Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Borghildur Hin-riksdóttir fædd- ist á Tröllanesi í Norðfirði 9. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 17. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hinrik Þorsteinsson, útvegsbóndi á Tröllanesi, og Jó- hanna Ingibjörg Björnsdóttir. Þor- steinn faðir Hinriks var sonur Hinriks Hinrikssonar, sókn- arprests á Skorrastað, en hann fluttist þangað frá Bergsstöðum árið 1858. Móðir Hinriks Þor- steinssonar var Þórunn Þorleifs- dóttir, Péturssonar. Faðir Jó- hönnu móður Borghildar var Björn Jónsson, sem kenndur var við Grófina í Norðfirði og var bóndi þar, en hann var af Skúla- ætt. Móðir Jóhönnu Ingibjargar var Helga Hildibrandsdóttir frá Skógargerði í Fellum, en móðir Þeir eru: 1) Jóhann Hinrik, hæsta- réttarlögmaður, eiginkona Þórdís Gústavsdóttir og eiga þau tvær dætur, Steinunni, sambýlismaður Jón Einarsson og eiga þau fjóra syni; og Borghildi, eiginmaður Tryggvi Þorsteinsson og eiga þau þrjár dætur. 2) Ingvar, vélaverk- fræðingur, eiginkona Anna Hauksdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Borghildi, eiginmaður Sigur- páll Jónsson og eiga þau fjórar dætur. Borghildur og Níels ólu einnig upp 3) Guðlaugu Ólafsdótt- ur, systurdóttur Níelsar, en henn- ar maður var Guðmundur Björns- son, vélaverkfræðingur, sem lést árið 1988. Þeirra börn eru Borg- hildur, hún á tvær dætur með fyrrverandi eiginmanni sínum Ro- ger Stanton, Rannveig, eiginmað- ur Bjarni Ólafsson, og eiga þau einn son og einn sonarson, Björn, eiginkona Sigrún Guðjónsdóttir, og eiga þau tvær dætur og einn son, Guðrún, sem á eina dóttur með fyrrverandi sambýlismanni sínum Rögnvaldi Sverrissyni, og Ólafur, eiginkona Bryndís Birnir, og eiga þau einn son og eina dótt- ur. Útför Borghildar verður gerð frá Garðakirkju á morgun, mánu- daginn 26. nóvember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Helgu var Jóhanna Jónsdóttir frá Geira- stöðum í Hróars- tungu. Systkin Borghildar voru fjögur og ein uppeldissystir, öll kennd við Tröllanes. Fjögur þeirra eru lát- in þau Sigurður, Mar- grét og Helga og upp- eldissystirin Elísabet, en yngsta systirin Sveinbjörg býr á Hrafnistu í Hafnar- firði. Árið 1928 giftist Borghildur Níelsi Ingvarssyni, yf- irfiskmatsmanni, en hann lést árið 1981. Foreldrar Níelsar voru Ing- var Pálmason, alþingismaður frá Ekru í Norðfirði, og Margrét Finnsdóttir frá Tungu í Fáskrúðs- firði. Borghildur og Níels áttu lengst af heimili í Neskaupstað, en fluttu til Reykjavíkur um 1970. Borghildur og Níels eignuðust fimm börn, þrjár stúlkur sem allar létust í frumbernsku, og tvo syni. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Guðrúnar Borghildar Hinriksdótt- ur, sem látin er níutíu og þriggja og hálfs árs að aldri. Borghildur var falleg kona, en ekki síður fyrirmannleg svo eftir var tekið. Hún var listræn og arki- tekt af náttúrunnar hendi. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt og skemmti- legt heimili. Allt sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem um mat- argerð, saumaskap eða hverskonar handavinnu var að ræða, var gert af miklum myndarskap, en sem ung stúlka hafði hún gengið á hús- stjórnarskóla. Ég man eftir að hafa séð föt snilldarlega bætt eftir hana, frá þeim tímum þegar börnin voru lítil og ekki fengust tilbúin föt, en erfitt að fá efni í ný. Skipulagning var sérgrein Borghildar og það auðveldaði alla þessa vinnu, en margt var hægt að læra af henni. Ég kom inn á heimili Borghildar og Níelsar þegar ég var trúlofuð Ingvari og gekk með dóttur okkar. Þá kynntist ég Borghildi vel og hefir hún verið fyrirmynd mín síð- an. Við áttum margar góðar stund- ir saman, við berjatínslu og á ferð- um upp á Hérað á meðan við bjuggum fyrir austan, en einnig þegar hún og Níels heimsóttu okk- ur Ingvar á meðan við bjuggum í Svíþjóð. Þá ferðuðumst við heilmik- ið saman, bæði þar og í Danmörku. Og svo komu þær systur, Svein- björg og hún, í heimsókn til Singa- púr og voru hjá okkur í þrjá mán- uði, en þá fórum við einnig til Malaysíu. Ég á tengdamóður minni mikið að þakka. Ef ætti að telja allt upp yrði það langt mál. Er mér efst í huga þegar Ingvar var við nám og við bjuggum í Þýskalandi. Þá veikt- ist ég og þurfti að fara á heilsuhæli og við þurftum að senda dóttur okkar, Guðrúnu Borghildi, rétt þriggja ára gamla, til tengdafor- eldra minna heim til Íslands. Mín eina huggun þá var að ég vissi að barnið yrði í góðum og öruggum höndum þangað til við kæmum heim eftir nám Ingvars. Borghildur fylgdist vel með framförum barnabarna og barna- barnabarna sinna, ekki þá síst skólagöngu og einkunnum, og mundi afmælisdaga þeirra allra. Hún náði vel til unglinga og varð vinur þeirra. Hún mundi símanúm- er allra nánustu ættingja og vina fram í andlátið. Borghildur var merkiskona, gáf- uð og háttvís. Hún hafði áhuga á stjórnmálum og fylgdist vel með öllum þjóðmálum. Ekki fór heldur framhjá henni hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi. Það er erf- itt að ímynda sér að nú er ekki lengur hægt að fræðast af Borg- hildi um sögu Norðfjarðar og fólk og fjölskyldur ættaðar þaðan, því allt fram á síðustu stundu mundi hún nöfn og ættartengsl langt aftur í tímann. Og allt sem hún hafði heyrt einu sinni mundi hún alltaf. Hún var hraust að upplagi og and- lega mjög sterk, en nú undir það síðasta var hún orðin gömul og þreytt og því fegin hvíldinni. Af- komendur í fjölskyldunni, jafnt eldri sem yngri, hafa misst mikið. Ég er stolt af því að hafa átt hana fyrir tengdamóður og finn til tóm- leika og saknaðar. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósin kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Þakka þér fyrir allt. Þín tengdadóttir Anna. Við fráfall ömmu minnar Borg- hildar, langar mig einnig að minn- ast ömmu minnar Kristínar, því stutt er síðan hún lést. Þessar kon- ur umvöfðu mig skilyrðislausri ást og umhyggju og mér þykir afskap- lega tómlegt nú þegar þær eru gengnar. Kristín Björnsdóttir fæddist að Nolli í Höfðahverfi 6. október 1905 og lést á Kristnesspítala 21. októ- ber 2000. Guðrún Borghildur Hin- riksdóttir fæddist í Neskaupstað 9. maí 1908 og lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. nóvember 2001. Leiðir þeirra lágu saman þegar for- eldrar mínir Anna Sigríður Hauks- dóttir og Ingvar Níelsson kynntust. Kristín giftist Hauki Frímanns- syni útvegsbónda á Ytri-Vík á Ár- skógsströnd og bjó með honum þar þar til hann lagðist inn sem sjúk- lingur á Kristneshæli. Til að vera nálægt manni sínum fór hún að vinna í þvottahúsi hælisins. Þegar hann lést fluttist hún til Akureyrar og vann í skógerðinni Iðunni. Hún hélt heimili að Oddagötu 1 þar til hún flutti fyrst að Skjaldarvík og síðan á Kristnesspítala. Auk móður minnar eignuðust Kristín og Hauk- ur tvo syni, Frímann og Jóhann. Borghildur giftist Níelsi Ing- varssyni yfirmatsmanni í Neskaup- stað. Þau byggðu sér hús á Ekru og bjuggu þar þar til þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir að Níels dó hélt Borghildur heimili með foreldrum mínum á Tómasarhaga 29 þar til hún flutti á Hrafnistu. Kristín og Borghildur voru á margan hátt ólíkar. Önnur var ljós yfirlitum en hin var dökk. Önnur var gefin fyrir handavinnu og ljós- myndun en hin hafði áhuga á stjórnmálum og heimsmálum. Önn- ur hafði unun af að rækta blómin í garðinum sínum en hin hafði meiri áhuga á að fegra heimilið. Hjá ann- arri bilaði minnið með aldrinum, hjá hinni bilaði líkaminn. En þrátt fyrir þetta voru ömmur mínar lík- ar. Þær voru ekki manneskjur sem höfðu sig mikið í frammi en höfðu hvor á sinn hógværa hátt sterk áhrif á umhverfi sitt. Þær lifðu fyr- ir fjölskyldur sínar og afkomendur, það var dýrasta eign þeirra. Má segja að þær hafi kennt lífsviðhorf sín í verki. Alltaf var hægt að leita ráða hjá þeim og þær kunnu þessa list að hlusta. Báðar voru þraut- seigar og úrræðagóðar, höfðu lært að vera nýtnar og aldrei féll þeim verk úr hendi. Þær sýndu að vilja- styrkur var yfirleitt það sem til þurfti til að koma hlutunum í kring. Sem dæmi þá fótbrotnaði Kristín sjötug og var negld 13 nöglum, Borghildur mjaðmagrindarbrotn- aði níræð, en hvorug lét þetta buga sig. Um leið og ég kveð ömmur mín- ar, vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka því starfsfólki sem vann við umönnun á þeim stofnunum sem þær dvöldu. Ég fann vel það blíða andrúmsloft sem einkenndi staðina og veit að þetta fólk gerði allt sem í sínu valdi stóð til að gera þeim vistina sem ánægjulegasta. Borghildur Ingvarsdóttir. Leikur í fjallshlíð við sjávarnið og klið mávanna. Berjaferðir í fjall- ið og gönguferðir með Níelsi niður á bryggju að ná í fisk. Heimsóknir til frændfólksins á Ekrunni. Minn- ingar um gott sumar fyrir austan hjá Boggu og Níelsi, sem voru amma og afi í reynd. Síðar, ljúfar samverustundir á notalegu og fal- legu heimili þeirra á Tómasarhag- anum, fullt af hlýju. Minningarnar líða um hugann á kveðjustund og lifa áfram með okkur hinum. Nú hefur Bogga kvatt okkur, um tuttugu árum á eftir Níelsi, tilbúin til þess að fá hvíldina, ungleg fram á síðustu ár. Elsku Bogga, kæra þökk fyrir heil ráð í gegnum árin og alla þína gæsku og hlýju. Guðrún Guðmundsdóttir. BORGHILDUR HINRIKSDÓTTIR                                !   "                        ! "#$      %       &' (     $   %  %) $ $%  %  %) #                              ! "#$%&$'( )*+                              !     ""# $         %  &       '     (     )*  '+     ,'- . /0(&(( $# /0(12                                    !""# $         %   %       &      ''( )    ' *& +   ' + "! ,-      !"#$ %     & '  (    )" *+ %,"   % $ -.  //.)///0                       !  !"#                         !""# !$   %   !$ &&& $  '   % & ()&*$    % '"# + $  *  %   &#$  +#!& ," $  !    " % % &"# ," $   +  % - " !  $  (()%&((()                          !"# $%& #     '(  # )#*    &!   +!  %  # ,-  #  .  / '/-  #   0! ' #!&--$& 1 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.