Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Úlpur fyrir alla aldurshópa • Skíðafatnaður • Húfur og vettlingar Sundfatnaður • íþróttaskór og íþróttaföt • Töskur og bakpokar Rýmingarsala í Útilífi Glæsibæ á öllum hokkí vörum. VETRAR ÚTSALA! 20-60% afsláttur Opið í Glæsibæ: Mánud.–föstud. kl. 10–18, laugard. kl. 10–16. Opið í Smáralind: Mánud.–föstud. kl. 11–20, laugard. kl. 10–18, sunnud. kl. 12–18. Ath! Opið verður í báðum verslunum Útilífs 2. janúar. 28. des.–12. jan. Póstsendum samdægurs . Fjällräven úlpur, jakkar, buxur, nærfatnaður og fleira. MAÐURINN sem grunaður er um að hafa ætlað að sprengja í loft upp farþegaþotu á leið yfir Atlantshafið um sl. helgi var ungur og áhrifagjarn maður sem snúist hafði til íslams, en „öfgaöfl“ höfðu leitt hann á villigöt- ur, sagði leiðtogi moskunnar sem maðurinn tilheyrir í London. Abdul Haqq Baker, forseti Brixt- on-moskunnar, sagði að hinn grun- aði, Richard C. Reid – sem einnig gengur undir nafninu Abdel Rahim – hafi gengið í moskuna um svipað leyti og Zacarias Moussaoui, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að hryðjuverkunum 11. september. Reid mun hafa reynt að tendra kveikiþráðinn á sprengju sem var í skónum hans um borð í þotu Americ- an Airlines á leið frá París til Miami sl. laugardag. Tveir flugliðar og nokkrir farþegar héldu honum og notuðu belti til að reyra hann fastan við sætið. Tveir læknar deyfðu hann með lyfjum úr sjúkrakassa vélarinn- ar. Þotunni var beint til Boston í fylgd tveggja herþotna. Sagður hafa verið í Afganistan Bandarísk yfirvöld segja að stríðs- fangar úr röðum al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna hafi borið kennsl á Reid og sagt að hann hafi verið í þjálfunarbúðum í Afganistan. Vís- bendingum um tengsl Reids við al- Qaeda fer fjölgandi en bandarískir rannsóknarfulltrúar hafa ekki getað staðfest að Reid hafi fengið þjálfun í búðum samtakanna í Afganistan. Bandarískir og franskir rannsókn- arfulltrúar segja ennfremur að sprengiefnið sem komið hafði verið fyrir í körfuboltaskóm Reids sé háþróað og erfitt sé fyrir óbreyttan borgara að koma höndum yfir það. Svona efni hafi verið notað í hryðju- verkum. Rannsókn á skóm Reids leiddi í ljós plastsprengiefni sem var nógu öflugt til að granda þotunni og öllum 197 sem voru um borð. „Hann hlýtur að hafa haft fólk á bak við sig. [Sprengjutilræðið] var of flókið fyrir einn mann að standa að,“ sagði franskur lögreglufulltrúi. „Við þurfum að komast að því hvort sam- tökin [á bak við Reid] eru í Bret- landi, Belgíu eða Frakklandi.“ Meintur ferill Reids er svipaður ferli Moussaouis og þúsunda annarra ungra Evrópumanna sem fengu inn- rætingu í moskum öfgamanna í London, og héldu síðan á laun til Pakistans og Afganistans þar sem þeir voru fullmótaðir til hryðju- verka, sagði franski rannsóknar- fulltrúinn. Hefði ekki getað gert þetta einn Baker, yfirmaður Brixton-mosk- unnar, sagðist sannfærður um að einhverjir stæðu að baki Reid. „Reid var viðkunnanlegur maður, en ekki sérlega vel gefinn,“ sagði Baker. „Hann hefði ekki getað gert þetta einn síns liðs.“ Reid gekk í moskuna 1998, um svipað leyti og Moussaoui, sagði Baker. Mennirnir tveir kunni að hafa hist í moskunni. Enn hefur ekki fengist endanlega staðfest hver Reid er. Breska blaðið The Times og franskir lögreglu- fulltrúar hafa sagt að hann sé bresk- ur smáglæpamaður, móðir hans sé bresk og faðir hans frá Jamaica. Hann hefur breskt vegabréf sem gefið var út í byrjun desember af breska sendiráðinu í Belgíu. Breski konsúllinn í Boston segir að vega- bréfið virðist vera ekta. The Times segir Reid hafa fæðst í London 1973 og hafa nokkrum sinnum setið inni fyrir smáglæpi. Reid hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás á flugliða og gæti átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi. Hann er í haldi í Bandaríkjunum og undir eft- irliti ef hann kynni að reyna að fremja sjálfsvíg. Hann mun gangast undir geðlæknisskoðun. Bandaríska alríkislögreglan segir að líklega verði honum birtar fleiri kærur. Öryggisgæsla á flugvöllum í Evr- ópu hefur verið hert í kjölfar atviks- ins á laugardaginn. Í Þýskalandi hef- ur innanríkisráðuneytið fyrirskipað að skór allra farþega á leið til Banda- ríkjanna skuli gegnumlýstir. Maðurinn sem reyndi að sprengja farþegaþotu í loft upp var „ungur og áhrifagjarn“ múslimi Sprengiefnið í skónum var háþróað AP Richard Reid leiddur skólaus inn á lögreglustöð á flugvellinum í Boston. London, Washington. AP, Los Angeles Times. Mynd frá fangelsisyfirvöldum í Bandaríkjunum af Reid. AP BINYAMIN Ben Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, var á miðviku- dag kjörinn formaður ísraelska Verkamannaflokksins. Bar hann sig- urorð af þingforsetanum Avraham Burg í annarri atkvæðagreiðslu um embættið. Tilkynnt var í gær að Ben Eliezer hefði unnið með þriggja prósenta mun, en hann var lýstur réttkjörinn formaður á miðvikudagskvöld, áður en öll atkvæði höfðu verið talin. Fyrst var kosið á milli hans og Burgs í september sl. og hafði sá síðar- nefndi þá betur, en mjótt var á mun- um og fullyrti Ben Eliezer að brögð hefðu verið í tafli. Laganefnd Verka- mannaflokksins ógilti kjörið og úr- skurðaði að kosið skyldi að nýju í 51 kjördæmi. Þykir harður í horn að taka Binyamin Ben Eliezer, sem er 65 ára, er fyrrverandi hersöfðingi og telst til „hauka“ innan Verkamanna- flokksins. „Dúfan“ Shimon Peres hefur gegnt óformlegu leiðtogahlut- verki í flokknum síðan Ehud Barak sagði af sér formannsembættinu eft- ir kosningaósigurinn í febrúar. Búist er við að með kjöri Bens Eliezers batni samstarfið innan sam- steypustjórnar harðlínumannsins Ariels Sharons. Undir forystu frið- arsinnans Peres hefur Verkamanna- flokkurinn verið tregur í taumi, en Ben Eliezer er hins vegar hlynntur þeirri stefnu Sharons að beita hörð- um aðgerðum gegn Palestínumönn- um vegna hryðjuverka palestínskra öfgamanna í Ísrael. Reuters Binyamin Ben Eliezer skenkir forsætisráðherranum Ariel Sharon kaffi á fundi með foringjum í Ísraelsher fyrr í mánuðinum. Ísraelski Verkamannaflokkurinn Ben Eliezer kjörinn formaður Jerúsalem. AFP, AP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.