Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 59
Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is
Þuríður Aradóttir,
38 ára, læknaritari
„Ég fór á námskeið í september og
hef æft upp á eigin spýtur eftir að
því lauk.
Búin að léttast um 8 kíló.
Námskeiðið hjálpaði mér að gera
þjálfunina að föstum þætti í mínu lífi.“
Steinunn Lilja Gísladóttir,
22 ára, nemi
„Ég er búin að fara á tvö námskeið
og hef lést um 14 kíló. Aðhaldið á
námskeiðunum er frábært, akkúrat
það sem ég þurfti til að koma mér
af stað aftur eftir meðgönguna.“
Emilía Fannbergsdóttir,
46 ára, húsmóðir
„Ég fór á tvö námskeið í röð í haust
og vetur og ætla að halda áfram á
námskeiði eftir áramót.
Ég hef náð markmiði mínu að
styrkjast og bæta líðan. Einnig hafa
sentimetrarnir fokið, mittismálið er
14 sm minna! Mér finnst frábært að
vera hluti af hóp sem stefnir að
svipuðum markmiðum.“
8-vikna námskeiðin okkar eru löngu búin að sanna
ágæti sitt. Stöðugt bætist í þann hóp kvenna sem náð
hafa markmiðum sínum og bætt eigið líf með
reglubundinni hreyfingu. Nú er komið að þér!
Næstu námskeið hefjast 7. janúar og
skráning er í síma 568-9915.
Námskeið fyrir vinnu
Stórglæsileg næringarfræðibók
Ólafs Sæmundssonar næringarfræðings
er innifalin í öllum byrjendanámskeiðum
Verðmæti bókarinnar er 3.900 kr.
NÝTT
NÝTT
Námskeið í stöðugri þróun
Þrefaldur árangur
nú er komið að þér!
RÖSKVA hefur lagt mikla
áherslu á húsnæðismál stúdenta og
baráttuna fyrir stúdentavænna hús-
næðiskerfi. Erfitt ástand á leigu-
markaði hefur komið illa niður á
stúdentum og húsaleigubótakerfið
hefur ekki veitt þeim nægilegan
stuðning. Þrátt fyrir kröftuga upp-
byggingu Stúdentagarða á undan-
förnum árum anna þeir engan veg-
inn vaxandi eftirspurn nemenda
eftir ódýru leiguhúsnæði. Kröfur
Röskvu hafa verið skýrar og á að-
eins einu ári höfum við náð miklum
árangri í húsnæðismálum stúdenta
með markvissri baráttu.
Fleiri fá
húsaleigubætur
Röskva háði öfluga baráttu fyrir
því að námsmenn sem leigja her-
bergi hlytu rétt til húsaleigubóta.
Sífellt fleiri námsmenn leigja stök
herbergi enda er mikill skortur á
leiguhúsnæði og leiguverð hátt. Eft-
ir mikinn þrýsting á félagsmálaráð-
herra fékkst það í gegn í vor að
stúdentar sem leigja einstaklings-
íbúðir á stúdentagörðum fá rétt til
húsaleigubóta. Það var mjög mik-
ilvægur áfangasigur og veitti
stórum hópi stúdenta aukinn stuðn-
ing. Breytingin er mikilvæg fyrir
stúdenta enda eru þeir um fjórðung-
ur þeirra sem fá húsaleigubætur.
Skattfrjálsar húsaleigubætur
Röskva hefur ítrekað bent á
ósanngirni þess að leigjendur borga
skatt af húsaleigubótum á meðan
húseigendur hljóta skattfrjálsar
vaxtabætur. Sýnt þykir að þeir sem
búa í leiguhúsnæði eru yfirleitt
tekjuminni og hafa því ekki efni á að
kaupa eigið húsnæði. Forystumenn
Stúdentaráðs hafa margsinnis
fundað með ráðherrum félagsmála
og fjármála til að krefjast afnáms
skattlagningar og síðast var fundað
með ráðherra í lok ágúst.
Ríkisstjórnin kynnti nýverið viða-
miklar breytingar í skattamálum.
Þar er meðal annars gert ráð fyrir
að húsaleigubætur verði skattfrjáls-
ar frá og með næstu áramótum.
Skatturinn hefur verið um 40%
þannig að þetta er í raun ígildi mik-
illa hækkana á húsaleigubótum.
Skattfrjálsar húsaleigubætur koma
sér vel fyrir stóran hluta stúdenta
þar sem meirihluti þeirra er í leigu-
húsnæði. Afnám skattlagningar
húsaleigubóta kemur einnig í veg
fyrir að húsaleigubætur skerði
námslán og kemur því til með að
hækka námslán margra stúdenta.
Nýr stúdentagarður
með kjörbúð
Félagsstofnun stúdenta fékk í lok
ágúst byggingaleyfi fyrir byggingu
langstærsta stúdentagarðsins til
þessa. Í húsinu verða 124 einstak-
lingsíbúðir auk kjörbúðar sem lengi
hefur verið beðið eftir. Garðsbúar
þurfa nú að leita langt út fyrir há-
skólasvæðið til að sækja sér nauð-
synjar og því er kjörbúðin kærkom-
in. Byggingin mun rísa hratt þar
sem næsta haust mun helmingur
íbúðanna verða tekinn í notkun.
Þetta er mikið kappsmál fyrir stúd-
enta þar sem mikil aðsókn hefur
verið í íbúðir á stúdentagörðum. Svo
mikil að nú í haust fengu aðeins 40%
þeirra sem sóttu um vist á stúdenta-
görðum FS. Þrátt fyrir mikla og
góða uppbyggingu stúdentagarð-
anna hefur hún engan veginn annað
eftirspurn og kemur þar inn í sú
mikla vöntun á góðu og ódýru
leiguhúsnæði sem hrjáð hefur íbúa
höfuðborgarsvæðisins. Tölurnar
sýna að áfanginn er stór þar sem
íbúðum í stúdentagarðahverfinu
mun fjölga úr 511 í
635.
Stúdentagarðar hafa
gríðarlegt félagslegt
gildi þar sem ljóst er
að þeir gera mörgum
kleift að stunda nám
við Háskóla Íslands,
nám sem þeir hefðu
annars ekki möguleika
á að stunda. Röskva
hefur því ávallt lagt
mikla áherslu á kröft-
uga uppbyggingu stúd-
entagarðahverfisins og
hefur mikill árangur
náðst undanfarin ár.
Nýja húsið verður
byggt á síðustu lóðinni
sem FS hefur til ráðstöfunar og hef-
ur Röskva lagt mikla áherslu á að
FS fái fleiri lóðir til að uppbygging
stúdentagarðahverfis-
ins geti haldið áfram.
Röskva krefst einnig að
stjórnvöld veiti FS
byggingastyrki til að
koma til móts við auk-
inn byggingakostnað
eftir að ríkið ákvað að
hækka vexti á bygg-
ingalánum úr einu pró-
senti í fjögur. Þessar
vaxtahækkanir stjórn-
valda setja FS í mikinn
vanda og gera áfram-
haldandi uppbyggingu
erfiðari.
Stúdentavænna
húsnæðiskerfi
Við í Röskvu höfum lagt mikla
áherslu á aðgerðir til að bregðast
við húsnæðisvanda stúdenta. Á allra
síðustu mánuðum hefur tekist að ná
fram mikilvægum úrbótum á húsa-
leigubótakerfinu þannig að það
veitir stúdentum mun meiri
stuðning en áður. Afnám skatt-
lagningar húsaleigubóta er einn
stærsti sigurinn í húsnæðismálum
stúdenta í mörg ár. Kröftug
uppbygging stúdentagarða mun
sömuleiðis koma stórum hópi stúd-
enta til góða en mikilvægt er að
tryggja að FS geti haldið áfram á
sömu braut. Það er eindregin von
Röskvu að FS verði með bygginga-
styrkjum gert mögulegt að halda
áfram markvissri uppbyggingu
Stúdentagarða.
Röskva skilar
árangri í hús-
næðismálum
Olav Veigar
Davíðsson
HÍ
Afnám skattlagningar
húsaleigubóta, segir
Olav Veigar Davíðsson,
er einn stærsti sigurinn
í húsnæðismálum stúd-
enta í mörg ár.
Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir
hönd Röskvu og er formaður hags-
munanefndar.