Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
N
útíminn er málið.
Það sem er nútíma-
legt er gott og það
sem er gamaldags
er slæmt, um það
þarf enginn að efast. Ja, að
minnsta kosti ef marka má al-
mennar umræður, því þar nægir
oft að færa þau rök fyrir máli sínu
að þau sjónarmið sem fram eru
færð séu nútímaleg. Og ef gagn-
rýna þarf sjónarmið annarra er að
sama skapi nóg að benda á að þau
séu gamaldags. Þannig er sett
jafnaðarmerki á milli þess sem er
gamaldags og þess sem er úrelt.
Segja má að með slíkri hugsun séu
menn nánast að hafna því að nokk-
urt gagn sé í því sem ekki var
fundið upp í dag og jafnvel að af
sögunni sé meiri byrði en gagn-
semi.
Slík hugsun nær ef til vill frekar
tökum á fólki um aldamót, að ekki
sé talað um ár-
þúsundamót,
og þess vegna
var það líklega
sem fjölmargir
sannfærðust
um það um síð-
ustu aldamót
að fram undan
væri „nýtt hagkerfi“ í krafti áður
óþekktrar upplýsingabyltingar.
„Gamla hagkerfið“ var úr sér
gengið hró og til fárra hluta nyt-
samlegt og menn fjárfestu sem
mest þeir máttu í hinu nýja. Verð-
mæti nútímalegu fyrirtækjanna
rauk um tíma upp úr öllu valdi en
hefur svo hrapað á ný og það hefur
sýnt sig að gamla „úrelta“ hag-
kerfið stenst hinu nýja snúning.
Og þau af nútímalegu fyrirtækj-
unum sem standa best eru einmitt
þau sem tileinkuðu sér helst gömlu
gildin.
Þeir sem ekki álíta allt sem
gerðist í fortíðinni marklaust og til
trafala hefðu út af fyrir sig getað
séð þetta fyrir, og sumir gerðu það
reyndar. Segja má að þeir menn
sem vöruðu sig hafi haldið í heiðri
„gamaldags“ hugsun við verðmat
fyrirtækja og haft í huga sögur af
álíka sápukúlum úr fortíðinni. Þeir
voru minnugir þess að nútímaæðið
hafði áður gripið um sig á hluta-
bréfamarkaðnum og menn höfðu
áður ætlað að gera þar reyf-
arakaup í rándýrum fyrirtækjum.
Þeir sem ekki höfðu sérstakan
áhuga á sögu hlutabréfamarkaðar-
ins eða verðmati fyrirtækja hefðu
út af fyrir sig líka átt að geta varað
sig á þessu glænýja hagkerfi sem
svo mjög var rætt um. Þeir sem
veltu fyrir sér fyrri upplýs-
ingabyltingum hlutu að efast um
að upplýsingabylting dagsins í dag
væri miklu merkilegri en fyrri
byltingar af því tagi. Menn gátu til
að mynda velt því fyrir sér hvort
Netið og það sem því fylgir er
merkilegri bylting en uppgötvun
prentlistarinnar fyrir um hálfu ár-
þúsundi. Með prentlistinni fóru
menn að geta fjöldaframleitt rit-
aðar upplýsingar og dreifa þeim
miklu víðar en áður var mögulegt.
Ritsímann má kalla aðra upplýs-
ingabyltingu, en með honum gátu
menn á augabragði sent upplýs-
ingar um langa vegu. Meðal þess-
ara upplýsinga var verð á vörum
og verðbréfum á fjarlægum mörk-
uðum og hin nýja upplýsinga-
miðlun auðveldaði viðskipti. Þrátt
fyrir að bæði prentlistin og ritsím-
inn væru byltingarkenndar upp-
finningar breyttu þær þó ekki
gömlum lögmálum efnahagslífsins
sem ævinlega hafa verið í gildi, svo
sem að fyrirtæki verði að skila
hagnaði og að króna í dag er meira
virði en króna eftir ár. Þetta hefðu
menn getað haft í huga, en auðvit-
að verður að viðurkenna að bæði er
auðvelt og áhættulítið að vera vitur
eftir á. En nútímalega sápukúla
upplýsingatækninnar, sem í fyrra
sprakk með svo miklum hvelli,
mætti þó vera áminning til manna
um að ganga framvegis hægar um
gleðinnar dyr í þessum efnum.
Hér má taka eitt dæmi um það
sem orðið hefur mikið áhugamál
þeirra sem ekkert gamalt mega sjá
án þess að vilja breyta því, og það
er kosningakerfi landsmanna. Við
kosningu til Alþingis og sveit-
arstjórna er beitt gamaldags að-
ferð sem reynst hefur ótrúlega vel.
Þessi aðferð er býsna skilvirk, því
hún gerir landsmönnum kleift
bæði að kjósa og fá niðurstöður
kosningarinnar á einum sólarhring
eða svo. Engar umtalsverðar bið-
raðir eru eftir því að fá að kjósa og
engin bið sem heitið getur er eftir
úrslitum. En það sem meira er um
vert er að þessi gamla aðferð hefur
verið algerlega yfir tortryggni haf-
in. Menn hafa deilt hart um margt
í stjórnmálum hér á landi, en ekki
um það að einhver hafi haft rangt
við í kosningu eða náð að svindla í
henni. Ástæðan er einföld, nefni-
lega það hve aðferðin er einföld.
Hvert barn getur skilið hvernig
kosningin gengur fyrir sig og
hvernig atkvæði sem greitt er skil-
ar sér rétta leið. Fjöldi manna
kemur að eftirliti og talningu og til
að tryggja að allt fari rétt fram er
frambjóðendum einnig gert kleift
að hafa fulltrúa sína til staðar til að
fylgjast með framkvæmdinni. Allt
er kerfið byggt upp með það fyrir
augum að kjósendur hafi á því
traust, enda er frumskilyrði að
menn treysti niðurstöðu kosn-
ingar.
Ef rafrænt og „nútímalegt“
kosningakerfi yrði tekið upp í stað
gamla kerfisins myndu fæstir
skilja til hlítar hvernig atkvæða-
greiðslan færi fram og allt eftirlit
með því að rétt niðurstaða fengist
yrði afar erfitt, ef ekki útilokað.
Hugsanlegt er að sá tími komi að
allir treysti tölvum jafnvel og
mannfólki til að sjá um kosningar,
en ólíklegt verður að teljast að sá
tími sé kominn. Ekki þarf annað en
minna á öryggisvandamál sem
kom nýlega upp í glænýju kerfi hjá
einu öflugasta tölvufyrirtæki ver-
aldar, Microsoft, til að menn sjái
hve erfitt er að tryggja algert ör-
yggi tölvukerfa.
Vissulega er oft freistandi að
breyta öllu strax, því nýjungar eru
alltaf spennandi. Menn verða þó að
varast að hlaupa fram úr sjálfum
sér í kapphlaupinu um að vera sem
nútímalegastir. Nýju gildin og
nýju aðferðirnar verður að vega og
meta með tilliti til þeirra gömlu og
tryggja verður að nýjungarnar
hafi eitthvað umfram það sem
eldra er. Vel má vera að nýjung-
arnar séu raunverulegt framfara-
skref og þá á vitaskuld ekki að hika
við að taka þær upp. En þær geta
líka verið sápukúlur sem byggjast
á tómum misskilningi. Sé svo er
betra að vera gamaldags aðeins
lengur.
Ótímabær
„nútími“
Hugsanlegt er að sá tími komi að allir
treysti tölvum jafnvel og mannfólki til
að sjá um kosningar, en ólíklegt verður
að teljast að sá tími sé kominn.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj
@mbl.is
✝ Fríða Guðmunds-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. septem-
ber 1967. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 20.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Lilja Viktors-
dóttir, f. 23. maí,
1936, dáin 11. apríl,
1997, og Guðmundur
Einarsson verkfræð-
ingur, f. 22. ágúst,
1925. Systkini Fríðu,
samfeðra, eru: Jón, f.
4. ágúst 1949; Einar,
f. 28. febrúar 1953, maki Hulda Jó-
hannesdóttir; Karólína, f. 28. jan-
úar 1955, maki Guðmundur Elías
Níelsson; Guðmundur, f. 28. janúar
1955, maki Ruth Sigurðardóttir og
Guðlaug, f. 11. október 1956, maki
Brynjólfur Sigurðsson.
Fríða giftist 11. maí 1996 Sævari
skyldu sinni til West-Hartford í
Connecticut-fylki í Bandaríkjunum
vorið 1997. Þar var hún í sérnámi í
barnalækningum við University of
Connecticut. Hún útskrifaðist vor-
ið 2000 og seinna það sama ár
stóðst hún bandaríska barna-
læknaprófið með glæsibrag. Þá
fluttust Fríða og Sævar til Rising
Sun í Maryland-fylki og Fríða hóf
framhaldsnám í gigtsjúkdómum
barna við Children’s Hospital of
Philadelphia í Fíladelfíu-borg í
Pennsylvaníu-fylki.
Þó Fríða hafi aðeins náð að
stunda nám og starf í rúmlega sex
mánuði við barnaspítalann í Fíla-
delfíu, hefur stjórn spítalans
ákveðið að stofna verðlaunasjóð,
sem veitir árlega peningastyrki í
nafni Fríðu, til unglækna sem
þykja skara framúr. Í Rising Sun
starfræktu Fríða og Sævar hesta-
búgarð með íslenskum hestum og
tóku þátt í fjölda sýninga og móta
víðsvegar í Bandaríkjunum. Kynn-
ing á íslenska hestinum erlendis
var Fríðu hjartans mál.
Útför Fríðu fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Leifssyni húsasmíða-
meistara, f. 15. mars
1963. Foreldrar hans
eru Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 27.
febrúar 1929 og Leif-
ur Kristleifsson, f. 9.
nóvember 1926. Börn
Fríðu og Sævars eru:
Birta Rún, f. 11. febr-
úar 1992, Viktor, f. 22.
maí 1995 og Leifur, f.
30. október 1996. Fyr-
ir átti Sævar dótturina
Vöku Ýri, f. 24. febr-
úar 1982.
Fríða ólst upp í for-
eldrahúsum á Gimli í Garðabæ,
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1987 og prófi frá
læknadeild Háskóla Íslands árið
1993 með fyrstu einkunn. Eftir
útskrift vann Fríða sem aðstoðar-
og deildarlæknir á Landspítalan-
um þar til hún fluttist ásamt fjöl-
Elsku Fríða mín.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast þér. Þú ert fyrirmynd mín
í einu og öllu. Það var sama hvað þú
tókst þér fyrir hendur, þú gast alltaf
fundið lausn á öllu. Það var sama í
hverju þú varst, þú leist alltaf svo vel
út. Þú varst svo dugleg og full af orku.
Ég hef alltaf litið upp til þín en samt
fundist þú vera jafningi minn. Alltaf
leið mér vel í návist þinni.
Ég er viss um að þér hefur verið
ætlað æðra verkefni því yndislegri
manneskju en þig er varla hægt að
finna. Vonandi líður þér vel á nýja
staðnum og ég óska þess að við hitt-
umst á ný þegar minn tími er kominn.
Vaka Sævarsdóttir.
Drottinn gaf og Drottinn tók. Hann
gaf okkur systkinunum yndislega gjöf
þegar Fríða litla systir okkar bættist í
hópinn og hann tók svo mikið þegar
hún féll frá langt um aldur fram.
Fríða greindist með illkynja heila-
æxli í janúar á þessu ári og 11 mán-
uðum síðar er hún öll. Fríða bjó þá
ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjun-
um og var í framhaldsnámi í barna-
lækningum, en stuttu áður hafði hún
staðist próf sem sérfræðingur í þeirri
grein. Fríða fór strax í aðgerð í janúar
sem gekk vel en síðan komu áföllin
þegar leið á sumarið og í ágúst fór
hún í seinni aðgerðina sem reyndist
henni mjög erfið. Eftir sex vikna erf-
iða legu náðist að flytja hana fársjúka
heim til Íslands. Það var mikil gleði að
hún næði að koma heim en jafnframt
mikil sorg sem tók við þegar ljóst var
hvert stefndi.
Heima beið fjölskyldunnar yndis-
legt heimili sem hún hafðí tekið fullan
þátt í að undirbúa, Fríða náði að fara
heim tvo dagsparta og það var henni
mikilvægt að sjá hvernig var búið að
börnum hennar og eiginmanni. Það
var erfitt en samt erum við þakklát
fyrir að hún náði þessum áfanga. Ýr,
vinkona Fríðu, studdi hana í gegnum
erfiða tíma í Bandaríkjunum, sá um
að flytja hana til landsins og kom hún
sérstaklega yfir helgi til að aðstoða
við að flytja Fríðu á heimili sitt. Það
var yndislegt að kynnast slíkri ein-
stakri vináttu sem þær vinkonurnar
áttu. En það sem einkenndi Fríðu
ekki hvað síst var hvað hún var góður
vinur og hve vel hún ræktaði alla vini
sína og fjölskyldu.
Það hefur oft runnið í gegnum
huga okkar undanfarna mánuði hvað
þetta líf getur verið óréttlátt, en hver
lofaði okkur réttlæti? Þannig horfir
það við okkur á þessari sorgarstundu.
Við munum aldrei skilja tilgang þess
að Fríða er tekin burt frá eiginmanni
og þremur litlum börnum, sem voru
henni allt. Það var sérstakt hve mikla
áherslu Fríða lagði á að vera öllum
stundum með börnum sínum, en hún
vildi hafa þau með í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur og tíma varið án
þeirra var sóað. Eftir að veikindi
hennar komu upp skipti ekkert annað
máli en að vera með þeim og Sævari.
Erfitt er að skrifa um Fríðu án þess
að það hljómi sem oflof, hún var fal-
leg, góð, greind, já, hún hafði allt til
brunns að bera og lífið blasti við
henni, hún var að ljúka við erfitt nám
og var komin í undirsérgrein í gigt-
lækningum barna en enginn slíkur
sérfræðingur starfar hér á landi og
beið hennar því ærið starf.
Alltaf var gaman að vera í návist
Fríðu, hún var svo orkumikil að ekk-
ert var henni ómögulegt. Það var al-
veg sama hvað hún var beðin um,
svarið var alltaf „já ekkert mál“, eða
hvað hún ætlaði sér, hún áorkaði því
öllu, sannkallaður dugnaðarforkur.
Hún var einstaklega afkastamikil og
skipulögð og við undruðumst oft hvað
hún gat gert marga hluti í einu eins og
þegar hún var í læknadeildinni, þá lá
hún kannski uppi í sófa og las skóla-
bækur með útvarpið og sjónvarpið á
fullu, þessi óbilandi orka og hæfileiki
sem hún bjó yfir nýttist henni mjög
vel í námi og starfi og það var eins og
maður fylltist af orku og krafti við að
vera í návist hennar. Hún hafði rólegt
fas, var frekar hlédræg og hógvær,
hafði ekki mörg orð um hlutina og illt
umtal var henni ekki að skapi. Einnig
var ótrúlega gaman að fara með Fríðu
í verslunarferðir, hún fann alltaf eitt-
hvað ódýrt og sniðugt og nutum við
systurnar og ýmsir aðrir góðs af því.
Það var mikil tilhlökkun hjá okkur að
fá hana heim til Íslands en því miður
varð heimkoma hennar á annan veg
en vonir stóðu til.
Fríða var sólargeisli foreldra sinna
og eina barn móður sinnar, Lilju, en
hún lést fyrir fjórum árum. Fríða
erfði bestu eiginleika foreldra sinna
og í okkar huga var hún ímynd heil-
brigðis og hreysti. Nú þarf aldraður
faðir okkar að sjá á eftir elskaðri dótt-
ur sinni, sem er honum þungbært.
Sorg Sævars og barnanna er mikil en
það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja
móður sína tveimur dögum fyrir jól,
hátíð ljóss og tilhlökkunar. Við biðjum
góðan Guð að styrkja Sævar, Birtu
Rún, Viktor og Leif til að lifa með
sorg sinni. Einnig viljum við þakka
Sævari fyrir hve hann stóð eins og
klettur við hlið Fríðu frá fyrsta degi
veikinda hennar og vék ekki frá henni
þar til yfir lauk. Minningarnar um
yndislega systur og vinkonu munu
hjálpa okkur að takast á við sorgina.
Við kveðjum Fríðu hinstu kveðju með
þakklæti og virðingu.
Guðlaug og Karólína.
Ég trúi því að öll verk drottins séu
fullkomin, öll hafi þau sinn tilgang og
boðskap fyrir okkur mennina til að
draga lærdóm af. Ég trúi því einnig
að við sjálf séum ekki aðeins þolendur
í atburðarás lífsins, heldur einnig
áhrifavaldar á okkar eigin líf með
hugsunum og athöfnum okkar. En
svo gerast allt í einu atburðir í lífinu,
sem maður fær ekki til að ganga upp,
skyndilega er eins og stoðum sé kippt
undan öllu og manni finnst lífið vera
tilviljanakennd og samhengislaus at-
burðarás, sem skilur mann eftir í
tómarúmi og maður spyr „hvers
vegna“? Fráfall elskulegrar systur
minnar Fríðu er slíkur atburður. Fyr-
ir réttu ári vorum við fjölskyldan í
heimsókn hjá henni og Sævari á
heimili þeirra í Maryland í Bandaríkj-
unum. Allt lék í lyndi, Fríða nýlega
búin með erfitt próf í barnalækning-
um og byrjuð í sérnámi í gigtarlækn-
ingum barna. Hún og Sævar voru að
byggja upp hestabúgarð og á stuttum
tíma búin að ávinna sér álit og virð-
ingu sem einstakt fagfólk með ís-
lenska hestinn. Framtíðin blasti við
björt, þrjú yndisleg börn, starfsframi,
fallegt heimili, við dáðumst að hversu
miklu þessi samhenta unga fjölskylda
hafði áorkað. Svo kom reiðarslagið,
illkynja sjúkdómur sem á innan við
ári tók líf þessarar ungu heilbrigðu og
athafnasömu konu, eftir situr sökn-
uður og tómarúm.
Elsku systir, ég trúi því ekki að frá-
fall þitt sé samhengislaus tilviljun, ég
veit að þér eru ætluð stór verkefni á
nýjum vettvangi. Myndin er stærri en
við fáum skilið, en von okkar og hugg-
un liggur einmitt í orðum spámanns-
ins sem sagði: „Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín“. (Kahlil Gibr-
an.) Minningin um þig er huggun okk-
ar og fyllir huga okkar þakklæti.
Fríða systir var eins og gangverk al-
mættisins, allt sem hún gerði varð
einhvernveginn fullkomið. Yfirvegun
og æðruleysi gagnvart öllum verkefn-
um, vel gefin, markviss í athöfnum,
látlaust náttúrubarn sem elskaði börn
og öll dýr. Hún hafði alltaf mikið að
gera, en alltaf var tími fyrir börnin,
hestana, ættingja og vinina, alltaf var
hún til í að „skella sér“ í ferðalag,
heimsókn eða í bara í búðaráp, það
var eins og hún hefði ávallt nógan
tíma til að vera með þeim sem henni
þótti vænt um og bara að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Hún var einstak-
lega yndisleg manneskja að umgang-
ast, hlý, skemmtileg, einlæg og hrein
og bein. Sést það best á því að þrátt
fyrir stutta búsetu í Bandaríkjunum,
hver viðbrögð þeirra sem kynntust
henni hafa verið við veikindum henn-
ar. Fyrrverandi starfsfélagar hennar
í Connecticut hófu söfnun og sendu
henni og fjölskyldunni miða til Flór-
ída, í frí sem hún og fjölskyldan nutu
ríkulega sl. sumar. Í Maryland eign-
uðust þau Sævar fljótt stóran hóp
vina, vinir þeirra í hestaíþróttunum
hafa verið með söfnun þeim til hjálpar
á hestamótum og á veraldarvefnum,
þar sem ótrúlega margir hafa óskað
eftir að fá að leggja eitthvað af mörk-
um. Þó Fríða hafi aðeins unnið á
barnaspítalanum í Fíladelfíu í rúm-
lega hálft ár þegar hún veiktist, þá
hefur nú þegar verið ákveðið af stjórn
spítalans að stofna verðlaunasjóð í
hennar nafni, sem mun árlega veita
peningaverðlaun til unglækna, sem
þykja skara fram úr. Slík var sú virð-
ing sem hún ávann sér á ekki lengri
tíma. Við, fjölskylda Fríðu, getum
seint þakkað öllum þeim er studdu
hana og fjölskyldu hennar í veikind-
unum, en þannig var Fríða, hún snart
hjarta allra sem kynntust henni.
Elsku systir, ég þakka þér sam-
fylgdina, það sem mun fylla tóma-
rúmið og hjálpa okkur að yfirvinna
sorgina, felst í því að minnast þín með
gleði og þakklæti.
FRÍÐA
GUÐMUNDSDÓTTIR