Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Dýr matvara AÐ UNDANFÖRNU hefur verið borið saman verðlag á matvöru í hinum ýmsu lönd- um. Af því tilefni er ekki óeðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna matvara skuli vera rúmlega helmingi ódýrari á Spáni, Írlandi eða á Ítalíu en hér á landi. Getur verið að verðlag hér á landi sé með öllu óraunhæft þegar hægt er að fara út að borða mjög góða máltíð á veitingastað í þess- um löndum með allri þjón- ustu, víni og meðlæti fyrir innan við eitt þúsund krón- ur? Í verslunum er matark- arfan margfalt ódýrari. Saltfiskurinn á Spáni er helmingi ódýrari en hér heima og þannig mætti lengi telja. Það er skiljan- legt að matvara gæti verið eitthvað ódýrari þarna suð- ur frá vegna nálægðar við markaðinn og lægri flutn- ingskostnaðar, en að mun- urinn skuli vera jafn mikill er raun ber vitni hlýtur að liggja í einhverju öðru. Of lítil samkeppni á inn- anlandsmarkaði hér, hár flutningskostnaður og fá- mennt markaðssvæði geta varla skýrt þennan mikla mun. Einhvern veginn finnst mér að það hljóti að vera hægt að lækka mat- vöruverð hér á landi um a.m.k. þriðjung með tiltölu- lega einföldum ráðstöfun- um. T.d. með því að láta al- menning njóta betur ágóðans vegna hagstæðra innkaupa, fækka milliliðum og endurmeta alla flutn- ingsmöguleika. Fólk hér á landi getur líka, ef það vill, haft veruleg áhrif á verðlag matvöru með því að sammælast um að kaupa helst ekki vöru, sem það er ósátt við verðlag á. Kveðja, Ó. Um gjafmildi og lítillæti HINN þrettánda nóvem- ber síðastliðinn las ég á Ak- ureyrarsíðu Morgunblaðs- ins að Lionsklúbburinn Hængur hefði fært vist- mönnum á sambýli aldr- aðra í Bakkahlíð tvo páfa- gauka að gjöf. Vistmenn munu hafa haft á orði að þeir hefðu áhuga á að eign- ast gæludýr og ljónamenn- irnir voru fljótir að upp- fylla þær vonir. Það er ekki nema gott eitt um það að segja eins og um aðrar gjafir og störf Lionshreyf- ingarinnar að mannúðar- málum. En verðskuldar þessi gjöf þriggja dálka frétt í Morg- unblaðinu, fimm dálka forsí- ðufrétt í Vikudegi og eins dálks frétt í DV að ekki sé talað um myndir af fimm gleiðbrosandi stjórnar- mönnum ljónamanna? Hvað varð um lítillæti hjartans? Hvað nú ef einhvern langar til að gefa vistmönnum kött sem er líklegur til að sitja í kjöltu þeirra og láta strjúka sér og klappa meðan hann malar og róar þandar taugar þeirra eftir skvaldrið í gaukunum? Kötturinn er þó að minnsta kosti sömu ættar og ljónamennirnir. Undrandi Akureyringur. Tapað/fundið Hálsmen í óskilum HÁLSMEN fannst við Bæjarhraun 18, Hafnar- firði, fyrir framan húsnæði Sýslumannsins í Hafnar- firði. Uppl. í síma 863 9790. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR grænn og gulur að lit fannst í Bú- staðahverfi 20. nóv. sl. Eig- andi hafi samband í síma 588 9179. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... AKUREYRINGAR hafa löngumátt ágætis íþróttamenn en nú virðist mikil uppsveifla hafa átt sér stað í bænum síðustu misseri. Í nokkur ár hefur KA verið með eitt besta handboltalið landsins og Akureyringar verið nær ósigrandi í íshokkíi og svo er enn. Þórsarar eru einnig komnir með mjög gott hand- boltalið, körfuboltalið Þórs virðist einnig sterkara en oft áður og bæði lið verða í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu næsta sumar. x x x JAFNTEFLISLEIKUR Þórs ogKA í Essó-deildinni í handbolta, efstu deild karla, á mánudaginn var vakti mikla athygli enda ríflega 2.000 áhorfendur sem lögðu leið sína í íþróttahöllina til að fylgjast með. Ótrúlegt, en satt. Þórsarar hafa verið gagnrýndir fyrir að færa leikinn fram frá þriðju- dagskvöldi á mánudagskvöld vegna tveggja stórleikja í meistaradeild- inni í knattspyrnu sem voru á dag- skrá Sýnar á þriðjudagskvöldinu. Þar sem vinsældir þeirrar keppni eru gríðarlegar hér á landi hefur það greinilega verið niðurstaða for- ráðamanna handboltadeildarinnar að þetta væri skynsamlegt og áhorf- endafjöldinn á leiknum við KA bendir til þess að það mat hafi verið rétt. Í stað þess að berja hausnum við steininn, viðurkenna ekki vinsældir fótboltans heldur halda sínu striki og setja fólk í þá erfiðu aðstöðu að þurfa að velja á milli meistaradeild- arinnar og handboltaleiksins var tekin skynsamleg ákvörðun. Vík- verji tekur ofan fyrir Þórsurum. Þorleifur Ananíasson, fyrrverandi handboltamaður í KA, skrifar iðu- lega pistla á heimasíðu félagsins og fer þar mikinn. Honum virðist ekki sérlega hlýtt til Þórs, enda kannski engin ástæða til, en Víkverji skemmtir sér oft konunglega við lestur skrifa Þorleifs. Eftir áður- nefndan leik skrifar hann eftirfar- andi klausu á heimasíðuna: „Ó … ó … ekki fór það vel hjá Þórsurum á Anfield í gærkveldi. Eins og menn muna var leik Þórs og KA í handbolta flýtt vegna „beinnar útsendingar“ á Sýn af leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu í gærkveldi. En viti menn, auðvitað var leikur Man. Utd. gegn Bayern Munich sýndur í beinni, Liverpool-leikurinn settur í súr og sýndur síðar um kvöldið. Blessaðir Þórsararnir fengu því slátrið súrt en ekki nýtt frá Liver- pool í gærkveldi og hefðu því hæg- lega getað séð handboltaleikinn áður en sparkið hófst. Það er hins vegar ekki víst að þeir hefðu þolað báða leikina sama kvöldið. Fyrst að sjá handboltaliðinu sínu mistakast enn einu sinni að sigra KA og sjá síðan slátrunina á Anfield í kjölfarið.“ x x x AÐ síðustu heggur Víkverji ísama knérunn og oft áður: Hvetur hér með forráðamenn sjón- varpsstöðvarinnar Sýnar til að sýna fleiri leiki úr spænsku knattspyrn- unni. Úrslit leikja í meistaradeild- inni í vikunni ættu að opna augu manna fyrir því hve frábær spænsku félögin eru. Barcelona lék Liverpool grátt á Englandi, Deport- ivo valtaði yfir Arsenal á heimavelli og Real Madrid fór á kostum í Prag, þar sem liðið sigraði Sparta. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 svipað, 4 sveðja, 7 skyldmenni, 8 hrósar, 9 fugl, 11 horað, 13 púkar, 14 tryllast, 15 klöpp und- ir sjávarmáli, 17 tala, 20 flana, 22 birtir yfir, 23 kjökra, 24 rannsaka, 25 þátttakenda. LÓÐRÉTT: 1 trjátegund, 2 stór, 3 ein- kenni, 4 vers, 5 kjáni, 6 lofar, 10 óleikur, 12 nes- oddar, 13 stefna, 15 fjör- mikil, 16 áin, 18 illvirki, 19 slétta, 20 nabbi, 21 duft. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 forkólfur, 8 labba, 9 kuggs, 10 góa, 11 riðla, 13 remba, 15 seggs, 18 snæða, 21 tók, 22 tafla, 23 eflir, 24 rumpulýðs. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 klaga, 4 lokar, 5 ungum, 6 klár, 7 Esja, 12 lag, 14 enn, 15 sótt, 16 giftu, 17 staup, 18 skell, 19 ætlað, 20 arra. K r o s s g á t a ÉG VIL koma á fram- færi þakklæti mínu fyr- ir skreytingakvöld sem Blómaval hefur haldið undanfarin ár. Voru þeir með svona kvöld í vikunni sem leið og ríkti þar mikil stemmn- ing og ánægja við- staddra. Á upphækkuðum palli stóðu fjórir skreytingarmeistarar og sýndu þeir áhorf- endum hvernig gera á skreytingar, eins var þar kynnir sem reytti af sér brandara. Ég hef mætt þarna ár eftir ár og alltaf haft jafn mikla ánægju af þessum kvöldum. Blómaval hefur boðið upp á þetta án endur- gjalds og í hléi er boðið upp á kaffi og meðlæti. Það er sama fólkið sem kemur þarna ár eftir ár og er þetta orð- inn fastur liður í jóla- haldinu hjá mörgum. Ég hef aldrei séð neitt á þetta minnst í fjölmiðlum og vil ég nota tækifærið hér og þakka fyrir þetta fram- tak sem er vel þegið. Finnst þetta smart hjá þeim í Blómavali. Jólaunnandi. Hinn rétti jólaandi Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Barbara og Florinda koma á morgun. Selfoss kemur á morgun til Straumsvíkur. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnustofa og bað, kl. 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handavinnu- stofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30– 16.30 opin smíðastofan/ útskurður, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 10 púttvöll- urinn opinn, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Litlu jólin verða fimm- tud. 6. des. Fagnaður- inn hefst kl. 18. Salur- inn opnaður kl. 17.30. Skráning í s. 568-5052 fyrir 5. des. Allir vel- komnir. Eldri borgarar Kjalar- nesi og Kjós. Félags- starfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara Garðabæ, Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstud. 7. des. Húsið opnað kl. 19. Allir vel- komnir. Miðapantanir og uppl. í s. 565-7826 eða 895-7826, Arndís og á skrifstofu félagsins, Kirkjuhvoli, s. 565-6627. fyrir þriðjud. 27 nóv. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 29. nóv. Spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Föstud. 30. nóv. Dansað í kjallaran- um í Kirkjuhvoli kl. 11. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun púttað í Bæj- arútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13.30. Á þriðjud. tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13. Saumar og brids í Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Í dag sunnu- dag. Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Á morgun brids spilað kl. 13. Jóla- fagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudag- inn 5. desember. Fagn- aðurinn hefst kl. 20. Hugvekju flytur sr. Pétur Þorsteinsson, söngur undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur, ýmsir skemmtikraftar, kaffi og meðlæti, dansað á eftir. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag myndlistasýning Bryndísar Björnsdóttur opin kl. 14–16 listamað- urinn á staðnum. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, súpa og salatbar í hádeginu, spilasalur opinn frá há- degi, dansinn fellur nið- ur. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handavinnu- stofan opin, kl. 9.30 gler- og postulínsmál- un, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skap- andi skrif. Myndlistar- sýning Seyðfirðinga- félagsins stendur yfir í Gjábakka á opnunar- tíma kl. 9–17 til 30. nóv. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leik- fimi, kl. 13, brids, kl. 11 myndmennt, kl. 12 myndlist, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund. Föstud. 7. des. jólahlaðborð, heið- ursgestur, hugvekja, söngur. Allir velkomn- ir, uppl. í s. 587-2888. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað kl. 13.30 gönguferð. Þriðjud. 27. nóv. verður Félagsþjónustan í Hvassaleiti 15 ára. Af því tilefni verður morg- unkaffi kl. 10. Kl. 17 til 19 verður opið hús, með kaffiveitingum og fáum við góðan gest í heimsókn, Ágústu Ágústdóttir söngkonu og mun hún syngja nokkur lög. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl.12 bókasafn. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kór- æfing. Jólafagnaður verður fimmtud. 6, des. Húsið opnað kl, 17.30. Allir velkomnir, uppl. og skráning í s. 562- 7077. Mánud. 26. nóv. verður farið í Háskólabíó á ís- lensku myndina Máva- hlátur. Lagt af stað frá Vesturgötu kl, 13.30 (Sýningin hefst kl. 14.) Uppl.og skráning í síma 562-7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur, morgunstund og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Aðventu- og jóla- fagnaður verður 6. des. Jólahlaðborð, ýmislegt til skemmtunar. Skrán- ing í s. 561-0300. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Félag breiðfirskra kvenna, jólafundurinn verður sunnud. 2. des. kl. 19. Jólamatur, jóla- söngur, munið jólapakk- ana. Skráning í s. 553- 2562, Ingibjörg, eða s. 568-1082, Svanhvít. Kvenfélag Kópavogs, vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20 í Hamraborg 10. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Jólafundurinn verður þiðjud. 4. des. kl. 20 í safnaðarheimilinu. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst í s. 553-6697, Guðný, eða 588-8036, Margrét. Munum jóla- pakkana. Kvenfélags Bústaða- sóknar heldur jólafund í safnaðarheimilinu mánudaginn 10. desem- ber kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 3. desember til Erlu Levy, s. 897-5094, Guð- ríðar, s. 561-5834 og El- ínar, s. 553-2077. ITC Harpa í Reykjavík, deildarfundur í sal Flugvirkjafélags Ís- lands, Borgartúni 22, þriðjudaginn 27. nóvem- ber næstkomandi kl. 20–22. Þjálfun í þína þágu. All- ir velkomnir. Upplýs- ingar gefur Lilja í s. 581-3737. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itcharpa@hotmail.com og heimasíðan er http://www.life.is/itc- harpa Hríseyingafélagið. Jólabingó verður í dag sunndaginn 25. nóvem- ber kl. 14. í Skipholti 70, 2. hæð. Allir vel- komnir. Í dag er sunnudagur 25. nóvember, 329. dagur ársins 2001. Katrínar- messa. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auð- mýkt er undanfari virðingar. (Orðskv. 18, 12.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.