Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 28.12.2001, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 75 DAGBÓK ókhalds- námskeið Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða kvöldnámskeið sem hefjast 8. og 14. janúar. hjá NTV í Kópavogi. B K la p p a ð & k lá rt / ij Verslunarreikningur (24 stundir) Tvíhliða bókhald (36 stundir) Tölvubókhald (42 stundir) Launabókhald (12 stundir) Vsk. uppgjör og undir-búningur ársreiknings (6 stundir) Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði Sumarið 2002 verður sem fyrr boðið upp á námsferðir til Englands Uppl. í síma 891 7576. Skráning alla helgina og lýkur 4. jan. Skoðið myndir frá starfsemi og upplýsingar um skólann á www.simnet.is/erlaara STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð dugleg og djörf en vinnið ykkur hlutina stund- um of erfiða með alls kyns útúrdúrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið hafið úr fjölmörgum tæki- færum að velja og þurfið hvergi að óttast það að þið ráðið ekki við hlutina. Vand- inn er bara að velja og hafna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er með ólíkindum hvað nýir hlutir eru í raun gamal- dags ef við bara kunnum að nýta okkur á jákvæðan hátt þá reynslu sem lífið hefur fært okkur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið notalegt að rifja upp bernskuna og ótrú- legt hvað margt má af atvik- um hennar læra. Missið samt ekki sjónar á framtíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gætið þess að halda ykkar málstað fram en það er nauð- synlegt að þekkja sín tak- mörk og málamiðlun er nauð- synleg ef gott samstarf á að takast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Látið ekki dagdraumana ná tökum á ykkur. Þeir eru skemmtilegir þegar við á en geta líka eyðilagt fyrir manni. Þolinmæði þrautir vinnur all- ar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ákveðið efni hefur lengi blundað með ykkur og nú er rétti tíminn til að festa það á blað fyrir ykkur sjálfa og aðra sem þið kjósið að deila því með. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er nauðsynlegt að kynna sér vel smáa letrið áður en skrifað er undir. Farið ykkur hægt og rólega því tækifærin hlaupa ekkert frá ykkur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ykkur finnst erfitt að skipta tímanum á milli heimilis og vinnu en þurfið engu að kvíða því með réttu lagi hafið þið nóg þrek fyrir hvorutveggja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þeir eru margir sem vilja ræða málin við ykkur. Reynið allt til þess að velja þá úr hópnum sem þurfa raunveru- lega á hjálp ykkar að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ykkur finnst andstæðurnar hrannast upp í kringum ykk- ur en málið er bara að gefa sér tíma til þess að leysa mál- in eitt af öðru. Brettið upp ermarnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð vinum ykkar stað- festan sjálf og eigið því að vera fús til að leiðbeina þeim þegar þeir leita til ykkar. Sýnið sanngirni og festu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tækifærin bíða ykkar á næsta leiti. Gaumgæfið alla möguleika og reynið að forð- ast alla óþarfa áhættu. Verið því varkár en samt hvergi hrædd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla SUÐUR spilar sex hjörtu og er heppinn með útspilið, sem er spaðakóngur. Lauf hefði verið verra: Norður ♠ 4 ♥ Á8754 ♦ ÁD1064 ♣Á4 Suður ♠ Á96 ♥ KDG1096 ♦ 95 ♣95 Sagnhafi tekur með spaðaás og leggur niður hjartakóng og báðir fylgja. Hver er áætlun- in? Slemman er 100% örugg með réttri spila- mennsku, hvernig sem tígullinn skiptist. Til að byrja með er tígulásinn tekinn. Svo er farið heim á tromp og tíg- ulníu spilað að blindum: Norður ♠ 4 ♥ Á8754 ♦ ÁD1064 ♣Á4 Vestur Austur ♠ KDG108 ♠ 7532 ♥ 2 ♥ 3 ♦ 3 ♦ KG872 ♣D108732 ♣KG6 Suður ♠ Á96 ♥ KDG1096 ♦ 95 ♣95 Ef tígullinn brotnar 4–2 er nægur samgang- ur til að fría fimmta tíg- ulinn, svo það er aðeins 5–1-legan sem skapar hættu. En tígulnían er öflug. Í þessari legu hendir vestur laufi í síð- ari tígulinn og þá fær austur á gosann, en svo má trompsvína fyrir kónginn. Þessi íferð tryggir líka slag á litinn þegar vestur á KGxxx og ennfremur ef austur er með stakt mannspil – kóng eða gosa. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. des- ember, er sjötug Birgitta Spur, Laugarnestanga 70. Hún tekur á móti gestum á morgun, laugardaginn 29. desember, í Norræna hús- inu, milli kl. 17 og 19. 95 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. des- ember, er 95 ára Guðfinna Dagmar Hannesdóttir, Blá- skógum 13, Hveragerði. Guðfinna er að heiman í dag. LJÓÐABROT VIÐ TUNGNÁ Við hrjóstrugan sand og við hrjúfan klett heyrði ég Tungná niða. Geldingahnappurinn glóði þar einn og grá var hin tröllslega skriða. Löðmundur stóð með sinn loðna feld og lyfti tindóttum gnúpum, en áin hverfðist í hröðum flaum helköld í sínum djúpum. Þar heyrði ég óspilltan hróðrarþátt á heiðanna fornu tungu, er straumurinn herti með sterkan róm á stefjabálkunum þungu. Og andvaka fann ég með ógn og dýrð um öræfanóttina bjarta, að loksins ég átti mér legurúm við lands míns titrandi hjarta. Jón Helgason KIRKJUSTARF GULLBRÚÐKAUP. Sl. miðvikudag, 26. desember, áttu 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Snjólaug Björg Kristjánsdóttir og Kristján Kaj Garðarsson. Þau voru með fjölskyldu sinni þann dag. GULLBRÚÐKAUP. Hinn 23. desember sl. áttu 50 ára hjú- skaparafmæli sómahjónin Gréta Finnbogadóttir og Trausti Eyjólfsson. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun 29. desem- ber er áttræð Sólborg K. Jónsdóttir, Álftamýri 42, Reykjavík. Af því tilefni tek- ur hún, ásamt fjölskyldu sinni, á móti ættingjum og vinum í sal Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautarholti 30, milli kl. 16 og 18 sama dag. 50 ÁRA afmæli. 31. des-ember, gamlársdag, er fimmtugur Marteinn Ein- ar Viktorsson, verkstjóri, Kambaseli 1, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður Gestsdóttir, tanntæknir. Í tilefni afmælisins taka þau á móti ættingjum, vinum og samstarfsfólki í Ölstofunni Jóa risa, Jafnaseli 6, milli kl. 20–22 föstudaginn 28. des- ember.      KVENNAKIRKJAN heldur guðsþjónustu í Dómkirkjunni laugardaginn 29. desember kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við píanóleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir er kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Kvennakirkjan í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Jim Smart Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir G. Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Guðný Kristjánsdóttir. Safnaðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.