Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 65 UM áramótin munu 12 af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins leggja niður gjaldmiðla sína og taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil, evruna. Með þeirri breytingu mun við- skiptakostnaður innan myntbandalagsins minnka þar sem aðeins verður um einn gjald- miðil að ræða í stað margra áður. Evran stækkar heimamarkað ríkjanna og útrýmir gengisáhættu. Þetta hefur því í för með sér umtalsvert hagræði fyrir þau ríki sem taka þátt. Staða Íslands Hlutfall evrusvæðisins í utanrík- isviðskiptum Íslands á árinu 2000 var 31,66% og hafði þá hækkað frá fyrra ári. Bretland, Danmörk og Svíþjóð standa utan evru-svæðisins, a.m.k. til að byrja með. Ef þau gerð- ust aðilar væri um að ræða tæplega 60% utanríkisviðskiptanna. Þá gætu áhrifin orðið þau að enn erfiðara yrði að viðhalda stöðugu gengi krón- unnar, vaxtamunur gagnvart út- löndum gæti aukist og samkeppn- isstaða íslenskra fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum í evrulöndun- um gæti versnað, ef marka má það sem fram kemur í skýrslu Seðla- bankans frá 1997. Þar segir jafn- framt að drega megi úr „neikvæðum áhrifum með því að festa enn í sessi stöðugleika og traust á efnahags- stefnunni“. Því miður hefur þó sú orðið raunin eftir 1997 að hvorki hef- ur stöðugleiki haldist né er traust á efnahagsstefnunni, þótt vonir séu nú bundnar við að aðkoma aðila vinnumarkaðar- ins hafi hér jákvæð áhrif. Til að ríki geti öðlast aðild að myntbanda- laginu þurfa þau að búa við stöðugt efna- hagslíf auk þess sem aðild að Evrópusam- bandinu virðist nauð- synleg, þótt önnur af- brigði kunni að finnast í framtíðinni. Sú efna- hagsstaða sem áskilin er er m.a. sú að verð- bólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en í þeim evru-löndum þar sem hún er lægst og að lang- tímavextir mega aðeins vera 2% hærri en þar sem verðlag er stöð- ugast. Meðalútlánsvextir á Íslandi eru nú um eða yfir 20% en sambæri- legir evruvextir eru 7–8%. Því hefur verið slegið fram að hvert það pró- sentustig sem við greiðum umfram það sem gerist á evrusvæðinu kosti fyrirtækin og heimilin í landinu um 11 milljarða króna á ári. Óhagræði að litlum markaði Háir vextir og verðbólga, ásamt óstöðugu gengi, valda heimilum og fyrirtækjum í landinu miklum erf- iðleikum. Slíkt ástand styður ekki við hagvöxt og aukin lífsgæði þjóð- arinnar. Það er yfirlýst afstaða stjórnvalda að Ísland eigi ekki að gerast aðili að Evrópusambandinu og þar með ekki að evru-svæðinu. Hins vegar hafa þau verið að boða eða samþykkja breytingar sem skapa eiga íslenskum fyrirtækjum betri samkeppnisskilyrði gagnvart fyrirtækjum á stærri myntsvæðum. Hluti af þeim skattapakka ríkis- stjórnarinnar sem samþykktur var fyrir jólin er afnám verðbólgureikn- ingsskila. Þótt verðbólgureiknings- skil þyki sýna efnahag og afkomu fyrirtækja á raunverðlagi er talið að alþjóðavæðing fyrirtækjanna krefj- ist þess að þau séu afnumin, enda leiðrétti ekkert annað OECD-ríki fyrir áhrifum verðbólgu. Síðan verð- ur tekjuskattur fyrirtækja lækkað- ur í 18% og sömuleiðis verða eigna- skattar fyrirtækja lækkaðir verulega. Reyndar var samþykkt nokkur hækkun tryggingagjalds á móti og ekki ljóst hvenær stimpil- gjald verður lækkað eða afnumið. Heildarniðurstaðan er samt skatta- lækkun fyrir fyrirtækin í landinu. Með þessum skattalækkunum eru stjórnvöld í raun að segja okkur hvert óhagræði er að því fyrir ís- lensk fyrirtæki að þurfa að búa við lítinn heimamarkað með óstöðugum gjaldmiðli. Þá var einnig lagt fram frumvarp sem, ef það verður að lögum, gerir fyrirtækjunum kleift að færa bók- hald sitt og gera ársreikninga í er- lendri mynt. Tilgangurinn er að draga úr áhrifum gengisbreytinga í ársreikningum íslenskra fyrirtækja sem eru í alþjóðlegri starfsemi. Einnig að auðvelda samanburð við erlend fyrirtæki og reyna að auka áhuga erlendra fjárfesta á íslensk- um fyrirtækjum og starfsumhverfi. Endalaus vantrú á krónunni Það er sjálfsagt að skoða mögu- leika á að þau fyrirtæki sem vilja og uppfylla tiltekin skilyrði fái að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt. Óhagræðið af því að þurfa að færa tvöfalt bókhald, bæði í erlendri og íslenskri mynt, mun þó virka hamlandi fyrir einhver þeirra. Og hætt er við að þessi aðgerð upphefji engan veginn þá ókosti sem flest fyrirtæki hafa af því að starfa á svæði lítillar myntar. Strax eftir að stjórnvöld lýstu því yfir að þau hygðust leyfa færslu bókhalds og ársreikninga í erl. mynt komu jafnframt óskir frá fyrirtækj- um um að fá einnig að skrá hlutabréf sín og gera launasamninga í sömu mynt. Ef það yrði leyft má velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði á krónuna. Verður hún enn veikari gjaldmiðill sem sífellt færri nota, gjaldmiðill sem sveiflast þá í takt við smæð og trúverðugleika? Það sýnir auðvitað enga sérstaka tiltrú á krón- unni að leyfa færslu bókhalds og ársreikninga í erl. mynt og lækka fyrirtækjaskatta svo mikið sem raun ber vitni í þeim yfirlýsta tilgangi að jafna svo sem kostur er samkeppn- isstöðu fyrirtækja hérlendis gagn- vart fyrirtækjum á stærri mynt- svæðum. Atvinnulífið kallar á stöðugleika Samtök iðnaðarins hafa verið í forystu þeirra sem fyrir hönd at- vinnulífsins hafa haldið uppi um- ræðum um mikilvægi þess að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði skoðuð og þar með möguleikar á upptöku evrunnar í stað krónu. Þar á bæ virðast menn sannfærðir um að til þess að skapa íslenskum fyrir- tækjum stöðugleika og réttláta sam- keppnisstöðu þurfi að taka upp evr- una. Þar tala þeir af biturri reynslu. Stjórnvöld eru með þeim ráðstöf- unum sem hér hafa verið raktar bú- in að viðurkenna að það þarf ýmsu að breyta til að íslensk fyrirtæki eigi möguleika í samkeppni næstu ára. Hvort 18% tekjuskattur og bók- halds- og ársreikningsfærsla í er- lendri mynt dugar um koma í ljós á næstu misserum. Það er þó nokkuð ljóst að það mun ekki duga öllum. Núna eru hvorki pólitískar for- sendur né tæknilegar fyrir því að Ís- land gerist aðili að myntbandalaginu og taki upp evru. Það verður hins vegar að koma í ljós á næstu miss- erum og árum hvort íslensk stjórn- völd eiga aðrar lausnir fyrir atvinnu- lífið í landinu en þá að breyta aðild Íslands að Evrópusambandinu til að stækka heimamarkað þeirra og tryggja þeim stöðugleika og treysta þannig forsendur þess að hagvöxtur og lífskjör í landinu geti haldist há og sjálfbær um ókomin ár. Um evru-áramót Svanfríður Jónasdóttir Evra Með þessu eru stjórn- völd í raun að segja okk- ur, segir Svanfríður Jónasdóttir, hvert óhag- ræði er að því fyrir ís- lensk fyrirtæki að þurfa að búa við lítinn heima- markað með óstöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.