Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGU fyrsta hluta kvik- myndaaðlögunar Ný-Sjálendingsins Peters Jackson á Hringadróttins- sögu eftir J.R.R. Tolkien hefur verið beðið með eftirvæntingu enda hljóta dyggir Hringadróttinsaðdáendur jafnt sem aðrir að hafa verið for- vitnir um að sjá hinn ógleymanlega sagnaheim verksins lifna við á hvíta tjaldinu. Þessum væntingum hefur leikstjórinn Peter Jackson einmitt gert sér grein fyrir þegar hann ákvað að taka að sér það verkefni sem aðrir hafa ekki lagt í, og mun hann fyrst hafa ákveðið að slá til þegar hann sá fram á að mögulegt yrði að uppfylla ströngustu kröfur um miðlun bókmenntaverksins yfir á kvikmyndaform. Sú staðreynd ein að Peter Jack- son er við stjórnvölinn í þessu stærsta kvikmyndaverkefni sögunn- ar, hefur jafnframt nægt til þess að margur Tolkien-aðdáandinn hefur getað gengið tiltölulega áhyggjulaus inn í bíósalinn á frumsýningardag. Ekki skaðar heldur sú vitneskja að við gerð myndanna þriggja, hefur öllu verið til tjaldað sem hugnast getur, hvað varðar peninga, mann- skap og tíma, og er niðurstaðan hrein völundarsmíð sem gerir sög- unni eins góð skil og mögulegt er. Eitt grundvallaratriði í því hversu vel hefur til tekist er sú stefna leik- stjórans að nálgast söguna sem al- varlegt bókmenntaverk, enda sótti Tolkien í sagnalist sinni í yfirgrips- mikla þekkingu á málvísindum, mið- aldabókmenntum og goðsögum. Það er því enginn Disney-heimur sem birtist áhorfendum í kvikmyndinni, heldur heimur þrunginn myrkri og lífsbyrði jafnt sem ævintýrum og töfrum. Um leið er lögð nákvæmni í að miðla bókmenntalegu tungumáli skáldsögunnar, að ógleymdri álfa- tungunni og álfaskriftinni sem Tolk- ien skapaði frá grunni. Leikarar eru valdir af kostgæfni með tilliti til þess að í þeim megi gamalkunnar persónur sögunnar lifna við. Með þessum áherslum næst fram magn- þrungið andrúmsloft og frásagnar- leg dýpt sem fangar áhorfendur frá upphafi. Við gerð handritsins hefur leik- stjórinn Fran Walsh sér til halds og trausts, en hún hefur unnið með Jackson allt frá upphafi ferils hans. Auk þess hefur einn fremsti Tolk- ien-fræðingur heims, Phillippa Boy- ens, verið til ráðgjafar um aðlögun skáldsögunnar í handrit. Og af út- komunni er ljóst að hvergi hefur verið slegið af kröfum um að gera bókmenntaverkinu Hringadróttins- sögu skil, og tekst Jackson meist- aralega að miðla umfangsmiklu söguefni á framfæri á áreynslulaus- an hátt, einkum í fyrsta þriðjungi myndarinnar, þar sem forsagan er dregin fram. Þó svo að á stundum sé farin sú leið að fella út undirfléttur og breyta lítillega atburðarás, er ekki gengið lengra í því en hæfilegt er, enda má áhorfandinn sitja sem fast- ast í þrjár stundir þegar horft er á þennan fyrsta hluta sögunnar af þremur. En Peter Jackson er leikstjóri sem ekki aðeins má kenna við sjálf- stæði og frumleika í hugsun heldur einnig innsæi í möguleika kvik- myndamiðilsins. Í ekki merkilegri kvikmyndum en Frighteners, hristir Jackson t.d. fram úr erminni áreynslulausar sjónbrellur sem fáir leikstjórar gætu leikið eftir (og renna fullkom- lega saman í hryllingi og fegurð í Heavenly Creatures). Þessir hæfi- leikar leikstjórans til að skapa sjón- rænan heim gegnsýra síðan hvert smáatriði þess kvikmyndaverks sem hér um ræðir – og gerir það að verkum að kvikmyndaupplifunin verður ekki síður ógleymanleg en sagan sem miðlað er. Það verður því áhugavert að fylgjast með hvert samspil bókmennta og kvikmynda verður í framhaldinu, og er ekki við öðru að búast en það verði mjög já- kvætt. Nýjar kynslóðir Tolkien-les- enda virðast hafa orðið til með þessu vandaða kvikmyndaverki Pet- ers Jacksons, jafnframt því sem ætla má að fantasíubókmenntir, sem löngum hafa verið í mikilli jaðar- stöðu hljóti nú endurnýjaða athygli. Hrein völ- undarsmíð Hobbitinn Fróði (Elijah Wood) í viðurvist álfkonu (Cate Blanchett) í meistaralegri kvikmyndaaðlögun Peters Jackson á fyrsta hluta Hringadróttinssögu. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Stjörnubíó Leikstjóri: Peter Jackson. Handritshöf- undar: Fran Walsh, Philippa Boyens og Peter Jackson. Byggt á skáldsögu J.R.R. Tolkien. Kvikmyndataka: Andrew Lesnie. Tónlist: Howard Shore. Aðalhlutverk: El- ijah Wood, Ian McKellen, Viggo Morten- sen, Sean Astin, Lyv Tyler, Cate Blanch- ett, John Rhys-Davies. Bandaríkin. New Line Cinema, 2001. THE LORD OF THE RINGS: THE FELLOW- SHIP OF THE RING (HRINGADRÓTT- INSSAGA: FÖRUNEYTI HRINGSINS) Heiða Jóhannsdóttir FJÓRIR vinir hittast í fjallakofa í Jefferson Tract í Mainefylki í BNA og halda til veiða. Þeir hafa verið vinir frá barnæsku en hver haldið sína leið og haft lítið samband sín á milli fyrir utan þessa árlegu viku í nóvember. Að minnsta kosti lítið áþreifanlegt samband. Þeir eru allir næmir eða búnir fjarskynjun, „sjá strikið“ eins og þeir kalla það. Þeir eru þó ekkert að virkja þessa hæfileika sína enda virðast þeir síður en svo vera þeim til góðs. Á unglingsárunum voru þeir fimm. Einn vinur þeirra er með Downs-heilkenni en eftir að hinir fjór- ir fluttu burt, hafa þeir vanrækt þenn- an eina sem eftir sat, um alllanga hríð. Þetta ár er ekki allt með felldu í Jefferson Tract. Það eru furðuleg ljós á himni, fólk týnist og sumir telja sig hafa séð fljúgandi furðuhlut. Banda- ríkjaher er ekki seinn á vettvang. Yf- irmenn þar reyna að kveða niður þennan orðróm, meðal annars til að fá vinnufrið. Hinar framandi verur eru sterkari á andlega sviðinu en því lík- amlega en þurfa samt að nota líkama til að fjölga sér og dreifa. Þær smita gróum en í þeim býr hugsunin. Allir sem komast í tæri við fyrirbærið fá fjarskynjunargáfu og geta skyggnst inn í huga annarra. Smitleiðirnar eru tvær, annars vegar þeir sem komast í snertingu við gróin og á þeim dreifist hún og vex eins og sveppir en hins veg- ar með innöndun líkt og miltisbrandur. Hjá hinum síðarnefndu er meiri hætta á ferðum þar sem þeir verða hýslar fyrir hina furðulegustu veru. Þegar hún hefur þroskast og dafnað sprengir hún mannslíkamann utan af sér og ör- lög þeirra verða bráður bani. Það fara ófáar blaðsíður í að lýsa þeim hljóðum og fýlu sem fylgir vindgangi og ann- arri líkamsstarfsemi þeirra sem hýsa fyrirbærin. Lýsingarnar eru mjög gróteskar en leiðinlegar enda endur- teknar í gegnum allt verkið. Bandaríkjaher telur sig hafa náð valdi á stöðunni og ætlar að útrýma þeim hundruðum manna sem smitast hafa en einmitt fjarskynjunin kemur í veg fyrir að það gerist þegjandi og hljóðalaust. Hins vegar vita yfirvöld ekki að eitt andlegt ský, Gráni, hefur hertekið hug og líkama einnar aðal- söguhetjunnar og eina markmið Grána er að fjölga sér og leggja undir sig jörðina. Nú eru góð ráð dýr til að stöðva það. Það þarf að finna aðferð til að vinna bug á honum án þess að deyða líkamann sem hann situr í, enda gæti hann þá bara tekið nýjan gísl. Vinirnir þurfa aðstoð hins yfir- gefna vinar við þetta. Og þó að elting- arleikurinn berist út um víðan völl á hann sér að mestu stað í heilabúi eins manns. Verkið er skrifað á síðasta ári en á að gerast núna, um miðjan nóvember 2001. Þetta gerir verkið enn máttlaus- ara en ella, sérstaklega vegna skír- skotana í samtímann. Má þar nefna að í verkinu er staða Bush forseta, sem kallaður er „Florída-forsetinn“ (bls. 375), veik í verkinu en við vitum að sú er ekki raunin nú. Hörmung- arnar sem árásin utan úr geimnum olli í þessu verki hefur lítið vægi mið- að við þær hörmungar sem raunveru- leg árás á Bandaríkin hafði á þessu hausti og ekki sér fyrir endann á af- leiðingum hennar. Verkið má þó túlka sem baráttu við nýja hættu. Ógn sem notar aðrar að- ferðir en við höfum hingað til þekkt og þar sem herafl dugar ekki til. Við verðum að komast að innsta kjarn- anum til að vinna bug á henni. Kristín Ólafs Árás á Bandaríkin BÆKUR Skáldsaga eftir Stephen King. Björn Jónsson þýddi. Iðunn, 2001, 445 bls. DRAUMAGILDRAN ÞETTA er geysimikið rit, hátt í þúsund síður þéttprentaðar í stóru broti, myndskreytt. Ljóst er að höf- undurinn hefur kannað ógrynni rita, skrifaðra og prentaðra, auk þess sem hann hefur að einhverju leyti stuðst við munnlegar heim- ildir. Heimildarskrárnar, langar og ítarlegar, vitna gerst um það. Mat hans á heimildum er, að best verð- ur séð, á traustum rökum reist. Gildir það jafnt um fyrri og síðari alda sögu. En Möðruvellir voru höf- uðból á þjóðveldisöld, klaustur á kirkjuveldisöld, konungseign eftir siðaskipti sem fyrirmenn sóttust eftir vegna umboðsins, síðan amt- mannssetur, að því búnu skólasetur og loks prestsetur. Fram kemur að höfundurinn sat þennan fornfræga stað í röskan áratug. Skilja má að kveikjan að verkinu hafi verið sú óskráða kvöð sem á prestinum hvíldi að sýna gestum og gangandi staðinn og fara þá jafnframt yfir sögu hans. Ritið kveður hann ætlað að jöfnu til fróðleiks og skemmt- unar; nefnir í því sambandi menn- ingartengda ferðaþjónustu sem margur bindi nú vonir við. Sá tví- þætti tilgangur lýsir sér í verkinu. Textinn minnir með köflum á erindi líflegs fararstjóra sem blandar sam- an sögulegum fróðleiksmolum og þjóðsögum. En þjóðsögur búa að sjálfsögðu yfir sínum vísdómi þótt ekki séu þær dagsannar. Taka má sem dæmi söguna af ferð Bólu- Hjálmars til Bjarna amtmanns á Möðruvöllum. Skírskotað er til kveðskapar sem þeir áttu að hafa kastað fram við það tækifæri. Höf- undur fellst á þá skoðun fræði- manna að sagan sé eigi að síður tilbúningur, Hjálmar hafi aldrei far- ið til fundar við Bjarna. Embættismenn þeir, sem gerðu garðinn frægan, fá ærið rúm í bókinni: Stefán Þórar- insson, Bjarni Thor- arensen, Grímur Jóns- son og ekki hvað síst Pétur Hafstein. Allt voru þetta valdamenn. Embætti þeirra máttu teljast til höfuðþátta stjórnkerfisins. Deilur þeirra við aðra embætt- ismenn snerust bæði um landshagi og einkahagsmuni. Á bak við þessu frægu nöfn er auðvit- að fólgin mikil persónusaga. En höfundur einskorðar sig hvergi við fólk og atburði heima á staðnum. Þar af leiðir að saga þeirra verður með köflum héraðssaga og jafnvel landssaga. Möðruvallaskólinn, sem starfaði frá 1880 til 1902, tengdist bæði beint og óbeint íslenskri sjálfstæð- isbaráttu. Norðlendingar söknuðu sárt Hólaskóla sem lagður var nið- ur ásamt prentsmiðju og biskups- setri um aldamótin 1800. Þegar til þess dró að hann yrði endurreistur var honum valinn staður við Eyja- fjörð, meðal annars vegna þess að Akureyri var þá tekin að eflast, en þó mest fyrir þá sök – að höfundur telur – að Hólar voru þá komnir í einkaeign en Möðruvellir voru rík- isjörð. Stofnun skólans var stórátak á landsvísu, en skólahaldið gekk ekki þrautalaust. Ljóst var af mat- armálinu svokallaða, sem höfundur fjallar um ítarlega, að unga fólkið var farið að gera kröfur, meðal ann- ars til hreinlætis í meðferð mat- væla. Þótt Möðruvallaskólinn væri vart annað og meira en unglingaskóli urðu áhrif hans bæði langæ og víð- tæk. Kennararnir voru menn þjóð- kunnir, hver á sínu sviði. Og nemendurn- ir urðu síðar sveitar- stólpar og áhrifa- menn, hver í sinni sveit. Margvíslegar heimildir eru til um skólahaldið. Eigi að síður bregður frá- sögn Torfa nýju ljósi yfir þessa stórmerku menntastofnun. Um seinni helming liðinnar aldar er höf- undur að vonum fá- orður. Síðasta kaflan- um, Lokaorðum, sem prentaður er sem nokkurs konar viðauki aftan við heimildarskrár, hefði að skaðlausu mátt sleppa. Atburðir þurfa tíma til að verða saga. Rit þetta er samið af ástríðu og innlifun. Markmið höfundar var meðal annars að taka söguna til endurskoðunar og endurmats. Það hefur honum yfirhöfuð tekist. En heiti ritsins – Eldur á Möðruvöll- um? Hugsanlega margræður titill? Samt engan veginn út í hött. Stað- urinn kemur fyrst við sögu vegna eldsvoða. Eyjólfur ofsi reið frá Möðruvöllum til að brenna Gissur Þorvaldsson inni á Flugumýri. Valdabarátta kveikir oftar en ekki sundurlyndis eld. Torfi hefur eftir Þórarni Björnssyni að sú ferð Eyj- ólfs sýnist hafa hefnt sín með tíðum eldsvoðum heima á staðnum. En Þórarinn hafi líka bent á að þar hafi jafnframt »logað aðrir og göfugri eldar, eldar andans«. Höfundur gefur rit þetta út sjálf- ur. Það kann að vera afrek út af fyrir sig. Betur hefði þó til tekist með hliðsjón af frágangsvinnunni – prófarkarkalestri t.d. sem og lag- færingum á texta – ef höfundurinn hefði notið stuðnings öflugs útgef- anda. Erlendur Jónsson Með ástríðu og innlifun Torfi K. Stefánsson BÆKUR Sagnfræði Saga Möðruvalla í Hörgárdal frá önd- verðu til okkar tíma. I.– II. Höf. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín. 925 bls. Útg. Flat- eyjarútgáfan. Prentun: Gutenberg. 2001. ELDUR Á MÖÐRUVÖLLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.