Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 13 GRASAGARÐURINN í Reykjavík er gnægtabúr matar á sumrin en þegar Vetur konungur er sestur að verður fátt um fínar krásir. Þá koma til góðhjartaðar sálir sem arka í gegnum snjóskaflana með góð- gæti í poka og metta svanga maga fuglanna í garðinum og hljóta í þakk- lætisskyni dynjandi gæsagarg og vængjaþyt. Morgunblaðið/Ómar Glorhungraðar gæsir Laugardalur LAND Landspítalans í Kópavogi yrði endurskipu- lagt kæmist það í eigu Kópavogsbæjar en líklega yrði áfram opið svæði á stórum hluta þess. Þetta segir Sigurður Geirdal bæj- arstjóri en formaður stjórn- arnefndar spítalans segir til greina koma að selja landið sem lið í aðgerðum til að bæta fjárhagsstöðu stofnun- arinnar. Sigurður segir Kópavog hafa áhuga á að eignast allt land innan bæjarmarkanna. „Í dag er þetta opið svæði og stofnanasvæði og hús á stangli hér og þar þannig að landið er mjög lítið og illa skipulagt. Það yrði því stokkað upp en samt held ég að menn myndu hafa tals- vert af þessu opið svæði. Þá er Sunnuhlíð og tengdar stofnanir þarna og það yrði eflaust haft í huga. En þetta hefur ekki komist það langt að menn séu farnir að setj- ast niður og skipuleggja því hingað til hefur Landspít- alinn ekki viljað selja.“ Hann segir þó ekki einfalt mál að skipuleggja svæðið. „Þetta er nokkuð stórt land og mjög vandmeðfarið því það er t.d. friðað svæði inni á því, fornminjar og annað. Það er því alveg ljóst að þetta land nýtist ekki nærri allt sem byggingaland en það væri mjög skemmtilegt að geta endurskipulagt það í heild sinni. Þegar bæir þétt- ast svona snögglega eins og hér hefur verið þá er mjög gott að einhvers staðar sé eftir einhver skiki sem má nota fyrir stofnanir og ann- að slíkt.“ Ekki um eiginlegan for- kaupsrétt að ræða Sigurður segir lítið hafa verið byggt á landinu und- anfarna áratugi annað en að Sunnuhlíðarsamtökin hafi fengið þar lóð og sömuleiðis hafi Kópavogsbær fengið skika undir leikskóla á land- inu en áður hafi spítalinn rekið þar mun minni leik- skóla. Hann segir að þó að ekki sé um eiginlegan forkaups- rétt Kópavogs að landinu að ræða hafi verið litið svo á að bæjarfélagið yrði fyrsti við- semjandi spítalans kæmi til sölu landsins. Landspítalinn íhugar að selja land sitt í bæjarfélaginu Yrði stokkað upp og endurskipulagt                     Kópavogur HEILDSTÆÐ umgjörð utan um fjölskylduna er megin- markmið fjölskyldustefnu Garðabæjar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar skömmu fyrir jól. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag á Íslandi samþykkir sérstaka fjölskyldustefnu. Í fjölskyldustefnunni segir að til þess að ná þeirri heild- stæðu umgjörð um fjölskyld- una sem stefnt sé að þurfi að skapa forsendur til þess að fjölskyldulífið geti veitt ein- staklingunum öryggi og tæki- færi til að þroska eiginleika sína til hins ýtrasta. Eins þurfi að skapa forsendur til þess að foreldrar geti til jafns borið ábyrgð á heimilishaldi og umönnun og uppeldi barna. Samkvæmt stefnunni þurfa stofnanir bæjarins að starfa í samvinnu við foreldra og taka mið af ábyrgð þeirra á börn- um sínum. Þá skal stefnt að jafnvægi milli fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku og að samþætting og samfella verði eins góð og mögulegt er á milli skóla, félagsstarfs, heilbrigð- ismála og íþrótta- og tóm- stundamála. Álagningu opinberra gjalda stillt í hóf Leggja á áherslu á fjöl- skylduráðgjöf og bjóða upp á fræðslunámskeið til að efla skilning á eðli og hlutverki fjölskyldunar á mismunandi æviskeiðum. Öldruðum skal gera kleift að búa við fullt sjálfræði eins lengi og unnt er og loks skal stilla álagningu opinberra gjalda í hóf. Í fjölskyldustefnunni eru einnig sett fram markmið og leiðir til að ná þeim í 11 mála- flokkum. Þessir málaflokkar eru daggæsla; leikskólar; grunnskóli; málefni aldraðra; forvarnir og fræðsla; íþróttir, tómstundir og félagsstarf; menning, umhverfi og útivist; skipulag, atvinna og húsnæði; starfsfólk Garðabæjar og loks jafnréttismál. Samþykkt fjölskyldustefn- unnar er í samræmi við álykt- un Alþingis frá árinu 1997 þar sem kveðið er á um að ríkis- stjórn og sveitarfélögum beri að marka sér opinbera stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Hefur upplýsingagildi Að sögn Ingibjargar Hauksdóttur, formanns fjöl- skylduráðs Garðabæjar, er fjölda nýjunga að finna í fjöl- skyldustefnunni. Til að mynda sé aukin áhersla á fræðslu fyrir fjölskyldur, allt frá uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra nýbura til starfsloka- námskeiða fyrir eldri borg- ara. Hún segir stefnuna ekki síður hafa upplýsingagildi fyr- ir almenning. „Það sem skipt- ir máli fyrir það fólk sem býr hérna er að það viti til dæmis að börn þess fái heitar mál- tíðir í skólanum og að það hafi aðgang að leikskóla fyrir barn þegar það hefur náð vissum aldri. Við getum líka hugsað okkur að ungir Garðbæingar sem hafa lokið námi erlendis og eru á leiðinni heim aftur fari inn á Netið og sjái hverjar áherslur bæjarins í fjöl- skyldumálum eru. Þannig getur fólk borið saman því við erum að keppa um íbúa og ég held að ungt fólk leggi mikið upp úr þeim þáttum sem koma þarna fram. Það má líka segja að þetta sé ákveðið gæðaeftirlit.“ Ingibjörg segir stýrihóp- inn, sem vann að uppsetningu stefnunnar, hafa þurft að fara nýjar leiðir þar sem engar fyrirmyndir voru til. „Þess vegna var afskaplega skemmtilegt að vinna þetta og ákveðin nýsköpun í því hvern- ig þetta var sett upp,“ segir hún. Fjölskyldu- stefna í fyrsta sinn Fræðslumál fjölskyldunnar fá aukið vægi í Garðabæ með fjölskyldustefnu bæjarfélagsins sem nýlega var samþykkt. Garðabær SKIPULAGS- og bygginga- nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag svokallaðrar Leynimýrar í Öskjuhlíð þar sem gert er ráð fyrir duft- reit. Búist er við að slíkur duftreitur yrði ekki fullsett- ur fyrr en í lok þessarar ald- ar. Að sögn Þórsteins Ragn- arssonar, forstjóra Kirkju- garða Reykjavíkurprófasts- dæma, hefur lengi verið horft til þessa svæðis fyrir duftgarð en hann hafi sótt um að slíkum garði yrði komið fyrir á svæðinu fyrir tveimur árum. Um yrði að ræða opinn garð sem yrði duftreitur og jafnframt lysti- garður í tengslum við um- hverfið sem að mestu leyti á að vera ósnert. „Ef þetta yrði að veruleika og við fengjum úthlutun þá værum við með duftreiti sem myndu nægja alla 21. öldina fyrir allt Reykjavíkursvæðið í brennslu,“ segir hann. Fyrir utan duftreitinn í Fossvogskirkjugarði er duft- garður í Gufunesi auk þess sem slíkur reitur er fyrir- hugaður í Kópavogskirkju- garðinum í Leirdal. „Ef þessi duftgarður í Leyni- mýrinni verður að veruleika þá tekur hann við af duft- garðinum sem er að fyllast hjá okkur við Fossvogs- kirkju,“ segir Þórsteinn. „Það er innan við 2000 Ís- lendingar sem deyja árlega þannig að garðurinn dygði í yfir tíu ár ef allir létu brenna sig. Reyndar er spáð mikilli aukningu í dánartíðni á næstu árum en reiknað er með því að þessir duftgarðar í Gufunesi og Leirdal taki einnig við. Svo eru duftgraf- ir að verða töluvert algengar ofan á kistugrafir.“ Að sögn Þórsteins eru bál- farir á milli 12 og 13 prósent allra útfara á landsvísu en á Reykjavíkursvæðinu er hlut- fallið að nálgast 20 prósent. „Ef þessi garður verður að veruleika geri ég ráð fyrir að það myndi ýta undir að eldri borgarar myndu velja líkbrennslu til þess að fá leg- stað í Fossvogi. Það eru nokkur dæmi er- lendis frá sem styðja þá skoðun.“ Þórsteinn bendir á að á næstu áratugum séu áætl- aðar á milli 300 og 400 kistu- grafir í Fossvogi en garð- urinn er nú fullsettur. „Það eru gríðarlega margar frá- teknar grafir sem voru tekn- ar frá um miðja síðustu öld og eftir það,“ segir hann. Nýr duftreitur Öskjuhlíð Gert er ráð fyrir að með nýja duftreitnum við Fossvogs- garð verði eftirspurn eftir duftgröfum annað út þessa öld. Morgunblaðið/Þorkell
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.