Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGIR hafa komið að máli við mig og spurt mig út í bókina Líkami fyrir lífið. Hér kemur örstutt næringarleg úttekt á þessari kostulegu bók sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að ýta undir sölu á næringardufti sem þekkist undir nafninu Myoplex. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að höfundur bókarinnar, herra Bill Phillips, er eigandi fyrirtækisins sem staðið hefur í þróun á téðu fæðubót- arefni. En fyrirtækið nefnist Experi- mental and Applied Science (EAS). Eins og svo oft gerist með höfunda skyndimegrunarbókmennta fullyrð- ir Bill Phillips að næringarfræðingar (sjá bls. 45) séu á villigötum þegar þeir ráðleggja fólki sem er í megrun. Og að feillinn sé fyrst og fremst tengdur því að þeir ráðleggi of mikla kolvetnaneyslu og of litla prótín- neyslu. En þess má geta að sam- kvæmt næringarfræðinni er talið heppilegt að orkuleg samsetning, í megrun, sé eftirfarandi: Kolvetni (50–65% af heildarorku), fita (15– 30% af heildarorku) og prótín (15– 25% af heildarorku, eða 0,8 g fyrir hvert líkamskíló). Boðskapur Lík- ama fyrir lífið er (að því er ég best fæ séð): Kolvetni (40%); fita (20%); prót- ín (40%). Í reynd er margsannað að óæski- legt er að hafa hlutfall prótíns eins gríðarhátt og mælt er með í bókinni Líkama fyrir lífið. Sem dæmi má nefna að óhófleg prótínneysla ýtir undir vökvatap og óeðlilegt vinnu- álag á nýru og lifur. Á bls. 48 segir: „Þrátt fyrir það sem margir næringarfræðingar af gamla skólanum og aðrir „sérfræð- ingar“ munu kannski segja þér þá eru mjög heilbrigðar og vísindalegar ástæður fyrir því að taka fæðubót- arefni.“ Fullyrðingu sem þessa hef ég oft fengið að heyra á þeim árum frá því ég útskrifaðist sem næring- arfræðingur og þá ávallt frá söluaðil- um fæðubótarefna. Sem næringar- fræðingi finnst mér það hjákátlegt þegar sölumenn fæðubótarefna reyna að réttlæta markaðssetningu afurða sinna með því að gera lítið úr næringarfræðingum og öðrum sér- fræðingum og segja þá vera „af gamla skólanum“. Þetta er ekki síst hjákátlegt fyrir þá sök að stöðugt eru að berast nýjar vísbendingar og sannanir fyrir skaðsemi óhóflegrar fæðubótarneyslu á mannslíkamann. Að sjálfsögðu er fæðubótarneysla á stundum nauðsynleg og enginn agnúast, mér vitanlega, út í hóflega fæðubótarneyslu; eins og þegar fólk fær sér eina fjölvítamín-/steinefna- töflu á dag, teskeið af lýsi eða stöku sinnum „næringarduftdrykk“ í stað- inn fyrir hefðbundinn mat. Aftur á móti ber að vara við óhófsneyslu og einnig þegar verið er að reyna að telja fólki trú um að til að ná árangri, eins og í baráttunni gegn aukakíló- unum, þurfi það að gleypa mikið magn af næringardufti, töflum og pillum. ÓLAFUR GUNNAR SÆMUNDSSON, næringarfræðingur. Líkami fyrir lífið – kostuleg bók! Frá Ólafi Gunnari Sæmundssyni: FYRIR skömmu kom fram í fjölmiðl- um að umferðaröryggi hefur hrakað á Íslandi á meðan nágrannaþjóðirnar hafa haldið í horfinu eða náð árangri á þessu sviði. Þessar upplýsingar eru sérstakt áhyggjuefni þar sem um- ferðaröryggisáætlunin, sem tók gildi árið 1997, rann út um síðustu áramót en eins og menn rekur minni til var markmið hennar að fækka umferð- arslysum umtalsvert fyrir árslok 2000. Með hliðsjón af því að það markmið náðist ekki vekur það furðu margra að ekki skuli hafa verið lögð fram ný umferðaröryggisáætlun og jafnframt tryggt að fjármagn sé fyrir hendi til að framfylgja henni. Að vísu voru lögð fram drög að umferðarör- yggisáætlun til ársins 2012 á síðasta umferðarþingi – en fögur fyrirheit um bætt umferðaröryggi mega sín lítils ef ekki fylgir framkvæmdaáætl- un og fjármagn til að fylgja þeim framkvæmdum eftir. Fyrr á þessu ári voru umferðar- lagasektir fyrir alvarleg umferðar- lagabrot hækkaðar til muna og er það vissulega lofsvert framtak dóms- málaráðherra og mun án efa hafa mikil áhrif til bættrar umferðar- menningar. En betur má ef duga skal. Eftir því sem ég kemst næst vinna öll Norðurlöndin, nema Ísland, eftir markvissum áætlunum um að fækka umferðarslysum og innihalda þær ekki aðeins orð á blaði – heldur einnig framkvæmda- og fjárhags- áætlanir sem tryggja það að verkin komist í framkvæmd. Nýlega skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna starfshóp, undir forystu Óla H. Þórð- arsonar, sem ætlað er að leggja loka- hönd á þau drög að áætlun sem lögð voru fram á umferðarþingi í desem- ber sl. og er það vel – enda hefur fátt verið unnið í þessum málum frá því fyrri áætlun rann út um áramótin. En ef þessi nýja umferðarörygg- isáætlun á komast í framkvæmd þarf einnig að liggja fyrir framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vilyrði fyrir fjármagni. Þótt orð séu auðvitað til alls fyrst duga þau ein og sér skammt til að fækka umferðarslys- unum. Þar sem nú fer fram síðari umræða um fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar skora ég á þingmenn þjóðarinnar að sameinast um að tryggja fjármagn til þessa mikilvæga málaflokks – enda líf og limir allra vegfarenda í húfi. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, forvarnafulltrúi VÍS. Mikilvægur mála- flokkur í fjársvelti Frá Ragnheiði Davíðsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.