Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 43 Á ÞESSU ári hefur toll-gæslan á Keflavíkurflug-velli stöðvað átta erlendsvokölluð burðardýr en eitt náðist á Reykjavíkurflugvelli. Burðardýr eru fengin til að koma fíkniefnum til landsins fyrir aðra, yf- irleitt gegn vænni greiðslu. Burðar- dýrin níu voru samtals með tæplega 90.000 e-töflur, 17,5 kíló af hassi, 43 grömm af kókaíni og 72 grömm af amfetamíni. Fíkniefnin voru ýmist innvortis, innanklæða eða í farangri. Meirihlutinn af e-töflunum var þó ekki ætlaður til sölu hér á landi því tveir menn sem voru samtals með tæplega 82.000 e-töflur voru báðir á leið til Bandaríkjanna þegar þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli. Tæplega 4.200 e-töflur áttu á hinn bóginn að fara á markað hér á landi. Aðspurður segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfir- maður fíkniefnadeildar lögreglunn- ar í Reykjavík, að menn hafi helst látið sér detta í hug að ástæðan fyrir auknum fjölda burðardýra sé sú að í kjölfar þess að komið var upp um stór smyglmál hafi fíkniefnasalar ekki haft aðrar leiðir til að smygla fíkniefnum inn í landið. Á meðan þeir reyna að koma á nýrri smygl- leið sé notast við burðardýrin. Ásgeir tekur þó fram að yfirleitt sé lítið vitað um burðardýrin og sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi að maður sem segist vera burðardýr sé í raun höfuðpaurinn í málinu. Erfitt að hafa uppi á eigendunum Yfirleitt eru þeir nefndir burðar- dýr sem taka að sér að flytja fíkni- efni til landsins gegn þóknun frá eiganda fíkniefnanna. Þrátt fyrir að óvenju mörg burðardýr hafi lent í klónum á tollgæslu og lögreglu hef- ur eftirgrennslan eftir eigendunum ekki borið árangur. „Það hefur verið áberandi upp á síðkastið að menn hafa, einhverra hluta vegna, ekki verið tilbúnir til að vinna með lögreglu,“ segir Ásgeir. Svo virðist sem það sé hluti af samn- ingnum við burðardýrin að þau taki sökina eingöngu á sig sjálf ef þau nást. Þá segir Ásgeir að líklega sé burðardýrunum lofað greiðslum á meðan viðkomandi situr í fangelsi gegn því að ljóstra ekki upp um eig- anda efnanna. „Setjum okkur í spor burðardýra sem fyrir tilviljun eru gripin með fíkniefni. Segjum svo að viðkomandi ákveði að segja frá því hver eigi efn- in. Hann bendir þá á ákveðinn mann sem neitar aðild og segist hvorki þekkja haus né sporð á burðardýr- inu. Þá stendur einfaldlega orð gegn orði og yfirleitt eru sáralitlir mögu- leikar á að staðfesta orð burðardýrs- ins. Það eina sem hefur gerst er að burðardýrið er búið að skapa sér óvild þess sem átti að fá fíkniefnin sem getur bitnað á því síðar. Menn taka yfirleitt þann kostinn að stein- þegja og eiga þar með von á bónus fyrir vikið,“ segir Ásgeir. Samvinna við burðar- dýrið nauðsynleg Sumir bera því við að eiga von á hefndaraðgerðum leysi þeir frá skjóðunni en Ásgeir tekur slíkum sögum með ákveðnum fyrirvara eins og öðru í framburði þeirra sem verða uppvísir að fíkniefnasmygli. Aðspurður segir Ásgeir að ekki komi til greina að láta burðardýrin halda áfram í gegnum tollhliðin og freista þess að ná viðtakanda fíkni- efnanna nema í samráði við burð- ardýrið. „Við tökum aldrei þá áhættu að hleypa fíkniefnum í gegn nema við getum tryggt það 100 prósent að við missum ekki af þeim. Enginn gæti sætt sig við þá ákvörðun að hafa sleppt burðardýri í gegn en missa svo af fíkniefnunum,“ segir Ásgeir. Lögregla hafi þá engin sönnunar- gögn í höndunum og málið sé því ónýtt. Í fyrra gekk í gildi breyting á hegningarlögum og má nú milda refsingu þeirra sem skýra frá sam- verkamönnum. Aðspurður segir Ás- geir að þetta ákvæði hafi það gildi að verði menn varir við að þeir sem ljóstra upp um samverkamenn fái vægari refsingu hljóti það að verða til þess að fleiri sigli í kjölfarið. „Ef menn sjá ávinning, þá er það hvetj- andi, það er engin spurning,“ segir Ásgeir. Nýlega féll dómur yfir Íslendingi sem flutti til landsins 1.333 e-töflur, auk e-töfludufts, jafngildi 2.000 e- taflna. Lögregla hvatti manninn til að ljóstra upp um samverkamann sinn og var honum jafnframt sagt að ef hann gerði það myndi ákæruvald- ið láta þess getið við dómarann og láta koma fram að það væri vilji ákæruvaldsins að hann fengi vægari refsingu fyrir vikið. Tók ekki afstöðu þegar til kom Í dómnum kemur fram að lög- regla gerði þetta, að því er virðist, í samræmi við fyrirmæli/leiðbeining- ar ríkissaksóknara. Maðurinn greindi í framhaldinu frá því að þekktur afbrotamaður, sem hefur hlotið marga dóma fyrir fíkniefnasmygl, hefði stungið upp á innflutningnum og skipulagt hann að mestu leyti. Lögregla tók þessar upplýsingar trúanlegar en rannsókn leiddi þó ekki til þess að maðurinn yrði ákærður heldur var málið látið niður falla. Þegar til kom var fulltrúi ríkis- saksóknara á hinn bóginn ófáanleg- ur til þess að taka afstöðu til þess hvort maðurinn ætti að njóta góðs af því að hafa skýrt frá þætti annarra í málinu „og var þó sérstaklega leitað eftir því við sækjandann“, eins og segir í dómnum. Virðist dómarinn, vægast sagt, nokkuð undrandi á þessari afstöðu ákæruvaldsins. Þetta var borið undir Boga Nils- son ríkissaksóknara sem sagðist ekki þekkja þetta tiltekna mál til hlítar. „Það sem skiptir höfuðmáli í sambandi við þetta ákvæði sem er nýtt í hegningarlögunum er að ákæruvaldið kynni fyrir dómnum hvað gerðist og hvernig þetta fór fram. Það er fyrst og fremst það sem um er að tefla. Og það var gert að sjálfsögðu,“ sagði hann. Þegar hann er spurður að því hvort þessi afstaða geti skaðað hagsmuni lögreglu í sambærilegum málum segir Bogi það grundvallar- atriði að upplýsa dóminn um máls- atvik. Afstaða ákæruvaldsins hljóti að taka mið af því sem kom fram hjá sakborningnum. Það sé að lokum dómarans að leggja mat á málið. Borgað fyrir að segja ekki til samverka- manna Aldrei hafa fleiri erlend burðardýr komið til landsins en á þessu ári. Erfitt hefur reynst að fá þau til að ljóstra upp um raunverulega eigendur fíkniefnanna. öfl sem nna. a sent ís- um bréf ærumats- rði þessi n gild.“ komulag unum að öllum yf- andanna di álit til ar. Hvert búa yfir u og þess annarra ekki rði sam- undirrit- áðherra, mæli um eilbrigð- úrskurð- egir að niður þá n á skír- onum sé gréttindi lskipaðri ru jafn- ð gefa út aða í stað kna ekki mkvæmt m heldur ati. trúi far- iðri sem r ber að ekki ein- ð er að mál að ram á að a þess að r í sam- áhuga á af flug- móti lagt eim eins innu. En rif á út- eru flug- að það sé knisvott- ð þriggja fi verið á þess að em komi rði, hafi u að ekki væri ástæða til þess að takmarka réttindi flugmannsins. Á þeim grundvelli hefði verið kveðinn upp sá úrskurður í ráðuneytinu að það bæri að taka tillit til þessarar nið- urstöðu nefndarinnar við útgáfu skírteinis fyrir flugmanninn. Það sé af og frá að ráðuneytið eða ráðherra hafi hlutast til um útgáfu skírtein- isins nema að því leyti sem byggt sé á niðurstöðu þessarar úrskurðar- nefndar. Þengill sagðist ekki sætta sig við þá niðurstöðu að vera látinn víkja úr starfi vegna þessa máls. „Mönnum er vikið úr störfum í glæpamálum og þegar menn hafa brotið af sér í starfi. Mér finnst að með þessari framgöngu sé vegið að starfsheiðri mínum. Ég vil að þetta verði dregið til baka og það komi yfirlýsing frá Flugmálastjórn um að ég sé hreins- aður af þessum áburði,“ sagði Þeng- ill. FÍA segir að orðið hafi trúnaðarbrestur Stjórn Félags íslenskra atvinnu- flugmanna samþykkti á fundi 18. desember sl. ályktun þar sem þess er krafist að Þengli Oddssyni verði vikið úr starfi „vegna ítrekaðrar valdníðslu“ gagnvart flugmanninum við útgáfu og endurnýjun heilbrigð- isvottorða og flugskírteinis. Franz Ploder, formaður FÍA, sagði að flugmenn gætu ekki unað því að eiga starf sitt undir ákvörð- unum Þengils Oddssonar. Hann hefði í þessu máli viðhaft vinnubrögð sem leitt hefðu til þess að algjör trúnaðarbrestur hefði orðið milli hans og félagsins. „Það var deilt um það hvort mað- urinn væri hæfur til að fljúga áfram. Þessu var vísað til sérfræðinga- nefndar þriggja manna sem Þengill benti flugmanninum sjálfur á að gera. Nefndin sagði að hann væri hæfur til að fljúga. Flugmálastjóri og samgönguráðherra eru sömu skoðunar og við erum einfaldlega þeirrar skoðunar að þessi niður- staða eigi að gilda. Það sé í samræmi við íslenskar reglur að maðurinn eigi að fá að fljúga.“ Getur haft alvarlegar afleiðingar Þórður Sverrisson, yfirlæknir Fluglækningastofnunar, sagðist hafa áhyggjur af því að þetta mál ætti eftir að alvarlegar afleiðingar í för með sér í flugöryggismálum. Ef við værum að koma okkur upp öðr- um stöðlum varðandi útgáfu heil- brigðisvottorða en aðrar þjóðir myndi það einfaldlega leiða til þess að ekki yrði tekið mark á íslenskum vottorðum. Aðrar þjóðir létu það sig varða hvernig staðið væri að útgáfu heilbrigðisvottorða hér á landi vegna þess að íslenskir flugmenn með slík vottorð gætu flogið vélum fyrir flugfélög hvar sem væri í Evr- ópu og í lofthelgi annarra þjóða. Önnur lönd yrðu því að geta treyst því að farið væri eftir þeim stöðlum sem unnið væri eftir í flugheiminum. Þórður sagði það nær óhugsandi að vottorð væri gefið út til handa flugmanni með þessa sjúkra- sögu, hvort heldur væri í Evrópu eða vestanhafs og þó víð- ar væri leitað. Þórður sagði að í nágrannalöndum okkar væru ekki starfandi áfrýjunar- nefndir með sams- konar starfssvið og íslenska nefndin. Þar sem væru starfandi áfrýjunarnefndir fjölluðu þær eingöngu um hvort far- ið hefði verið að lögum við ákvarð- anatöku, en þær fjölluðu ekki fag- lega um niðurstöðuna. Þórður sagði að áfrýjunarnefndin væri æðra stjórnvald en fluglækn- arnir, en hins vegar sætu í henni menn sem hefðu minni þekkingu á fluglækningum en fluglæknarnir. Engin læknanna í áfrýjunarnefnd- inni hefði réttindi til að gefa út heil- brigðisvottorð fyrir mann sem stundaði almannaflutninga í lofti. Strangar kröfur væru gerðar til lækna sem fengju að gefa út slík vottorð og langan tíma tæki fyrir þá að fá viðurkenningu sem fluglækn- ar. Franz Ploder sagðist líta á það sem verkefni stjórnsýslunnar að tryggja að farið væri eftir þeim heil- brigðisvottorðum sem gefin væru út hér á landi. Reglur um útgáfu vott- orða væru mismunandi milli landa. „Það gengur ekki að dæma menn eftir reglum sem hugsanlega verða einhvern tímann teknar upp á Ís- landi. Það verður í þessu máli að fara eftir þeim reglum sem gilda á Ís- landi. Það er það sem við erum að fara fram á.“ Málefnalegur úrskurður Atli Gíslason, lögmaður flug- mannsins, sagði að samgönguráðu- neytið hefði í þessu máli eingöngu verið að fara að stjórnsýslulögum og fráleitt væri að tengja niðurstöðuna eitthvað við pólitísk afskipti. Úr- skurður ráðherra væri byggður á málefnalegum rökum og Þengli hefði borið að fylgja honum þar sem um hefði verið að ræða úrskurð hærra setts stjórnvalds á gjörðir lægra setts stjórnvalds. „Flugmaðurinn er búinn að fara í þrjár skoðanir til flug- lækna síðan í júní og standast þær allar, en Þengill hunsar þær allar,“ sagði Atli. Atli sagði að veik- indi flugmannsins væru þess eðlis að hann hefði fengið blóðtappa í öræð. Ef menn fengju ekki annað áfall inn- an árs væri talið að lífslíkur væru þær sömu og fyrir áfallið. Málið snerist um að flugmaðurinn hefði verið beittur órétti og úrskurðir ráð- herra hunsaðir. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri var spurður hvers vegna Þengli hefði verið vikið frá störfum þegar hann var búinn að segja sig frá máli flugmannsins og ljóst að annar læknir myndi gefa út heilbrigðis- vottorð honum til handa. Athugasemdir FÍA og ráðu- neytisins tilefni uppsagnar Þorgeir sagði að ástæðan væri meðal annars ásakanir Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna um að Þengill hefði haft afskipti af málinu þrátt fyrir að hann hefði verið búinn að segja sig frá því. Það væri þó ekki svo að athugasemdir stjórnar FÍA hefðu einar ráðið þessari niðurstöðu því að ljóst væri að samgönguráðu- neytið hefði einnig gert athuga- semdir við framgang málsins. Þorgeir sagði að á vegum sam- gönguráðuneytisins væri verið að gera úttekt á málinu í heild sinni og á meðan hefði verið óhjákvæmilegt að Þengill tæki sér leyfi frá störfum. Hann sagðist leggja áherslu á að vinnu við þessa úttekt yrði hraðað. Þorgeir sagði, þegar hann var spurður hvort hann hefði traust á störfum Þengils Oddssonar, að Flugmálastjórn hefði ekki haft uppi neinar ásakanir í garð Þengils. Ásakanir kæmu úr öðrum áttum. Þorgeir var ennfremur spurður hvort hann hefði fengið fyrirspurnir eða athugasemdir frá útlöndum vegna þessa máls. Hann svaraði því til að meðan Þengill var með þetta mál til skoðunar hefði hann leitað til erlendra starfsfélaga sinna um álit. Þeir hefðu því veitt umsögn um mál- ið. „Það hefur komið fram hjá Flug- öryggissamtökum Evrópu að ferlið hjá okkur væri ekki í lagi. Þeir hafa ekki fjallað um þetta einstaka mál, en þeir telja að ferlið sem þetta mál hefur farið í gegn um sé ekki í sam- ræmi við reglur JAA (Flugöryggis- samtaka Evrópu). Þau gera einkum athugasemdir við það hvernig kæru- nefndinni er komið fyrir í stjórn- skipulaginu og hvernig að henni er staðið. Við þurfum að taka þetta fyr- ir og leysa það þannig að það sé ásættanlegt fyrir JAA.“ Þorgeir sagði að samgönguráðu- neytið væri með þetta mál til skoð- unar, enda væri það ráðuneytisins að gefa út reglugerðir og breytingar á þeim. Hann sagði að Flugmála- stjórn hefði gert tillögu til sam- gönguráðuneytisins um breytingu á reglugerðinni, en það væri hægt að útfæra þessa breytingu með ýmsum hætti. Hann sagði að Flugöryggis- samtökin hefðu ekki gert kröfu til ís- lenskra flugmálayfirvalda um að þessum breytingum yrði lokið fyrir tiltekinn tíma, en Flugmálastjórn vildi gjarnan geta tilkynnt samtök- unum sem fyrst að þetta mál væri í góðum farvegi. Þorgeir var spurður um ummæli Þórðar Sverrissonar læknis um að hætta væri á að hætt yrði að taka mark á heilbrigðisvottorðum sem ís- lenskir fluglæknar gæfu út. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af því ef það er misræmi milli laga og reglna sem gilda hér á landi og erlendis. Það er grundvall- aratriði að reglunum sé beitt með sama hætti í aðildar- löndum, hvort sem um er að ræða Flugörygg- issamtök Evrópu eða Alþjóðaflugmálastofn- unina.“ Er þá raunveruleg hætta á að hætt verði að taka mark á þessum vottorðum? „Það vofir alltaf yfir okkur að það verði farið að draga í efa gildi þeirra réttinda sem við veitum ef við getum ekki staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild okkar að Alþjóða- flugmálastofnuninni eða Flugörygg- issamtökunum,“ sagði Þorgeir. ofnunar vikið tímabundið frá störfum Ljósmynd/Baldur Sveinsson m hvort flugmað- heilbrigðisreglur egol@mbl.is Hefur staðist þrjár læknisskoð- anir frá sl. sumri esk flugmálayfirvöld telja að úkrasögu eins og þá sem íslensk- sem staðið hefur í deilum við ugmálastofnunar, á uppfylli ekki öfur í Bretlandi eða Kanada landi sem þau þekkja. Egill ekur mál flugmannsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.