Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
GÖMUL VIÐHORF
SÆLLA ER AÐ GEFA …
Með því að auka árlegt framlagtil heilbrigðismála í þróun-arríkjum heimsins um 38
milljarða dollara (um 3.800 milljarða
króna) á ári þegar kemur til ársins
2015 gætu auðugustu ríki heims
bjargað lífi átta milljóna manna ár-
lega og rofið vítahring sjúkdóma,
styrjalda og fátæktar í snauðustu
ríkjum heims. Þetta er niðurstaða
skýrslu, sem nefnd Alþjóðaheil-
brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna um þjóðhagfræði og heilbrigð-
ismál kynnti fyrir jólin.
Í skýrslu nefndarinnar segir að
auka þurfi aðgengi fátækustu þjóða
heimsins að ýmsum hlutum, sem þær
hafa ekki efni á eins og sakir standa.
Féð yrði notað í lyf, heilsugæslu-
stöðvar og innviði til þess að koma að-
stoðinni til skila. Svo dæmi séu tekin
má nefna sýklalyf gegn berklum og
flugnanet með skordýraeitri til að
hefta útbreiðslu malaríu. Kostnaður-
inn fyrir ríku þjóðirnar yrði um 0,1 af
hundraði þjóðartekna. Ávinningur-
inn, segja skýrsluhöfundar, yrði betri
heilsa, auknar lífslíkur, minni fæðing-
artíðni og aukinn pólitískur stöðug-
leiki og öryggi í heimsmálum við það
að íbúar þróunarríkja yrðu ekki jafn-
berskjaldaðir og áður samfara auk-
inni framleiðni.
Skýrsluna unnu nafntogaðir hag-
fræðingar og frammámenn í heil-
brigðismálum. Þar er snúið við hinni
viðteknu röksemdafærslu að auknum
hagvexti fylgi framfarir í heilbrigðis-
málum og því haldið fram að bætt
heilsa sé forsenda efnahagsþróunar.
Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, sem
kennir við John F. Kennedy-skólann í
Harvard og er einn höfunda skýrsl-
unnar, segir að Afríka muni ekki kom-
ast á réttan kjöl fyrr en tekist hafi að
ná tökum á skæðustu sjúkdómunum í
álfunni, alnæmi, berklum og malaríu.
Fátæku ríkin geti hins vegar ekki
sigrast á þessum sjúkdómum af eigin
rammleik: „Þau eru svo fátæk að þau
geta ekki tekið á þeim vandamálum,
sem orsaka fátæktina. Þau sitja föst.“
Paul O’Neil, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur þegar sagt að
Bandaríkjamenn vilji sjá sannanir um
það hvað virki áður en þeir skuldbindi
sig til að taka þátt í þessari áætlun.
Það kæmi ekki á óvart þótt svipaðra
viðbragða væri að vænta annars stað-
ar á Vesturlöndum. Það væri hins
vegar bráðræði að hafna þeim tillög-
um, sem lagðar eru fram í skýrslunni,
án umhugsunar. Ljóst er að sjúkdóm-
ar hafa höggvið stór skörð í þróun-
arríkjunum. Allir vita að víða í Afríku
sunnan Sahara eru ríki við það að
hrynja saman vegna mannskæðra
sjúkdóma og ber þar fyrst að nefna al-
næmi. Í sumum ríkjum álfunnar strá-
fellur fólk á besta aldri, vinnuaflið,
sem ætti að bera uppi hagkerfið. Hinn
mannlegi harmleikur er næg ástæða
til aðgerða, en þessu ástandi fylgir að
efnahagslífið er að þrotum komið.
Þau ríki, sem verst eru stödd, verð-
skulda vart að kallast þróunarríki
vegna þess að við núverandi aðstæður
á sér engin þróun stað í þeim, heldur
afturför. Um er að ræða hagkerfi,
sem að óbreyttu er ekki hægt að huga
líf, ríki, sem án aðstoðar eiga ekki
framtíð.
Framlag Íslands myndi ekki skipta
sköpum um að tillögur nefndar Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yrðu
að veruleika. Með því að skuldbinda
sig til að leggja sitt af mörkum í pen-
ingum og nota rödd sína á alþjóða-
vettvangi gætu Íslendingar hins veg-
ar lagt þung lóð á vogarskálarnar.
Íslendingar hafa iðulega sýnt örlæti
sitt í söfnunum og myndu ekki sjá á
eftir skattpeningunum í þennan mál-
stað. Ávinningurinn er aftur á móti
slíkur bæði í mannslífum og lífsgæð-
um að tillögurnar hljóta meira að
segja á tímum samdráttar að teljast
tilboð, sem ekki er hægt að hafna.
Í Morgunblaðinu sl. laugardag varlítil frétt um að hjá Ríkisend-
urskoðun fengju konur frí úr vinnu
á aðfangadag, en körlum væri neit-
að um slíkt hið sama. Ríkisend-
urskoðandi sagði í samtali við blað-
ið að ástæða þessa væri að hann
teldi að konur gegndu veigameira
hlutverki innan fjölskyldunnar en
karlar.
Þessi litla frétt sýnir líklega bet-
ur en margt annað hversu lífseig
þau gömlu viðhorf til hlutverka
kynjanna eru, sem standa í vegi
fyrir raunverulegu jafnrétti karla
og kvenna á vinnumarkaðnum. Með
ákvörðun af þessu tagi er enn og
aftur verið að undirstrika að konur
beri meginábyrgðina á heimilis-
haldinu, en hlutverk karlsins sé að
vinna fyrir heimilinu. Vinnustaður-
inn megi missa konurnar þennan
hálfa dag, en ekki karlana. Á meðan
þessi viðhorf eru ríkjandi, meira að
segja hjá stjórnendum opinberra
stofnana, er vonlítið um að karlar
og konur séu metin að verðleikum
og af verkum sínum á vinnumark-
aðnum, en ekki út frá gömlum gild-
um um hlutverk þeirra á heimilinu.
Þessi fornu viðhorf ganga líka
þvert á raunveruleikann á ótal
mörgum íslenzkum heimilum, þar
sem konur og karlar skipta jafnt
með sér bæði fyrirvinnuhlutverkinu
og ábyrgð á börnum og heimili.
Auðvitað á hver og einn rétt á
sinni skoðun á því hvaða hlutverki
konur og karlar eigi að gegna á
heimilinu og á vinnumarkaðnum og
í lífinu yfirleitt. Vilji Alþingis er
hins vegar skýr hvað varðar tilvik
eins og það, sem nú hefur komizt í
hámæli. Í jafnréttislögum segir að
konur og karlar, sem vinni jafn-
verðmæt og sambærileg störf hjá
sama vinnuveitanda, skuli njóta
sömu launa og kjara. Með kjörum
er m.a. átt við rétt til orlofs og
„hvers konar önnur starfskjör eða
réttindi sem metin verða til fjár“.
Öllum vinnuveitendum ber að fara
eftir þessum lögum og það er auð-
vitað umhugsunarvert ef opinberar
stofnanir framfylgja þeim ekki,
jafnvel þær sem heyra beint undir
löggjafann eins og Ríkisendurskoð-
un.
SAMKVÆMT úrskurðisamgönguráðuneytisins26. október sl. bar Flug-málastjórn Íslands að gefa
út til sex mánaða heilbrigðisvottorð
flugmanns sem skaut máli sínu til
ráðuneytisins, en Þengill Oddsson,
trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar,
treysti sér ekki til að gefa út vottorð
til flugmannsins án takmarkana.
Þengill Oddsson segir að bresk og
kanadísk flugmálayfirvöld hafi
komist að þeirri niðurstöðu að flug-
maður með sjúkrasögu eins og flug-
maðurinn sem hér um ræðir, upp-
fyllti ekki heilbrigðiskröfur í landi
þeirra eða í nokkru öðru landi sem
þau vissu um.
Mál þetta á sér þriggja ára að-
draganda, en það hófst með veik-
indum flugmannsins haustið 1998.
Maðurinn fékk hjartaáfall sem
hann jafnaði sig fljótlega á. Í stuttu
máli má segja að það sem deilt er
um í málinu sé hvort veikindi
mannsins séu þess eðlis að hætta sé
á að hann veikist aftur og þar með
hvort heilsa flugmannsins ógni á
einhvern hátt flugöryggi. Sturla
Böðvarsson, samgönguráðherra,
segir að gerð hafi verið tilraun til að
koma því inn hjá notendum fjöl-
miðla að ráðherra væri að beita
valdi eða taka fram fyrir hendurnar
á læknum en það sé af og frá.
Takmarkanir settar
í heilbrigðisvottorð
Eftir ítarlega skoðun varð það
niðurstaða Þengils Oddssonar að
flugmaðurinn uppfyllti ekki heil-
brigðiskröfur. Flugmaðurinn sætti
sig ekki við þessa niðurstöðu og vís-
aði henni til þriggja manna nefndar
lækna, en samkvæmt reglugerð
hefur hún vald til þess að endur-
skoða ákvörðun yfirlæknis Flug-
málastjórnar. Nefndin var skipuð
sérfræðingum í hjarta- og tauga-
sjúkdómum en þeir eru hins vegar
ekki með skírteini í fluglækningum.
Niðurstaða kærunefndarinnar varð
sú að flughæfni flugmannsins „sé
óskert og hann fullnægi heilbrigð-
isákvæðum reglugerðar um skír-
teini útgefin af Flugmálastjórn Ís-
lands.“
Nefndin hafði hins vegar ekki
heimild til að gefa út heilbrigðis-
vottorð til handa flugmanninum og
þess vegna kom málið aftur inn á
borð Þengils Oddssonar, trúnaðar-
læknis Flugmálastjórnar. Hann gaf
út vottorð þar sem kemur fram að
flugmaðurinn megi einungis fljúga
flugvélum í fjölskipaðri áhöfn og
jafnframt gildir vottorðið til fjög-
urra mánaða en ekki til sex mánaða
eins og gildistími slíkra vottorða er
jafnan til flugmanna sem náð hafa
tilteknum aldri.
Flugmaðurinn sætti sig ekki við
þessar takmarkanir og taldi þær
skerða atvinnuréttindi sín. Hann
lagði þess vegna fram stjórnsýslu-
kæru til samgönguráðuneytisins.
Flugmálastjórn hafði í rökstuðningi
sínum fyrir ákvörðun sinni vísað til
ákvæða reglugerðar þar sem fjallað
er um takmörkun í flugskírteini.
Ráðuneytið tók kröfu
flugmannsins til greina
og taldi að ákvæði sem
Flugmálastjórn vísaði
til yrði aðeins beitt ef
heilbrigðiskröfum
reglugerðarinnar væri ekki full-
nægt og um það atriði hefði kæru-
nefnd læknanna fjallað. Ráðuneytið
taldi því að óheimilt hefði verið „að
takmarka réttindi kæranda af
heilsufarsástæðum.“
Eftir að niðurstaða samgöngu-
ráðuneytisins lá fyrir tók Þengill
Oddsson ákvörðun um að segja sig
frá málinu. Samgönguráðuneytið
óskaði þá eftir því við Guðmund
Þorgeirsson lækni að hann gæfi út
nýtt heilbrigðisvottorð, en Guð-
mundur hafði átt sæti í kærunefnd-
inni sem fjallaði um mál flugmanns-
ins. Flugmenn sem eru fertugir og
eldri þurfa að fara í læknisskoðun
tvisvar á ári og því sagðist Guð-
mundur ekki geta gefið út vottorð á
grundvelli læknisskoðunar sem gerð
hafði verið fyrr á árinu. Vottorðið
yrði aðeins gefið út á grundvelli
nýrrar læknisskoðunar, en auk þess
væri hann ekki fluglæknir. Óljóst er
í dag hvaða læknir mun framkvæma
þá skoðun. Læknar
sem gefa út heilbrigð-
isvottorð til flugmanna
þurfa að uppfylla til-
tekin skilyrði.
Töldu flugmann-
inn ekki standast
kröfur
Þengill Oddsson
sagði í samtali við
Morgunblaðið að eftir
að flugmaðurinn veikt-
ist hefði hann verið
sendur í ítarlega lækn-
isskoðun. Niðurstaða
sín hefði verið sú að
flugmaðurinn stæðist
ekki lengur þær heil-
brigðiskröfur sem
gerðar væru í reglu-
gerð nr. 419/1999. Hann
sagðist m.a. hafa byggt þetta mat
sitt á niðurstöðu sérfræðinga sem
skoðað hefðu málið.
„Þegar upp koma erfið tilvik,
hvort sem er á spítölum eða annars
staðar, þá leita íslenskir læknar oft
eftir aðstoð frá erlendum starfs-
félögum. Flugmálastjórn hefur sl. 10
ár leitað til Breta og Kanadamanna
og beðið þá um álit á erfiðum til-
fellum. Þetta gerðum við í þessu
máli, ekki til að þeir tækju ákvörð-
unina, heldur til að við gætum haft
þeirra álit til hliðsjónar.
Ég sendi mál flugmannsins nafn-
laust til breskra og kanadískra flug-
málayfirvalda. Þau tóku málið form-
lega fyrir og komust bæði að þeirri
niðurstöðu að flugmaður með þessa
sjúkrasögu uppfyllti ekki heilbrigð-
iskröfur í þeirra landi og ekki í neinu
öðru landi sem þau vissu um. Kan-
adamennirnir töldu mögulegt fyrir
flugmanninn að sækja um endurmat
eftir 5 ár og þá væri ekki útilokað að
gefa út skírteini með takmörkun-
um.“
Kærunefndin er andstæð
JAA-reglum
Þengill sagði að ákveðnar kröfur
væru gerðar til fluglækna og ein-
ungis átta íslenskir læknar uppfylltu
þær. Það væri því erfitt að finna
lækna hér á landi sem hefðu meiri
þekkingu á að meta erfið tilfelli en
þeir læknar sem hefðu um þau
fjallað á fyrri stigum.
Þengill sagði að kærunefndin
væri barn síns tíma. Hún hefði verið
sett á stofn meðan aðeins einn aðili
hefði farið með þessi mál, þ.e. flug-
læknarnir. Með stofnun nefndarinn-
ar hefðu flugmenn fengið rétt til að
áfrýja niðurstöðu fluglæknanna.
Reglur Flugöryggissamtaka Evr-
ópu (JAA-reglur)
gerðu hins vegar
þessa nefnd óþarfa
og raunar væri hún í
ósamræmi við regl-
urnar. Eins og regl-
urnar væru í dag skoðuðu fluglækn-
arnir flugmennina og síðan færi
málið fyrir heilbrigðisskor, en Þeng-
ill er yfirlæknir hennar, og ef flug-
maður sætti sig ekki við niðurstöðu
hennar gæti hann farið fram á aðra
endurskoðun.
„Það er andstætt JAA-reglunum
að það sé hægt að vísa úrskurði til
ráðuneytisins vegna þess að til þess
að lönd geti verið með viðurkenn-
ingu hvert á annars vottorðum verða
þau að geta treyst því að það séu
ekki politísk öfl eða önnur
hafi áhrif á útgáfu vottorðan
Raunar hefur JAA nýlega
lenskum flugmálayfirvöldu
þar sem segir að ef þessu kæ
ferli verði ekki breytt ver
heilbrigðisvottorð ekki tekin
Þengill sagði að það fyrirk
væri á hinum Norðurlöndu
nefnd sem saman stæði af ö
irlæknum flugmálastjórna la
fjallaði um erfið mál og send
viðkomandi flugmálastjórna
og eitt land teldi sig ekki
nægilegri sérfræðiþekkingu
vegna leituðu þau fulltingis
við skoðun þessara mála.
Fulltrúi farþega en e
hagsmunaaðila
Þengill sagði að í úrskur
gönguráðuneytisins, sem u
aður væri af samgöngurá
væru honum gefin fyrirm
hvað hann ætti að skrifa í he
isvottorð flugmannsins. Í ú
arorðum ráðuneytisins se
Flugmálastjórn skuli fella n
takmörkun sem felst í áritun
teini flugmannsins um að ho
aðeins heimilt að nýta flug
samkvæmt skírteini í fjöl
áhöfn. Flugmálastjórn er
framt gefin fyrirmæli um að
heilbrigðisvottorð til 6 mána
4 mánaða. Þengill sagði læk
skrifa heilbrigðisvottorð sam
fyrirmælum frá ráðuneytum
byggð á læknisfræðilegu ma
„Í þessu máli er ég fullt
þega og annarra á jörðu ni
gætu orðið fyrir tjóni. Mér
gæta hagsmuna þeirra en e
stakra hagsmunaaðila. Það
mínu mati mjög alvarlegt
hagsmunafélag geti farið fr
starfsmaður sé rekinn vegna
hann tekur ekki ákvarðanir
ræmi við hagsmuni þess.
Það er af og frá að ég hafi
því að taka atvinnuréttindi
mönnum. Ég hef þvert á m
mig fram um að halda þe
lengi og hægt er í sinni atvi
ef ráðuneyti getur haft áhr
gáfu heilbrigðisvottorða þá e
öryggismál í mikilli hættu.“
Sturla Böðvarsson segir a
af og frá að hann gefi út læk
orð. Málið snúist um það að
lækna nefnd, sem skipuð haf
grundvelli reglugerðar til
fjalla um svona kærumál se
upp þegar ágreiningur ver
komist að þeirri niðurstöðu
Trúnaðarlækni Flugmálasto
Ágreiningur um
urinn stenst h
Úttekt á málinu í
heild hjá sam-
gönguráðuneyti
Kanadísk og br
flugmaður með sjú
ur flugmaður, s
trúnaðarlækni Flu
heilbrigðiskrö
eða neinu öðru
Ólafsson r