Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán Jóhann-esson fæddist á
Valþjófsstöðum í N-
Þingeyjarsýslu 10.
ágúst 1918. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
18. nóvember síð-
astliðinn. Stefán var
sonur hjónanna Sig-
urlaugar Halldórs-
dóttur, húsfreyju á
Einarsstöðum í
Núpasveit, f. 16.
apríl 1892 á Val-
þjófsstöðum, d. 31.
október 1976, og Jó-
hannesar Kristins Þorleifssonar,
bónda og kennara, f. 4. desember
1891 á Syðstabæ í Svarfaðardal,
d. 18. ágúst 1926. Stefán var eina
barn þeirra hjóna.
Hinn 6. mars 1953 kvæntist
Stefán eftirlifandi eiginkonu
f. 27. apríl 1988, og d) Elín
Dröfn, f. 8. september 1990. 2)
Jóhannes Stefán bifreiðastjóri, f.
10. desember 1959. 3) Sigurlaug
Jóhanna nemi, f. 27. janúar 1963,
maki Karl Gauti Hjaltason sýslu-
maður, f. 31. maí 1959, börn
þeirra a) Alexander, f. 28. janúar
1994, b) Kristinn, f. 29. janúar
1997, d. 11. apríl 1997, og c)
Kristófer, f. 29. janúar 1997.
Stefán bjó eftir andlát föður
síns á Valþjófsstöðum og síðan á
Einarsstöðum. Hann starfaði þar
við almenn sveitastörf og síðar í
almennri verkamannavinnu, m.a.
hjá Kaupfélagi Þingeyinga, og
um tíma starfaði hann við vöru-
bifreiðaakstur fyrir norðan. Stef-
án flutti til Reykjavíkur 1946 og
starfaði þar við bifreiðastjóra-
störf, en jafnframt því hjá Skelj-
ungi á árunum 1974–1979 við af-
greiðslustörf. Mestan hluta
starfsævinnar var hann leigubif-
reiðastjóri á BSR.
Útför Stefáns fer fram frá
Kópavogskirkju á morgun,
mánudaginn 26. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 15.
sinni Láru Valsteins-
dóttur, f. 27. júní
1929 frá Þórsnesi í
Glæsibæjarhreppi.
Foreldrar Láru voru
Ólöf Tryggvadóttir,
f. 29. janúar 1896, d.
26. september 1982,
og Valsteinn Jónsson,
f. 11. september
1890, d. 8. júní 1974,
útvegsbóndi á Þórs-
nesi. Börn þeirra eru:
1) Ólöf hjúkrunar-
fræðingur, f. 8. júní
1952, maki Jón A. Jó-
hannsson læknir, f.
13. apríl 1949, börn þeirra: a)
Lára Sif kennari, f. 1. maí 1976,
sambýlismaður Ólafur Pétursson
kennari, f. 7. febrúar 1972, barn
þeirra er Jón Smári, f. 23. maí
1999, b) Sonja Rut háskólanemi,
f. 10. júlí 1979, c) Stefán Jóhann,
Mig langar til að minnast fáum
orðum tengdaföður míns, sem er ný-
látinn.
Hann hafði átt við veikindi að
stríða í mörg ár. Veiktist alvarlega af
hjartabilun 68 ára og varð starfsþrek
hans varanlega skert eftir áfallið.
Hann breytti algerlega um lífsstíl og
minnkaði vinnuna. Það var aðdáun-
arvert að sjá hversu vel honum tókst
að breyta lífi sínu á jákvæðan hátt og
fá mörg góð ár í skjóli fjölskyldunn-
ar. Hann hélt fullri andlegri reisn þar
til yfir lauk og minnti á, að endalokin
færu nú senn að nálgast, þegar kallið
skyndilega kom.
Ég kom inn í fjölskyldu hans árið
1971, þegar ég kynntist eldri dóttur
hans, sem síðar varð eiginkona mín.
Hann var þægilegur maður heim
að sækja og hvers manns hugljúfi.
Vildi allt fyrir alla gera og vakandi
yfir velferð fjölskyldunnar alla tíð.
Barnagæla var hann mikil og börn
hændust að honum.
Stoltur var hann af uppruna sínum
sem Svarfdælingur í föðurætt og
Norður-Þingeyingur í móðurætt.
Hann var alinn upp í sveit eins og
margir á þeim tíma og kynntist öllum
almennum sveitastörfum. Föður sinn
missti hann ungur að árum. Ekki
hafði hann frekar en margur annar
aðstöðu til að mennta sig, þótt hugur
hans stæði til þess. Hann öðlaðist
fljótt, þegar hann hafði aldur til, öll
réttindi til bifreiðaaksturs og gerði
bifreiðaakstur að ævistarfi sínu.
Hann hóf sinn bifreiðaakstur fyrir
norðan en flutti suður eftir stríðið og
hóf störf við leigubílaakstur. Við
leigubílaakstur starfaði hann í ára-
tugi, lengst af á BSR.
Hann átti ýmis áhugamál, sem
hann reyndi að sinna, þegar tími
gafst til. Má þar nefna útivist, veiðar
og íþróttir sem hann stundaði á yngri
árum. Knattspyrna var í miklu uppá-
haldi hjá honum og fylgdist hann vel
með barnabörnum sínum og hvatti
þau til dáða. Hann hafði gaman af að
tefla og var liðtækur bridsspilari.
Eftir að hann hætti störfum fór hann
að taka þátt í starfi eldri borgara í
Kópavogi og var þar spilamennskan
efst á blaði og hana gat hann stundað
þar til yfir lauk.
Eiginkona hans stóð alla tíð eins
og klettur við hlið hans og studdi
hann dyggilega, þegar heilsubrestur
fór að gera vart við sig.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka samfylgdina. Kynni mín af
honum hafa auðgað líf mitt. Blessuð
sé minning hans.
Jón Aðalst. Jóhannsson.
Ég kveð með söknuði vin minn og
tengdaföður, Stefán Jóhannesson og
er efst í huga þakklæti fyrir ljúfar
samverustundir.
Stefán var fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður og fylgdist hann af
áhuga með öllu sem ættingjar hans
og vinir tóku sér fyrir hendur. Hafði
hann þannig næstum daglegt sam-
band við öll barnabörnin til þess að fá
fréttir af þeim og því sem þau að-
höfðust. Ef von var á gestum var
hann strax farinn í bakaríið ef vant-
aði eitthvað með kaffinu, aldrei mátti
skorta neitt fyrir gesti á heimili hans
og Láru, fyrst í Skólagerðinu í Kópa-
vogi og síðar í Lautasmáranum. Stef-
án sjálfur mátti muna tímana tvenna,
því ungur missti hann föður sinn og
var komið í fóstur er móðir hans fór í
vinnumennsku. Hann ólst því ekki
upp í þessu hefðbundna fjölskyldu-
mynstri. Um uppvaxtarár sín norður
í Þingeyjarsýslu rifjaði hann oft upp
ferðir um fjöll og heiðar í leit að
rjúpu og þegar legið var á grenjum.
Eftir að hafa fengið sitt fyrsta
hjartaáfall fyrir réttum 15 árum tók
Stefán upp gjörbreytta lífshætti,
þegar hann gerði hreyfingu og úti-
veru að þætti í sínu daglega lífi og
náði þannig að lengja líf sitt um fjöl-
mörg ár auk þess sem hann var oft-
ast ágætlega hraustur og gat því not-
ið lífsins með sínum nánustu. Þetta
afrek, sem ég tel svo vera, ætti að
vera öðrum uppörvun til þess að
stunda heilsusamlegra líferni og
uppskera með því lengri og betri ævi.
Stefán var mjög félagslyndur og
tók af kappi þátt í félagsstarfi eldri
borgara í Kópavogi, bæði skák og
brids og þrátt fyrir háan aldur og
hjartveiki hætti hann því ekki heldur
tók áfram þátt í spilamennsku þó í
minna mæli væri. Við Stefán spiluð-
um hér áður svolítið saman og var
alltaf gaman að fylgjast með honum,
því hann var snjall bridsspilamaður.
Á sínum yngri árum var hann liðtæk-
ur í skák og tefldi mikið og eitt sinn í
fjöltefli mátti Larsen þakka fyrir
jafntefli við hann.
Á hverju sumri hefur það verið
venja fjölskyldunnar að fara saman í
sumarbústað. Í þessum ferðum naut
Stefán sín til fullnustu, því þá gat
hann spjallað við barnabörnin og
virtist óþreytandi að taka þau með í
göngutúra eða spila við þau. Hann
var léttur í lund og átti til stráksleg-
an prakkaraskap.
Lengst af ævi starfaði Stefán sem
bifreiðastjóri á BSR og átti það starf
sérlega vel við hann, hann var vin-
sæll í starfi og þar hitti hann mikið af
áhugaverðu fólki. Það lýsir honum ef
til vill betur en margt annað að á
meðal vinnufélaganna var hann aldr-
ei kallaður annað en Stebbi minn,
enda vart hægt að hugsa sér ljúfari
mann.
Ég kveð með þakklæti.
Guð blessi minningu þína.
Karl Gauti Hjaltason.
Nú hefur myndast stórt skarð í
fjölskylduna því nú er komið að
þeirri stundu að við systurnar þurf-
um að kveðja Stefán afa. Það er alltaf
erfitt að kveðja ástvin sinn og hugsa
til þess að við munum ekki sjá hann
framar, í lifandi lífi, sérstaklega þar
sem mikill samgangur hefur alltaf
verið hjá okkur.
Minningarnar streyma og það
fyrsta sem við minnumst er hversu
góður og glaðlegur maður afi okkar
var. Öll framkoma hans var til fyr-
irmyndar hvar sem hann kom og var
mikil kátína í kringum hann, mikið
hlegið og gert að gamni sínu. Það var
gott að koma í heimsókn til afa og tók
hann alltaf vel á móti okkur. Einstak-
lega gaman var að sitja og spjalla við
hann hvort sem það var um þjóðmál,
íþróttir eða um hagi okkar, en hann
fylgdist með okkur af miklum áhuga.
Afi og amma bjuggu flest sín hjú-
skaparár í Skólagerðinu í Kópavogi
og eru ófáar stundirnar sem við
dvöldum þar. Það var alltaf svo gott
að vera hjá afa og ömmu því þau voru
svo góð við okkur og gerðu svo margt
fyrir okkur. Til dæmis var spilað tím-
unum saman, farið í bíltúra á leigu-
bílnum hans afa sem var afar spenn-
andi og í göngutúra. Afi vildi alltaf
hafa eitthvað fyrir stafni og því var
alltaf nóg að gera fyrir okkur í heim-
sóknum hjá honum. Oft tókum við
systurnar með okkur tannburstana í
laumi þegar við komum í heimsókn
frá Njarðvík í þeirri von um að fá að
gista og oft varð okkur að ósk okkar.
Við systur vorum líka einu barna-
börnin í mörg ár þannig að við feng-
um óskipta athygli afa, ömmu og
annarra í fjölskyldunni. Afi starfaði
sem leigubílstjóri á BSR og algengt
var að beðið væri með eftirvæntingu
eftir því að afi tæki sér hlé á daginn,
frá akstri, því hann kom oft með ein-
hvern glaðning handa prinsessunum
sínum.
Margar voru sumarbústaðaferð-
irnar sem fjölskyldan fór í á sumrin
og beið afi spenntur eftir þeim því
honum fannst gaman að ferðast,
komast út í náttúruna og vera með
allri fjölskyldunni. Sumarbústaða-
ferðirnar eru okkur ógleymanlegar
því þar var margt brallað. Afi var
ætíð ungur í anda og þótt hann hefði
ekki fullan líkamlegan þrótt reyndi
hann að taka þátt í sem flestu með
okkur. Afi var mikill keppnismaður
og kom það vel í ljós þegar hann var
að spila. Við systur lögðum okkur all-
ar fram þegar við spiluðum við hann
því annars fengum við smá skammir
ef við vorum eitthvað utan við okkur í
spilamennskunni. Það var auðvitað
til að leiðbeina okkur eins og afi
sagði.
Afi og amma fluttu í Lautasmár-
ann fyrir fjórum árum og vildi svo
skemmtilega til að Lára Sif og Óli
keyptu í sömu blokk og þau. Þetta
var afar notalegur tími og þægilegt
fyrir alla því nú var enn styttra í
heimsókn. Afi var spenntastur af öll-
um þegar framkvæmdir á Smáralind
hófust og fylgdist vel með þeim og
ekki lét hann sig vanta á opnunar-
degi hennar. Þetta er gott dæmi um
það hve hress og jákvæður hann var
og hve vel hann fylgdist með öllu sem
gerðist í kringum hann. Alltaf var afi
tilbúinn að fara eitthvað á stúfana og
gaman var að taka hann með sér því
allur lifnaði hann við og var afar
þakklátur. Afi hélt reisn sinni fram á
síðasta dag og var fullur af lífi sama
hversu veikur hann var. Hann fór
alltaf í gönguferðir til að halda heilsu
og ósjaldan sáust þau skötuhjúin á
göngu.
Afi kynntist eina langafabarni
sínu, honum Jóni Smára, sem var í
miklu uppáhaldi hjá honum. Hann
talaði oft um hve sniðugur og ákveð-
inn strákurinn væri og höfðu þeir
gaman hvor af öðrum.
Við viljum þakka afa innilega fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
með honum. Þín er sárt saknað en við
huggum okkur við það að þú sért á
góðum stað. Við munum hafa að leið-
arljósi allt sem þú hefur kennt okkur.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af
ömmu því við munum hugsa vel um
hana fyrir þig.
Elsku afi okkar, megir þú hvíla í
friði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku amma þú hugsaðir alltaf svo
vel um afa og þökkum við þér fyrir
það. Megi Guð styrkja þig og hugga.
Lára Sif og Sonja Rut.
Ég fékk þær hræðilegu fréttir frá
tengdamóður minni sunnudaginn 18.
nóvember sl. að Stefán afi eins og ég
kallaði hann alltaf hefði dáið þá um
morguninn.
Ég kynntist Stefáni haustið 1993
þegar ég fór að slá mér upp með elsta
afabarninu hans, henni Láru Sif. Á
þeim tíma bjuggu þau Stefán afi og
Lára amma í Skólagerðinu og þang-
að kom ég oft og kíkti í heimsókn.
Stefán tók alltaf vel á móti mér glað-
ur og ánægður í bragði og spurði mig
frétta. Hann fylgdist vel með íþrótt-
um, sérstaklega fótbolta og áttum við
þar sameiginlegt áhugamál og þótti
mér gaman að vita af því að hann
fylgdist vel með mér og mínu liði.
Hann rifjaði oft upp marga skemmti-
lega leiki sem hann hafði séð á gamla
Melavellinum og sagði mér margar
sögur um hina og þessa leiki og leik-
menn sem voru að spila á þeim tíma
og hafði ég mikla ánægju af. Ég held
líka að Stefáni hafi þótt mjög gaman
að fá fótboltamann inn í fjölskylduna.
Oft sátum við og ræddum íþróttir
fram og til baka, en ekki vorum við
alltaf sammála, en höfðum þó báðir
mjög gaman af.
Haustið 1997 fluttum við Lára Sif í
Lautasmárann og svo skemmtilega
vildi til að Stefán og Lára fluttu einn-
ig þetta haust í sama hús og nutum
við góðs af því og heimsóknirnar á
milli hæða voru margar.
Stefán var alla tíð mjög hress og
kátur í bragði og mikil félagsvera.
Hann var ávallt tilbúinn að gera eitt-
hvað skemmtilegt hvort sem það var
að fara í Kringluna, Kolaportið, horfa
á barnabörnin spila fótbolta eða spila
á tónleikum og var hann jafnan stolt-
ur af þeim. Hann var alltaf jafn þakk-
látur fyrir það sem ég gerði fyrir
hann hversu lítið sem það var.
Vorið 1999 eignuðumst við Lára
Sif lítinn dreng sem fékk nafnið Jón
Smári. Stefán var alla tíð mjög stolt-
ur af langafabarni sínu og talaði oft
um hversu vel gerður hann væri og
duglegur. Stefán hafði alltaf jafn
gaman af því að fá Jón Smára í heim-
sókn og þótti Jóni Smára jafn gaman
að koma til Stefáns afa og Láru
ömmu enda voru þau alltaf góð við
hann.
Í ár verða jólin með breyttu sniði.
Það verður skrýtið að hafa Stefán
ekki hjá sér á jóladag þar sem fjöl-
skyldan var vön að koma í jólaboð til
hans og Láru og eiga notalega stund.
Mörg ár eru síðan þetta jólaboð varð
ómissandi þáttur í mínu jólahaldi.
Að leiðarlokum langar mig til að
þakka Stefáni afa fyrir allar þær
góðu stundir sem ég og mín fjöl-
skylda áttum með honum. Minning
um góðan mann mun ávallt lifa með
mér. Blessuð sé minning hans.
Elsku Lára amma og fjölskylda,
megi Guð styrkja ykkur og hugga á
þessum erfiðu tímum.
Ólafur Pétursson.
Elsku afi, söknuðurinn er mikill
því nú fáum við ekki að sjá þig aftur.
Laugardagurinn 17. nóvember var
okkur mikils virði, við vorum saman
nánast allan daginn og töluðum sam-
an um allt sem var að gerast hjá okk-
ur. Gaman var að við náðum að spila
vist, Elín, Stefán, amma og afi. Þú
vildir alltaf kenna okkur og bæta leik
okkar í vist sem þú kenndir okkur
ásamt ömmu. Þennan dag hittir þú
eða talaðir við flesta þína nánustu og
var því gott að þú varst hjá okkur yf-
ir helgina. Þú varst þinn síðasta dag
alveg rosalega hress og kátur eins og
alltaf þegar þú varst við góða heilsu.
Við fórum í gönguferðir saman og
enduðu þær flestar í Smáratorgi þar
sem stundum var keyptur ís eða ann-
að góðgæti. Þú varst mikill íþrótta-
áhugamaður og hafðir sérstakan
áhuga á fótbolta. Þú fylgdist vel með
hvað væri að gerast hjá okkur í fót-
boltanum, tónlistinni og varst sífellt
að hæla okkur og veittir okkur mik-
inn stuðning í því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur.
Við gerðum svo margt saman og
má þá nefna sumarbústaðaferðir,
fótboltaleiki og fleira. Ef veður leyfði
gafstu þér alltaf tíma til að horfa á
fótboltaleiki hjá okkur og vildum við
alltaf standa okkur vel og skora
mörk fyrir þig. Við metum þetta mik-
ils og því munum við aldrei gleyma
og ekki heldur þér. Guð veri með þér
elsku afi okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Stefán Jóhann og Elín Dröfn.
Elsku afi okkar.
Nú ert þú farinn frá okkur. Við
munum sakna þín mikið, því það var
alltaf gaman þegar þú hringdir til
okkar til Eyja og þegar við komum
til ykkar ömmu.
Ó, hve þín ást er innileg,
hve undrablíð og minnileg,
hún þúsund sinnum æðri er
en allt, sem talið getum vér.
(Stef. Thor. H. Hálfd.)
STEFÁN
JÓHANNESSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina