Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 22

Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓTA TILBOÐ AFSLÁTTUR AF KÁPUM MADE IN ITALY S M Á R A L I N D 86 6 / TA K T ÍK SÁDÍ-Arabinn Osama bin Laden sneri aftur í sviðsljósið í gær en þá sýndi sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Katar nýtt myndband með bin Lad- en. Hafði það í för með sér miklar get- gátur um hvort bin Laden sé lífs eða liðinn en á myndbandinu, sem talið er að minnsta kosti tveggja vikna gam- alt, er bin Laden nokkuð tekinn í and- liti, grár og gugginn. Fulltrúar bráðabirgðastjórnarinn- ar í Afganistan, sem tók við völdum 22. desember sl., fordæmdu í gær þau ummæli sem bin Laden lætur falla í myndbandinu en þar segir hann að loftárásir Bandaríkjamanna á Afgan- istan staðfesti illan vilja þeirra í garð íslamstrúar, og að hernaðaraðgerð- irnar teljist árás gegn íslam. „Hryðjuverk okkar gegn Bandaríkj- unum ber að halda í heiðri því þau voru andsvar við miklu óréttlæti,“ segir bin Laden í myndbandinu. „Markmið þeirra var að neyða Bandaríkin til að binda enda á stuðn- ing sinn við Ísraelsríki, sem stundar fjöldamorð á okkar fólki.“ Myndbandið með bin Laden er 33 mínútur í heild sinni og sýndi Al-Jaz- eera það í gærkvöldi. Áður hafði stöð- in gefið forsmekkinn er hún sýndi um fimm mínútna brot úr því. Forráða- menn stöðvarinnar sögðu að mynd- bandið hefði borist „fyrir nokkrum dögum“ frá óþekktum aðila í Pakist- an. Sögðu þeir myndbandið hafa ver- ið tekið upp á afar gamla kvikmynda- tökuvél sem hefði valdið því að það tók þá nokkurn tíma að koma því í birtingarhæft form. Þerrar í sífellu varirnar Í myndbandinu er bin Laden grár og gugginn, með bauga undir augum. Sögðu bandarískir erindrekar að yf- irbragðið væri allt annað en á mynd- bandi af bin Laden sem sýnt var 7. október og öðru, sem gert var opin- bert um mánuði síðar. Sádí-Arabinn virtist svefnvana og veiklulegur. Enn fremur bentu sumir á að hann hreyfði einungis hægri handlegg sinn í því myndbroti, sem Al-Jazeera upphaf- lega gerði opinbert, en það gæfi til kynna að hann væri e.t.v. særður á þeim vinstri. Bin Laden er sem fyrr klæddur grænbrúnum hermannajakka og með Kalashnikov-riffil við hlið sér. Hann þerrar í sífellu varir sínar, milli þess sem hann mælir til myndatöku- mannsins, sem fréttaskýrendum þyk- ir benda til að myndbandið hafi verið tekið upp einhvern tíma í ramadan- mánuði, heilögum föstumánuði músl- ima, en honum lauk 15. desember sl. Fulltrúar Al-Jazeera segja mynd- bandið sýna að bin Laden hafi verið á lífi fyrir u.þ.b. tveimur vikum en flest- ir fréttaskýrendur telja þó að mynd- bandið sé eldra en það. Þykir líklegt að það hafi verið tekið upp öðru hvor- um megin við 7. desember, tveimur mánuðum eftir að Bandaríkin hófu hernaðaraðgerðir sínar í Afganistan. Arabablaðið Asharq al-Awsat bendir t.a.m. á að fram komi í máli bin Lad- ens að hann sé að tala „þremur mán- uðum eftir hinar guðdómlegu árásir gegn heimsins heiðingjum og leiðtog- um þeirra, Bandaríkjunum, og um tveimur mánuðum eftir að hinar hat- römmu árásir voru hafnar gegn ísl- am.“ Bin Laden lætur þess einnig getið að „fyrir nokkrum dögum“ hafi Bandaríkjamenn varpað sprengjum á vígstöðvar al-Qaeda skæruliðanna í Khost í Austur-Afganistan og m.a. hafi ein þeirra lent á mosku, þar sem múslimar sátu við bænir. Er hér væntanlega átt við atburð sem Bandaríkjamenn greindu frá 16. nóvember sl. en ein af sprengjum þeirra hafði þá geigað á því svæði sem bin Laden ræðir um. Eyðilagði hún mosku í stað þess að falla á vel valin skotmörk í Khost. Asharq al-Awsat komst að öllu þessu sögðu að þeirri niðurstöðu að myndbandið með bin Laden hlyti að hafa verið tekið upp einhvern tíma á bilinu 30. nóvember til 15. desember. Dáinn úr lungnasjúkdómi? Sé það rétt að myndbandið með bin Laden sé frá 7. desember eða þar um bil, staðfestir það að bin Laden hafi verið á lífi þegar leiðtogar talibana, sem héldu hlífiskildi yfir bin Laden í Afganistan, flúðu sitt helsta vígi í Kandahar og um það leyti sem Bandaríkjamenn hófu harðar árásir á Tora Bora-svæðið í Austur-Afganist- an þar sem talið er að bin Laden hafi leynst. Lítið hefur spurst til bin Ladens frá því um miðjan desember og fer sú staðreynd ágætlega saman við þá kenningu að myndbandið sé frá því snemma í mánuðinum. Eftir þennan tíma hafi bin Laden annaðhvort látist eða horfið í felur. Hafa reyndar verið á lofti ýmsar kenningar um afdrif hans undanfarn- ar tvær vikur. M.a. segja sumir lík- legt að bin Laden hafi fallið í árásum Bandaríkjamanna á Tora Bora-hell- ana, annaðhvort í árásunum sjálfum eða þá úr lungnasjúkdómi sem sagt er að hann hafi sýkst af. Var hið síð- arnefnda haft eftir einum liðsmanna al-Qaeda sem nú situr í fangelsi í Pak- istan. Aðrir segja að bin Laden hafi sloppið til Pakistans og leynist þar nú. Enn aðrir segja bin Laden í fullu fjöri og á ferli í Afganistan. Gefa lítið fyrir ummæli bin Ladens Á myndbandinu segir bin Laden að Bandaríkjamenn hafi með loftárásum sínum sýnt, eins og vænta hefði mátt, ótrúlega grimmd gegn múslimum. Bandaríkin hefðu „þurrkað út“ heilu þorpin án þess að hugsa sig tvisvar um og neytt „milljónir“ til að flýja Afganistan í miklum frosthörkum til þess eins að „búa í tjöldum í Pakist- an“. „Bandarísk stjórnvöld líta svo á að það sé réttur þeirra að eyða fólki af yfirborði jarðar svo lengi sem það fylgir íslam og er ekki af bandarísku bergi brotið,“ segir bin Laden. Bandarískir stjórnarerindrekar gerðu hins vegar lítið úr ummælum bin Ladens í gær og sögðu þau í stíl við annað sem frá honum hefði komið. Myndbandið væri fánýtt að öðru leyti en því að það gæfi til kynna að bin Laden hefði enn verið á lífi fyrir nokkrum vikum. Nýtt myndband af Osama bin Laden sýnt í heild sinni á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera Grár og gugg- inn en á lífi fyrir 3 vikum AP Osama bin Laden í myndbandinu sem sjónvarpsstöðin Al-Jazeera birti í heild sinni í gær. Dubai, Washington. AFP, The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.