Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÖLUR frá Íbúðalánasjóði um fjölda umsókna um fyrirgreiðslu vegna greiðsluerfiðleika hafa sýnt verulega færri umsóknir á síðustu árum en á árinu 1995, sem sjóð- urinn tekur oftast sem viðmiðun. Þannig hefur Íbúðalánasjóður greint frá því að hlutfall þeirra sem sóttu um fyrirgreiðslu vegna greiðsluerfiðleika á árinu 1999 hafi verið 0,23% af fjölda lántakenda, 0,5% á árinu 2000 en 2,78% á árinu 1995. Þessi samanburður gefur ekki fullkomna mynd af greiðsluerfið- leikum íbúðareigenda og annarra. Í fyrsta lagi er ekki tekið með að Ráðgjafarstofa um fjármál heimil- anna, sem kom til sögunnar á árinu 1996, hefur að jafnaði afgreitt á milli fimm og sex hundruð umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika á ári, sem reyndar takamarkast af fjölda starfsmanna stofunnar. Í ann- an stað var sú vinnuregla tekin upp með tilkomu Íbúðalánasjóðs, 1. jan- úar 1999, að umsækjendur um að- stoð vegna greiðsluerfiðleika eiga að snúa sér fyrst til viðskiptabanka síns eða til Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna en ekki til Íbúða- lánasjóðs. Fyrir daga Íbúðalána- sjóðs gátu umsækjendur hins vegar leitað beint til Húsnæðisstofnunar, forvera Íbúðalánasjóðs. Þá má einn- ig nefna að fylgigögn með umsókn um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika eru töluvert fleiri nú en var. Vinnan við umsókn er því meiri. Hátt í 700 umsóknir hjá Ráðgjafarstofu í ár Fjöldi afgreiðslna Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem starf- rækt er á vegum félagsmálaráðu- neytisins, takmarkast af þeim fjölda erinda sem hinir sex starfsmenn stofunnar komast yfir að sinna. Þessi fjöldi hefur að jafnaði verið hátt í 600 á ári, á tímabilinu frá 1996 til dagsins í dag og stefnir í að verða meiri í ár en nokkru sinni áð- ur, eða hátt í 700, samkvæmt upp- lýsingum frá stofunni. Hluti af af- greiðslum Ráðgjafarstofunnar leiðir til þess að viðkomandi sækir um greiðsluerfiðleikalán eða frystingu á lánum sínum hjá Íbúðalánasjóði. Stærri hluti afgreiðslna hefur hins vegar ekki leitt til slíkra umsókna. Áður en Ráðgjafarstofa um fjár- mál heimilanna kom til leituðu flest- ir íbúðareigendur í greiðsluerfið- leikum til Húsnæðisstofnunar. Í dag leita þeir hins vegar fyrst til síns viðskiptabanka eða til Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna. Sam- anburður á tölum um fjölda um- sókna Íbúðalánasjóðs um fyrirgreiðslu vegna greiðsluerfið- leika við samsvarandi umsóknir, sem Húsnæðisstofnun barst á árinu 1995, gefa því ekki fullkomna mynd af þessu, eins og Íbúðalánasjóður hefur verið að greina frá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika fjölgar milli ára LANDSVIRKJUN hefur nýverið lokið við skuldabréfaútgáfu að fjár- hæð 50 milljónir Bandaríkjadala eða sem samsvarar rúmlega fimm millj- örðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að hér sé um að ræða svokallaða „private place- ment“-útgáfu sem þýði að einn fjár- festir kaupir alla útgáfuna. Skuldabréfin eru eingreiðslubréf til 10 ára og verður andvirði þeirra nýtt annars vegar til þess að fjár- magna framkvæmdir og hins vegar til að greiða eldri og óhagstæðari lán fyrirtækisins. Skuldabréfin eru gefin út undir svokölluðum EMTN-rammasamn- ingi Landsvirkjunar en verulegur hluti af fjármögnun fyrirtækisins á erlendum mörkuðum fer fram með þeim hætti. Landsvirkj- un tekur erlent lán Framkvæmda- stjóraskipti verða í Kringl- unni um næstu áramót. Örn V. Kjartansson tek- ur þá við starf- inu af Einari I. Halldórssyni, sem hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fé- lagsins 101 Skuggahverfi hf. Örn V. Kjartansson hefur síðast- liðna sex mánuði unnið með fram- kvæmdastjóra og stjórn Kringlunn- ar að stefnumótun, endurskipu- lagningu markaðsmála og skipulagningu nýrra verslunar- hluta. Hefur Örn verið í hlutastarfi sem stjórnarmaður í Rekstrar- félagi Kringlunnar. Þá hefur hann verið í forsvari fyrir verkefnis- stjórn eigenda og rekstraraðila í Kringlunni. Hlutverk verkefnis- stjórnarinnar hefur verið að skipu- leggja viðbrögð við aukinni sam- keppni og þróa verslanasam- setningu. Örn hefur setið í stjórn Kringl- unnar frá 1998. Hann hefur síðustu ár starfað hjá Þyrpingu hf., sem er stærsti eigandi húsnæðis í Kringl- unni. Þar áður starfaði Örn hjá Hagkaupum, fyrst í innkaupadeild en síðan sem rekstrarstjóri og loks sölustjóri. Hann sat í fram- kvæmdastjórn Hagkaupa frá 1994 til 1998. Örn er markaðs- fræðingur að mennt. Einar I. Hall- dórsson hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Kringlunnar í ársbyrjun 1988. Hann hefur annast rekstur Kringl- unnar samfleytt síðan þá, utan þess að hann stjórnaði endurbyggingu og stækkun Kringlunnar 1996–98. Í framkvæmdastjóratíð Einars hefur Kringlan svo til tvöfaldast að um- fangi, fyrst með Borgarkringlunni og síðan með tengibyggingunni sem tekin var í notkun árið 1999. Einar er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði sem lögfræðingur Tryggingar hf. um árabil og var bæjarstjóri í Hafnarfirði í sjö ár. Einar tekur við framkvæmda- stjórastarfi hjá 101 Skuggahverfi hf., sem er í eigu Þyrpingar og Eimskips. Fyrirtækið hyggur á byggingu 250 íbúða í fjölbýlishús- um við Skúlagötu og er áformað að framkvæmdir hefjist síðla næsta ár. Nýr fram- kvæmdastjóri Kringlunnar Örn V. Kjartansson Einar I. Halldórsson EJS hefur hlotið vottun sem Micro- soft Gold Partner for Enterprise Systems og í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðeins tvö önn- ur fyrirtæki á Norðurlöndum hafi hlotið þessa vottun. Með því að ná Microsoft Gold Partner vottun fær EJS aðgang að sérstökum upplýs- ingum frá Microsoft. Einnig fær EJS forgangsaðgang að námskeið- um og sérstökum upplýsingaveitum sem tryggir að EJS er og verður í fremstu röð í þjónustu á lausnum frá Microsoft. „Microsoft Gold Partner for Ent- erprise“ er vottun sem veitt er þjónustuaðilum sem hafa sérhæft sig í uppsetningu Microsoft-lausna fyrir stærri fyrirtæki, flókinni net- hönnun og uppfærslu netkerfa. Þeir sem hljóta þessa vottun hafa sýnt fram á og sannað að þeir búi yfir framúrskarandi þekkingu í að skipuleggja, hanna og setja upp lausnir frá Microsoft í stærri fyr- irtækjum. Um er að ræða umfangs- miklar lausnir frá Microsoft í Wind- ows 2000, XP Professional, Windows 2000 netþjónum og/eða Exchange 2000. „EJS þurfti að uppfylla strangar kröfur um menntunarstig og sýna fram á að hafa reynslu af uppsetn- ingu og þjónustu á flóknum Micro- soft-lausnum. Microsoft skoðaði verk EJS á þessu sviði ítarlega og í þessari vottun felst viðurkenning á þeirri vinnu. Einnig leitaði Micro- soft staðfestingar viðskiptavina á að hönnun og þjónusta hefði uppfyllt kröfur þeirra,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. EJS fær vottun sem „Microsoft Gold Partner“ BANDARÍSKIR fjárfestingar- bankar hafa orðið fyrir barðinu á niðursveiflu í efnahagslífinu. Þannig hefur Morgan Stanley- fjárfestingarbankinn tilkynnt 28% lækkun á hagnaði fyrir þriggja mánaða tímabilið frá september til nóvember og Lehman Brothers tilkynnti 50% lækkun fyrir sama tímabil, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fjárfestingarbankarnir áttu í erfiðleikum þegar fyrir árásirn- ar 11. september en ástandið versnaði enn í kjölfar hryðju- verkanna. Hægt hefur á hluta- bréfaviðskiptum og bandaríski markaðurinn var lokaður í fjóra daga eftir hryðjuverkin. Goldman Sachs-bankinn til- kynnti 17% hagnaðarminnkun fyrir áðurnefnt tímabil og 93 senta hagnað á hlut. Það er þó yfir væntingum sérfræðinga sem bjuggust við 90 senta hagn- aði á hlut. Versnandi afkoma bandarískra fjár- festingarbanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.