Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Flugeldagerð á Íslandi
Er dauðhrædd-
ur við flugelda
NÚ LÍÐUR að ára-mótum og hvernigsem viðrar, verð-
ur himinninn yfir þétt-
býliskjörnum landsins
upptendraður af flugelda-
skothríð sem vart á sinn
líka um víða veröld.
Landsmenn eyða ótöldum
milljónum í flugelda og
sjálfsagt brenna Íslend-
ingar aldrei meira af pen-
ingum á stuttum tíma en
einmitt á gamlárskvöldi og
kalla þeir þó ekki allt
ömmu sína í þeim efnum.
Á Íslandi er starfandi ein
fjölskylda „fýrverka“, eða
flugeldasmiða. Fyrir henni
fer Þórarinn Símonarson
sem rekur Flugeldaiðjuna
í Garðabæ ásamt syni sín-
um Baldvin.
– Hvað hefurðu verið lengi í
flugeldagerð, Þórarinn?
„Ég er búinn að vera meira og
minna í púðri síðan 1938, en þá
fórum við Jónas Bjarnason að
framleiða púðurkerlingar og kín-
verja eftir að Jónas hnaut um
púðuruppskrift í einhverri bók.
Kínverjar voru nú alveg nóg í þá
daga, en þeir voru síðan bannaðir
árið 1948.“
– En hvar lærðir þú flugelda-
smíði?
„Fyrir tilstilli tveggja móður-
systra í Danmörku og fleira góðs
fólks, komst ég að til að læra við
Tívolíverksmiðjurnar í Dan-
mörku. Það var snemma vors
1958 og ég var þar fram á sumar.
Þar lærði ég að framleiða blys og
flugelda, lauk prófi hjá þeim og er
með það uppáskrifað. Ég er lærð-
ur „fýrverker“.
– Ertu með einhverja sérgrein í
flugeldasmíði?
„Nei, það eru ekki sérgreinar í
þessu. Ég er bara alhliða flug-
eldasmiður. En þó maður sé ekki
með sérgrein þá þarf maður að til-
einka sér allar nýjungar, þannig
gæti svo farið að ég færi utan á
næstunni til að kynna mér nýj-
ustu bombuna hjá þeim í Dan-
mörku. Hún heitir bara luftbomb
og er mikil bomba. Ég fer alltaf
utan öðru hvoru, það er mikið
samband milli fjölskyldnanna
okkar annars vegar og þeirra hjá
Tívolí. Góður vinskapur.“
– Það hefur væntanlega mikið
breyst í flugeldagerð á öllum
þessum árum eða hvað?
„Ákveðin grundvallaratriði
breytast lítið eða ekki en það er
oft bryddað upp á nýjungum.
Hins vegar hefur sölukerfið sjálft
breyst mikið frá því sem var. Einu
sinni voru heildsalar og smásalar
og afgreiðslustaðir voru jafnvel
bara sjoppur. Heildsalinn tapaði
oft mikið á viðskiptunum. Nú eru
þetta félög og sambönd sem fjár-
magna starfsemi sína og hef ég
einkum haft gaman af því að vinna
fyrir björgunarsveitirnar. Þær
eru langstærsti kaupandinn hjá
mér og hafa lengi verið. Samstarf-
ið hefur verið svo mikið og náið
svo lengi að mér finnst
ég eiga pínulítið í því
mikla og góða starfi
sem félögin vinna.“
– Er þetta ekki stór-
hættulegt starf?
„Ef farið er eftir settum reglum
og ekki flanað að hlutunum þá
þurfa ekki að verða óhöpp. Þegar
slys eiga sér stað við flugeldagerð
þá er það ævinlega hjá þeim sem
hafa farið geyst og ætlað að gera
mikið á stuttum tíma. Eitt slys
sem varð í Bandaríkjunum varð
rétt fyrir þjóðhátíðardaginn
þeirra, 4. júlí, og verksmiðjan átti
mikið eftir að framleiða á stuttum
tíma. Það var einu sinni spreng-
ing hjá Lars vini mínum í Dan-
mörku. Það gerðist eldsnemma að
morgni. Tilfellið er, að slysin
verða helst milli 8 og 10 á morgn-
ana, þegar menn eru ekki al-
mennilega vaknaðir. Þess vegna
hef ég það fyrir reglu að byrja
ekki að vinna fyrr en klukkan tíu á
morgnana og vera þá frekar eitt-
hvað lengur fram á daginn. Þann-
ig er maður með höfuðið í lagi.
Það hefur aldrei komið neitt fyrir
hjá okkur.“
– Eru nágrannarnir í rónni?
„Já, þeir eru í rónni. Við erum
með þó nokkuð afgirt svæði og
vinnum samkvæmt stífustu reglu-
gerðum og skynsemi.“
– Hefurðu sjálfur gaman af því
að skjóta upp flugeldum?
„Nei, ég er dauðhræddur við
flugelda og hef alltaf verið og ég
held að það sé þess vegna sem
þeir féllust á að kenna mér hjá
Tívolíverksmiðjunum. Það var
þannig að þegar ég kom fyrst til
þeirra, þá stilltu þeir mér upp í
návígi við skotsvæði flugeldasýn-
ingar. Svo byrjuðu þessar líka
djöfuls bombur og ég varð svo
hræddur að ég hljóp í skjól. Þeir
dönsku hlógu mikið að þessu, en
sögðu sem svo, að sá sem væri
svona hræddur við flugelda væri
ólíklegur til að vera með flumbru-
gang og óaðgæslu við gerð
þeirra.“
– En hvernig er að sjá ársverk-
ið brenna upp, bókstaflega á
nokkrum mínútum á hverjum
áramótum?
„Sannleikurinn er
sá, að það er sérkenni-
leg upplifun. Ég er í
rótaríklúbbi í Garða-
bænum og hélt einu
sinni ræðu um flug-
eldagerð. Þar vakti það mikla kát-
ína þegar ég setti dæmið þannig
upp að ég væri allt árið að fram-
leiða flugeldana, heildsalarnir
væru síðan tvo mánuði að koma
þessu út og suður, kaupmennirnir
væru síðan eina viku að selja vör-
una, en almenningur væri síðan
kortér að fýra öllu saman á loft og
brenna því! En það er þess virði,
því málefnið er gott.“
Þórarinn Símonarson
Þórarinn Símonarson er fædd-
ur í Hafnarfirði 23. desember
1923 og varð því 78 ára síðast
liðna Þorláksmessu. Eins og
fram kemur í viðtalinu nam hann
flugeldagerð hjá Tívolíverk-
smiðjunum í Danmörku árið
1958. Eiginkona hans er Ingunn
Ingvadóttir frá Hliðsnesi og börn
þeirra tvö eru Bryndís, sem er
handavinnukennari í Garðabæ,
og Baldvin, sem sjálfur er orðinn
útskrifaður flugeldasmiður og
starfar með föður sínum.
…ég myndi
ekki gera
neina vitleysu
BJARNI Björnsson,
fyrrverandi forstjóri,
lést í Reykjavík 23. des-
ember síðastliðinn, 81
árs að aldri.
Foreldrar hans voru
Björn Sveinsson og
Ólafía Bjarnadóttir.
Bjarni var atkvæða-
mikill í íslensku at-
vinnulífi í áratugi.
Hann átti og rak fata-
verksmiðjuna Dúk hf.
frá miðjum sjötta ára-
tug síðustu aldar.
Hann sat í stjórn Fé-
lags íslenskra iðnrek-
enda, lengst af sem varaformaður,
og var fyrsti formaður
Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins, forvera nú-
verandi Útflutnings-
ráðs.
Bjarni var sæmdur
Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu fyr-
ir störf sín í þágu ís-
lensks iðnaðar. Þá
gegndi Bjarni ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Bjarni kvæntist árið
1943 Kristjönu Brynj-
ólfsdóttir, sem lést árið
2000. Þau eignuðust
fjóra syni.
Andlát
BJARNI
BJÖRNSSON
HLUTFALL kvenna í undanfara-
flokki Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík hefur aukist umtalsvert
frá því fyrsta konan var tekin inni í
flokkinn fyrir fáeinum árum og eru
þær nú orðnar fjórar á móti átta
körlum. Að auki er sú fimmta í
þjálfun og er búist við henni í flokk-
inn á næsta ári. Konur eru komnar
í undanfaraflokka nokkurra hjálp-
arsveita á landinu, en hvergi er
hlutfall þeirra jafnhátt og í HSSR.
Undanfara mætti kalla þá hjálp-
arsveitamenn sem eru sérþjálfaðir
til að mæta mestu kröfum, sem
gerðar eru til björgunarfólks, með
því að þeim er falið að fara fyrstir
til leitar að týndu fólki, og/eða slös-
uðu og sinna alvarlegustu útköll-
unum. Það eru því undanfararnir
sem verða að vera undir það búnir
að mæta aðstæðum á vettvangi
fjallaslysa sem venjulegum manni
væri ofviða að takast á við. Þá eru
ónefndar kröfur um líkamlega getu
til að ferðast fótgangandi um
hættuleg landsvæði og margt
fleira.
Að sögn Brynju Bjarkar Magn-
úsdóttur, eins undanfara í HSSR,
reyndist þetta karlavígi fremur
auðunnið, og í ljós kom að það voru
ekki alvarlegar hindranir í veg-
inum fyrir því að konur yrðu und-
anfarar. Það er á henni að skilja að
það hafi verið á valdi kvennanna
sjálfra að ákveða hvenær tími
þeirra rynni upp sem undanfarar,
auk þess sem líklega er um að ræða
sjálfsagðan fylgifisk aukinnar þátt-
töku kvenna í björgunarsveitum al-
mennt.
Áralöng reynsla í HSSR
„Það kemur fyrir að nýliðum í
hjálparsveitinni þyki undarlegt að
konur séu að kenna t.d. ísklifur og
meðferð ísaxa, en það heyrir til
undantekninga,“ segir Brynja.
„Sú staðreynd að konur eru
komnar í hóp undanfara hefur ekki
leitt af sér nein vandræði. Við höf-
um allar verið starfandi í 7–8 ár í
HSSR og staða okkar í undan-
faraflokknum er eðlileg afleiðing
þess, auk mikils áhuga á fjalla-
mennsku og starfseminni almennt.
Við höfum ekki þurft að yfirstíga
neina þröskulda á leið okkur inn í
undanfaraflokkinn af þeirri ástæðu
einni að við erum konur. Það er
bara lítil hefð fyrir þátttöku
kvenna í undanfaraflokkum, en
hún er hins vegar að skapast um
þessar mundir, bæði í okkar sveit
og annars staðar.“
Undanfari þarf að geta mætt í út-
kall á um 20 mínútum, hvenær sem
er sólarhringsins. Allur búnaður
hvers undanfara er geymdur í
húsakynnum hjálparsveitarinnar,
tilbúinn til notkunar, enda er gerð
sú krafa að undanfari geti brugðist
við útkallsbeiðni tafarlaust án þess
að koma við heima hjá sér og útbúa
sig.
Brynja segir að lokum að sér-
stakar ráðstafanir séu gerðar hjá
hjálparsveitum til að passa upp á
andlega velferð björgunarfólks
sem fer í erfið útköll. „Innan björg-
unarsveitanna eru starfandi áfalla-
hjálparhópar og við höfum fengið
þá til að undirbúa okkur fyrir að
mæta hinu versta, en björgunarfólk
gerir sér samt almennt grein fyrir
því hvað við er að eiga. Tilfellin
sem þarf að sinna geta verið mjög
alvarleg og í því tilliti þarf að gæta
að aldri björgunarfólks. Til dæmis
var enginn undir 25 ára aldri send-
ur í Súðavíkurslysið 1995, hvort
sem hann var undanfari eður ei,
þannig að það er að mörgu að
hyggja í þessum efnum.“
Fara fyrstar í öll
alvarlegustu útköllin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undanfararnir, frá vinstri talið: Brynja Björk Magnúsdóttir, Helga
Björk Möller, Magnea Magnúsdóttir og Hildur Nílsen.
NÚ ER unnið dag og nótt við að
ljúk byggingu Íslenskrar erfða-
greiningar í Vatnsmýrinni í
Reykjavík, að sögn Hjörleifs Stef-
ánssonar hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu, en gert er ráð fyrir því að
húsnæðið verði formlega afhent
fyrirtækinu fyrstu vikuna í janúar.
Áætlanir varðandi bygginguna
hafa staðist í öllum aðalatriðum en
framkvæmdir hófust fyrir um ári.
Byggingin stendur sunnan við nýtt
Náttúrufræðihús Háskóla Íslands
og er um 15.000 fermetrar að
stærð. Áætlaður heildarkostnaður
við verkið er um 2 milljarðar króna.
Morgunblaðið/Golli
ÍE í nýtt
húsnæði
Sigmund í fríi
SIGMUND Jóhannsson verður
í fríi í dag og á morgun. Næsta
teikning hans verður í blaðinu
sunnudaginn 30. desember.