Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 39 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Það er bjart sumar- kvöld og við veiðifélag- arnir erum að fara í okkar árlegu veiðiferð á Skagaheiðina. Farar- tækið er dráttarvél með heyvagni aftan í. Við förum hægt yfir því vegurinn er slæmur á köflum, einnig stoppum við af og til og njótum veðurblíðunnar. Elli vinnu- og veiðifélagi okkar til margra ára er með í för og hann hef- ur tekið harmonikkuna með. Þegar komið er í veiðihúsið er slegið upp kvöldvöku. Elli spilar á nikkuna og við syngjum með. Mikið er sungið og Elli spilar og spilar. Nóttin er björt og himbrimarnir á vatninu koma syndandi til að hlusta á hljóma nikk- unnar, minkur skýst milli þúfna. Elli ERLINGUR BJARNI MAGNÚSSON ✝ Erlingur BjarniMagnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7. október 1931. Hann lést 20. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 26. októ- ber. situr með hálflukt augu og spilar hvert lagið af öðru og tíminn líður hratt í góðum fé- lagsskap. Það er geng- ið seint til náða. Þannig líða næstu tvö kvöld, en þá er haldið til byggða með aflann og góðar minningar frá vel- heppnaðri ferð. Minningarnar um Ella eru bjartar og tærar eins og hinir björtu dagar og nætur voru á heiðinni. Með honum er genginn mætur maður sem ávallt sló á létta strengi og kunni fjöldann allan af sögum sem komu samferðafólki hans til að hlæja. Eflaust var margt líkt með veginum upp á heiðina og lífi Ella, það var ekki alltaf jafn auðvelt og sársaukalaust. Þegar við nú kveðjum þig kæri vinur lifir minn- ingin um góðan dreng og margar ánægjustundir. Fjölskyldu hans og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Veiðifélagarnir Sí-ungir silungar. upphæðin sem hún hafði lagt til hlið- ar af mikilli útsjónarsemi var orðin lítils virði. Amma var 84 ára gömul þegar sú ósk hennar rættist að fá sérbaðherbergi. Þá flutti hún sig um set á Bergþórugötunni, fékk einstak- lingsíbúð á fyrstu hæð á númer 45B, þar sem stigarnir á hinum staðnum voru orðnir henni erfiðir. Og í afmæl- isgjöf á 85 ára afmælinu fékk hún sjálfvirka þvottavél, en slíkan lúxus hafði hún ekki þekkt áður. Amma var ótrúlega ern langt fram eftir aldri og fór hún í sína fyrstu ut- anlandsferð 77 ára gömul og þá síð- ustu þegar hún var níræð. Dísa dóttir hennar á miklar þakkir skildar fyrir að gera ömmu kleift að fara í þessar ferðir. Amma sá um sig sjálf fram til 93 ára aldurs, en þá fór að halla und- an fæti. Börn hennar og barnabörn önnuðust hana heima þar til í apríl á síðasta ári að hún lærbrotnaði og var lögð inn á bráðadeild á Borgarspít- alanum. Þar hrakaði henni mjög enda deildin ekki í stakk búin til að veita henni þá umönnun sem hún þurfti og biðlistar á hjúkrunarheimili langir. Það var hræðilegur tími fyrir okkur aðstandendur að horfa upp á hana koðna niður vegna skorts á réttri umönnun. Sem betur fer komst hún á Landakot nokkrum mánuðum seinna og síðan á Hrafnistu þar sem hún dvaldi síðasta ár lífs síns. Þar átti hún góða daga og vel var hugsað um hana. Við færum starfsfólki Hrafn- istu bestu þakkir fyrir. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hvunndagshetjuna hana ömmu okkar, en það var okkar afar dýrmætt að geta verið viðstaddar þegar hún kvaddi. Minningin um þessa vestfirsku kjarnakonu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Hafi hún þökk fyrir allt. Petrína og Erla Ásgeirsdætur. Ég sit hérna og horfi á litla rúmið þitt, Ragnhildur mín sefur í því núna. Og ég kemst ekki hjá því að hugsa hvernig við komust báðar fyrir í þessu litla rúmi þínu þegar ég fékk að lúlla hjá þér þegar ég var lítil. Sjaldan svaf ég eins vel og hjúfrandi í ömmufaðmi og aldrei fannst mér þar þröngt. Sem sýnir það best að þar sem nóg er af ást og kærleik er aldrei þröngt, þótt plássið sé ekki alltaf mikið. Litla hrjúfhenta amma með stóra hjartað sem alltaf faðmaði mann að sér þá sjaldan sem maður leit inn. Þus um gammósíuleysi, ber- an háls og of stutt hár voru fastur passi, um leið og þú fylltir mann upp bæði á sál og líkama svo maður fór frá þér endurnærður, tilbúinn í slag- inn með heilræðin þín í farteskinu. Ég stækkaði, þú varst áfram eins. Sama gammósíuyfirhalningin beið þegar ég kom í heimsókn. Nema nú voru það börnin mín, „aumingjarnir“, sem voru illa til reika, berleggjuð og vettlingalaus. Á þessu var auðvitað ráðin bragarbót og á meðan ég og fjölskyldan mín tróðum í okkur jóla- köku og „öli“, laumaðist þú ofan í skúffu og „fannst þar vettlinga og ull- arsokka sem þú tróðst á vesalingana“ mína. Elsku amma, þakka þér fyrir þol- inmæðina og umhyggjuna sem þú sýndir litlu dekurrófunni þinni í gegnum tíðina. Ég mun minnast þín og sakna og veit í hjarta mér að þú munt halda áfram að fylgjast okkur öllum. Ágústa Harðar og fjölskylda. Amma Gúst, þú varst ein af þess- um „ekta“ ömmum sem bíða eftir manni með heitar pönnukökur, kan- ilsnúða með bleikum glassúr og fleira góðgæti. Frá því að við munum eftir okkur hafa sunnudagar hjá þér verið fastir liðir hjá fjölskyldunni. Þú hafð- ir líka sífelldar áhyggjur af því að við klæddum okkur ekki nógu vel. Það eru til ófáir vettlingarnir og lopa- sokkarnir sem þú hefur prjónað á okkur systurnar. Jafnvel þegar þú fórst til Portúgal með Hrönn þá varstu stöðugt að skipa henni að fara í peysu í 35 stiga hita því það gæti farið að kólna. Það sama var upp á teningnum þegar við fórum með þér til Danmerkur á 90 ára afmælinu þínu. Þar sastu í skugganum í hlýjum bómullarkjól og peysu meðan aðrir voru að leka niður í hitabylgjunni sem gekk yfir. Þau eru líka minn- isstæð frá þessari ferð, kvöldin sem þú kenndir og spilaðir við okkur vist og manna en þú hafðir mjög gaman af því að spila líkt og aðrir í fjölskyld- unni. Nú þegar jólin nálgast verðum við að sætta okkur við það að jólin verða aldrei eins og áður. Það var hefð hjá okkur að koma til þín fyrsta í aðvent- unni og skreyta gamla litla jólatréð þitt. Og jólin voru ekki fullkomin nema við kæmum á Bergþórugötuna á Þorláksmessu í vel kæsta skötu eða rjómalagaða aspassúpu fyrir gikkina eins og þú kallaðir þá. Við þurftum alltaf að vanda okkur við að opna jólapakkana frá þér því þar var ávallt falinn peningaseðill sem þú laumaðir í pakkana án þess að Dísa amma vissi af. Elsku amma, þú varst ávallt í sér- stöku uppáhaldi hjá okkur eins og við vorum hjá þér og áttirðu gælunöfn á okkur allar. Við munum sakna heim- sóknanna til þín, hlýrra handa þinna og lúmskrar kímnigáfu þinnar en umfram allt munum við sakna hlý- leika og góðvildar þinnar. Elsku amma, við kveðjum þig með tárum. Hrönn, Heiða, Harpa og Hrafnhildur. Nú er hún amma mín látin og minningabrotin hrannast upp, af nógu er að taka enda ekki skrítið því ég fékk að njóta þess að eiga ömmu í næstum hálfa öld. Hún var sannköll- uð amma, því um okkur fjölskylduna hennar snerist allt hennar líf. Ég og Haukur bróðir vorum mikið hjá henni þegar við vorum lítil en Hörður stóri bróðir átti heima hjá henni og þau pössuðu okkur oft þegar mamma var að vinna. Frá þeim tíma man ég að amma tók mig stundum með þeg- ar hún fór að skúra gömlu símstöðina niðri í bæ. Þá var labbað niður Laugaveginn en strætó tekinn til baka heim. Alltaf hafði hún amma mín áhyggj- ur af því að við borðuðum ekki nóg og tróð því í okkur mat og kenndi okkur mörgum að drekka kaffi. Það var vel sætt, því hún sagði að sykur hefði ekki skaðað nokkurn mann, svo hún vissi til. Svo minnist ég þess að farið var í útilegur á sumrin og voru það fjöl- skylduferðir og oftast lenti ég með þeim Jónu systur hennar og henni í tjaldi og það var nú fjör og ekki farið snemma að sofa, því þær þurftu bæði mikið að tala og hlæja. Árið 1982 fórum við saman í fyrsta skipti til útlanda og farið var í sólina á Ítalíu, ekki það að hún amma væri að fara þangað í sólbað enda fannst henni það soddan óþarfi. Það var með herkjum að við gátum fengið hana til að sitja undir sólhlíf og draga aðeins niður sokkana og ekki meir. Hún amma mín hafði ákveðnar skoðanir á því sem henni fannst algjör óþarfi. Síðustu átta árin höfum við rekið verslun á Njálsgötunni og kom hún oft í heimsókn til okkar þangað með stafinn í annarri hendinni og veskið í hinni. Þótt ekki væri alltaf ferðaveð- ur fór hún út samt. Hún var vestfirsk kona og lét ekki smámuni eins og veður og færð raska ró sinni. Svo vil ég í lokin þakka henni allt það sem hún gerði fyrir mig og gaf mér og Drottinn blessar hana örugg- lega og það mætti segja mér að það yrði verstfirsk skötuveisla í himna- ríki á Þorláksmessu. Guðný (Dúdda). Elsku besta amma mín. Nú ertu farin frá mér og þar með lýkur stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu. Eftir lifa allar óteljandi góðu minningarnar í huga mér um litlu duglegu konuna, hana elsku ömmu Gúst mína. Lífið var nú langt frá því að vera dans á rósum hjá þér, einkenndist fremur af striti og púli. Þú varst hörkudugleg, ósérhlífin, þrjóskari en allt sem þrjóskt er og það hélt þér gangandi í 96 ár. En þú áttir líka ótæmandi ást og umhyggju og það var alltaf gott að fá að knúsa þig, kýtast við þig og hlæja með þér. Meiri ekta ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Aldrei gekkstu í buxum, alltaf í kjól eða pilsi og alltaf varstu með svuntuna þína, algjör snyrti- pinni. Ófáar voru pönnukökurnar sem ég borðaði hjá þér, dísæta heita súkkul- aðið þitt, Nóa-Síríus konfektið og ekki má gleyma maltinu og appels- íninu og alltaf átti ég aðeins að leggja mig þegar ég kom til þín. Það verður að segjast að karlþjóð- in var nú í ívið meira uppáhaldi hjá þér og vildir þú að konurnar uppvört- uðu mennina þegar setið var til borðs.Var það ósjaldan að ég og aðrir kvenkyns afkomendur þínir fundu að þessu hjá þér, enda erum við þrjósk- ar og engin ráðgáta hvaðan við erfð- um þau persónueinkenni. Þú varst alltaf að, oftar en ekki varst þú prílandi uppá stólum að stússa eitthvað eða þrífa „garðínurn- ar“ eins og þú kallaðir gardínur allt- af. Ég bað þig alltaf í Guðs bænum að hætta þessu príli, enda jafnvægið hjá þér á seinni árum ekki gott, en þú hlustaðir lítið á svoleiðis tuð. Svo kom að því að þú dast og varst þú sem betur fer með neyðarhnappinn þinn um hálsinn sem nota átti í slík- um tilfellum. En nei, ekki notaðir þú hann, þér fannst „ómögulegt að vera að ónáða „eymingja“ mennina í vinnunni“. Við urðum því að setjast niður og segja þér að þeir vildu endi- lega láta ónáða sig, það væri þeirra vinna. Þegar þú varst 80 ára keyptum við systkinin handa þér staf með broddi svo þú dyttir síður í hálkunni á vet- urna á þínum óteljandi spássitúrum á Laugaveginum. Það tók nú nokkur ár að fá þig til að sjá kostina við staf- inn. Þú áttir varla til orð af hneyksl- un fyrst. „Haldið þið virkilega að ég fari að ganga með staf eins og eitt- hvert gamalmenni?!“ Samt hafðir þú eilífar áhyggjur af heilsu ættingja og vina sem voru aðeins að komast á aldur, spurðir oft hvernig „eymingja“ gamli maðurinn eða konan hefðu það nú, þó svo þau væru allt að 30 árum yngri en þú. Ég bjó í 11 ár erlendis og hitti þig þá lítið. Þér fannst alveg „ómögu- legt“ að ég væri alltaf að lesa þessar skruddur og læra svona endalaust og það væri bara algjört brjálæði að búa svona í útlöndum með börn. Samt tókst þú þig til, að frumkvæði hennar Dísu þinnar, og fórst að ferðast um heiminn fyrst 77 ára gömul. Þetta fannst þér þvílíkt ævintýri, en mikið brá mér nú þegar þú sagðir við mig, eftir eina ferðina þína: „Veistu það, Sólveig mín, að löndin þarna á Ítalíu og Spáni og hvað þetta heitir nú allt- saman, eru bara föst saman, enginn sjór á milli og það er barasta hægt að keyra á milli landanna.“ Ekki hafði ég gert mér alveg grein fyrir þessari vankunnáttu þinni. Ég keypti því hnattlíkan fyrir þig og svo sátum við stundum saman og ræddum hvar ég byggi í Bretlandi, hvar Ítalía væri, Danmörk og þau lönd sem þú þekktir einhvað til. Og þú varst bara „svei mér aldeilis hissa“ á hvernig þetta væri nú alltsaman. Minningarnar um þig, elsku amma mín, eru óendanlegar. Mikið hefði ég viljað hafa þig hérna hjá mér bara alltaf, en svoleiðis hugsun er bara sjálfselska. Þú varst orðin þreytt og lúin. Fyrir 19 mánuðum misstir þú þitt sjálfstæði, þú gast ekki búið sjálf heima í litlu íbúðinni þinni með „sér klósettinu“ sem þú varst svo ánægð með. Þú gast ekki lengur heklað, saumað út eða prjónað og þá var nú lífið þitt orðið þér harla lítilfjörlegt. Ég var svo lánsöm að fá að vera með þér síðustu stundirnar þínar hérna meðal okkar, ósköp voru hend- urnar þínar lúnar og mikið var gott að sjá friðinn sem færðist yfir þig þegar þú kvaddir þennan heim. Njóttu þess að vera aftur með litlu börnunum þínum sem þú misstir og saknaðir svo sárt og að hitta hana Gauju þína aftur. Ég skal fljótlega fara í Önundarfjörðinn þinn og þá tölum við saman í huganum um gömlu, góðu stundirnar. Ég sakna þín svo óskaplega mikið, elsku litla amma mín. Megir þú hvíla í friði. Þín sonardóttir, Sólveig.  Fleiri minningargreinar um Ein- hildi Ingibjörgu Ágústu Guðjóns- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.