rauninni verið rekið fyrir ótrúlega
lítið fé, undanfarin ár hefur fjárhagsrammi
þessi takmarkast við tæpar 30 milljónir og
hafa um 80% þeirra fjármuna verið laun til
innlendra listamanna. Í þessu sambandi er
vert að hafa í huga að útvarpsleiklist er þrátt
fyrir allt ódýrasta birtingarform leiklistar sem
fyrirfinnst ef á annað borð er gengið útfrá því
að allir fái samningsbundin laun fyrir framlag
sitt. Þessu til staðfestingar nægir að nefna á
síðasta ári frumflutti Útvarpsleikhúsið 16 leik-
rit eftir jafnmarga höfunda og á þessu stefnir í
að ný íslensk leikrit verði enn fleiri og vekur
furðu hvað hægt er að gera fyrir þessa litlu
fjármuni. Þó er greinilegt að höfundum eru
settar nokkuð þröngar skorður, verkin eru
stutt og fámenn, en engu að síður eru þetta
fullboðleg ný íslensk leikrit.
V
innuhópurinn sem skilar áliti sínu
horfir til þess efnis sem ódýrast er í
innkaupi og miðar tillögur sínar við
það. Með þessu skilgreinir hópurinn í
raun eðli Ríkisútvarpsins, annars vegar sem
fréttamiðils og hins vegar sem afþreying-
arstöðvar. Sameining fréttastofanna á að auka
hagræðingu á því sviði og erlenda efnið á að
fylla í dagskrárgötin á milli fréttatímanna.
Í þessu felst yfirgengilegt metnaðarleysi
fyrir hönd Ríkisútvarpsins og ennfremur full-
komið skilningsleysi á menningarlegu hlut-
verki stofnunarinnar. Spyrja má hvort vinnu-
hópnum hafi yfirhöfuð verið falið að gera
tillögur í þessa veru; tillögur sem vega beint
að rótum stofnunarinnar og eru umfram allt
dagskrármótandi. Því hvað er hljóðvarp og
sjónvarp annað en dagskráin sem þar er flutt?
Að manni hefur reyndar stundum hvarflað
sú hugsun að stjórnendur RÚV hugsi ekki um
hljóðvarpið og sjónvarpið sem fjölmiðil fyrst
og fremst, heldur sem stofnun sem reka þurfi
hvað sem tautar. Mætti þá jafnvel sjá fyrir sér
tillögugerð í þá veru að eina leiðin til að skila
rekstri stofnunarinnar hallalausum væri að
skera dagskrána niður með öllu.
E
ina færa leiðin fyrir Ríkisútvarpið,
hljóðvarp og sjónvarp, eftir að tekju-
stofnar þess hafa verið endanlega
ákvarðaðir og rekstrarformið fært til
nútímans, er að leggja alla áherslu á nýsköpun
í dagskrá, framleiðslu innlends efnis. Með því
yrði tilveruréttur RÚV staðfestur með óyggj-
andi hætti og sérstaða þess á íslenskum ljós-
vakamarkaði ótvíræð.
Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu stór-
felldar breytingar hafa orðið í fjölmiðlaum-
hverfi landsins og heimsins alls á und-
anförnum tveimur áratugum. Ríkisútvarpið
hefur ekki fylgt þessum breytingum eftir með
breytingum á dagskrárstefnu sinni heldur sí-
fellt reynt að halda í upprunalegt hlutverk sitt
með örvæntingarfyllri hætti. Tilkoma Rásar
tvö er í raun eina marktæka breytingin sem
orðið hefur dagskrárstefnunni á þessum tíma.
Aðrar breytingar sem orðið hafa á dagskrá
beggja rásanna – og einnig Sjónvarpsins –
hafa verið innan þess ramma sem mótaður var
löngu fyrr og er fyrir löngu genginn sér til
húðar.
D
agskrárstefna vinnuhópsins er fólgin
í að leggja til að RÚV sjái lands-
mönnum fyrir sem ódýrastri erlendri
afþreyingu í sjónvarpi og tónlist-
arflutningi í hljóðvarpi. Þetta er hlutverk sem
ríkisfjölmiðill þarf ekki og á ekki að gegna í
því samfélagi sem við búum í. Hér hafa á ann-
an áratug verið einkareknar sjónvarps- og út-
varpsstöðvar sem hafa fleytt sér áfram á slíku
efni og skammsýni þeirra sem ráðið hafa ferð-
inni hjá RÚV – sérstaklega Sjónvarpinu – hef-
ur verið fólgin í því að keppa við einkastöðv-
arnar á þessum vettvangi í stað þess að sýna
yfirburði sína til að framleiða metnaðarfullt,
innlent og menningarlegt efni. Rétt að taka
fram að ástæðulaust er að leggja að jöfnu leið-
inlegt efni og menningarlegt. Efni sem fram-
leitt er undir ofangreindum formerkjum verð-
ur sjálfkrafa metnaðarfullt, innlent að
sjálfsögðu og menningarlegt af sjálfu leiðir.
Best að sleppa dagskránni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvað er hljóðvarp og sjónvarp annað en dagskráin sem þar er flutt?
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
HRAFNHILDUR Sigurðardótt-
ir hefur uppi hressileg og vel valin
aðfaraorð að sýningu sinni í Lista-
safni Kópavogs. Hún gerir sér
mjög góða grein fyrir kjarna þeirr-
ar vinnu sem á sér stað þegar hlut-
irnir eru búnir til. Endurtekning
og fjölföldun eru orðin sem Hrafn-
hildur notar til að lýsa kvenlegum
athöfnum við vefnað og reyndar
aðra listiðju. Að vísu má segja að
þetta séu engu síður athafnir karla
við hvaðeina sem þeir taka sér fyr-
ir hendur.
Það er spurning hvort Hrafn-
hildur hefur haft orðaforða Walt-
ers heitins Benjamin í huga þegar
hún nefndi endurtekningu og fjöl-
földun, því þau voru meðal uppá-
haldshugtaka hans, einkum þegar
hann fjallaði um handverk og listir.
Endurteknar hreyfingar eru mjög
mikilvægar í listum og fjölföldun
athafna er uppistaðan í mótun
allra verka. Jafnvel þegar lista-
menn leggja stund á hugmyndlist
þar sem þeir koma varla nálægt
útfærslunni er endurtekningin eitt
mikilvægasta auðkennið á fram-
setningu þeirra.
Það sem er hvað skemmtilegast
við sýningu Hrafnhildar er lauflétt
grimmdin í framsetningu hennar
og skýrleikinn í einföldum verk-
unum. Án þess að flækja hlutina
um of býr hún til net sem hafa til
að bera sterk þrívíddareinkenni og
þar með óvenjumikla nærveru.
Hún hengir sig hvergi í sjálfan
vefnaðinn heldur nýtir sér hann til
að ná fram listrænu takmarki sem
virðist öldungis óháð efniviðnum.
Vissulega má kalla handtök
Hrafnhildar endurteknar hreyfing-
ar en hún fylgir þeim eftir með
hugsun sem virðist laus við allan
vana. Útkoman sveiflast milli sér-
kennilegrar fegurðar netverkanna
og ærslafullrar framsetningar
gólfverksins Rúllupylsa og slátur,
úr flís og fiðri. En einmitt með
þeim andstæðum sannar Hrafn-
hildur að listrænn árangur tengist
skapsmunum; óþoli eða pirringi;
rétt eins og Wagner orðaði það í
framhaldi af lestri sínum á Scho-
penhauer. Án skaps er varla til
sköpun.
Um það snýst þessi sýning.
Endurtekið efni
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs
Til 2. desember. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 11 –17.
BLÖNDUÐ TÆKNI HRAFNHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR
Frá sýningu Hrafnhildar Sigurðardóttur í Listasafni Kópavogs.
Halldór Björn Runólfsson
Í TILEFNI yfirlitssýningar
Listasafns Íslands á verkum
Gunnlaugs Schevings verður
efnt til
kvöld-
vöku í
safninu á
þriðju-
dags-
kvöldið
þar sem
Matthías
Johann-
essen
mun
segja frá
Gunnlaugi og kynnum sínum
af honum.
„Ég hef verið beðinn að
lesa úr bók minni um Gunn-
laug og ef tilefni gefst til mun
ég einnig segja eitthvað af
kynnum okkar og samtölum,“
sagði Matthías í samtali við
Morgunblaðið.
Yfirlitssýningunni í Lista-
safni Íslands lýkur 9. desem-
ber.
Sagt frá
Gunnlaugi
Scheving
Matthías
Johannessen
Gunnlaugur Scheving:
Skammdegisnótt, 1954.
SÖNGSVEITIN Fílharmónía
hefur opnað vefsíðu á slóðinni
www.filharmonia.mi.is. Á síð-
unni birtast upplýsingar um
það sem er á döfunni hjá kórn-
um hverju sinni. Söngsveitin
Fílharmónía var stofnuð árið
1959 í þeim tilgangi að flytja
stór kórverk með hljómsveit
og einsöngvurum.
Á vefsíðunni er yfirlit yfir
öll verk sem söngsveitin hefur
flutt á fjörutíu ára ferli auk
þess sem getið er annarra
flytjenda sem og stjórnanda
hverju sinni. Þá er á síðunni
grein eftir Baldur Sigfússon
sem hann skrifaði á 40 ára af-
mæli Söngsveitarinnar en
Baldur hefur starfað lengst og
mest allra félaga með henni.
Hið næsta á döfinni eru að-
ventutónleikar Söngsveitar-
innar í Langholtskirkju 5., 6.
og 9. desember. Þar verður
Sigrún Hjálmtýsdóttir ein-
söngvari auk þess sem kamm-
ersveit leikur í nokkrum verk-
anna sem flutt verða.
Stjórnandi er Bernharður
Wilkinson.
Miðasala er hafin í Bókabúð
Máls og menningar á Lauga-
vegi 18 og kostar miðinn 1.800
kr.
Ný
vefsíða
Fílharm-
óníu