Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 35
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 35
ÉG hef fyrir framan
mig tvær klausur úr
fjölmiðlum sem ég sé
ástæðu til að gera at-
hugasemd við, enda
ýmsir sem hafa bein-
línis beðið mig um
það. Þær snerta
Framsóknarflokkinn.
Ekki eru það stórorð-
ir stjórnmálamenn úr
öðrum flokkum sem
að þessum klausu-
smíðum standa, held-
ur fræðimenn og
kennarar, annars veg-
ar dr. Bjarki Svein-
björnsson fyrirlesari í
Ríkisútvarpinu, hins
vegar Guðmundur Oddur Magn-
ússon myndlistarkennari við
Listaháskóla Íslands.
Dr. Bjarki tók svo til orða í út-
varpsþætti (um sögu Félags ísl.
organista) 17. júní sl.:
,,Hafði launanefndin í lok (svo!)
sjötta áratugarins farið fram á það
við Gunnar Thoroddsen, sem í
framhaldi af því talaði við Ólaf
Thors, um að Páll Ísólfsson sem
dómorganisti fengi svokölluð rík-
islaun. Hefði slík jákvæð afstaða
jafnvel getað rutt braut fyrir aðra
organista í landinu til virðingar.
Gunnar og Ólafur voru þessu máli
samþykkir en Eysteinn Jónsson,
sem þá var fjármálaráðherra, hót-
aði stjórnarslitum ef málið færi í
gegn. Ekki í fyrsta sinn sem fram-
sóknarmenn á þessum árum töldu
réttarsönginn hið eina rétta í starfi
tónlistarmannsins.“
Við þetta er margt að athuga,
m.a. ótrúverðuga tímaskekkju.
Ekki ætla ég að efa að Eysteinn
Jónsson hafi hafnað hugmyndinni
um að taka Pál Ísólfsson á launa-
skrá hjá ríkinu eins og það mál bar
að. Gera má ráð fyrir að hann hafi
haft til þess réttmæta ástæðu. Hér
þurfti engin meinbægni eða póli-
tísk skammsýni að liggja að baki.
Kunnugir vita að Eysteinn og Páll
Ísólfsson höfðu átt gott samstarf
um ýmis mál og fór jafnan vel á
með þeim. Hugmynd stjórnar Fé-
lags ísl. organista um að gerbreyta
stöðu Páls Ísólfssonar bar brátt að
og augljóslega ekki gjörhugsuð,
síst hvað málatilbúnað varðar.
Hann bar svip fljótræðis. Páll Ís-
ólfsson var síður en svo í kröggum
hvað varðar atvinnu, lífsafkomu og
virðingar. Hann var þá (1951) mik-
ils metinn skólastjóri Tónlistar-
skólans í Reykjavík, tónlistarráðu-
nautur Ríkisútvarpsins, virtur
dómorganisti og tónskáld, ástsæll
og áhrifamikill tónlistarfrömuður í
landinu. Engin rökstudd ástæða
var fyrir því að hann dygði tónlist-
arlífinu betur þótt hann hyrfi úr
áhrifastöðum sínum og væri settur
á launaskrá hjá ríkinu án skil-
greinds embættis. Miðað við
stjórnsýsluvenjur hafði Eysteinn
rökin augljóslega sín megin. Mjög
er vafasamt að krafa organista um
breytingar á starfshögum Páls Ís-
ólfssonar hafi verið tímabær.
Dr. Bjarki Sveinbjörnsson segir
í þessum útvarpsfyrirlestri sínum
að Eysteinn hafi hótað stjórnarslit-
um ,,ef málið færi í gegn“, þ.e. að
Páll Ísólfsson yrði settur á launa-
skrá ríkisins án stuðnings fjár-
málaráðherra. Ekki nefndi Bjarki
heimild sína að þessu í fyrstu, en
greindi síðar frá því að hana væri
að finna í fundargerð Félags ísl.
organista 20. des. 1964 (þrettán ár-
um eftir þessa meginatburði).
Grandvar organisti,
Jón Ísleifsson, var
frásagnarmaður um
þetta á fundinum.
Ekki er að efa að
hann hefur haft þessa
sögu eftir öðrum. En
sá sem sagði honum
(hver sem það var)
kann að hafa magnað
,,stjórnarslitahót-
unina“ meira en góðu
hófi gegnir eða slegið
þessu fram í hálfkær-
ingi. Ef einhver fótur
er fyrir umræddri
stjórnarslitahótun, þá
er um að ræða eitt-
hvert best geymda
pólitískt leyndarmál 20. aldar. Án
þess að lengja málið með ítarlegri
umfjöllun er óhætt að efast um
sennileik þess að Félag íslenskra
organista hefði orkað því að verða
stjórnarslitavaldur árið 1951.
Margt misferst á skemmri leið en
milli Gyðingalands og Gaulverja-
bæjar! Innan ríkisstjórnar 1951
virðist þetta mál hafa verið rætt
milli Ólafs Thors forsætisráðherra
og Eysteins Jónssonar fjármála-
ráðherra. Ekki er þess getið að
menntamálaráðherra í þessari rík-
isstjórn, Birni Ólafssyni úr Sjálf-
stæðisflokki, hafi verið kynnt þetta
málefni, sem er óvanalegt, enda
farið aftan að siðunum. En það er í
samræmi við málatilbúnaðinn að
öðru leyti. Sagan um yfirvofandi
stjórnarslit 1951 er meira en lítið
brengluð.
En Bjarkamálum er þó ekki full-
lokið.
Þessi doktor í tónlistarfræðum
og fyrirlesari Ríkisútvarpsins um
sögu íslenskrar tónlistar lætur
ekki þar við sitja að gera Eystein
Jónsson að óþurftarmanni á sviði
menningarmála, heldur hnykkir
hann á og segir þetta ekki í fyrsta
sinn sem framsóknarmenn hafi tal-
ið ,,réttarsönginn“ (fjöldasöng í
haustréttum) ,,hið eina rétta“ í tón-
listarmálum. Hvað gengur dr.
Bjarka Sveinbjörnssyni til? Það
sem hér er um að ræða er ekki að
kveinka sér undan stríðum orðum
pólitísks andstæðings. Það gera
stjórnmálamenn ekki. Þeir eru öllu
vanir. Þeir svara í sömu mynt.
Stjórnmálamenn skjóta hver á
annan í fundahasar, en halda ekki
upp skoðanaheimsku og söguföls-
unum þegar af þeim rennur móð-
urinn, síst þegar horft er áratugi
um öxl. Framsóknar-flokkurinn,
forustumenn hans, ráðherrar og al-
þingismenn eiga sinn hlut í þróun
lista og menningar síðustu manns-
aldra að því er til stjórnvalda tek-
ur. Sá hlutur er fullkomlega til
jafns við annarra hlut. Hvað Ey-
stein Jónsson varðar skilaði hann
sínu framlagi með sóma, enda ráð-
herra í u.þ.b. 20 ár, þ.á m. mennta-
málaráðherra um sinn.
Flokksmerki Framsóknar
Skal nú vikið að fræðimennsku
Guðmundar Odds myndlistamanns
og kennara við Listaháskóla Ís-
lands. Hann tekur sér fyrir hendur
að túlka merki Framsóknarflokks-
ins, segja til um efni þess, form og
tákn. Dóm Guðmundar Odds er að
finna í DV 5. okt. sl. svohljóðandi:
,,Grunnformið vísar á kornaxið
sem var vinsælt táknmál á Stal-
ínstímanum í kommúnisma Ráð-
stjórnarríkjanna og vísar að mörgu
leyti til uppruna flokksins [þ.e.
Framsóknarflokksins]. Jónas frá
Hriflu hafði nákvæmlega sama
myndsmekk og Jósef Stalín og
jafnvel Adolf Hitler. Útfærslan er
hins vegar svolítið í anda sjöunda
og áttunda áratugarins. Liturinn
er grænn sem róar og hvílir augað.
Svolítið úrelt. Tvær stjörnur.“
Án þess að ég ætli að deila við
Guðmund Odd um fegurð og list-
gildi merkis Framsóknarflokksins
furða ég mig á skvaldri hans um
skoðanatengsl Jónasar Jónssonar
við Jósef Stalín og Adolf Hitler og
áhrif þeirra á táknmál merkisins.
Hvað sem mönnum leyfist að hafa
uppi rangfærslur um Jónas frá
Hriflu, þá er víst að hann var í
engu aðdáandi þeirra kumpána
Stalíns og Hitlers. Hvað Guðmundi
Oddi gengur til að níða minningu
Jónasar Jónssonar (sem ég held að
hann kunni lítil skil á) og tengja
níðið merki Framsóknarflokksins
er mér óskiljanlegt.
Guðmundur Oddur gefur sér það
að lesa megi út úr flokksmerki
framsóknarmanna form kornaxins
(,,sem var vinsælt táknmál á Stal-
ínstímanum“). Þetta er alger mis-
lestur og rangtúlkun. Kornax kem-
ur hér ekki við sögu. Formið er
stílfært blóm, minnir raunar frem-
ur á túlípana en kornax! Mér sýn-
ist höfuðatriði merkisins vera
græni liturinn, tákn jarðargróða í
víðtækri merkingu, uppskeru
landsins, grasa og jurta hvers kon-
ar, alls sem lífsanda dregur, nærir
og viðheldur lífi. En ekki nóg með
það. Græni liturinn vísar einnig til
hins ,,sefgræna sævar“, (sem Jón-
as Hallgrímsson útmálaði svo fal-
lega), sjávarauðsins sem Íslending-
ar nýta sér til höfuðframfæris. Úr
merki Framsóknarflokksins má
lesa táknið um ,,lífbeltin tvö“ sem
Kristján Eldjárn nefndi í snjöllu
nýársávarpi 1972.
Jónas frá Hriflu hafði engin af-
skipti af gerð flokksmerkis fram-
sóknarmanna. Flokksmerkið varð
til löngu eftir daga Jónasar, mun
hafa verið tekið í notkun 1988 í for-
mannstíð Steingríms Her-
mannssonar, þegar Jónas hafði
legið 20 ár í gröf sinni og hafði
raunar verið valdalaus í flokknum
frá 1944, þegar hann var felldur í
formannskjöri og átti ekki aftur-
kvæmt til beinna áhrifa í flokknum
sem augljóst má vera.
Mér er næst skapi að ráðleggja
Guðmundi Oddi (upp á kunnings-
skap) að varast framvegis hleypi-
dóma og missagnir sumra kollega
hans í stétt myndlistarmanna um
Jónas Jónsson. Jónas var ekki ein-
hamur, hann var ráðgáta, það sem
kallað er ,,enigma“ á grískuskotnu
slangurmáli nútímans. Mér sýnist
vel við hæfi á póstmóderniskum
dögum (ef svo er) að rýna nánar í
ráðgátuna Jónas frá Hriflu.
FRÆÐIMENN
ÓFRÆGJA FRAM-
SÓKNARFLOKKINN
Ingvar
Gíslason
Framsóknarflokkurinn,
forustumenn hans, ráð-
herrar og alþingismenn,
segir Ingvar Gíslason,
eiga sinn hlut í þróun
lista og menningar síð-
ustu mannsaldra að því
er til stjórnvalda tekur.
Höfundur er fyrrv. alþm.
og ráðherra.
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga