Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 66
UMRÆÐAN 66 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana spyrja veiðimenn sig, og aðra sem vit hafa þar á, hvað sé að í rjúpnastofninum. Oft hefur hann dottið í lægð þ.e. þessi náttúru- lega sveifla sem á sér stað og skýring er á. En núna erum við ekki að tala um sveiflu held- ur hrun. Hvað veldur? Hvað er til ráða? Ekki hef ég nein „vísinda- leg“ rök eða útreikn- inga sem skýra þetta ástand en ég hef svo sannalega skoðanir og nokkrar getgátur þar um sem ég og margir aðrir hafa líka og ég fullyrði að þær eru ekkert verri en þær sem „vísindamenn“ eru að reyna að telja okkur trú um. Tilraunir þeirra, þ.e. vísindamanna, í Eyjafirði í fyrra, þar sem hengt var á rjúpuna einhvert senditæki sem gerði svo ekki annað en að drepa fuglinn sýnir að fugla- fræðingar ættu að taka kollega sína, fiskifræðingana, til fyrirmyndar og hlusta á rök veiðimanna og fara eftir þeim. Nú, ég spurði „hvað veldur“ og hef skoðanir á því. Ég tel ástæð- urnar aðallega þrjár og eru þær eft- irfarandi: Afhverju er verið að friða heilu landsvæðin og loka þeim fyrir skotveiði? Jú, svarið er augljóst, of- veiði, það er að segja, það er búið að drepa allan fugl á þessum svæðum og lokanir eru máttlitlar tilraunir til að ná þessum svæðum upp aftur. Þetta er gott og gilt, en hefur enginn hugsað út í það að með þessu er ekki verið að loka fyrir ofveiði, heldur ein- ungis verið að flytja hana til? Veiðimenn sem áður stunduðu þessi svæði og veiddu þar færa sig einfaldlega til og skjóta sinn fugl annars staðar. Og ég spyr, er ein- hverjum gert gagn eða greiði með því að senda þessar sláturfylkingar sem búnar eru að eyða öllu á „sínu svæði“ milli landshluta svo að þeir geti haldið ofveiðinni áfram? Annað sem veldur fækkun rjúp- unnar og fáir hafa hugsað út í er skipulögð rjúpnaveiði með hundum. Núna verða áreiðan- lega margir snarvit- lausir og telja mig skjóta yfir markið. Enn og aftur spyr ég, hversvegna er búið að loka á, og banna, fuglaveiðar með hund- um á stórum svæðum s.s. á Reykjanesinu? Jú, svarið er líka aug- ljóst, ofveiði. Ég hef því miður, eða ætti kannski að segja „sem betur fer“, orðið vitni að „veiði- mönnum“ sem nota hunda. Stundum eru þeir með tvo, annan sem finnur bráðina og hinn til að sækja. Þessum dýrum beita þeir eins og ryksugum um holt og hæðir, bak við hverja þúfu og allt gert skipulega. Hund- arnir finna allt kvikt og engu er eirt. Þessir menn færa sig svo á milli svæða þegar þeir eru búnir að drepa allan fugl eins og dæmin sanna hér fyrir norðan. Við fengum þessa menn yfir okkur og stunduðu þeir Auðkúluheiðina í nokkur ár en þar sést ekki lengur fugl. Núna eru þeir búnir að færa sig yfir á Eyvindar- staðarheiði og verða þar sennilega í nokkur ár líka eða þar til allur fugl er horfinn þaðan og maður spyr sig, hver verður svo vitlaus að leyfa þeim aðgang að sínu landi þar á eftir. Ein ástæða er ónefnd sem veldur ofveiði og það er atvinnumennska þ.e. menn sem stunda það að skjóta eins mikið og þeir geta til að selja. Þessir menn eru blóðugir upp fyrir haus allt haustið og þeir eru ekkert að skjóta neitt lítið af fugli. Ég gæti vel ímyndað mér að það séu um 50– 60 manns á landinu sem skjóta helm- ing af þeim fugli sem drepinn er á hverju ári. Þessir menn hafa sett fram þau rök, til að réttlæta þessi magndráp, að ekki eigi allir kost á því að ganga til rjúpna og skjóta sinn fugl sjálfir. Þessi „rök“ má þá heim- færa upp á t.d. laxveiði. Ekki eiga allir kost á að stunda laxveiði en samt er ekki dregið fyrir í ánum og þær hreinsaðar af laxi til að selja þeim sem ekki komast í laxveiði. Nei, ég segi nú bara að þeir sem ekki geta bjargað sér með því að vinna sína bráð sjálfir og hafa eitt- hvað fyrir því, eiga bara að borða eitthvað annað um jólin. Ég spurði líka hérna áður, hvað er til ráða? Mér finnst það nokkuð augljóst, frið- un. Ég las viðtal við veiðimálastjóra fyrir stuttu þar sem hann sagði að friðun kæmi ekki til greina næstu 5– 10 árin. Áki minn, ef ekkert verður að gert strax þarft þú ekkert að vera að hugsa um friðun eftir 5–10 ár því það verður engin rjúpa eftir til að friða. Í þessu sama viðtali segir þú að þú hafir einungis skotið tvær rjúpur það sem af er tímabilinu og ætti það að gefa þér sterka vísbendingu um ástandið. Þú ert ekki sá eini sem ekki hefur fengið nóg af rjúpu í jólamat- inn þetta árið. Ég vil nú samt taka það fram að þessi skrif mín eru ekki viðbrögð biturs veiðimanns sem ekki fékk nóg af rjúpu í jólamatinn. Ég var meira að segja svo heppinn þetta árið að ég var aflögufær með nokkra fugla sem ég gaf öðrum. Lausnin er einmitt sú að friða rjúpuna næstu 5–10 árin og sjá svo til. Þá sé ég fyrir mér að margir verða búnir að skipta yfir í eitthvað annað á jólaborðinu og vilja ekki snúa til baka í rjúpuna, eins verður komin fram kynslóð sem vill ekkert með rjúpuna hafa hvorki borða hana og því síður skjóta hana. Þannig get- um við hin látið okkur hlakka til jólanna 2012, en þangað til skulum við gefa okkur 15 mínútur á hverju aðfangadagskvöldi og halla okkur aftur í góðum stól inni í stofu og „máta“ rjúpuna í munni til að gleyma ekki þessu dásamlega bragði. Nokkur orð um rjúp- una og rjúpnaveiði Jóhann Örn Arnarson Rjúpa Veiðimenn, segir Jóhann Örn Arnarson, færa sig einfaldlega. Höfundur er verslunarmaður á Blönduósi. FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, tekur Steingrím J. Sigfússon til bæna í grein sl. haust og munu þeir gera út um þau mál sín á milli. Hinsvegar sýnir grein- in hversu umræður á Alþingi um fiskveiðar eru fjarlægar raun- veruleikanum nú, en um þetta segir Halldór að „með strandveiðum sé skírskotað til þess að fiskveiðiheimildir verði teknar af togurum við Eyjafjörð og færðar til þeirra staða sem bezt liggja við smábátamiðum. Þetta getur verið góð latína fyrir vestan og austan en hún er jafnvond á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akur- eyri.“ Þessi skoðun á fiskveiðistefn- unni er svo óraunhæf að óhjákvæmi- legt er að gera stutta athugasemd við hana. Þótt viðurkennt hafi verið í orði að 25% nýtingarregla Hafró miðað við mælda stofnstærð skuli gilda gerði Alþingi þá undantekningu að aðeins mætti minnka kvóta í þorskveiðum um 30.000 tonn á ári. Þetta átti að auka öryggi kvóta-,,eigendanna“. Þegar fyrr á þessu ári kom í ljós við mælingar Hafró að hrygningarstofn- inn hafði minnkað um nær helming var ekki lengur hægt að fara eftir þessari nýtingarreglu og þorskkvót- arnir aðeins minnkaðir um 30.000 tonn, þe. úr 220.000 tonnum í 190.000 tonn. Hámarkskvótar hefðu nú átt að vera 150.000 tonna að hámarki sam- kvæmt nýtingarregl- unni. Þannig er nú aug- ljóst að hámarkskvótar á næsta ári verða um 40.000 tonn umfram eðlilega veiði. Hvert liggur leiðin? Frá stríðslokum fram að kvótakerfinu 1984 var árlega veitt um 450.000 tonn af þorski við landið. Hrygningarstofninn var þá um eða yfir 1,5 milljónir tonna, og 1991 hafði ný veiðitækni djúpveiðiskipa minnkað stofninn nið- ur í um hálfa milljón tonna sem leiddi til niðurskurðar á kvótum í 150.000 tonn. Færibönd til að flytja brott- kastið í slógdælur með hnífum er ný- tízku búnaður. Þótt Hafró hafi í orði verið ætlað að gæta hagkvæmni í veiðunum með lokun uppeldissvæða hafa stórútgerðirnar ráðið þar öllu. Seyðadráp og smáfiskadráp í brott- kastinu er það sem úrslitunum ræð- ur. Hrygningarstofn þorsksins er í augljósri útrýmingarhættu. Framseljanlegum kvótum fylgir einnig ný útrýmingarhætta fyrir þorskinn. Vegna þess að smáfiskur- inn hefir ekkert verð á mörkuðunum fer hann beint í brottkastið en hátt verð á stórfiskinum gerir það að verkum að allir leitast við að koma að- eins með stórfisk að landi. Með því að stækka riðilinn í þorskanetunum upp í 9 tommur koma menn aðeins með vel hrognafylltar og bústnar hrygnur að landi. Birtar hafa verið upplýsing- ar um að framleiðslan á hrognum sl. tvö ár er tvöföld miðað við það sem áður var. Þetta getur aðeins þýtt að það er verið að drepa niður viðkomu þorsksins svo að hér verður einnig að taka á ábyrgan hátt á málunum. Eg tel að úrræðin liggi augljós fyr- ir. Það verður að banna alla netaveiði á hrygningarstöðvunum og það verð- ur að senda öll djúpveiðiskip og vinnsluskip út fyrir landgrunnið, þ.e. 50 mílna mörkin sem fylgja land- grunninu nokkurn veginn eftir. Það væri gott ef alþingismenn færu að taka tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu og forðast allar blekkingar um kvóta- kerfið. Árlegan kostnað af kvótakerfinu má reikna þannig. Þjóðhagsstofnun reiknaði að niðurskurður á þorsk- veiðum um 30.000 tonn á næsta ári kosti þjóðfélgið árlega um 6 milljarða í skertum þjóðartekjum. Minnkun þorskveiða síðan 1991 hefir numið um 300.000 tonnum árlega eða um 60 milljörðum árlega, þe. 600 milljörðum í tíð núverandi forsætisráðherra. Utangátta á Alþingi Ønundur Ásgeirsson Fiskveiðistjórn Það væri gott ef alþing- ismenn, segir Ønundur Ásgeirsson, færu að taka tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu. Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Mýkir og róar RAKAKREM Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.470 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. ÍÞRÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.