Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 53
STEFÁN Gíslason
umhverfisstjórnunar-
fræðingur ritar svar-
grein í Morgunblaðið
22.12. við grein minni
um „loftslagssamn-
ingana“ 14.12. Það
gladdi mig, eg hef
skrifað nokkrar grein-
ar um málefnið og
ekki fengið mikil
skrifleg viðbrögð af
viti. Hér koma nokkr-
ar útskýringar.
Mengunin
er lífsfæðan
Efnið í lífverum
jarðar, jurtum og dýr-
um, er að stofni til smíðað úr kol-
efnisfrumeindum, sem hafa þann
eiginleika að geta bundist saman í
stórar sameindir. Lífið notar líka
vatnið, lífsvökvann sjálfan, ótæpi-
lega (vatn er í daglegu tali ekki
kallað fæða). Lífið nýtir sér reynd-
ar ýmis hjálparefni í smáum stíl
við sína efnasmíð. Frægust eru
köfnunarefni, fosfór og kalí, sem
bændur þekkja vel, og mikill fjöldi
annarra efna, sem helst mætti
kalla aukaefni eða jafnvel fæðubót-
arefni lífsins, svo samlíking fáist
við almennt málfar. En lífið á jörð-
inni hefur ekki nema eina fæðu-
uppsprettu að sínu grunnefni, kol-
efninu: Sú uppspretta er koltví-
sýringurinn, lífið lifir á honum.
Lífefnið sem jurtirnar framleiða er
allt framleitt úr „menguninni“,
koltvísýringnum. Allt sem dýr og
menn jarðar borða er nýlega kom-
ið úr koltvísýringnum (það mætti
kannske segja að umhverfisstjórn-
unarfræðilega séu mennirnir,
reyndar allar lífverur á jörðinni,
mengunarfíklar).
Meiri gróðurvöxtur
Umhverfisöfgasamtökin hafa
látið í veðri vaka að koltvísýring-
urinn í loftinu hafi
ekki áhrif á vaxtar-
hraða jurta. Þetta er
falskenning. Það hef-
ur komið betur og
betur í ljós að gróð-
urinn vex mun hraðar
þegar meira er af
koltvísýringi í loftinu.
Gróður vex hraðar nú
en fyrir hálfri öld.
Gróðurhúsabændur
þekkja þetta, þeir
blása inn koltvísýr-
ingi, „mengun“, í
gróðurhúsin til þess
að fá hraðari vöxt (svo
borðum við „mengun-
arávöxtinn“). Meira
að segja geta jurtir þrifist betur
við vatnsskort ef koltvísýringurinn
í loftinu vex, og jafnvel þolað kulda
betur. Áburðarefnin í jarðveginum
hafa reynst mun minna takmark-
andi á vöxt í villtu gróðurríki, t.d.
skógum, aftur á móti er það styrk-
ur koltvísýringsins í loftinu sem
hefur í meiri mæli reynst takmark-
andi fyrir vöxtinn.
Of mikill koltvísýringur?
Um miðja 20. öld voru um 0,03%
af andrúmsloftinu koltvísýringur.
Nú um árþúsundamótin er hann
kominn í 0,036%, hefur vaxið um
20%. Útblástur manna hefur vaxið
mikið síðustu hálfa öld. En hann er
þó lítill, aðeins í kringum 3% af því
sem jörðin sjálf blæs út í loftið, og
hefur lítil áhrif á hina tröllvöxnu
hringrás koltvísýringsins. Jörðin
sogar yfirleitt í sig álíka mikið og
hún blæs út, það fer meðal annars
eftir koltvísýringnum, þeim mun
meira sem er af honum í loftinu,
þeim mun hraðar sogar jörðin
hann í sig. En fleira kemur til:
Saga jarðarinnar sýnir, að þegar
hitnað hefur á jörðinni hefur
koltvísýringsmagnið í lofthjúpnum
vaxið í kjölfarið. Það var einmitt
það sem gerðist á fyrri hluta 20.
aldar, þá hitnaði mikið á jörðinni.
Þá var ekki gróðurhúsaáhrifum af
mannavöldum til að dreifa (út-
blástur frá mönnum var þá um 1⁄6
af því sem nú er), heldur var það
aukin sólarorka sem olli. Vöxtur
koltvísýringsins í loftinu gæti því
líka stafað af hitaaukningunni þá
(ekki öfugt eins og umhverfis-
öfgaáróðurinn segir). Reyndar
rauk koltvísýringurinn stundum
upp yfir 0,5% á fyrri skeiðum þeg-
ar lífið var sem blómlegast á jörð-
inni. Náttúruleg efri mörk koltví-
sýrings eru því 10–20 sinnum
hærri en nú er í loftinu.
Kæfir mannkynið
sig í mengun?
Umhverfisöfgaiðnaðurinn heldur
því fram að upptaka jarðar á
koltvísýringi geti ekki vegið upp á
móti aukinni losun manna. Þetta er
ein falskenningin í viðbót. Koltví-
sýringsútblástur, sem stafar frá
mönnum, er langt innan við
sveiflumörk jarðarinnar sjálfrar
fyrir koltvísýring. Í jarðsögunni
hefur oft gerst að jörðin hefur á
skömmum tíma gefið frá sér tröll-
aukinn útblástur út í lofthjúpinn,
og stundum öfugt, sogað til sín
mun meira en hún hefur blásið út.
Ef mennirnir gætu brennt á svip-
stundu öllum kolum, olíu og jarð-
gasi úr iðrum jarðar (sem bjart-
sýnustu spámenn telja að geti
geymt um 10.000 Gt af kolefni)
yrði styrkur koltvísýringsins í loft-
hjúpnum um 0,5% þann daginn.
Þetta er of lítið til þess að hafa
skaðleg áhrif á öndun lífvera jarð-
ar, til þess þarf styrkurinn að fara
upp í um 1% (reyndar gerist lítið
fyrr en hann er kominn í um 3,5%).
Það er hreinlega of lítið til af jarð-
efnaeldsneyti í jörðinni til þess að
brennsla þess geti kæft lífið á jörð-
inni (við má einnig bæta að svo
mikill koltvísýringur getur ekki
setið fastur í lofthjúpnum af því að
jörðin eykur upptökuna hratt með
auknum styrk hans).
Hitaspár nefndar
Sameinuðu þjóðanna
„Hitinn er að hækka, óveður eru
tíðari, það hækkar í sjónum, jökl-
arnir bráðna af völdum manna.“
Þetta er aðalinntakið í kenningum
hinnar víðfrægu milliríkjanefndar
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar. Þó að gróðurhúsaáhrif
af mannavöldum hafi varað, að
sögn nefndarinnar, í eina og hálfa
öld, hefur ekkert af þessu komið
fram. Þvert á móti, heitasta tíma-
bil 20. aldar var fyrir miðja öldina.
Nýju hitamælingarnar, sem um-
hverfisáróðurinn klifar á, eru
skekktar af mælingum í vaxandi
borgum þar sem hitaútstreymi frá
mannabyggð ruglar mælingarnar.
Áreiðanlegar mælingar sýna enga
hitnun. Kenningar nefndarinnar
hafa hingað til reynst falskar, þær
eru ekki byggðar á traustum vís-
indagögnum heldur fremur skoð-
unum þeirra sem hafa atvinnu af
að viðhalda kenningunum.
Hvar hitnar?
Umhverfisöfgaiðnaðurinn og
milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð-
anna hafa látið í veðri vaka að það
gæti kólnað sumstaðar vegna gróð-
urhúsaáhrifa! Þessi kenning er lík-
lega sú frumlegasta og skáldleg-
asta úr þeirri átt og gæti bent til
þess að verið sé að undirbúa nýja
umhverfisöfgakenningu. Aukin
gróðurhúsaáhrif af völdum koltví-
sýrings (sem eru mjög lítil, það er
loftrakinn sem gefur yfir 90% af
gróðurhúsaáhrifunum) koma til
með að sjást fyrst á köldum og
þurrum svæðum, næst heimskaut-
unum, ef þau þá einhvern tíma
koma í ljós.
Umhverfisstjórnunarfræðingar
þurfa því ekki að hafa áhyggjur af
koltvísýringsútblæstri næstu ár-
þúsundin. Jarðarbúum, og sérstak-
lega Íslendingum, stafar aftur á
móti hætta af loftslagskólnun af
náttúrulegum orsökum eins og
varð á dögum Snorra Sturlusonar.
Því miður geta skriffinngálkn
Sameinuðuþjóðanefnda eða Evr-
ópusambandsins ekki haft nein
áhrif þar á.
Mögnuð mengun
Friðrik
Daníelsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Kyoto
Áreiðanlegar mælingar,
segir Friðrik
Daníelsson, sýna
enga hitnun.
HINN 11. júlí árið
1972 hófst í Reykjavík
einvígi þeirra Roberts
Fischers og Borisar
Spasskys um heims-
meistaratitilinn í skák.
Þetta einvígi markaði
með ýmsum hætti
þáttaskil í skákheimin-
um og óhætt er að
segja að aldrei fyrr
hafi athygli jarðarbúa
beinst með jafn ríku-
legum hætti að
Reykjavík og Íslandi,
eins og gerðist í
tengslum við þennan
merka atburð. Það
þarf því engan að und-
ara að æ síðan hefur viðburður þessi
verið nefndur Einvígi aldarinnar og
dylst engum réttmæti þeirrar nafn-
giftar, hvorki á Íslandi né annars
staðar.
Milljarða landkynning
Með Einvígi aldarinnar var brotið
blað í landkynningarmálum Íslands.
Á meðan á einvíginu stóð dvöldu í
Reykjavík vel á þriðja hundrað fjöl-
miðlamenn sem fylgdust með þróun
mála. Daglega birtust því um allan
heim fréttir frá Íslandi og forsíður
stórblaða eins og Time, Newsweek
og DerSpigel voru helgaðar einvíg-
inu. Tugir bóka, frímerki hér og þar
í heiminum, fjöldi heimildarþátta og
ýmiskonar söluvarningur hefur
einnig fylgt í kjölfarið. Enn í dag
gerir fjöldi erlendra aðila sér mat úr
efniviði einvígisins og þar með að
halda nafni Íslands og Reykjavíkur
á lofti. Það er því engum vafa undir-
orpið að sú kynning sem Ísland og
Reykjavík fengu með Einvígi ald-
arinnar er gríðarlega
verðmæt. Markaðs-
fræðingar hafa fullyrt
að verðmæti kynning-
arinnar hlaupi á millj-
örðum króna og að
ekkert annað einstakt
mál hafi nýst landinu
með sambærilegum
hætti, ekki einusinni
leiðtogafundur Regans
og Gorbatjovs.
Afmælishátíð
árið 2002
Í tilefni þess að á
næsta ári verða liðin 30
ár frá því að Einvígi
aldarinnar fór fram
mun skákhreyfingin með ýmsum
hætti minnast einvígisins. Í upphafi
árs mun Taflfélagið Hellir standa
fyrir 4 skáka einvígi milli stórmeist-
aranna Nigel Short og Hannesar
Hlífars Stefánssonar. Í tilefni af-
mælisins munu þeir félagar eigast
við á sama skákborði og í sömu stól-
um og Fischer og Spassky forðum.
Samhliða einvíginu verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur sett upp fróðleg sögu-
sýning, í samstarfi við Morgunblað-
ið og fleiri aðila. Þar verður sjónum
m.a. beint að blaðaumfjöllun og frí-
merkjaútgáfu í tengslum við Einvígi
aldarinnar, auk þess sem yfirdómari
einvígisins, Lothar Schmid, mun
koma til landsins. Fjöldi annarra
viðburða munsíðan fylgja í kjölfarið,
m.a. 20. alþjóðlega Reykjavíkur-
skákmótið, opnun sérstakrar heima-
síðu, útgáfa minningarmerkis, sér-
útgáfa tímaritsins Skákar auk
veglegra hátíðarhalda á sjálfan af-
mælisdaginn. Skáksamband Íslands
hefur þegar ákveðið að leita til
þeirra Fischers og Spasskys um
þátttöku í hátíðarhöldum ársins, en
enn er óljóst hvort af því getur orð-
ið.
Grettistak einstaklinga
Hvort sem þeir Spassky og Fisch-
er setjast aftur að skákborðinu eða
ekki er full ástæða fyrir Íslendinga
að nýta þetta tækifæri til að rifja
upp þann merkilega viðburð sem
Einvígi aldarinnar var og ekki síður
meta þau áhrif sem einvígið hafði
fyrir íslenskt samfélag. Engum
blöðum er um það að fletta, að þau
áhrif eru víðtækari en margan
grunar og í raun ótrúlegt að fjár-
vana félagasamtök á borð við Skák-
samband Íslands skuli hafað áorkað
slíku. Það er umhugsunarvert í því
ljósi að heiðurinn af þessu merka
framtaki eiga fáeinir einstaklingar,
m.a. þáverandi forystumenn Skák-
sambands Íslands, sem með óbil-
andi þreki og ómældu sjálfboðaliða-
starfi lyftu því Grettistaki sem
Einvígi aldarinnar var. Þeirra fórn-
fúsa starf fær þjóðin seint full þakk-
að en starf þeirra ætti að verða öðr-
um dýrmætt leiðarljós.
30 ár frá Einvígi
aldarinnar
Hrannar Björn
Arnarsson
Höfundur er forseti Skáksam-
bands Íslands.
Skáklist
Einvígið markaði þátta-
skil í skákheiminum,
segir Hrannar Björn
Arnarsson, og óhætt er
að segja að aldrei fyrr
hafi athygli jarðarbúa
beinst með jafn ríkuleg-
um hætti að Reykjavík
og Íslandi.
w
w
w
.t
e
xt
il.
is
KUNERT
WELLNESS
Sokkabuxur
Hnésokkar
Ökklasokkar
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680
v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680