Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 29

Morgunblaðið - 25.11.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 29 www.lipfinity.com BYLTINGARKENND NÝJUNG Helst á lengur en nokkur annar varalitur Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf í eftirtöldum verslunum Lyfju: LÁGMÚLA mánudagur 26/11 kl. 14-18 LAUGAVEGI þriðjudagur 27/11 kl. 14-18 GARÐATORGI miðvikudagur 28/11 kl. 14-18 SETBERGI fimmtudagur 29/11 kl. 14-18 SMÁRATORGI föstudagur 30/11 kl. 14-18 SMÁRALIND laugardagur 1/12 kl. 12-16 GRINDAVÍK föstudagur 2/12 kl. 14-18 Kvikmyndir þar sem, Max Factor hefur séð um förðun, eru m.a. Bridget Jones’s Diary, Charlie’s Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express... Ameríski draumurinn er þriðja bók Reynis Traustasonar og geymir frá- sagnir Íslendinga sem hafa haslað sér völl í „landi tækifæranna“. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington, skrifar formála, Bjarni Tryggvason geimfari segir hispurslaust frá ævintýrum drengsins sem ólst upp í Bú- staðahverfi í Reykjavík; Hall- fríður Schneider, dóttir Guðbrands Magnússonar for- stjóra ÁTVR og eins helsta for- ystumanns Fram- sóknarflokksins, kynntist manns- efni sínu á stríðsárunum í Reykjavík. Hann var bandarískur hermaður sem þar að auki var kvæntur; æv- intýramaðurinn Jón Grímsson var ís- firskur sjómaður þegar hann smit- aðist af ameríska draumnum á ferðalagi 1979; aðalræðismanns- hjónin Kristín og Hilmar Skagfield segja frá lífi sínu í Tallahassee á Flór- ída. Hilmar er þar umsvifamikill iðn- rekandi en Kristín þekktur tískuhönn- uður. Útgefandi er Nýja bókafélagið. Bók- in er 248 bls. Kápu hannaði Sigurgeir Orri. Verð: 4.490 kr. Endurminningar Feng shui – að láta ytra og innra rými þitt ríma er eftir Zaihong Shen í þýð- ingu Bryndísar Víglundsdóttur. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Öðruvísi bækur sem Salka gefur út og gefur innsýn í hina fornu kínversku list sem fæst við að hanna lífsrýmið og koma á jafnvægi í umhverfi manns- ins. Feng shui-sérfræðingurinn Zaihong Shen sýnir hvernig skapa má virka og jákvæða orku í umhverfinu. Útgefandi er Salka. Bókin er 192 bls., prentuð í Portúgal. Verð: 3.480 kr. Lífsstíll Lakkrísgerðin er ljóðabók eftir Óskar Árna Óskarsson. Hún hefur að geyma örstuttar sögur og prósaljóð sem bregða upp mynd- um úr raunveru- legum og ímynd- uðum ferðalögum höfundar um landabréf bernsk- unnar og gær- dagsins. Óskar Árni Ósk- arsson hefur áður sent frá sér ljóða- bækur, smáprósa og þýðingar. Í kynn- ingu segir m.a.: „Í Lakkrísgerðinni tekur Óskar upp þráð sem finna má í ýmsum fyrri bóka hans, þar á meðal Veginum til Hólmavíkur (1997). Oft skyggnist skáldið um í afmörkuðum heimum – plötubúð, rakarastofu, kaffihúsi, bíósal – og færir til bókar minningaflökt og stemmningar sem slíkir staðir vekja í huganum.“ Útgefandi er Bjartur. Bókin er 90 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda. Kápu hannaði Snæbjörn Arn- grímsson. Verð: 2.980 kr. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.