Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 39 FÁIR, ef nokkrir, íslenskir há- skólamenn eru ötulari en Hannes Hólmsteinn Gissurarson að koma hugðarefnum sínum á framfæri við almenning. Frá honum hefur komið árum saman stöðugur straumur af bókum, blaða- og tíma- ritagreinum og hann skýtur reglulega upp kollinum í sjónvarpi og á fundum eða lætur til sín heyra í útvarpi. Það er sennilega nær ókleift að fylgjast með ís- lenskri þjóðfélagsum- ræðu án þess að heyra skoðanir Hannesar á margvíslegum málefn- um. Nýjasta rit Hann- esar fjallar um það hvernig Ísland getur að mati hans orðið ríkasta land í heimi. Bókin byrjar á nokkrum almennum köflum um ágæti frjáls- ræðis í efnahagsmálum og völdum þáttum úr hagsögu Íslands. Þar kem- ur fátt á óvart nema ef vera skyldi að Hannes er með ólíkindum fundvís á það sem hann telur dæmi um auð- lindaskatt í Íslandssögunni. Næst kemur heldur sundurleitur kafli sem hefst á yfirliti um það sem Hannes telur að gert hafi verið til bóta í efna- hagsmálum á Íslandi undanfarinn áratug. Þá kemur bútur með rök- stuðningi Hannesar fyrir kvótakerfi án veiðigjalds í fiskveiðum. Kaflanum lýkur svo með hugleiðingum um Ís- land og Evrópusambandið. Næstu tveir kaflar fjalla um ýmis smáríki sem náð hafa að mati Hannesar góð- um árangri í efnahagsmálum. Loks fjallar síðasti kaflinn um skatta, eink- um þá sem höfundurinn telur að ætti að lækka eða fella niður. Það er því komið víða við í þessu stutta riti. Raunar víðar en upptaln- ingin að ofan gefur til kynna því að Hannesi tekst líka að koma að hug- renningum sínum um ýmis óskyld mál, svo sem aðskilnað ríkis og kirkju, rusltölvupóst og það að leggja niður forsetaembættið (hann er hlynntur þessu öllu). Hvað svo sem lesandanum kann að finnast um skoðanir Hannesar á mál- um þessum er útkoman hálfgerður hrærigrautur. Ritið ber þess eindreg- in merki að hafa verið skrifað í flýti þótt höfundurinn sé afar ritfær. Þarna er tínt til ýmist efni sem Hannes hefur skrifað um oft áður, bætt við kafla um frelsisvísitölur og hagvöxt, þýddir langir bútar um nokkur smáríki úr uppflettiritum og loks endað á almennum hugleiðingum og ýmist lítt nýstárlegum eða að því er virðist lítt hugsuðum tillögum um skattalækkanir. Sumt af þessu er hrútleiðinleg lesning, sérstaklega kaflarnir um er- lendu smáríkin. Það gæti að sönnu verið áhugavert að sjá skarpa greiningu á því hvers vegna þessum ríkjum hefur tekist vel upp en hér er fátt að finna nema þurra lýsingu á sögu og stjórnarfari. Umfjöllun um frelsis- vísitölur er ámóta líf- laus. Annað er áhuga- verðara, væntanlega þó einkum fyrir þá sem lítt hafa hugað áður að þeim viðfangsefnum sem tekin eru fyrir. Rökstuðningur Hann- esar fyrir ágæti frjálsra viðskipta er þannig yf- irleitt ágætur og lipurlega fram sett- ur og inni á milli eru ýmsir aðrir góðir sprettir. Þegar á heildina er litið virðist höf- undurinn hafa haft efnivið í áhuga- verða grein, t.d. í tímarit, um áhrif hinna ýmsu skatta á einstaklinga og hagkerfið og kannski aðra um mögu- leika smáríkja. Í stað þess að skrifa slíkar greinar hefur Hannes hrist heila bók framúr erminni. Hann nær þó engan veginn að gera efninu al- mennileg skil. Hannesi mun þó án efa með ritinu takast að vekja einhverja umræðu um skattkerfið íslenska og möguleika á að beita því til að örva íslenskt efna- hagslíf. Það er í sjálfu sér af hinu góða og margt af því sem Hannes veltir fyrir sér er vel skoðunar vert. Sér- staklega er áhugavert að velta fyrir sér möguleikum smáríkja á að gera sér fé úr að leyfa það sem stærri ríki vilja ekki. Hannes ræðir einn kostinn, það að smáríki laði til sín fé með lág- um eða engum sköttum á tiltekna starfsemi en skoða má margar fleiri leiðir til að gera sér fé úr forboðnum ávöxtum. Þannig eru mörg dæmi um að smáríki eða lítil svæði með ein- hverja sjálfstjórn leyfi rekstur spila- víta og hafi af því talsverðar tekjur. Gylfi Magnússon Leiðin til auðlegðar BÆKUR Efnahagsmál Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. 160 bls. Nýja bókafélagið, Reykjavík 2001. HVERNIG GETUR ÍSLAND ORÐIÐ RÍKASTA LAND Í HEIMI? Hannes Hólmsteinn Gissurarson ÞAÐ var forvitnilegt að heyra Jón Pál, meistara bíboppsins á Íslandi, og Óskar Guðjónsson, hinn lagræna saxófónleikara, leika saman klassíska djassefnisskrá, sem var römmuð inn í tvo blúsa af Basie-ættinni; Jumpin with Symphony Sid og Lester Leaps in, en báðir eru þeir eftir Lester Young, einn af helstu meisturum djasssaxófónsins. Lester setti svip sinn á þetta kvöld en ásamt Coleman Hawkins var hann helsti saxófónleik- ari hins klassíska djass – líkt og Sonny Rollins og John Coltrane eru meist- arar nútímadjasssaxófónleiks. Young og Rollins eru að mörgu leyti skyldir. Þeir segja gjarnan sögur í sólóum sín- um og það gerir Óskar Guðjónsson líka. Hann var einna bestur þetta kvöld í tveimur löturhægum ballöðum sem Lester blés gjarnan með Billie Holiday: I Cover the Waterfront og These Foolish Things. Þar teygði hann melódíuna og beygði líkt og á Keldulandsskífunni góðu þar sem söngdansar Jóns Múla voru viðfangs- efnið. Það var líka unun að heyra Jón Pál leika í þessum lögum og sóló hans í These Foolish Things var gimsteinn þar sem honum tókst á einstaklega skemmtilegan hátt að tvinna ballöð- urnar saman. Ólafur og Erik studdu einleikarana dyggilega meðan Erik var með bursta í höndum, en þegar hann tók upp kjuðana var leikur hans stundum í mótsögn við hið blíða yf- irbragð kvartettsins. Túlkun þeirra félaga á dixílandklassík Spencers Williams, I Found a New Baby, var ljómandi þótt hægar hefði varla verið hægt að leika hana en Back Home Again in Indiana var heldur klén. Ekki bara vegna þess að Armstrong hljómar alltaf í eyrunum þegar þetta lag er leikið heldur líka vegna þess að þeim tókst ekki að gefa neitt af sjálf- um sér í túlkunina. Það hefði örugg- lega verið til bóta ef Jón Páll hefði spunnið Donnu Lee inn í en Charlie Parker samdi það lag yfir hljóma In- diana. Slíkt gerði hann í aukalaginu, Honeysuckle Rose eftir Fats Waller. Þar hljómaði Scrapple from the apple í leik Jóns Páls, en Parker samdi þann ópus yfir hljóma Honeysuckle Rose og lagið firna vel leikið af kvartettin- um og sár tónn Óskars glimrandi. Waller kom að vísu fyrr við sögu á tónleikunum því að Jón Páll vitnaði í Ain’t Misbehavin’ í sóló sínu í laginu sem Lester blés gjarnan með Billie, Mean to Me. Jón Páll var duglegur þetta kvöld við þá list sem náði hæð- um hjá Tatum og Dexter Gordon, að vitna í ýmis lög í sólóum. Menn töldu sig heyra um tug tilvitnana í Symp- hony Sid og hófust herlegheitin á Tea for Two. Þetta voru góðir tónleikar og sýndi Óskar enn og sannaði það sem sumir vilja gleyma, hversu fautagóður blásari hann er þegar hann vinnur með söngdansa. Um Jón Pál verður aðeins sagt: Þá kemur mér hann í hug þegar ég heyri góðs gítarleikara getið. DJASS Múlinn í Húsi Málarans Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Jón Páll Bjarnason gítar, Ólafur Stolzenwald bassa og Erik Qvik trommur. Fimmtudagskvöldið 20.12. 2001. NIMBUS Ólíkir stílar kveðast á Vernharður Linnet UNDIRBÚNINGUR að tónleika- haldi Salarins fyrir starfsárið 2002– 2003 er hafinn. Fræðslu- og menning- arsvið Kópavogs mun að venju standa að Tíbrár-tónleikaröðinni og hefur enn á ný boðið tónlistarfólki að sækja um þátttöku. Óskað er eftir umsókn- um um tónleikahald í Tíbrá starfsárið 2002–2003 og skulu þær hafa borist til Fræðslu- og menningarsviðs Kópa- vogs fyrir 10. janúar, ásamt upplýs- ingum um flytjendur, kjörtíma við- komandi tónleika og hugmyndum að efnisskrá. Valið er úr umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Tónlist- armenn hafa verið mjög áhugasamir um þetta fyrirkomulag og tugir um- sókna hafa borist árlega til Tíbrár. Umsóknir um tón- leikahald í Salnum MENNTAMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.