Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 64
UMRÆÐAN
64 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍK var
bústaður Ingólfs Arn-
arsonar í heiðnum sið
og hefur verið búsetin
slitlaust frá landnáms-
öld til vorra daga. Ing-
ólfi var vísað til Reykja-
víkur með gjörningum
vorrar fornu trúar, en í
dag er Reykjavík prýdd
kirkjum og „kristnum“
mönnum.
Reykjavík hefur ver-
ið yrkisefni þjóðskáld-
anna í gegnum árin.
Reykjavík hefur verið
ljóður og hróður þjóð-
arfjölskyldunnar, hún
er aðalsmerki íslensku
þjóðarinnar, höfuðborg Íslands!
Sá er þetta ritar er alinn upp í
Reykjavík þótt fæddur sé á Patreks-
firði og mér var kennt í bernsku að
virða og elska höfuðborgina...
Reykjavík er okkar Íslendinga allra.
Það er ekki svo sjaldan sem ég fór
sem barn um miðbæinn, til að veiða
niðri á höfn, eða gefa öndunum við
tjörnina, og síðar til að fara í bíó og
fá mér pylsu og kók, eða ís, án þess
að þurfa að óttast barsmíðar (og
jafnvel líflát) sem orðið er daglegt
brauð í Reykjavík í dag undir núver-
andi borgarstjórn R-listans. Og mað-
ur gat áður fyrr selt dagblöð og
merki Rauða krossins öruggur og
óáreittur, áður en fjármögnun hans
varð með peningaplokki spilavítis-
kassanna og opinberum styrkjum.
Ég segi fyrir mitt leyti, að ég var
öruggari á götum Reykjavíkur sem
barn og unglingur er höfuðborgin
var undir stjórn sjálfstæðismanna en
ég er nú til dags undir stjórn R-
listans, þótt nú sé ég
fullorðinn maður og
uppgjafa fjölbragða-
glímumaður í þokka-
bót. Mér var jafnvel
sagt af kunningja mín-
um að hann færi ekki
óvopnaður utandyra
eftir að það færi að
skyggja.
Það er varla orðum
aukið að segja, að í dag
undir stjórn R-listans
sé Reykjavík hættu-
legri hinum heiðvirða
borgara og fjölskyldu
hans á götum úti en
hún var á stríðsárun-
um! Ég er ekki aðeins
að ræða um heimabúna íslenska
dóna og róna á götum úti, búllur og
súlustaði, heldur einnig allskonar
ógeðslegan útlendan óþjóðalýð sem
hefur safnast saman í borginni.
Hvernig núverandi sukk og
svínarí gat þróast og líðst í höfuð-
borginni, sem raun ber vitni á fáein-
um árum, er makalaust hneyksli og
er á fullri ábyrgð R-listans sem hef-
ur stjórnað Reykjavík undanfarin ár,
og jú, þeirra siðapostula sem treyst
er til að halda utanum heilbrigða
mannasiði og íslenska menningu, svo
sem þjóðkirkjunnar, og ríkisstjórn-
arinnar sjálfrar, sem eru ekki sak-
lausir!
Það má með réttu fáum orðum
segja, að hin mikla uppbygging og
jákvæða þróun Reykjavíkur sem
gerðist undir fjöldaára stjórn Sjálf-
stæðisflokksins hefur nú orðið engin,
eða mjög neikvæð, undir núverandi
borgarstjórn R-listans. Þetta verður
ekki með vettlingatökum leiðrétt,
því auðveldara mun reynast að falla í
vesaldóminn en að draga sig uppúr
honum …
Ég rankaði við mér þegar ég las
greinarpistil eftir Hjört J. Guð-
mundsson sagnfræðinema á tölvu-
síðu Framfaraflokksins (www.fram-
farir.net), að yfirlýsing hefði verið
gefin úr fylkingu núverandi borgar-
stjórnarfólks, að Reykjavík hefði
verið orðin „OF ÍSLENSK“ í tíð
Sjálfstæðisflokksins. Ég endurtek;
„að höfuðborg Íslendinga væri orðin
of íslensk“. Ég varð að lesa þessa
staðhæfingu ítrekað til að gera mér
fulla grein fyrir þeirri brenglun sem
um var að ræða.
Hversu lengi munu Reykvíkingar
láta bjóða sér svívirðingarnar? er
stóra spurningin, sem byggist á
manndómsglóðunum sem enn loga í
brjóstum þeirra yfirleitt. Víst er að
flestir hlakka til næstu kosninga til
að losna við R-listann sem hefur far-
ið eins svívirðilega með borgina og
raun ber vitni!
Bubbi Morthens gagnrýndi núver-
andi borgarstjórn hressilega í Kast-
ljósi föstudaginn 20. júlí fyrir það
ólíðandi ástand sem skapast hefur í
miðborginni og er þorri Reykvíkinga
tvímælalaust sammála honum!
Einar Bragi rithöfundur lýsti yfir í
Morgunblaðinu sunnudaginn 29. júlí,
að með áframhaldandi frammistöðu
núverandi borgastjórnar yrðu íbúar
miðborgarinnar hraktir frá heimil-
um sínum og miðbær Reykjavíkur
gerður að alþjóðlegum hórukassa!
Undirritaður hefur einnig bent á í
Morgunblaðinu með hverri óvirð-
ingu margt fólk erlendis er farið að
líta á svall og svínarí í höfuðborg Ís-
lands, sem setur svartan blett á alla
þjóðina.
Upplýst hefur verið að raunskuld-
ir Reykjavíkur hafi hækkað úr 850
milljónum króna þegar R-listinn
kom til valda, upp í að verða 2,8 millj-
arðar árið 2000 og fari síhækkandi.
Þetta fólk hefur enn viðbótartíma til
að sóa almannafé, sem áætlað er að
fari yfir fjóra milljarða að loknu
kjörtímabili þess. Í hvað er eytt er
leyndarmálið. Rankið við ykkur,
Reykvíkingar og Íslendingar allir!
Mér hefur verið sagt að svo mikill
fjöldi Reykvíkinga sækist eftir að
lýsa yfir óánægju sinni með ástandið
í borginni í rituðu máli, að hreinlega
sé ekki hægt að birta allan þann
fjölda. Eflaust bíða þó flestir næstu
borgarstjórnarkosninga til að lýsa
áliti með atkvæðum sínum.
Aðalatriðið er að losa Reykjavík
úr þeim álögum sem hún er í, í klóm
þeirra sem eru að eyðileggja hana,
og koma í veg fyrir, svo orð Einars
Braga rithöfundar séu notuð, „að
miðbær Reykjavíkur verði að alþjóð-
legum hórukassa“.
Það verður að taka víðtækt hönd-
um saman til að gera Reykjavík að
nýju fjölskylduvæna allan sólar-
hringinn og sómasamlega höfuðborg
Íslendinga.
Sú örvingla þróun sem hefur skeð
í Reykjavík skal Íslendingum að
kenningu verða!
Að við höfum nóg með að einbeita
okkur að innlendum málefnum,
vandamálum og sígildum tilveru-
hagsmunum íslensku þjóðarinnar og
eigum því að láta útlendinga sjá um
sig sjálfa!
Þessi þjóðlega skylda á sér engu
minni tilgang í málum Reykjavíkur
en í íslenskum þjóðmálum yfirleitt.
Ég skora á íslenska stjórnmálamenn
að lenda ekki í þeirri gildru að gerast
verkfæri erlendra offorsþjóða sem
gæti réttlætt gjörræði þeirra. Að
þeir skipti sér sem minnst af erlend-
um málum erlendis yfirleitt. Að þeir
eyði ekki skattpeningum mergsog-
ins íslensks almennings í hyldýpið
erlendis. Svo sannarlega er nóg við
það fé að gera á Íslandi. Að þeir
stemmi stigu við rándýru flandri
þeirra erlendis á kostnað íslensks al-
mennings. Að þeir láti sér ekki detta
í hug að senda íslenska þegna í her-
mennsku erlendis, hvað þá undir
stjórn Englendinga sem hafa ætíð
sýnt Íslendingum misvirðingu og
skepnuskap, samanber baráttu vora
við þá um verndun fiskimiða vorra.
Íslenskir hermenn eiga aðeins að
vernda Ísland og slíkt skal tryggja
með stjórnarskránni.
Ég minni enn á hvatningarorð
prófessors Jóns Jónssonar Aðils:
„Á þjóðlegum grundvelli verða Ís-
lendingar að byggja sína framtíðar-
menningu, og geri þeir það, þá mun
þjóðinni vel borgið. Á þessum grund-
velli verða öll landsins börn að mæt-
ast og taka höndum saman til að
verja þjóðerni sitt, ekki einungis
gegn yfirgnæfandi útlendum áhrif-
um, heldur einnig gegn sínu eigin
tómlæti og hirðuleysi, því þaðan er
engu minni hætta búin.“
Helgi
Geirsson
Höfuðborgin
Hvers eiga Reykvík-
ingar og þjóðin öll, spyr
Helgi Geirsson, að
gjalda vegna óstjórnar
R-listaliðsins?
Höfundur er rafmagnsráðgjafi.
Hvers á Reykjavík að gjalda?
EINS og gjarnan hefur verið bent
á opnar veraldarvefurinn ný tæki-
færi til miðlunar. Ungt fólk hefur
verið einkar iðið við að nýta sér kosti
vefjarins. Ungt áhugafólk um stjórn-
mál er þar engin undantekning og
hefur það ötullega komið skoðunum
sínum á framfæri með útgáfu hinna
svonefndu vefrita sem verða sífellt
metnaðarfyllri og djarfari í efnistök-
um.
Á síðum vefritanna er tekist á um
hvaðeina sem brennur á þeim fjöl-
mörgu pennum sem þar skrifa. Ekki
er þar aðeins tekist á um dægurmál-
in heldur eru þar einnig rökrædd sí-
gild viðfangsefni stjórnmálanna.
Sérstaða vefritanna er ekki hvað síst
fólgin í þeirri staðreynd að þau eru
gefin út af áhugafólki um stjórnmál.
Vefritin eru þannig óháð í besta
skilningi þess orðs. Þau eru laus
undan viðjum valdakjarna, sérhags-
munahópa og peningaafla og verða
aðeins að standa í skilum við sann-
færingu þeirra sem standa að útgáf-
unni.
Frelsi, Maddaman
og Pólitík
Þannig eru vefritin Frelsi.is, Mad-
daman.is og Pólitík.is gefin út af
ungu fólki sem starfar innan raða
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Samfylkingarinnar. Með
útgáfu þeirra hefur ungt fólk sem
starfar innan vébanda þessara
flokka öðlast öflugt tæki til að veita
forystu flokkanna aðhald, efla mál-
stað sinn og hugsjónir að rökum og
koma hugðarefnum sínum á fram-
færi. Þannig stuðla þessi vefrit að
aukinni umræðu um þjóðfélagsmál
og veita ekki aðeins stjórnmála-
mönnunum aðhald heldur einnig hin-
um hefðbundnu fjölmiðlum.
Frá Klausturpóstinum
til Fréttablaðsins
Áhugavert er að skoða stöðu vef-
ritanna í sögulegu ljósi. Í árdaga fjöl-
miðlunar hér á landi laut blaðaútgáfa
stjórn valdhafanna og blöðin voru
óaðskiljanlegur hluti valdakerfisins.
Þessu marki voru fyrstu blöðin á Ís-
landi brennd, eins og póstarnir þrír,
það er Klausturpósturinn, Sunnan-
pósturinn og Reykjavíkurpósturinn.
Síðan lentu blöðin í höndum stjórn-
málaflokka og annarra skipulagðra
hópa sem beittu þeim í þágu eigin
hagsmuna. Blöðunum var ætlað það
hlutverk að hafa bein áhrif á skoð-
anir lesenda og jafnframt að vernda
þá gegn óæskilegum skoðunum.
Flest blöð á Íslandi á síðari hluta 19.
aldar og mestalla 20. öldina þjónuðu
þeim tilgangi og voru í eigu einstak-
linga, félaga eða flokka. Þriðja yf-
irráðakerfið er þegar blöð eru ekki
öðrum háð en lesendum sínum, eða
með öðrum orðum hinum frjálsa
markaði. Efni þeirra stjórnast því af
markaðnum hverju sinni.
Fyrstu íslensku fréttablöðin, Vísir
og Morgunblaðið, voru bæði stofnuð
sem óháð fréttablöð í einkaeign. Þau
komust þó fljótlega undir yfirráð
manna sem nýttu þau í þágu stjórn-
málabaráttu ákveðinna flokka. Vísir
hóf göngu sína hinn 14. desember ár-
ið 1910 og bar blaðið hið hógværa
heiti Vísir til dagblaðs í Reykjavík. Í
örstuttu ávarpi ritstjóra og eiganda
blaðsins, Einars Gunnarssonar, til
lesenda segir að blaðið „ætti aðallega
að vera sanngjarnt fréttablað en
laust við að taka þátt í deilumálum.“
Fyrsta tölublað Morgunblaðsins
kom hins vegar ekki út fyrr en 2.
nóvember árið 1913 og var sameign
þeirra Vilhjálms Finsen og Ólafs
Björnssonar. Í ávarpsorðum til les-
enda segir Vilhjálmur Finsen að
blaðinu bæri „fyrst og fremst að vera
áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt
ritað fréttablað“. Engan þátt skyldi
það taka í flokksdeilum. Tímabil Vís-
is og Morgunblaðsins sem óháðra
dagblaða stóð stutt.
Þegar fyrsti leiðari Morgunblaðs-
ins birtist var þess skammt að bíða
að hinir hörðu flokkadrættir sjálf-
stæðisstjórnmálanna liðu undir lok
og landið yrði fullvalda. Á síðari
hluta 2. áratugar aldarinnar voru
stofnaðir flokkar sem byggðu á átök-
um um innanlandsmál fremur en af-
stöðunni til sambandsins við Dani og
varð þess skammt að bíða að nýtt
flokkakerfi færi að taka á sig mynd.
Framsóknarmenn hóf útgáfu Tím-
ans hinn 17. mars árið 1917 og Al-
þýðuflokkurinn hóf að gefa út Al-
þýðublaðið 29. október árið 1919.
Kommúnistaflokkurinn gaf út Þjóð-
viljann frá 31. október árið 1936. Til-
gangur þessara blaða var fyrst og
fremst að vera pólitísk baráttutæki.
Dagblöðum á Vesturlöndum
fækkaði gífurlega á árunum kring-
um 1950. Þeirrar þróunar fór hins
vegar að gæta mun seinna hér á
landi og er ekki að efa að orsök þess
hafi verið hið nána samband blaðs og
flokks. Stjórnmálaflokkarnir reyndu
að halda lífi í blöðunum og tókst það
raunar fram á síðasta áratug 20. ald-
ar. En undir lokin reyndust blöðin
vera of mikill baggi á flokkunum og
útgáfu þeirra var hætt. Fjölmiðlar
tóku að leggja í auknum mæli
áherslu á hlutleysi í fréttaflutningi
og segja má að áherslan hafi verið á
að flytja fréttir af viðburðum fremur
en að skýra frá viðhorfum. Kannski
er nýjasti prentmiðillinn ágætt
dæmi þess en markmið Fréttablaðs-
ins virðist vera að birta lesendum
sínum fréttir án nokkurra umbúða.
Hlutleysi og skoðanaleysi
Þó að hlutleysi í fréttaflutningi
hljóti að vera sjálfsögð krafa nútíma-
fjölmiðlunar má hlutleysið ekki leiða
til skoðanaleysis. Öflug skoðana-
skipti og átök um málefni eru ein-
faldlega lýðræðinu nauðsyn enda
tjáningarfrelsið orðið tómt ef enginn
kýs að tjá sig. Hættan er sú að fjöl-
miðlar taki afstöðu með ríkjandi við-
horfum með þögninni einni saman.
Margt bendir til þess að á síðustu ár-
um hafi framboðið verið minna en
eftirspurnin eftir hressilegum um-
ræðum um þjóðfélagsmál.
Lognmolla skoðanaleysis
Pólitísku vefritin hafa mætt þess-
ari þörf fyrir umræðu um stjórnmál.
Vefritin eru sífellt að sækja í sig
veðrið og er skýringin efalítið sú að
lognmolla skoðanaleysis er óviðun-
andi til lengdar. Vefritin hafa einnig
aukið þátttöku ungs fólks í þjóðmála-
umræðunni og var ekki vanþörf á því
að unga kynslóðin haslaði sér völl
innan stjórnmálanna ekki síður en í
viðskipta- og menningarlífinu.
Vefritin hafa auðveldað almenn-
ingi aðgang að fjölbreyttri skoðanaf-
lóru. Við sem stöndum að útgáfu vef-
rita höfum orðið áþreifanlega vör við
að lesendahópurinn samanstendur
ekki eingöngu af skoðanasystkinum
okkar heldur eru lesendurnir eins
ólíkir og þeir eru margir. Þegar allt
kemur til alls mega hinir hefð-
bundnu fjölmiðlar ekki einoka fjórða
valdið. Við Íslendingar höfum haft
slæma reynslu af fákeppni. Fá-
keppni á markaði hugmyndanna er
engu betri en fákeppni á öðrum svið-
um.
Öflug skoðanaskipti eru
lýðræðinu nauðsyn
Finnur Þór
Birgisson
Vefrit
Á síðum vefritanna er
tekist á um hvaðeina,
segja Sif Sigmarsdóttir,
Finnur Þór Birgisson
og Haukur Örn Birgis-
son, sem brennur á
þeim fjölmörgu pennum
sem þar skrifa.
Sif er ritstjóri www.politik.is,
Finnur Þór er ritstjóri
www.maddaman.is og
Haukur Örn er ritstjóri
www.frelsi.is
Sif
Sigmarsdóttir
Haukur Örn
Birgisson
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.